Morgunblaðið - 26.11.1959, Side 12

Morgunblaðið - 26.11.1959, Side 12
12 MORGVNBlAÐIb Fimmfu'dagur 26. nóv. 1959 ftarc&isisMð&ife Tltg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. ERLENT FJARMAGN OG ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLAN SÍÐASTLIÐIÐ sunnudags- kvöld fóru fram athyglis- verðar útvarpsumræður um það, hvort leyfa ætti erlend- um aðilum að taka einhvern bein an þátt í atvinnurekstri hér á landi. I þessum umræðum benti Valdimar Kristinsson viðskipta- fræðingur á það, að búast mætti við, að íslenzka þjóðin yrði helm ingi fjölmennari um næstu alda- mót, en hún er nú. Vegna þess- arar miklu fjölgunar og til þess að fylgjast með þeim þjóðum, sem framsæknastar eru, þyrfti að gera ráð fyrir að þjóðarfram- leiðsla íslendinga allt að því sex faldaðist á næstu 40 árum. Til þess að auka fjölbreyttni útflutn ingsatvinnuveganna þyrfti fyrst Og fremst að nýta orkulindirnar í stórum stíl. Það væri hins veg- ar ekki hægt án aðstoðar útlend inga, bæði vegna fjármagnsins og eins vegna aðstöðu og þekkingar, sem aðrar o'g stærri þjóðir hefðu yfir að ráða. Steingrímur Hermannsson verkfræðingur var á sama máli og Valdimar Kristinsson og benti á það, eins og hann, að fjölmarg ar þjóðir hefðu aukið fjölbreyttni atvinnuvega sinna með því að laða erlent fjármagn til landa sinna. Þessa leið höfðu gamlar og grónar menningarþjóðir, bæði vestanhafs og austan, farið til eflingar bjargræðisvegum sín- um. Bentu þeir sérstaklega á Norðmenn og Hollendinga í þessu sambandi. Þeir Vigfús Guðmundsson gest gjafi og Ingi R. Jíelgason, lög- fræðingur, lýstu sig hinsvegar mjög andvíga því að leyfa veru- lega þátttöku erlends fjármagns 1 framkvæmdum og atvinnu- rekstri hér á landi. Hins vegar töldu þeir að taka erlendra lána væri sjálfsögð. Eðlilegur ágreiningur Ekkert er eðlilegra en að menn greini á um það mál, sem hér umi ræðir. Þjóð, sem hefur verið einangruð um margar aldir er aðlilega tortryggin gagnvart er- lendum áihrifum, þegar hún allt í einu er komin í alfaraleið og einangran hennar gersamlega rofin. En þótt varúð í þessum efn- um sé eðlileg og sjálfsögð hljóta íslendingar þó, eins og aðrar smáþjóðir, að gera sér Ijóst, að örlög þeirra eru ná- tengd örlögum annarra þjóða, smárra og stórra. Smáþjóðirnar hljóta að sjálf- sögðu að leggja höfuðkapp á að halda séreinkennum sínum og menningarlegu sjálfstæði. — En því fer víðsfjarri að alþjóðleg samvinna, hvort heldur er á sviði efnahagsmála, stjórnmála eða menningarmála, stefni að því að afmá séreinkenni einstakra þjóða. ísland og erlent f jármagn Allir íslendingar munu sam- mála um, að í nauðsynlegar stór framkvæmdir hér á landi verði naumast ráðizt með innlendu fjármagni einu saraan. Þetta sannar reynsla undanfarinna ára tuga greinilega. Allar hinar stærstu virkjanir hafa verið framkvæmdar með erlendu láns- fé. Hin nýju stóriðnaðarfyrir- tæki, svo sem Aburðarverksmiðj an og Sementsverksmiðjan hafa einnig svo til eingöngu verið byggð fyrir erlent lánsfé eða gjafafé. Óhugsandi er að í næstu stór- virkjanir eða byggingu nýrra stóriðjufyrirtækja verði ráðizt áin erlends fjármagns. En nú er þannig komið, að íslenzka ríkið þarf að standa straum af svo há- utr erlendum lánum, að naum- ast er miklu á