Morgunblaðið - 26.11.1959, Side 8
8
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmfudagur 26. nóv. 1959
Búnaðarháskóli Norðmanna 100 ára
Í>AÐ var bjart yfir smábænum
Ási í Noregi fyrstu daga septem-
bermánaðar 1959. Hið undurfagra
landslag speglaði sig í sumardýrð
og sólskini. Uppskerustörfin voru
í fullum gangi. Fólkið var í há-
tíðaskapi, og ýmsir höfðu meira
að gera en venja var til, því að
um þessar mundir var haldið há-
tíðlegt 100 ára afmæli Búnaðar-
háskóla Norðmanna.
Mikið var rætt um fortíð, nú-
tíð og framtíð þessarar stofnunar.
Hinir eldri glöddust í hjarta sínu
yfir þeim miklu framförum, sem
æðri búnaðarfræðsla hefði tekið
og þeim áhrifum, sem hún hefði
haft á búskap Norðmanna. Þeir
yngri litu björtum augum tilfram
tíðarinnar og hugsuðu með þakk-
látum huga til þeirra mörgu hug-
sjónamanna, sem höfðu lagt
grunninn að þessu starfi. Allir
voru sammála um það, að norski
Búnaðarháskólinn hefði haft ó-
metanleg áhrif á stórstígar fram-
farir innan landbúnaðarins og
væri þannig búinn að kennsiu-
kröftum og tækjum, að mjög mik
ils mætti af honum vænta á næstu
áratugum og öldum.
í sambandi við þessi merku
tímamót var margt rætt og ritað
um fyrri daga og mörg nöfn
nefnd, sem nú eru aðeins til á
spjöldum sögunnar. Veglegt af-
yrði á fót æðri búfræðikennslu
í landinu sjálfu. Raddir komu
fram um þetta fyrir og um 1840,
en sitt sýndist hverjum og ríkis-
valdið var ekki við því búið þá
strax að leggja fé í slíka stofnun.
Menn voru hræddir um, að hann
yrði dýr og þeir „fúskarar", er
þaðan kæmu.
En 1854 ákvað Stórþingið að
eftir Guðmund
Jónsson skóla-
stjóra á Hvann-
eyri
hefjast handa og stofna æðri bún-
aðarskóla. Sama ár var keypt í
þessu skyni prestsetrið Ás og ári
síðar búgarðurinn Vollebekk,
alls um 350 ha land, byggingar
reistar og ráðnir kennarar. Hinn
1. okt. 1859 hóf nýi skólinn starf
sitt og hlaut nafnið „Hinn æðri
búnaðarskóli í Ási“ Auk skóla-
stjóra voru 2 fastir kennarar og
3 aukakennarar, en nemendur 32
að tölu.
Búnaðarháskólinn
mælisrit var gefið út. Er það
rúmar 00 bls. að stærð, prýtt
fjölda mynda. Vil ég leyfa mér
að bregða upp nokkrum svip-
myndum úr riti þess, en nafn
þess er:
Norges landbrukshögskole
1859—1959.
Fyrir og um aldamótin 1800
voru uppi raddir um það í Nor-
egi og víðar á Norðurlöndum að
nauðsyn bæri til að hefja fræðslu
um landbúnaðarmál. í fyrstu var
rætt um málið á þeim grundvelli,
að búnaðarfræðsla skyldi tekin
sem ]:ður í æðra námi, þ. e. við
háskó. , i -.nnig að embættismenn
þjóðanna kynnu nokkuð fyrir sér
í búfræði. Voru gerðar tilraunir
í þessa átt í Lundi í Svíþjóð o. v.
Ekki varð framhald af þessari
stefnu og tóku menn nú að velta
fyrir sér möguleikum fyrir því
að setja á stofn sérstaka skóla
fyrir bændaefni — búnaðarskóla.
Af Norðurlandaþjóðum riðu
Norðmenn á vaðið í þessu efni og
stofnsettu fyrsta bændaskóla þar
í landi árið 1825. Reyndist þetta
vel, svo að fleiri komu á eftir.
