Morgunblaðið - 26.11.1959, Síða 22
22
M O R C 11 N n r,A f> 1 Ð
Fimmtudagur 26. nóv. 1959
Á 9. öld von
forfeður
þeirra
nágrannar-
í GÆR hittust í Reykjavík
tveir ættfróðir menn, annar
noxsikur hinn íslenzkur. Þó
eru báðir komnir frá sama
fylki, Firðafylki í Noregi, ef
ættir eru raktar aftur í gegn-
um 11 aldir, og það geta þeir.
Mennirnir eru Bjarni Bjarna-
son, brunavörður, og Erik
Rygg eða Eiríkur Jónsson frá
Hryggjum.
Bjarni Bjarnason, er af-
komandi Ingólfs Arnarsonar í
ca. 35 liði og verður ekki bet-
ur séð en að hann sé af hon-
um kominn í beinan karllegg.
Hann er sonur Bjarna Jakobs-
sonar frá Valdastöðum og
hafa forfeður hans búið í
600 ár í Kjósinni. Móður-
Bjarni Bjarnason, brunavörður, og Eiríkur, bóndi á Hryggjum,
skoða ættarskrá Bjarna.
úr Firðafylki. Með hjálp
góðra manna, nánar til tekið,
Sigurðar Magnússonar hjá
Loftleiðum, Sveins Ásgeirsson
ar og Páls Kolka, sem er ætt-
fróður maður, var Eiríki kom-
des. Þó hann sé allur í léttum
tón, er hann fyrst og fremst
stofnaður til að afla tekna fyr
ir flóttamannasjóðinn í sam-
bandi við Alþjóðlega flótta-
mannaárið. — 1 Noregi er
ætt Bjarna Jakobssonar ma
rekja aftur til Kveldúlfs en
Salbjörg kona hans var dótt-
ir Berðlu-Kára, sem einnig
bjó í Firðafylki.
Á Hryggjum í Firðafylki
hafa búið mann fram af
manni forfeður Eiríks Jóns-
sonar að minnsta kosti aftur
til ársins 900. Og frá 1500 hafa
bændur þar allir heitað Ei-
ríkur og Jón. Um 900 bjó
þar Jón, sem var fóstbróðir
Eiríks blóðaxar, og lét hann
son sinn heita í höfuðið a
Eiríki, sem hélt honum undir
skírn og gaf honum heilt skip
í skírnargjöf. Milli bæjar for-
feðra þeirra Bjarna og Eiriks
voru því á 9. öld ca. 60 km.
En hvernig stóð nú á því að
leiðir þessara tveggja manna
lágu saman hér í Reykjavík?
Jú, Eiríkur bóndi á Hryggj-
um reyndist vera sá maður í
Noregi, sem lengst getur rakið
ætt sína af búendum á einum
og sama bænum. Það sannaði
hann í samkeppni um þetta í
útvarpsþætti, sem Svíar og
Norðmenn standa að og sem
útvarpað er og sjónvarpað í
báðum löndunum annan
hvern laugardag.
Konungur á Glaumvangi
Þátturinn nefnist Morukuli-
en eða Glaumvangur og er
undirtitillinn: „Út yfir öll
takmörk. Skemmtun fyrir
góða vini og nágranna". Eins
og nafnið bendir til er þáttur-
inn hugsaður sem skemmti-
þáttur, og til gamans er sigur-
vegarinn í einhvers konar
keppni í hverjum þætti kjör-
inn konungur á Glaumvangi,
þar til næsti þáttur fer fram.
Og nú er Eiríkur bóndi kon-
ungur á Glaumvangi, eins og
áður er frá skýrt.
En vandi fylgir vegsemd
hverri. Konungurinn verður
ávallt að fara í einhverja
ferð, inna þar hlutverk af
höndum og skýra frá árangr-
inum af för sinni í næsta
þætti. Verkefni Eiríks var að
fara til íslands og finna þar
afkomanda einhvers land-
námsmanns, sem farið hefði
nú hittast þeir
í Reykjavík
ið
Bjarna
í samband við
Bjarnason.
Eiríkur konungur á Gaum-
vangi hafði með sér „stallara“,
Odd Grythe, sem er einn af
umsjónarmönnum hins %
sæla útvarpsþáttar. Fóru þeir
í gær í kynningarferð, komu
við hjó Kristmanni Guðmunds
syni í Hveragerði, og Pétri
bónda á Þórustöðum og skoð-
uðu hveri, gróðurhús, heilsu-
hæli og síðast en ekki sízt hinn
forna þingstað íslendinga. Á
morgun fara þeir heim með
Loftleiðaflugvél og næsta laug
ardag munu þeir segja frá ferð
inni í útvarpið og sjónvarpið
bæði í Osló og Stokkhólmi.
íslendingur flytur konungi
drápu
Héðan hafa þeir með sér
drápu mikla, sem Loftur Guð-
mundsson hefur orkt til „Ei-
ríks Jónssonar hölds aðHryggj
um, hersis í Fjörðum og kon-
ungs norskra og sænskra að
Glaumvangi“. í nótt sat Ivar
Orgland, norski sendikennar-
inn við að þýða hana á norsku,
og í útvarpsþættinum næsta
laugardag mun Gestur Þor-
grímsson lesa hana, en hann
fer með þeim félögum utan.
Mun hann einnig flytja annað
skemmtiefni um leið. Verður
þættinum útvarpað kl. 22 á
laugardagskvöld eftir ísl. tíma.
