Morgunblaðið - 26.11.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.11.1959, Qupperneq 3
Fimmtudagur 26. nóv. 1959 MORGUTVBLAÐIÐ 3 Fé baóao Deilt um óreiðirvíxla Alþýðublaðið svarar Timanum 1 gær í forystugrein sinni ojf þeim ásökunum Framsóknar- manna, að allt annað hafi verið sagt fyrir kosningar um hag út- flutningssjóðs og ríkissjóðs en nú að kosningunum loknum. Kemst Alþýðublaðið m. a. að orði um þetta á þessa leið: „Blekkingin mikla á að vera þessi: Fyrir kosningar var sagt: Hagur útflutningssjóðs og ríkis- sjóðs með blóma. Eftir kosningar var sagt: 250 milljón króna halli á ríkissjóði og útflutningssjóði á næsta ári. Hvort tveggja þetta var og er rétt, að því bezt veröur séð af þeim upplýsingum, er fyrir liggja. Hinsvegar reynir Tíminn að blekkja lesendur sína með því að rugla saman árinu í ár og næsta ári. Sannleikurinn í málinu er þessi: Þegar fjárlög vonu afgr. síðastliðið vor, héldu Framsókn- armenn fram, að þau myndu aldrei standast, heldur mundu safnast upp óreiðuvíxlar á þessu ári, sem þjóðin yrði að greiða eftir kosningar. Alþýðuflokks- menn mótmæltu þessu, þeir héldu fram ,að fjárhagur ríkis- ins á þessu ári mundi standast þannig, að það stæði' við allar skuidbindingar sínar án þess að til yrðu neinir óreiðuvíxlar. Þetta hefur reynzt rétt“. Einn o? sami flokkur Tveir bændur á Vesturlandi hittust nýlega og tóku með sér tal um stjórnmálaviðhorfið. Komst annar þeirra þá m.a. að orði á þessa leið: — Ekki fæ ég betur séð, en að Framsóknar- flokkurinn og kommúnistar séu að renna saman í einn og sama stjórnmálaflokk. Fyrir kosning- arnar skrifar kommúnistaflokk- urinn Framsóknarmönnum bréf og býður þeim upp á stjórnar- samstarf og samvinnu í kosning- unum. Framsóknarflokkurinn svarar með því að óska stutts frests til þess að hugsa sig um, en lýsir því þó yfir í leiðinni, að vinstri stjórn sé sú bezta stjórn, sem íslendingar geti fengið. • Eftir kosningar gerist svo það, að Framsóknarflokkurinn skrif- ar kommúnistaflokknum, og AI- þýðuflokknum einnig, og býður upp á nýja vinstri stjórn. Sú stjórnarmyndun tókst að visu ekki, en Eysteinn Jónsson ítrek- aði þá yfirlýsingu Framsóknar- manna, að þeir teldu stjórn með kommúnistum vera beztu stjórn, sem landið gæti fengið, þegar hann lýsti yfir andstöðu sinni við þá ríkisstjórn, sem nú hefur verið mynduð. Ekki rekið sem sjálfstæð stofnun Fétur Guðmundsson, bóndi á Þórusíöðum, ritaði ,eins og áður hefur verið skýrt frá, grein um afurðasölumál bænda á Suður- landi í blaðið „Suðurland" hinn 21. nóvember sl. Ræöir hann þar m. a. samband Mjólkurbús Flóa- manna við Kaupfélag Árnesinga og kemst þá að orði á þessa leið: „Eitt er okkur bændum hér á þessu mjólkursvæði ljóst: Mjólk- urbú Flóamanna er ekki rekið sem sjálfstæð stofnun. Við vit- um, að ýmsar þarfir búsins verða um leið að skoðast í ljósi hagn- aðarmöguleika fyrir Kaupfélag Árnesinga, en slíkt er ekki þol- andi. Þarna er um tvö stórfyrir- tæki að ræða, sem eiga algerlega hafa sér fjárhag og vera hvort öðru óháð, enda ætti