í fyrstu var framþróun búnaðar-
fræðslunnar mjög hæg. Það tók
tíma að átta sig á þessari ný-
breytni, og 1840 voru bændaskól-
arnir aðeins 2 að tölu. En eftir
það kemur skriður á málið, og
1857 er tala bændaskóla komin
í 18.
Þessi tiltölulega mjög öra þró-
un í framgangi bændaskólanna
leiddi að sjálfsögðu af sér það
vandamál, að örðugt reyndist að
fá þangað hæfa kennara. Forystu
menn landbúnaðarins sáu fram
á það, að slí'kt yrði ekki gert
nema með því eina móti að komið
Námið í þessum skóla var bók-
legt og verklegt og stóð yfir í 2
ár. Það var því ekki mjög frá-
brugðið venjulegum bændaskóla.
En eftir 8 ára starf (1865) var
hert á inntökuskilyrðum. Nem-
endur þurftu að hafa verklega
æfingu í bústörfum (minnst 1 ár)
og vissa lágmarkskunnáttu í móð
urmálinu, sögu, landafræði og
stærðfræði.
Við þessa breytingu minnkaði
aðsókn að skólanum, enda kom
það einnig til, að bændaskólum
fækkaði um þessar mundir og
áhugi fyrir búnaðarfræðslu dofn-
aði mjög. Komst tala bændaskóla
niður í 5 árið 1877 og náði sér
ekki að fullu upp aftur fyrr en
um aldamót, en árið 1900 voru
norskir bændaskólar 20 að tölu.
í þessum öldudal að því er
snertir áhuga fyrir búnaðar-
fræðslu þurfti engan að undra,
þótt veðrasamt yrði umhverfis
hinn unga skóla, enda varð sú
raunin á. Tillögur komu fram
um það utan þings og innan, að
þessi æðri búnaðarskóli skyldi
lagður niður, hann væri kostnað-
arsamur fyrir ríkið og gagn hans
mjög svo takmarkað. Um þetta
urðu langar og harðar deilur um
1870. Sem betur fór lyktaði þeim
á þann veg, að skólinn fékk að
halda áfram byjunarstarfi sínu,
en náminu var breytt (1871).
Breyting þessi var einkum fólg
in í því, að við skólann var bætt
sérstakri framhaldsdeild, þar
sem kennd var bókleg búfræði 1
vetur. Varð nú aðsókn að Ási
mjög góð, bæði í hið lægra bú-
fræðinám, vegna þess að bænda-
skólum í landinu fækkaði, og í
framhaldsdeildina, en þaðan út-
skrifuðust nemendur annað hvert
ár, venjulega 10—20 í hvert sinn.
Fram til þessa var einungis um
búfræðinám að ræða á Ási. En
um 1880 var mikið um það rætt
að koma þar á fjölbreyttara námi
t.d. í skógrækt, landmælingum og
garðrækt. Þetta bar þó ekki ár-
angur fyrr en síðar. Árið 1887 var
sett á stofn deild fyrir garðyrkju
með bóklegri og verklegi’i
kennslu líkt og í hinni lægri bú-
fræðideild, en lengra varð ekki
komist í bili.
Enn liðu 10 ár. Á þeim tíma
urðu miklar og margyíslegar
breytingar í viðhorfum manna til
búnaðarfræðslu og rannsókna.
Bændaskólar risu upp víða um
landið á nýjan leik og eftirspurn
eftir búlærðum mönnum óx.
Framfaramenn landbúnaðarins
sáu glöggt, að skólinn í Ási svar-
aði ekki lengur kröfum tímans.
Það varð að gera námið fjölbreytt
ara og betra, auka aðstöðu tii
rannsókna og fjölga starfsmönn-
um.
