Morgunblaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 2
2 M O R C UIV B T, A ÐIÐ Sunnudagur 22. nóv. 1959 Sjálf kirkjan sést til vinstri, mun hún rúma nm 500 manns. Til hægri er safnaðarheimilið, sá hlutinn sem nú er í smíð- um. Samkomusalur þess er tengdur kirkjuskipinu og má opna þar á milli við sérstök tækifæri. Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins teiknaði kirkjuna. Fjáröflunardagur í Lang■ holtsprestakalli í DAG efnir Langholtssöfn- uður til hlutaveltu í safnaðar- heimili sinu, sem nú er í smíðum við Sólheima. Sjö ár eru nú liðin frá því að Langholtsprestakall var stofnað og prestur þar kosinn. Öll þessi ár hefur ekkert húsnæði fyrir messur eða annað safnaðarstarf verið til í prestakallinu, — og er svo enn. Söfnuðurinn hefur feng ið inni með messugjörðir í Laug- ameskirkju. Á fyrri hluta ársins 1957 voru hafnar byggingarframkvæmdir, og þá ákveðið að byggja saman kirkju og safnaðarheimili. Unnið er nú að innréttingum á safnað- arheimilinu. Þegar því verki er iokið, fæst þar m.a. 300 manna salur, sem notaður verður fyrst um sinn til messuhalds. I»að er til þess að ljúka þessum áfanga sem allra fyrst að stafnaðarstjórnin leitar nú til sóknarbamanna og annrra velunnara um fjárstuðn- ing. Langholtssöfnuður leysir kirkju byggingarmálið á nýstárlegan hátt. Á morgun gefst almenningi tækifæri til þess að kynnast þeim framkvæmdum. í Langholtsprestakalli munu nú búa um 10 þúsund manns og fjölgar mjög ört. Serkir bjóða de Gaulle fanga í samnmganefnd o C Túnis og París, 20. nóv. — Útlagastjórn Serkja í Alsír til- nefndi í dag fimm af leiðtogum uppreisnarmanna, sem allir sitja í fangelsi í Frakklandi, til að taka þátt í viðræðum við frönsku stjómina um vopnahlé. Tilboðið var sent í sérstakri orðsendingu frá útlagastjórninni, en de Gaulle forseti Frakklands gaf i skyn í kvöld, að hann mundi vísa því á bug. Hann !ét í veðri vaka, að franska stjórnin mundi einungis ræða við Serki sem séu að berjast í Alsír, en ekki við menn sem hvergi kæmu ná- lægt bardögunum. Debré forsætisráðherra vildi ekki segja neitt um málið, sn meðal manna sem eru honum ná- komnir er sagt, að franska stjórn- in geti ekki tekið tilboði út- lagastjómarinnar af mlrgum ástæðum. í orðsendingu útlagastjómar- innar var lögð áherzla á það, að ekki verði vopnahlé í Alsír, fyrr en franska stjórnin hafi gef- ið fullnægjandi tryggingu fyrir því, að loforðið um sjálfsákvörð- unarrétt Alsírbúa verði í heiðri haft. De Gaulle hefur hvað eftir ann að boðið uppreisnarmönnum í Alsír upp á viðræður í París, og síðast hinn 10. nóvember sagði forsetinn, að fulltrúar upp- reisnarmanna gætu komið til Parísar opinberlega eða með leynd til að ræða um vopnahlé við frönsku stjórnina og skil- málana fyrir því. f orðsendingu uppreisnar- manna kemur það fram, að helzta hindmnin fyrir vopnahléi sé spurningin um, hvernig loforði de Gaulles am sjálfsákvörðunarrétt verði hrund ið 1 framkvæmd. Safinn úr mold fortíöar EIN af ársbókum Bókmennta- félagsins þetta ár verður bók um handritamálið eftir Ein- ar Ólaf Sveinsson prófessor. Er hún nú fullprentuð, og gætu félagsmenn og bóksalar hér í Reykjavík fengið hana, ef þeir sneru sér til bókavarð- ar félagsíns og óskuðu þess. Hér er um að ræða hið merkasta rit, sem æskilegt væri að sem flestir íslending- ar læsu. Birtir Mbl. hér á eft- ir niðurlagsorð bókarinnar: Fyrir nokkrum árum kom íslenzkur maður í Krónborg- arhöll. Það var bjartur sept- emberdagur, með heiðum himni og sólskini á lognkyrru Eýrarsundi. Skógurinn var farinn að bregða lit. Yfir öllu hvíldi friðsæl ró og hinir mildu töfrar danskrar haust- sólar. Gesturiim hafði séð hallir fyrr. Og það eru fleiri hallir til í Danmörku en þessi, glæsilegar hagsmíðir. Og veg- legar kirkjur, sem benda til himins. Þessi höll er ekkert einsdæmi þar. Voru það dag- draumar þessa danska haust- dags, sem