ekki sami maðurinn að fara með yfir- stjórn beggja fyrirtækjanna". SÍÐASTLIÐINN sunnudag var mikill annadagur hjá fjáreigendum í Vestmanna eyjum, því að þá var öll Heimaey smöluð að undan- skildum Heimakletti og út- Kl. 8 um morguninn héldu fyrstu gangnamannahóparnir af stað. Er á daginn leið komu fjárhóparnir saman fyrir sunn an flugvöllinn, en yfir hann varð að reka féð. Til þess var fengið sérstakt leyfi flugvall- arstjórans, því að ekki var von á flugvél næstu tvo tímana. Síðan var féð rekið niður í „Dali“, en þar var réttað. — „Réttin“ var húsagarður við kúabú Vestmannaeyinga og mynda byggingar búsins þrjá veggi réttarinnar. Tilefni til þessara gangna í Vestmannaeyjum er fyrirskip- un um allsherjarböðun, sem ljúka skal um land allt 1. marz. Því verki lauk í Eyjum fyr- ir miðjan dag á sunnudag. Engin stór fjárbú eru í Vest- mannaeyjum, en stærsti fjár- eigandinn á 75 kindur. Það þótti tíðindum sæta í sambandi við smölunina á sunnudaginn, að fjárhundur var með í förinni. Alls staðar þykja hundar sjálfsagðir þar sem fé er rekið saman og raunar munu fáir geta hugsað sér samanrekstur án þess að hundgá heyrist samfara jarm- inu í fénu og hói gangna- mannanna. Hundahald hefur hins vegar ekki verið leyft í Vestmannaeyjum um margra ára bil og þess vegna er ný- næmi að sjá slíkan grip þar um slóðir. Þar þekkja börn ekki hunda og eru hrædd við þá, nema þau sem hafa verið í sveit. Myndirnar, sem hér fylgja með, eru teknar á sunnudag- inn við böðunina. Efsta myndin sýnir útgerð- armann sem er að fá sér í nefið: — Jú, í nefið verð ég að fá mér, þótt mikið nú á. Næsta mynd sýnir böðun- ina. Hverri kindinni á eftir annarri er dýft niður í þróna með baðvatninu, og fyrirfinn ist eitthvað kvikt í hvítum feldunum skal því nú útrýmt. Neðsta myndin sýnir smala- hund Vestmannaeyinga. Ljósm.: Sigurgeir Jónasson. Starfsemi Ferðaíélags Akureyrar Akureyri, 24. nóv. EERÐAFÉLAG Akureyrar efn ir til kvöldvöku fyrir félags- Skáli F. A. við Herðubreiðarlyndir. Ljósm.: Bj. Bessason. menn sína og gesti þeirra n.k. fimmtudagskvöld, 26. nóv. í Alþýðuhúsinu og hefst hún kl. 8,30 síðdegis. Björn Pálsson, flugmaður, er væntanlegur hingað til bæjarins á vegum Ferðafélags- ins þann dag og mun hann sýna litskuggamyndir á kvöld vökunni, en þessar myndir hefir Björn tekið á ferðum sínum um landið. Þess má geta að fyrir nokkru sýndi Björn litskuggamyndir á kvöldvöku Ferðafélags íslands í Reykjavík og var gerður góð- ur rómur að. Auk þess les Rósberg G. Snædal, rithöfundur, kafla úr nýútkominni bók sinni: Fjöll og fólk. Síðar í vetur hefir Ferðafé- lagið hug á að halda fleiri fræðslu- og skemmtikvöld. Ráðgert er, að Björn Páls- son fari síðan til Húsavíkur og sýni myndirnar hjá Ferða- félaginu þar n.k. föstudag. Ferðafélag Akureyrar vann að mörgum framkvæmdum á sl. sumri en merkust þeirra er bygging skálans í Herðu- breiðarlindum. Mynd’ sú, er hér fylgir með, er af hinum nýja skála. Ljósm. Bj. Bessa- son. verstöð landsins eyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.