Morgunblaðið - 26.11.1959, Page 13

Morgunblaðið - 26.11.1959, Page 13
Fimmfudagur 26. nóv. 1959 MORCVNBLAÐ1Ð 13 200 þúsund Ungverjar, ÓSENNILEGT ER, að veraldar- sagan muni greina frá meíri harm sögu en þeirri, er átti sér stað í október og nóvember fyrir þrem ur árum, þegar milljónir Ung- verja risu gegn sovézkri áþján, en sáu síðan vonir sínar um sjálf- stjórn kæfðar í fjöldablóðbaði og upphafi nýrrar kommúnistakúg- unar. Nú, rúmum þremur árum síðar, er augljóst orðið, að af öllum þeim fjölda einstaklinga, sem flúið hafa yfirráð kommúnista frá stríðslokum, hefur enginn ein- stakur flóttamannahópur haft meiri áhrif á almenningsálitið í heiminum en þessir tæplega 200 þúsund Ungverjar, sem flúðu vestur yfir landamærin síðustu mánuði ársins 1956 og snemma árs 1957. það fyrir, að vopnuð sovézk far- artæki og skriðdrekar reyndu að skerast í leikinn. Þá komu lestir til landamærastöðvanna, fullar af fólki, sem hugðist komast til Vesturlanda. Starfsmenn járn- brautanna, embættismenn ríkis- ins, lögreglumenn og bændur réttu allir fólkinu hjálparhönd og slógust oft í för með því. Fyrstu 36 klukkustundirnar flúðu tíu þúsund Ungverjar yfir til Austurríkis. Brátt varð þó eftirlitið á landamærunum strang ara, og flóttinn varð erfiður og hættulegur, en það aftraði ekki fólkinu, og straumurinn hélt á- hið víðlenda mýrlendi, sem ligg- ur að landamærunum. Þeir voru aðeins fáeina metra frá landa- mærunum og leituðu í örvænt- ingu að einhverri leið til að kom- ast yfir lokaþröskuldinn, skurð- inn og bratta bakka hans, sem þeir þurftu að klífa, áður en þeir kæmust til Austurríkis . . . Kringum miðnætti höfðu þrír hraustir austurískir stúdentar komið nokkrum plönkum yfir skurðinn til Ungverjalands og gert við hina sprengdu brú — ekki vel, en með varúð mátti komast yfir á þeim, og þannig björguðu þeir tvö þúsund manns- sem komu við Þessi mynd er tekin fyrir þremur árum, þégar iitla ungverska flóttastúlkan var nýkomin í skjól innan við landamæri Austur- ríkis. Hún týndi móður sinni á flóttanum. veraBdarsöguna Þúsundir karla, kvenna og Myndin sýnir sjálfboðaliða í Austurríki, þar sem þeir bíða rétt við ungversku landamærin til að hjálpa flóttamönnum, sem sluppu yfir. í baksýn er einn af varðturnum kommúnista á landamærunum. barna hættu lífi sínu í þessum fjöldaflótta eða áttu á hættu að verða fangelsaðar, en um það bil einn af hverjum 45 Ungverjum lagði samt sem áður út í þessa hættu. Ungverjaland var frjálst í viku. En í dögun 4. nóvember, þegar fulltrúar landsins voru enn að semja við Rússa um brottflutning Rauða hersins, réðust Rússar inn í landið með 4,600 skriðdreka og vopnuð farartæki, fjölda léttra árásarflugvéla og 200.000 manna herliði. Þennan dag hófst fyrir alvöru straumur flóttamanna vestur á bóginn til Austurríkis. Þann dag kom aðallega fólk úr bæjum og þorpum nálægt landamærunum til Austurríkis — flest bændur og verksmiðjufólk með fjölskyldur, og auk þess stúdentar og lær- lingar. Fyrstu dagana kom fólkið í langferðabílum, vörubílum og dráttarvélum, sem hlaðin voru farangri, eða það kom fótgang- andi og bar það sem það gat komizt með á bakinu. Aðrir not- uðust við uxavagna, handkerrur, reiðhjól og hjólbörur, en margir gengu alla leið frá Búdapest til landamæranna — rúma 240 km. Þannig þokaðist fólkið áfram skref fyrir skref, þögult og þung- búið, og svipur þess lýsti harmi og auðmýkt. Straumurinn virtist óendanlegur. Þegar fyrstu flóttamennirnir börðust áfram gegnum snjó og for, létu ungverskir landamæra- verðir þá yfirleitt afskiptalausa, og aðeins örfáum sinnum kom fram jafnt og þétt vestur yfir landamærin. Þegar skipulagður hervörður var settur á landamær in Ungverjalandsmegin, flúði fólkið að næturlagi í kulda og frosti og við lélegan aðbúnað. Ekki linnti straumnum heldur, þegar Rússar sprengdu upp landa