Morgunblaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 12
12 MORCUNBL1Ð1B Sunnudagur 22. nSv. 1959 tJtg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá VigtTr. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÚTGJÖLD OG ÚTSVÖR LÆKKA SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var frv. að fjárhagsáætl- un Reykjavíkur fyrir ár- ið 1960 lagt fram á bæjarstjórn- arfundi. Hefur framvarpið und- anfarin ár venjulega verið lagt fram í des,. en að þessu sinni var hafizt svo snemma handa um undirbúning þess, að hægt var að leggja það fram síðari hluta nóvembermánaðar. Er það greini lega til bóta og skapar bæjar- stjórn rýmri aðstöðu til þess að hafa lokið afgreiðslu fjárhagsá- ætlunarinnar fyrir áramót. 15% lækkun útsvars- stigans Gunnar Thoroddsen, sem lagði fjárhagsáætlunina fyrir bæjar- Stjóm, benti sérstaklega á það, að heildarútgjöld Reykjavíkur- bæjar eru áætluð 7,4 millj. kr. lægri á næsta ári en á yfirstand- andi ári. Ennfremur lækkar heild arupphæð útsvara um 10,2 millj. kr. og má gera ráð fyrir, að út- avarsstiginn lækki um 15%. Rekstrarútgjöld bæjarins á næsta ári eru áætluð 202 millj. kr., en voru á þessu ári áætluð 209 millj. kr. Er hér um að ræða 7 milljón kr. lækkun. Til verklegra fram- kvæmda og annarra eignabreyt- lnga eru áætlaðar á næsta ári 46,7 milljónir króna í stað 47,1 millj. kr. í gildandi fjárhags- áætlun. Heildarútgjöld á næsta ári eru áætluð 249,7 millj. kr., en voru áætluð 256,1 millj. kr. á þessu ári. Er þarna um að ræða 7,4 millj. kr. lækkun frá gildandi fjárhagsáætlun. Heildarupphæð útsvaranna var í ár 215,1 millj. kr., en er áadtðuð á næsta ári að verða 204,9 millj. kr. Ánægjuleg breyting Reykvíkingum mun vissulega finnast það ánægjuleg breyting að gert er ráð fyrir, að útsvör á þeim og heildarútgjöld bæjar- félags þeirra lækki á næsta ári. Undanfarin ár hafa útgjöld hins opinbera, bæjar- og sveitarfélaga og ríkisins stöðugt farið hækk- andi. Það sem fyrst og fremst hefur valdið þessum hækkunum er auðvitað hin sívaxandi verð- bólga og dýrtíð. Kostnaður við hverskonar framkvæmdir og rekstur opinberra fyrirtækja og stofnana hefur farið síhækkandi. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur hafa jafnan lagt á- herzlu á það, að gæta hagsýni og ráðdeildar í fjármálastjórn bæjarfélags síns. Þeim er það mikið gleðiefni að geta nú lagt fram fjárhags áætlun, þar sem gert er ráð fyrir lækkun heildarútgjalda og allt að 15% lækkun á út- svarsstiganum. Þrátt fyrir það er þó haldið I horfi um verk- legar framkvæmdir og um- bætur í bænum. ÞEIR SEM ALDREI ÞEKKTU RÁÐ Mikill meirihluti íslendinga óskar þess áreiðanlega, að hin nýja ríkisstjórn, sem nú hefur verið mynduð, taki raunhæfum tökum á þeim vanda- málum, sem við er að etja, segi þjóðinni sannleikann um eðli þeirra og hiki ekki við að gera það sem gera þarf til þess að framkvæma efnahagslega við- reisn og halda áfram uppbygg- ingu þjóðfélagsins. Stöðugur flótti Það, sem einkenndi störf og stefnu vinstri stjórnarinnar, var hinn stöðugi flótti hennar undan staðreyndum. Framsóknarflokk- urinn sagði þjóðinni í upphafi stjórnarsamstarfsins, að hann hefði fullar hendur „úrræða“ til þess að sigrast á öllum vanda. Hann þyrfti aðeins fyrst af öllu að koma því í verk að einangra Sjálfstæðisflokkinn um aldur og ævi. Þá myndu öll vandamál auðleyst. En Framsóknarflokknum mis- tókst allt. Hann fann aldrei „úr- ræðin“, sem hann hafði lofað þjóðinni. Vinstri stjórn hans klofnaði og gafst upp á miðju kjörtímabili, eftir að augljóst var orðið, að hún gat engan vanda leyst. Framsóknarflokknum mis- tókst einnig gersamlega að ein- angra Sjálfstæðisflokiúnn. Fólk- ið sjálft hindraði þau áform Timaliðsins í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum veturinn 1958. Framsókn girðir sig í brók að nýju Framsóknarflokkurinn hefur orðið fyrir stórkostlegu áfalli. Vinstri stjórn hans sannaði það ekki aðeins, að flbkkurinn var ófær til forystu, þegar um var að ræða lausn vandasamra þjóð- mála, heldur kom það nú í ljós betur en nokkru sinni fyrr, að ekki varð lengur unað við hina úreltu kjördæmaskipun, sem Framsóknarflokkurinn hafði við kosningarnar 1956 notað til herfi- legs brasks og hrekkjabragða. Samkomulag náðist um nýja kjördæmaskipun, og nú er Alþingi skipað nokkurnveginn í samræmi við vilja þjóðarinnar. Þetta hefur Framsóknarflokk- urinn haft upp úr hentistefnu- braski sínu og margskonar svik- semi. En hin gamla maddama reynir þó að girða sig í brók að nýju. Flokkurinn, sem myndaði vinstri stjórnina, sem