Og þ. 22. maí 1897 samþ. Stór-
þingið lög um „Búnaðarháskóla
Noregs“. Með lögum þessum var
framhaldsnámið í búfræði aukið
í 2 ár, kröfur um undirbúnings-
menntun auknar til muna (próf
frá bændaskóla, aukin æfing í
verklegum störfum og auknar
kröfur um kunnáttu í norsku,
stærðfræði, landafræði og sögu)
og 3 nýjum deildum bætt við,
svo að þær urðu 5: búfræðideild,
garðyrkjudcild, skógræktardeild,
mælingadeild og mjólkurdeild.
Nýjar byggingar risu frá grunni
með nýja kennslusali, rannsókn-
arstofur, söfn og skrifstofur.
Mjög var um það deilt áður
en lögin frá 1897 voru samþykkt,
hvem titil kennarar skólans
skyldu bera. Margir töldu sjálf-
sagt, að þeir væru kallaðir próf-
essorar, en aðrir töldu það úr á
þeim grundvelli, að þeir yrðu þá
í hærri launaflokki og ykjust við
það útgjöld ríkisins og ekki væri
viðeigandi að aðrir bæru próf-
essorsnafnbót en þeir, sem væru
kennarar við háskóla ríkisins
(universitet). Deilan varð leyst á
þann hátt, að skipaðir voru við
skólann, auk skólastjóra, 5 yfir-
kennarar, 5 kennarar, 3 auka-
kennarar og 3 lærðir aðstoðar-
menn, alls 17 manns í stað 7 áður.
Kennslan í búfræðideildinni,
miðað við árið 1908, var alls 2550
kennslustundir, þar af 1375 fyrir-
lestrar og 1175 æfingar.
Með aðgerðum Stórþingsins ár-
ið 1897 var búnaðarháskóli Nor-
egs staðfestur írá lagalegu sjón-
armiði, en næstu áf þar á eftir
fékk hann einnig viðurkenningu
fólksins. Bændur fengu trú á
gildi skólans til uppfræðslu og
rannsóknarstarfa. Og þetta kom
ið lengt í 3 ár í staS 2ja áður og
kröfur um undirbúning hertar í
málum og stærðfræði með því að
setja á fót sérstaka 1 árs deild við
menntaskólann í Hamar fyrir þá,
sem höfðu ekki stúdentsmenntun.
Árið 1914 hafði verið breytt um
nafnbót kennaranna og þeir
nefndir prófessorar og dósentar
í stað yfirkennara og kennara.
Síðar komu til stöður fyrir til-
raunastjórá og vísindalega mennt
aða aðstoðarmenn (amanuenser).
Dr. Haakon Wexelsen rektor
Þetta var staðfest í lögunum 1919.
Þar var og ákveðið, að skólastjóri
yrði ekki lengur fastskipaður em-
bættismaður, heldur yrði úr hópi
prófessora kosinn rektor til 4 ára
í senn (fyrst 3 ár).
Með reglugerð frá 1941 var
heimilað að skipta búfræðinám-
inu í 4 línur þ. e. búfjárrækt,
jarðrækt, búnaðarhagfræði og
„teknisk“ fog.
Þetta kom þó fyrst til fram-
kvæmda 1952. Ennfremur var
garðræktinni skipt í 2 línur og
skógræktinni í 4 línur.
Lögin frá 1919 heimila búnaðar
háskólanum að útnefna doktora.
Fyrsti skólastjóri hins æðri bún
aðarskóla í Ási var sænskur mað-
ur, F. A. Dahl að nafni. Var hann
áður starfsmaður æðri mennta-
stofnunar Svía í Ultuna. Var
hann með frá byrjun við að koma
stofnuninni í Ási á fót og vann
að því með miklum dugnaði og
ósérplægni. Hefur hann lengst
allra verið skólastjóri í Ási eða
alls 22 ár.
Núverandi rektor búnaðarhá-
skólans er prófessor dr. H. Wex-
elsen, og er hann sá 12. í röðinni.