bætandi. Getu þjóðarinnar til þess að standa undir vöxtum og afborgun- um af erlendum lánum hljóta nefnilega að vera takmörk sett. Margt bendir þess vegna til þess, að æskilegt gæti verið að fá erlent fjármagn til þátttöku l íslenzkum stórframkvæmdum og atvinnurekstri, án þess að um beint lánsfé væri að ræða. Eins og bent var á í útvarpsumræð- unum á sunnudagskvöldið, hafa margar félitlar smáþjóðir og jafn vel vel efn-um búnar stórþjóðir farið þessa leið til uppbyggingar bjargræðisvegum sínum. Að sjálfsögðu þyrfti að búa þannig um hnútana, að efnahagslegu sjálfstæði íslendinga væri í engu stefnt í áhættu. Þarfnast athugunar Hér er um mál að ræða, sem athuga verður vel og gaumgæfi- lega og án allra fordóma og æs- inga. íslenzka þjóðin er þess al- ráðin að halda áfram að byggja upp atvinnuvegi sína og tryggja grundvöll lífskjara sinna. Hún má ekki láta neinna skynsam- legra úrræða ófreistað til þess að koma þessum áformum sínum í framkvæmd. Mjög líklegt verður að telja, að þjóðarframleiðslan verði a. m. k. að sexfaldast á næstu 40 árum til þess að þjóðin njóti sambærilegra lífskjara að þeim tíma loknum og þær þjóðir, sem fremstar standa í baráttunni fyrir uppbyggingu menningar- þjóðfélaga. Islendingum er þess vegna lífsnauðsyn að gera atvinnu- vegi sína fjölbreyttari og út- flutningsvörur sínar verðmæt ari og útgengilegri en þær eru nú. Reynsla nágrannaþ j óðanna Að því er snertir þátttöku er- lends fjármagns í framkvæmd- um og atvinnurekstri hér á landi, þurfum við að kynna okk- ur sem bezt reynslu nágranna- þjóða okkctr og þá fyrst og fremst Norðmanna og Hollendinga, í þessum efnum. Báðar þessar þjóðir hafa með góðum árangri byggt upp merkilegar atvinnu- greinar með þátttöku erlends fjármagns. Er ekki að efa að frændur okkar Norðmenn gætu gefið okkur margvíslegar upplýs ingar og leiðbeiningar um þessi mál. Umræðurnar um þetta í út- varpinu á sunnudagskvöldið voru hinar gagnlegustu og er þess að vænta, að þær hafi vakið marga til umhugsunar um þau mikilvægu verkefni, sem bíða lausnar í landi okk- 1 ar í framtíðinni. i Trúboðar út í geiminn MEÐAL sannkaþólskra í Róma- borg er nú rætt um möguleika og nauðsyn þess að mennta út- valda menn til starfa úti í geimn- um — þ.e.a.s. til að annast það, sem nefna ætti „geimtrúboð“. Hér er ekki um spaug að ræða, heldur er þetta rætt — í nokkurri alvöru a.m.k., eða svo lesum vér í erlendum blöðum — sem við viljum í að vísu ekki ganga í ábyrgð fyrir. En hvað um það ... ★ Sagt er, að í ríki páfa séu menn uggandi vegna þess „forskots“, sem Rússar nú hafa á sviði geim- rannsókna. Þar þykir mönnum allt annað en ánægjulegt til þess að hugsa, að fyrstu mennirnir, sem fæti stíga á tunglið okkar og pláneturnar eða fjarlægar stjörn- ur, verði ef til vill gallharðir guð leysingjar. Ekki hafa enn verið gerðar ráð stafanir til þess að koma á stofn neins konar menntastofnun fyrir „geimtrúboða“ — en kaþólskir ráðamenn eru mjög teknir að gefa gaum ýmsum trúarlegum og siðferðilegum vandamálum, sem þeir þykjast sjá, að fylgja muni í rikara mæli í kjölfar hinnar öru þróunar á vísindasviðinu. „Risabíir ÞESSI „risabíll" kvaff vera stærsta flutningabifreiff heims ins — og skulum viff ekki rengja þaff. — Hann er 13,25 metra langur, 4.25 