sprakk í úrræða- leysi sínu á miðju kjörtímabili, lætur nú málgagn sitt brigzla þeirri ríkisstjórn, sem setið hefur einn dag að völdum, um úrræða- leysi. Síðan kemst Tíminn að orði á þessa leið í lok forystu- greinar sinnar: „Hann (Framsóknarflokkur- inn) mun og bera sínar tillögur til úrbóta fram hiklaust, þótt í stjórnarandstöðu sé. Af þessum sjónarmiðum mun stjórnarand- staða Framsóknarflokksins mót- ast“. Framsóknarflokkurinn á ekki lengur sæti í ríkisstjórn. Þá stendur hann allt í einu aftur með fangið fullt af „úr- ræðum“. Myndi ekki mörgum fara svo, að þeim detti nú í hug hið gamla máltæki: Þeir, sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að kenna hinum! UTAN UR HEIMI Ráðagerðir um að rœna brezka ríkiserfingjanum Þessi mynd er tekin um það leyti, sem Karl ríkiserfingi varð tveggja ára gamall. Nú er hann orðinn 11 ára. — Hefur Elísa- bet ástæðu til þess að óttast um drenginn sinn? UM síðustu helgi gaus upp sá kvittur í Bretlandi, að írski lýðveldisherinn hefði í hyggju að ræna ríkiserfingj- anum, Karli, syni Elísabetar drottningar og Filippusar hertoga. Orsök orðrómsins mun hafa verið sú, að skyndi- lega var settur sterkur lög- regluvörður um heimavistar- skólann Cheam í Suður-Eng- landi, skammt frá Lundúnum, en þar hefur Karl ríkiserf- ingi stundað nám um tveggja ára skeið. — Hann varð ellefu ára gamall á dögunum. — ★ -— Lundúnablaðið „Daily Herald" flutti fregnir af því sl. þriðjudag, að lögregluvörður hefði verið aukinn við skólann — og gaf þá skýringu á því, að írskir þjóð- ernissinnar — úr lýðveldishern- um í Norður-írlandi — hefðu á prjónunum að ræna drengnum og halda honum s.em gisl, til þess að knýja enska þingið til þess að samþykkja sameiningu Norður-írlands og irska lýð- veldisins. Blaðið sagði, að flokkur manna úr þessum „forboðna" félags- skap hefði ákveðið að ráðast á skólann og nema Karl ríkiserf- ingja á brott — hins vegar væri ekki vitað, hvort leiðtogar lýð- veldishersins stæðu að baki þeirri ákvörðun, eða hvort að- eins væru þar einstaklingar að vei;ki. Hvað um það — öflug lögregla var sett á vörð við skólann, og allir, sem hann nálgast verða að sætta sig við, að leitað sé á þeim — og nákvæm leit er gerð í öll- um ökutækjum, sem um ná- grennið fara. — í sambandi við þetta lýsti formælandi írsku Frh. á bls. 23 Hœttumerki á sígaretfum Tillaga dansks lugnaskurðslæknis — í Jbvi skyni oð draga úr krabbahættunni ALLAR sígarettur ættu að hafa sérstakt „hættumerki“ — rautt strik, sem gæfi til kynna, hve- nær fleygja skal stubbnum. — Það er síðari helmingur sígarett- unnar, þ. e. a. s. 3J4 — ef ekki 4 — sm, sem er hættulegur, sagði danski lungnaskurðlæknirinn Tage Söndergaard í samtali við Ekstrabladet á dögunum. — ★ — Tage Söndergaard, sem á ári hverju sker upp um það bil 100 sjúklinga vegna lungnakrabba, í sjúkrahúsinu Aarhus Kommune- hospital, sagði í þessu viðtali, að læknar í Danmörku væru nú að undirbúa sókn til þess að koma fram banni við því, að sígarettur séu auglýstar á opinberum vett- vangi. — Auk þess munu þeir bera fram kröfur um það, að verð á sígarettum verði hækkað — með það fyrir augum, að menn minnki reykingar. Aftur á móti mætti gjarna lækka verð á vindlum, þar sem þeir eru ekki taldir svipað því eins skaðlegir. — ★ — Söndergaard telur það sannað, að áttundi hver „stórreykinga- maður“ (þeirra, er reykja mest- megnis sígarettur) deyi úr lungnakrabba — og því verði stjórnarvöldin að hætta að líta á sígarettur eingöngu sem góða tekjulind. — Læknirinn hefur stungið upp á því, að setja „hættumerki" á sígarettur, eins og fyrr segir — en því má bæta við, að í Svíþjóð er þegar byrjað á þessu, þótt í smáum stíl sé. Ekki er hægt að segja um árang- ur af því enn, sem skiljanlegt er. — ★ — Ekstrabladet sneri sér einnig til annars lungnaskurðlæknis, próf. Erik Husfeldt — og hann er sama sinnis, telur, að gera beri gangskör að því að vara menn við tóbakinu — og sér f lagi sígarettunum. — Hann sagði meðal annars: — Mér kemur ekki til hugar að krefjast þess, að tóbak sé bannað — ekki fremur en ég vil láta banna aðrar svonefndar „munaðarvörur“ — en það verð- ur að vara menn við hættunni —- hinni miklu hættu, sem fylgir tóbaksnotkun. Fyrir nokkru var byrjað á því í Svíþjóð að setja rauðan hring á sígarettur, þar sem talið er ráðlegt að drepa í þeim. Nú hefur danskur læknir gerzt talsmaður þess, að lögleitt verði að setja slíkt „hættumerki“ á allar sígarettur — til þess að draga úr hættunni á lunguakrabba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.