mærabrýrnar hverja af annarri. Þá lögðu menn út á skipaskurð, sem liggur meðfram landamær- unum, Einserskipaskurðinn, á bátum eða lögðu planka yfir hann. Aðrir syntu yfir dýpstu hylina og óðu þess á milli áfram í djúpri forarleðju. Hámarki náði fólksstraumurinn í nóvember þegar allt að því fimm þúsund manns flúðu á nóttu. í bókinni „Brúin yfir And- au“, sem þúsundir Ungverja fóru yfir á flóttanum, segir höfundur- inn, James A. Michener, m.a. þannig frá: „Hápunktur flóttans við Andau var miðvikudagurinn, 21. nóvember, þegar fleiri flótta- menn komust til Austurríkis eftir Einserskurði en nokkru sinni fyrr. Þúsundir Ungverja leituðu undankomu . . . Svo var það, þegar náttmyrkrið var að fær- ast yfir, að óvænt tók fyrir fólks- strauminn .... Skyndilega kváðu við daufir dynkir í fjarska! Flótta maður, sem beðið hafði eftir tækifæri til að komast undan, kom á harða hlaupum niður eftir skurðbakkanum og hrópaði: „Þeir sprengdu brúna með dýna- miti!“ Nóttin umvafði okkur og við hugsuðum til allra þeirra, sem húktu, skjálfandi af kulda og vosbúð í smáhópum úti um allt lífum þessa einu nótt“. Þegar komið var fram í desem- ber 1956, fóru sovézkir skrið- drekar og kommúnistar á verði við landamærin að höggva skörð í fólksstrauminn: fyrstu vikuna í desember flúðu að meðaltali 2532 menn á dag; aðra vikima flúðu 1724 á dag; þriðju vikuna 1185 og fjórðu vikuna 866. Síð- ustu þrjá dagana flúðu að meðal- tali 714 á sólarhring. Stundum skutu Rússarnir á menn á flótt- anum, en fyrir kom, að þeir létu þá afskiptalausa af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Annars hélt straumur þessa tötralega og örvæntingafulla flóttafólks yfir landamærin áfrám óslitið, þrátt fyrir neyðarráðstafanir hinnar nýju leppstjórnar Sovétríkjanna í Búdapest, en hún setti lög, þar sem landflótti jafngilti glæp. Samkvæmt þessum flóttamanna- lögum mátti dæma fólk í fangelsi, frá sex mánuðum til fimm ára, fyrir leynilega skipulagningu landflótta; og aðra, sem kunnugt var um slíkt athæfi, en láðist að kæra það, mátti dæma í allt að tveggja ára fangelsi. Ungt fólk var langfjölmennast meðal flóttamanna — 70 af hundr aði af öllum ungverskum flótta- mönnum voru undir 30 ára aldri. Þetta unga fólk var stúdentar, iðn fræðingar, kennarar, listamenn, iðnaðarmenn og embættismenn, faglærðir menn og námumenn. Meðal þeirra voru heilar fjöl- skyldur, þar á meðal fjöldi bama. Fréttamaður, sem fylgdist vel með þessum málum, skýrir þann- ig frá: „Það var sennilega engin stétt þjóðfélagsins, sem ekki átti fulltrúa meðal þessa fólks. Hér var hvorki um að ræða flótta fá- tæklinga né hinnar ofsóttu yfir- stéttar; fjöldi starfsgreinanna og stéttanna, sem hér áttu fulltrúa, var hinn sami og í ungverska þjóðfélaginu sjálfu“. Flestir flóttamanna kváðust yfirgefa föðurland sitt, vegna þess að líf þeirra væri í hættu — þeir óttuðust líflát eða nauð- ungarflutninga. En það voru líka fleiri ástæður. Margir flúðu, af því að þeir höfðu glatað heimili sínu eða fjölskyldu í frelsisbylt- ingunni eða þeir gátu ekki sætt sig við þá hugsun að búa aftur við kommúnistastjórn. Aðrir sáu, að nú opnuðust dyrnar að um- heiminum í fyrsta skipti í nærri fimmtán ár, og þeir urðu blátt áfram að nota tækifærið. Það var einhvers konar órói í loftinu. — Nágrannarnir tíndust burt hver af öðrum og samstarfsfólkinu á skrifstofunni fækkaði óðfluga; kjötkaupmaðurinn tók sig upp með fjölskyldu sína og sömuleið- is lögregluþjónninn og læknirinn í hverfinu — allir voru á förum. Og allt hafði þetta fólk sína Framh. á bls. 14. Ungverjalands, fóru flóttamennirnir yfir með bátum eða flekum, og sumir syntu jafnvel. — Myndin sýnir hvernig örþreytt flóttakona er dregin yfir síkið af austurriskum bónda, sem léði bát sinn til að hjálpa flóttafólkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.