metrar á hæff, og breiddin er 5 metrar. Gírskiptingar eru margar — 8 áfram og 8 aftur á bak, og vélin er 600 hestafla turbo- dísilvél. — Þaff er firmaff Berliet í Lyon, sem hefir fram (eitt þennan vörpulega flutn- ingabíl — en Goodeyar hefir lagt til hina feikistóru hjól- barffa, en á þeim á bíllinn aff komast yfir nokkurn veginn hvaff sem er. Mál þessi eru ekki hvað sízt á dagskrá innan Jesúítarreglunn- Jóhannes páfi XXIII — nýtt "'andamál . . . ar — og raunar ekki í fyrsta skipti. Fyrir um það bil 100 ár- um fjallaði þekktur stjörnufræð- INOEL Coward, enski leikhúsmað urinn og tónskáldið, er heppinn — nú sem oftar. — Hann hyggst flytjast búferlum til Sviss til þess að njóta góðs af hinni hagstæðu skattalöggjöf landsins — eins og fjöldi af brezku og bandarísku kvikmynda- og leikhúsfólki hefir áður gert. En til þess hafa menn nota bene þurft að eiga fastan bú stað í landinu. ★ Noel Coward ákvað að setjast að í Sviss fyrir alllöngu — en nú hefir svissneska stjórnin ákveðið, að landið skuli hætta að vera draumheimur þeirra útlendinga, sem vilja komast sem léttast frá skattgreiðslum sínum. — Frá fyrsta janúar n.k. gilda ný skatta- lög í Sviss, og er þar með búið með skattfríðindi útlendinga að mestu — nema þeirra, sem hafa tekið sér fastan bústað í landinu fyrir þann tíma. ★ Noel Coward hefir undanfarna mánuði verið að láta byggja sér glæsilegt einbýlishús á sviss- neskri grund, en framkvæmdir hafa tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Þegar kunnugt varð um fyrirhugaða breytingu skattalaganna, fór Co- ward að ókyrrast og spurði bygg- ingameistarann, hvort húsið yrði ekki örugglega tilbúið fyrir ára- mót en fékk það svar, að lítil lík- indi væru til þess, að slíkt mætti takast. ÍRauffi krossinn í Vestur- < Þýzkalandi hefir látiff setja l rannsóknartæki í allmarga bíla — til mælingar á geisl. un í andrúmsloftinu. — Um daginn var öllum þessum bílum ekiff á einn staff — í Frankfurt — í því skyni aff bera saman mælingar tækjanna, og leiffrétta skekkjur, sem fram kynnu aff korna. — Á myndinni er vísindamaffur aff stilla tækin í einni þessara „um- ferffar-rannsóknarstöffva“. ingur um slíkar spurningar — jesúítarpresturinn Angelo Secci, sem þá var forstöðumaður hinn- ar páfalegu rannsóknarstöðvar. Hann sagði m.a.: „Það væri fjar- stæða að ætla, að allir hinir stóru heimar úti í óravíddum geimsins séu óbyggðar eyðimerkur. Öll líkindi eru til þess, að þar búi verur, sem ef til vill eru okkur fremri á ýmsum sviðum — verur með svipaðar tilfinningar eins og við. Á hvaða grundvelli eigum við að mæta þeim?“ Og nú þykir sem sagt ýmsum tímabært að fara að hugsa fyrir trúboði úti í geimnum .... Þótti Bretanum þá í óefni kom- ið, ef hann skyldi missa af skatta- fríðindunum fyrir einn „húskofa" sem ekki yrði tilbúinn í tæka tíð. — Setti hann þá allt „á annan endann" — réði marga verka- menn og smiði í viðbót til starfa við húsið og hét á byggingameist- arann að „standa nú í stykkinu“. Og nú hefir hann fengið fyrir- heitið: Fyrir 1. janúar 1960 mun hann sitja í makindum í sínu nýja heimkynni — áhyggjulaus gagnvart skattinum . . . Noel Coward — heppinn eins og fyrri daginn . . . í kapphlaupi við skattana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.