fylgdu gestinum inn um gættir hallarinnar og opnuðu honum gættir fortíð- arinnar og ollu því, að hugur- inn flaug svo víða? Harun gekk þama í leiðslu. Fyrir augunum blöstu minjar gam- allar menningar Danmerkur. Stundum er eins og listaverk, í steini, í litum, tónum eða orðum, feli í sér tjáningu heillar þjóðar. Svo var ekki um það sem hér bar fyrir augu. Þetta voru salarkynni oddvita hinnar dönsku þjóð- ar, sýndi aðeins einn þátt danskrar menningar, en var þó á sína vísu brot af henni og fulltrúi hennar. Þessi staður var nátengdur sögu Danmerkur. Hér höfðu gengið margir mestu synir hennar. Við hann er líka tengdur einhver frægasti son- ur hennar, sem á heima í ver- öld skáldskapar en ekki á Einar Ól. Sveinsson spjöldum sögunnar. Mesta skáld annarar þjóðar orti um danska hetju úr rökkri fom- eskjunnar, hann fékk honum jörð að ganga á, um leið og hann gerði verk sitt að opin- berun um manninn, óbundna af stund og stað. Og þegar mikill bókmenntamaður er að segja frá leið sinni á vit skáldsins, þá heitir sú leið: „The road to Elsinore". Um þessa sali reikuðu svip ir fomaldar fyrir hugarsýn gestsins, svipir úr heimi sannr ar sögu og heimi hugarburðar. Þegar gesturinn gekk inn, var hugur hans fullur af friði hins heiða haustdags. Og inni í sölunum léku líka geislar haustsólarinnar á veggjum og myndum og listasmíðum. Gest urinn þekkir vel þessa þjóð, hann hefur dvalizt með henni langdvölum. Hann sér hana ekki í hillingum ókunnugs manns, hann þekkir hana af reynd margra ára. Hún hefur sína annmarka, það er sjálf- sagt í heimi ófullkominna manna og ekki orða vert. En hann fær ekki orða bundizt um hina miklu kosti hennar, hve mikið gott er með henni, hve mikið af góðu fólki, hve Heitu vatni hleypt í Laugarneshverfi Dælur i stóru holurnar komnar til á 45 hús Dagskrá Alþingis sameinaðs Alþingis mánudaginn 23. nóvember 1959. KI. 1,30 miðdegis. Þingsetning, frh. landsins NÚ eftir helgina mun Hita- veitan hleypa heitu vatni á hitakerfi 45 húsa í Laugar- neshverfinu. Er vatnið tekið beint úr Sigtúnsholunni og fá þessi hús heitt vatn þaðan, þangað til dælustöð verður byggð við Sundlaugarnar. En þá verður þetta fellt inn í Laugarneshverfiskerfið. Hús þau sem hér er um að ræða standa við Sigtún, Lauga- teig og Hofteig, vestan Gullteigs, en húsin þar fyrir austan höfðu áður fengið hitaveitu. Eru flest þessi hús tvær hæðir, ris og íbúðarkjallari, svo að sennilega fá um 180 íbúðir nú hitaveitu- upphitun. Hefur verið unnið við að leggja í þessi hús síðan í haust, og verða þau nú tengd kerfinu hvert af öðru. í nokkr- um húsum eiga húseigendur eft- ir að gera þær breytingar, sem nauðsynlegar eru, en eftir að því er lokið, er ekkert því til fyrir- stöðu að hús þeirra verði tengt við kerfið. Borun á Sigtúnsholunni var lokið um síðustu áramót, og er vatnið úr henni 92 stiga heitt. Var hún í fyrravetur notuð með bráðabirgðatengingu við Fúlu- tjarnardælustöðina. 1 holuna er nú leitt um 100 stiga heitt vatn með bráðabirgðatengingu úr ann- ari holu skammt frá. Þegar vatnið kemur aftur úr Laugarneshverfinu 40—50 stiga heitt, er því blandað saman við yfirheita vatnið úr einni af stóru borholunum, fer þá í Fúlutjarn- arstöðina og er dælt upp í gegn- um Höfðahverfið og samtengt bæjarkerfinu. Stóru holurnar teknar í notkun Er Tungufoss kom hér síðast fékk Hitaveitan dælur 1 stóru borholurnar, og verður nú farið að koma þeim fyrir, að því er hitaveitustjóri tjáði blaðinu. — Verða þær fyrst settar á holurn- ar við Laugarnesveginn og Há- tún. Ætti vatnið frá stóru hol- unum því að koma inn í kerfið í næsta mánuði. Verður þá mikil breyting til bóta á hitun húsa með hitaveituvatni, svo ekki sé meira sagt. Lækjarver - þr jár nýjar verzlanir Á FÖSTUDAGINN voru opnaðar þrjár nýjar verzlanir að Lauga- læk 2—8, matvöruverzlun (kjör- búð), sem Ragnar Ólafsson (áður hjá Silla og