Enda þótt kennsla í búfræði
hafi ávallt verið megin þáttur í
starfi Búnaðarháskólans í Ási, þá
hafa jafnan verið tengdar við
hann víðtækar tilraunir og rann-
sóknir. Hófust þær árið 1863 1
smáum mælikvarða, en eftir
breytinguna 1897 jukust þær til
muna. Um aldamótin voru jarð-
yrkjutilraunir“ Selskapets for
Norges vel“ að verulegu leyti
fluttar að Ási og stórauknar
fóðrunartilraunir með búfé. Árið
1910 var byrjað á verkfæratil-
raunum og 1921 flutti Korsmo til-
raunir sínar, með illgresi þangað.
Á sviði skógræktar og garðyrkju
eru einnig tilraunir, og tilrauna-
mjólkurbúi var komið á fót.
í fyrstu var ekki um að ræða
neina sérstaka fjárveitingu til
rannsóknarstarfa, en um alda-
mótin 1900 var slíkur liður tek-
inn upp í fjárlög ríkisins. Hefur
hann farið mjög vaxandi hin síð-
ari ár og er nú (1958—59) um 1,8
millj. króna (norskar). Auk þess
veitir norska búvísindaráðið árið
1958—59 um 1,9 millj. kr. til vís-
indastarfsemi á Ási. Sjóðir bún-
aðarháskólans veita um 40 þús.
kr. til rannsókna og víðar að eru
þær styrktar, svo að telja má,
að allt að 4 millj. norskra króna
sé árlega varið til tilrauna og
rannsókna í Ási. Að vísu fer nokk
ur hluti af þessari upphæð til
nýbygginga og áhaldakaupa
vegna rannsóknarstarfseminnar.
En jafnframt er fjárhagur fyrir
árlegan rekstur rannsóknanna
mjög rúmur.
Búnaðarháskóli Norðmanna
hefur átt marga gjöfula unnend-
ur. Eru til 25 sjóðir, sem heyra
háskólanum til og fjármunir
þeirra námu 1. jan 1959 rúml.
5 millj. norskra króna. Árlegum
vöxtum af sjóðum þessum er var-
ið til margs konar starfsemi við
háskólann, en stærsti hluti þeirra
fer til rannsóknarstarfa.
Af því má ráða, sem nú hefur
verið sagt, að tilraunir og rann-
sóknir á sviði landbúnaðar er
snar þáttur í starfi skólans og
mjög til stuðnings vísindalegri
búfræðikennslu. Má segja, að
háskólinn sé orðinn miðstöð bún-
aðarrannsókna í Noregi. Þar
vinna nú um 165 manns við
wprrftr.
Sambygging fyrir stofnanir tengdar búnaðarháskólanum.
meðal annars fram f mjög auk-
inni aðsókn að skólanum, svo
að ekki var unnt að taka inn alla
þá, er þangað vildu komast, og
hefur svo æ verið síðan.
Enda þótt lögin frá 1897 væru
gerð af víðsýni og mjög sniðin
við vöxt, þá sýndi það sig þó
fljótt, að rammi þeirra varð of
þröngur. Vegna styrjaldarinnar
1914—1918 varð þeim þó ekki
breytt fyrr en 1919. Þá var nám-
Hinn fyrsti var Paul Borgedal
1927. Alls hefur háskólinn útnefnt
24 doktora í landbúnaðarvísind-
um, alla norska, en auk þess 11
heiðursdoktora.
Með reglugerð frá 3. jan. 1958
fékk búnaðarháskólinn leyfi til
þess að útskrifa kandidata
með magisternafnbót (lisentiat).
Höfðu 31 kandídat sótt um það
árið 1958 að fá að taka þessa
gráðu.
kennslu og rannsóknir, þar af íá
85 greitt kaup og rannsóknar-
kostnað frá öðrum stofnunum en
háskólanum.
Þetta er í stuttu máli ágrip af
sögu Búnaðarháskóla Norðmanna
í Ási. Hún sýnir, að oft hefur
verið við örðugleika að etja, eink
um fyrr á tíma, og þjóðin skiln-
ingssljó á gildi skólans. Oftar en
einu sinni hefur það mjög borið
á góma, að flytja skólann um