Þáttur þessi í sæ»ska og
norska útvarpinu og sjónvarp-
inu hófst fyrir tveimur mán-
uðum og verður sá síðasti 19.
einnig happdrætti í þeim til-
gangi og hafa þegar safnazt
10 þúsund krónur.
— Jóhann Haístein
Framh. af bls. 1.
ára afmæli NATO. Okkur var öll-
um mikið í muna, að þessi ráð-
stefna heppnaðist vel. Engu að
síður var enginn fulltrúi á
henni frá íslandi. í sambandi
við það vildi ég mega minna á
eftirfarandi: fslandi fannst ekki
viðeigandi að sækja þessa róð-
stefnu í sumar, sem haldin var
í London, höfuðborg Bretaveldis,
meðan brezk herskip miðuðu
byssum sínum á hin litlu íslenzku
varðskip í íslenzkri landhelgi,
sem er að sjálfsögðu andstætt
.sáttmála Atlantshafsbandalags-
ins og góðri sambúð þjóða á
milli.
fslandi er það óskiljanlegt, að
nú þegar NATO er komið á ann-
an áratug, skuli eitt af banda-
lagsríkjunum hafa gripið til þess
að beita vopnavaldi gegn minnsta
bandalagsríkinu og hindra það í
að framfylgja lögum sínum, sem
eru þó byggð á lífsnauðsyn ís-
lendinga. Það hefur oft verið á
það bent, að ísland mundi ekki
vera byggilegt land, ef það nyti
ekki fiskveiða sinna, en um
lengri tíma hefur það legið við
borð, að íslenzku fiskimiðin
væru eyðilögð og uppurin vegna
ofveiða útlendinga í kringum ís-
land. Jafnvel eftir að okkur var
þetta ljóst fyrir löngu síðan, þá
reyndum við að vinna að lausn
málsins á vegum Sameinuðu
Þjóðanna, með því að fá sam-
þykkt þar 1949, að Alþjóða-
laganefndin tæki til meðferðar í
heild löggjöfina um landhelgi og
reglur á hafinu. Við biðum síðan
í 10 ár meðan Alþjóða-laganefnd
in vann að málinu. En eftir að
Genfarfundinum 1958 hafði mis
tekizt að leysa málið, gátum við
ekki beðið lengur. Þó að við
værum sannfærðir um, að al-
þjóðalög og okkar sóguiegi rétt-
ur gæfu okkur heimild til að
ganga lengra, þá takmörkuðum
við okkur við 12 mílurnar, vegna
þess almenna stuðnmgs sem 12
mílna landhelgi hafði hlotið á
Genfarfundinum, og einnig með
hliðsjón af því, að 25 aðrar þjóð-
ir höfðu tileinkað sér í sinni lög-
gjöf annað hvort 12 mílna land-
helgi eða 12 mílna fiskveiðitak-
mörk. Það er að okkar dómi fá-
sinna að álíta að löggjöf allra
þessara þjóða brjóti í bága við
alþjóðalög.
í þessu sambandi vil ég leggja
áherzlu á þá staðreynd, að eng-
in önnur þjóð en Bretar hafa
beitt vopnavaldi gegn annarri
þjóð til þess að hindra þannig,
að hún verji fiskveiðitakmörk
sín, og að Bretar hafa ekki farið
þannig að gegn neinum öðrum
en lslendingum einum, og vissu-
lega ekki gegn Sovétríkjunum
og Kommúnista-Kína, sem bæði
hafa 12 jnílna landhelgi. Það er
aðeins gegn minnsta bandalags-
ríkinu í NATO, sem Bretar beita
'þessum óskiljanlegu og fáheyrðu
aðferðum.
Bretar hafa lagt til, að deilan
verði lögð fyrir Alþjóðadómstól-
inn, en það er að sjálfsögðu al-
gerlega óraunhæft, þar sem fram
undan er að halda nýja alþjóða-
ráðstefnu um lög og rétt á haf-
inu í marz-mánuði 1960, en það
mundi alltaf taka 2—3 ár að fá
nokkrar dómsniðurst'öður.
fslendingar, sem um aldaraðir
hafa borið hlýjan hug til brezku
þjóðarinnar, mundu gleðjast
mjög yfir því, ef hægt væri að
endurvekja vinsemd, sem auð-
vitað ætti að einkenna sambúð
okkar í Atlantshafsbandalaginu.
Við skulum vænta þess, að
þessari deilu megi ljúka sem
fyrst, að endurvakin vinátta
komi í stað herskipa.
íslenzka sendinefndin er sann-
færð um, að almennings-álitið í
NATO-ríkjunum styður málstað
hennar.
Jóla peysurnar
á alla fjölskylduna fáið þið í verzl.
Skólavörðustíg 13 — Sími 17710.
Jólatré
JÓLIN nálgast hröðum
skrefum. Niður við höfn
voru þeir í gær að skipa
jólatrjám í land úr Gull-
fossi. Kom skipið með
fyrri trjásendinguna til
Landgræðslusjóðs, sem í
ár fær um 11,000 tré af
józku heiðunum, til sölu
hér, til ágóða fyrir Land-
græðslusjóðinn. Þessi tré
eiga að fara út á land. Ef
fólk lætur tré sín standa
í skjóli, í vætu, ef ekki er
frost, þá þola trén langa
geymslu.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)