Valda) rekur, kjöt- verzlun, er Björgvin Hermanns- son (áður verzlunarmaður að Laugavegi 32) hefir og vefnað- arvöruverzlun, sem Pétur Thorar ensen rekur. Eru verzlanir þess- ar allar hlið við hlið í nýju hús- næði, sem er hið myndarlegasta í alla staði. Einnig er í ráði að hafa í húsinu mjólkurbúð og sæl gætis- og gosdrykkjabúð. Er hús- ið ein hæð með geymslum í kjall- ara, 300 fermetrar. Er mikið hagræði að hafa verzl anir þessar á eina og sama staðn- um, en verzlunarmennimir, sem allir eru þaulvanir í sínu starfi, kváðust myndu kappkosta að hafa ávallt á boðstólum hinar beztu og fjölbreyttustu vöruteg- undir. — Eru allar verzlanir hin ar glæsilegustu og bera vott smekkvísi eigendanna. Lækjarver, en svo heita verzl- anir þessar, er staðsett í hverfi, sem mikið hefir verið byggt í á síðustu árum, og því mikill feng- ur að fá verzlanirnar á stað þennan. mikið af menningu huga og handar og ekki síður af menn ingu hjartans. Hve sárt er til þess að hugsa, að þessar tvær þjóðir skuli hafa svo mikla ó- gæfu saman átt! Krónborgarhöll var brot af danskri menningu. Eitt af mörgum. Hér er ekkert ís- lenzkt, íslendingar eiga hér ekkert, nema ef vera skyldi fáeina steina í veggjunum — sjálfsagt eiga þeir fleiri steina í öðrum, yngri höllum Dan- merkur. Mundi íslendingur- inn, sem þarna gekk, hafa öf- undazt yfir þessum veglegu minjum danskrar menningar á liðnum tímum? Fjarri fer því. Hann unir vel menntum sinnar þjóðar. Hann harmar hið glataða. Honum þykir sárt að hugsa til þeirrar sögu, sem grunnur dómkirkjunnar i Skálholti segir. Hann saknar þess, hve lítið er varðveitt af miðalda- Hst íslands. En hjóli sögunn- ar verður ekki snúið við. Glat að er glatað. Eftir eru handritin, sem geyma orðlist íslendinga, mynd þeirra af mannlífinu, mynd þeirra af dýrð manns- ins og eymd, glímu þeirra við guð sinn, eins og þeir hafa tjáð þessi efni í stuðla skorð- um eða í lausu máli. Leiðin til bókmennta þjóðarinnar, „leiðin til Hlíðarenda", liggur til uppsprettu lífs þeirra sem þjóðar. Þessar bókmenntir eru hornsteinninn, sem menning þeirra er reist á, jafnvel sem tilvera þeirra er reist á. Og af því að þessar bókmenntir eru enn lifandi, eru þær rót- in, sem dregur safann úr mold fortíðarinnar og gefur hann lifandi, gróandi, grænum greinum menningar dagsins í dag. — Málverkafundur Framh. af bls. 1. hann unnið að því að rannsaka málverkin og endurbæta ásamt prófessor Zlatoff-Mirsky undan- farið ár. Málverkin hafa ekki enn verið vátryggð, vegna þess að iðgjald- ið af vátryggingu mundi verða svo feiknahátt, að það er eigend- unum um megn. Alfonso Follo og systir hans erfðu málverkin eftir ömmu sína, frú Maríu Senna í Gabriel. Hún hafði erft þau frá frænda sínum, Senna- Antonio kardínála, þegar hann lézt árið 1887. Hann hafði feng- ið málverkin frá frænda sínum, Nicola Santore, sem var dómari í Bourbon og einkritari Ferdi- nandos konungs í Napoli. Fleiri listaverk nálægt Napoli Antonio Follo, bróðir Alfonsos, sem er innflytjandi til Banda- ríkjanna, sagði í Napoli í dag, að fleiri mjög verðmæt listaverk væru enn í þorpi einu nálægt NapoH. Eitt málverk, kannski eftir Rafael, væri í þorpskirkj- unni. Hann sagði að Follo-fjöl- skyldan hefði einu sinni afhent einum þorpsbúa nokkur lista- verk sem tryggingu fyrir láni, sem hún gat ekki greitt. Antonio Follo, sem lifir í fátæklegu her- bergi í Napoli, sagði að fjölskylda sín hefði áður fyrr lifað í kast- ala í Montemarano, en stríðið og aðrar hörmungar hefðu rúið hana eignum, þannig að hún varð að yfirgefa kastalann í stríðslok. Alfonso Follo fluttist til Banda- ríkjanna fyrir tveim árum og gerðist sjónvarpsviðgerðarmað- ur. En málverkin komu til Bandaríkjanna með Maríu syst- ur hans, sem giftist bandarískum liðsforingja, Hataburda, eftir heimsstyrjöldina og fluttist vest- ur um haf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.