Morgunblaðið - 26.11.1959, Qupperneq 23
Fimmtudagur 26. nóv. 1959
MORGUlSTtLAÐIÐ
23
Frú Ónassis vill sbiija
NEW YORK, 25. nóv. NTB-Reut-
er. — Frú Anþína Mary Ónassis
sótti í dag um skilnað írá eigin-
manni sínum, skipakónginum
Aristólesi Ónassis, fyrir dómstóli
í New York. Hún krafðist yfir-
ráðaréttar yfir tveim börnum
þeirra hjóna, en þau eru Alex,
Hvað um kjarna-
sprengingar
neðanjarðar ?
GENF, 25. nóv. Reuter: — 30
vísindamenn frá Bandaríkjunum,
Bretlandi og Sovétríkjunum
komu saman til fimdar í Genf í
dag. Munu þeir fjalla um leiðir
til að fylgjast með því, hvort
kjarnavopn eru sprengd neðan-
jarðar, og eiga þeir að Skila
skýrslu um fundarstörfin ekki
síðar en 11. desember. Yerður
skýrslan lögð fyrir ráðstefnu
kjarnorkuveldanna þriggja í
Genf, sem fjallar um algert bann
við tilraunum með kjarnavopn.
11 ára gamall, og Kristína, 9 ára
gömul. Öll skjöl í sambandi við
skilnaðarmálið eru innsigluð, og
ekki hefur verið birt nein sér-
stök ástaeða fyrir kröfu frúarinn-
ar um skilnað, en einasta ástæða
til hjónaskilnaðar, sem tekin er
gild í New York, er ótryggð eða
framhjátaka.
Sænska stjórnin
í hættu
STOKKHÓLMI, 25. nóv. —
Sænska þingið byrjar á morgun
tveggja daga umræðu um þá til-
lögu stjórnarinnar að leggja á
4% veltuskatt. Borgaraflokkarn-
ir hafa lagzt gegn þessum skatti,
en til að stjórnin haldi velli þarf
hún stuðning kommúnista. Ekki
er vitað um afstöðu þeirra. Greiði
kommúnistar atkvæði gegn skatt
inum, má búast við að tillagan
verði felld, og hefur stjórn Er-
landers lofað, að hún muni biðj-
ast lausnar ef tillagan nær ekki
fram að ganga á þingi.
Ný þingskjöl á Alþingi
Myndin hér að ofan sýnir hinn snjalla markvörð Fulham, Tony Macedo, kasta sér fyrir fætur
Derek Mayers, hægri innherja Preston, og verja mjög glæsilega. — Macedo hefur vakið mikla
athygli á sér undanfarið, ekki aðeins fyrir knattspymugetu, heldur og fyrir þau orð er hann hef-
ur látið eftir sér. Nýlega sagði hann í viðtali: „Ef til vill er ég ekki bezti markvörður Englands,
en ég verð það“.
Walt Disney stjórnar setningu
Vetrarleikanna íSquawValley
Hugmyndaauðgi hans mun gera
setningu leikanna ógleymanlega
HRAÐI, hátíðleiki og hugmyndaflug eftir ósvikinni uppskrift
frá Hollywood mun móta setningu Vetrarólympíuleikanna í
Squaw Valley. — Og maðurinn, sem öllu þessu á að stjórna,
er enginn annar en Walt Disney.
LÖGÐ hafa verið fram á Alþingi
eftirfarandi þingskjöl:
Frumvarp um breytingar á
lögum um bifreiðaskatt o. fl.,
flutningsmenn Eysteinn Jónsson
o. fl. Þingsályktunartillaga um
skipun nefndar til athugunar á
verðtryggingu sparifjár, flm. Ól-
afur Jóhannesson. Þingsályktun-
artillaga um kaup á skipi til síld-
arrannsókna og síldarleita, flm.
Jón Skaftason. Tvær fyrirspurnir
frá Eysteini Jónssyni: Til fjár-
málaráðherra um lántöku í
Bandaríkjunum og til ríkisstjórn
arinnar um vörukaupalán 1
Bandaríkjunum. Þingsályktun-
artillaga um fjáröflun til bygg-
ingasjóða, flm. Þórarinn Þórarins
son o. fl. Frv til laga um breyt-
ingu á lögum um áburðarverk-
smiðju, flm. Einar Olgeirsson.
Þá hafa verið lögð fram eftir-
talin stjórnarfrumvörp: Frv. til
Deilt á Nehru
Framh. af bls. 1.
gefið umboð til að halda fast við
hlutleysisstefnuna og hina frið-
samlegu sambúð í deilunni við
Pekingstjórnina. Hann sagði að
indverski herinn hefði aldrei ver-
ið betur búinn vopnum en nú, og
að herinn mundi verja landið ef
þess gerðist þörf. Hins vegar
mundi indverska stjórnin freista
allra ráða til að reyna að koma
í veg fyrir stríðsástand.
