Morgunblaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNTtr AfílÐ SunnuSagur 22. nóv. 1959 Iívikitaði í bifvéla- verkstæði á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 20. nóv.: — Kl. 8,30 í morgun var slökkvilið Sauðárkróks kvatt að bifvéla- verkstæðinu Áka, en þar var eldur laus. Rétt um kl. 8 hófst vinna á verkstæðingu á venju- legan hátt, og er óttazt að neisti frá smergel hafi lent í benzíni, einhvers staðar á verkstæðinu, sem varð þess valdandi að verk- stæðisgólfið varð eitt eldhaf á einu andartaki, þegar slökkvilið- inu var gert viðvart. Inni á verk stæðinu voru margir bílar í við- gerð, þar á meðal benzínbíll, og tókst á skammri stundu að koma þeim út af verkstæðinu og úr allri hættu. Slökkviliðið bráfljótt við og tókst á skammri stundu að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir urðu eigi að síður all- miklar af völdum elds, reyka og vatns á húsinu, en þó sérstak- lega á vélum og áhöldum. Fréttaritari. Nörðlendingur enn í Trangisvogi SAUÐÁRKRÓKI 20. nóv. — Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær strandaði togarinn Norðlending- ur á miðvikudagskvöld í Trangia vogi á Suðurey. Samkvæmt upp- lýsingum, sem fréttaritari Mbl. á Sauðárkróki fékk hjá útgerðar- stjórn Norðlendings í gær, liggur togarinn nú við bryggju í Tvö- röyri við Trangisvog. í gær var gerð tilraun til að kafa við skip- ið, en ekki var hægt að fullrann- saka skemmdirnar, vegna óhag- stæðs veðurs. Strax og veðurskil- yrði eru fyrir hendi verður reynt að ganga úr skugga um skemmdir á skipinu. Síðan verð- ur farið með það til Skálafjarðar, þar sem líkur eru til að fulln- aðarviðgerð geti farið fram. Mun áhöfnin, sem eru bæði Færeying- ar og íslendingar, bíða þess. Missti framan af tveim fingrum GRINDAVÍK, 20. nóv.: — Það slys varð í dag í hraðfrystihúsi Þórkötlustaða, að annar vélstjór- inn þar, Jóhann Andrésson, fór með höndina í snigil og missti framan af tveim fingrum vinstri handar og nöglina af þeim þriðja. 16 mynda sýning í Mokkakaffi í GÆR hóf Jón Bjarnason sýn- ingu á málverkum í Mokkakaffi á Skólavörðustíg. Stendur sýning hans til 4. desember n.k. Jón sýnir þar 16 myndir alls, aðallega ! olíumálverk. Eru myndirnar bæði I nýjar og' gamlar. irlýsing var eitt af því fyrsta sem barst frá skrifstofu hans: — Ég hef aldrei sagt, að það væri nokkur ástæða til að banna fólki að nota peningana sína þannig að þeir gæfu sem mestan arð. Þekkið þið þessar tvær? Það er Marilyn Monroe í nýjustu mynd- inni sinni „Some like it hot“ og með henni er Jack Lemmon í kvenmannsfötum. Marilyn leik- ur söngkonu og gítarleikara sem ræður sig í kvennahljómsveit, af því hún verður alltaf ástfang- in af saxofónleikaranum í öllum hljómsveitum, sem hún leikur í. En hún varar sig ekki á því að í kvennahljómsveitinni eru tveir karlmenn, dulbúnir sem konur. Leikur getur fyrr en varir orð- ið að veruleika. Það fékk franska leikkonan Pascale Petit að reyna fyrir skömmu. Hún átti að fremja sjálfsmorð í kvikmyndinni ,,Sum arstúlkan" undir stjórn Edouards Molinaros. Og átti hún að drekkja sér. Allt gekk eins og í sögu. Pascale stakk sér í sund- laugina, samkvæmt handritinu, andaði djúpt að sér og kafaði. Myndavélarnar snerust, en þær snerust of lengi. Allt í einu átt- uðu kvikmyndamennirnir sig á því að hún var búin að vera ó- eðlilega lengi niðri í vatninu. Samleikari hennar, Michel Aucl- air. brá skjótt við, stakk sér eftir henni. Hann fann leikkon- una á botninum. Pascale Petit var meðvitundarlaus þegar hann kom með hana upp og varð að fá nokkurra daga hvíld til að ná sér. Myndin er tekin þegar Mic- hel Auclair er búinn að bjarga kvikmyndadísinni upp á yfirborð ið. illuapinn er líkastur mönnum af öllum skepnum og hann er líka apa grimmastur. Apamamma hélt á afkvæmi sínu og leyfði engum að koma nærri. Þá tók forstjórinn skotvopn og skaut svefnlyfi í górillumömmu. Hana tók brátt að syfja og loks lagði hún sig og sofnaði. Dr. Lang tók Goma, sem nú byrjaði sitt nýja líf meðal mannanna. Goma fær pelann sinn á þriggja tíma fresti, hann liggur í vöggu og skipt er á honum reglulega. Fósturfor- eldrarnir gera sér vonir um að geta haldið honum í 10 mán., en einn góðan veðurdag verður fósturbarnið orðið að hættuleg- | HEATHCOAT-Amory, fjármála- | málaráðherra Breta er vissulega i maður, sem reynir að gera skyldu I iína. ***■ lega lýsti fjár- málaráðherrann því yfir, að til að fréttunum Tove Ditlfevsen hefur skrifað bók, sem heitir „Flóttinn frá uppþvottinum". Hefur bókin fengið góða dóma í Danmörku. Viðfangsefni hennár er flótti forystukvenna í ýmsum grein- um frá uppþvottinum, þessari „neðanjarðarhreyfingu“, sem skv. skoðun skáldkonunnar hef- ur með tímanum rekið fjölmarg- ar örvæntingarfullar konur yfir í listir, vísindi, blaðamennsku og kommúnisma og sent þær í stríð um straumum í fyrirlestrarferð- ir út í sveitir .... Tove Ditlevsen ætti að vita hvað hún syngur, því hún skrifar bækur sínar milli þess sem hún hugsar um börnin sín þrjú, tekur til mat og þvær upp. Þeir eru leiknir af Jack Lemmon og Tony Curtis, sem auðvitað er saxofónleikari. Heyrzt hefur að næst muni Marilyn leika í mynd, sem mað- Að afloknum brezku kosning- unum settist Hugh Gaitskell, for- ingi verkamannaflokksins niður og hugsaði sitt ráð.. Sigur Mac- millans hafði komið eins og reið- arslag yfir hann. Eftirfarandi yf- ur hennar, Arthur Miller, skrif- ar handritið að. Hún á að vera ákaflega alvarlega og hugsandi gift kona í þeirri mynd. Goma er fyrsti gorilluapinn, sem fæðzt hefur í dýragarði í Evrópu. Forstjóri dýragarðsins í Bal hafði beðifS eftir þessu í margar vikur, því enginn veit hve lengi gorillumæður ganga með afkvæmi sín, og þessir 250 kg. risai taka því ekki vel að komið sé alltof nærri þeim. Gor- gera sitt, borðaði hann á h.ve j um morgni bacon og þrju egg , og á kvöldin stóra eggjaköku. Það má bæta því við til gamans, að fjármálaráðherrann er pipar- sveinn — og sér oft sjálfur um að matbúa fyrir 3ig. Nýtt! Nýtt! NÝ DÆGRADVÖL — BUNGALO- tiEMUJl Á MARKAÐINN BRAtiLEúA Nánar auglýst, nœstu daga 1 , , litgjefendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.