Foringi kommúnista lýsti
yfir fullum stuðningi við
stefnu stjórnarinnar í þessu
máli og við yfirlýsingu Sjú
En-læs, forsætisráðherra Kína
á dögunum. Kripalani, leið-
togi Jafnaðarmannaflokksins,
kvað það valda sér áhyggjum að
kommúnistar væru á sama máli
og ríkisstjórnin í þessari deilu.
Hann kvaðst ekki vilja gagnrýna
hlutleysi stjórnarinnar, heldur
miklu fremur aðgerðarleysi henn
ar. Kripalani sagði, að stjórninni
bæri að kaupa vopn og hergögn
hvar sem hún fengi þau, hvort
‘heldur úr austri eða vestri.
Félag framreiðslumanna. —
Stjómarkosningu í Félagi fram-
reiðslumanna lýkur í dag í skrif
stofu Fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna að Þórsgötu 1. Kosið
verður frá kl. 10 f.h. til 6 e.h.
Þingstúka Reykjavíkur gengst
fyrir skemmtikvöldi föstudaginn
27. nóv. í Garðastræti 8, ( hús-
næði T.K.R.). Meðal skemmti-
atriða kveðskapur, frásagnir,
upplestur, ræður. Ennfremur
verða kaffiveitingar. Allir templ
arar velkomnir ásamt gestum.
Þ. T.
laga um bráðabirgðabreytingu á
lögum um bifreiðaskatt o. fl.
Frv. til laga um bráðabirgða-
breytingu á lögum um tollskrá o.
fl. Frv. til laga um framlenging
á gildi laga um dýrtíðarráðstaf-
anir vegna atvinnuveganna. Frv.
til laga um heimild fyrir ríkis-
stjórnina til að innheimta ýmis
gjöld 1960 með viðauka.
— Miklar bætur
Framh. af bls. 6.
þar á vegg nálægt glugga. Hafi
rúða í glugga þessum verið brot-
in, og boganum, er slysinu olli,
náð þar út. Greind starfsstúlka
staðfesti, að bogar hefðu verið
geymdir í læstri geymslu en eigi
vissi hún, hvernig slysaboganum
hefði verið náð þaðan. Eigi veitti
vætti þessara drengja vitneskju
um það, með hverjum hætti
drengurinn er slysinu olli komst
yfir boga þann, sem slysið hlauzt
af. Hann skýrði hins vegar svo
frá, að sá bogi hefði eigi verið
geymdur í útigeymslu, heldur í
ólæstri skógeymslu undir kjall-
arastiga íbúðarhússins. Þó að
skýrslur þessar séu nokkuð á
reiki um vörzlu boganna, er af
þeim ljóst, að gæzla boganna
hefur, eins og á stóð, verið með
öllu ófullnægjandi. Samkvæ'mt
þessu og rökum héraðsdóms að
öðru leyti, ber að staðfesta
ákvæði hans um fébótaábyrgð
ríkissjóðs á slysi því, sem í mál-
inu greinir.
Einn dómenda, Jón Ásbjörns-
son, skilaði sératkvæði og lagði
áherzlu á, að gæzla drengjanna
hlaut „að vera ofvaxin einum
manni, sem að auki átti að sjá
um rekstur hælisins út á við“.
Eigi að síður taldi dómari ríkis-
sjóð bótaskyldan út af áfalli því,
sem drengurinn Jón Sigurðsson
varð fyrir og féllst á fjárhæðir
bótanna.
Setningin
Hann ræddi við blaðamenn í
dag í tilefni þessa nýja verkefnis
síns. Þar hafði hann við orð, að
hann myndi leggja sig betur fram
Þjdðverjor
útslegair?
I FYRRAKVÖLD fóru fram tveir
knattspyrnuleikir í Evrópu sem
mikla athygli vöktu. Annar leik-
urinn var milli Pólverja og Þjóð-
verja og var liður í undankeppni
knattspyrnu Olympíuleikanna í
Róm. Pólverjar unnu 1:0. Leik-
urinn fór fram í Essen. Síðari
leikur landanna verður í Póllandi
síðar. Nú þykir allt til þess benda
að Fólverjar komist í úrslita-
keppnina.
Ulfarnir unnu
Hinn leikurinn var milli at-
vinnumanna — leikur í Evrópu-
bikarskeppninni milli Wolver-
hampton og Red Star júgó-
slavnesku meistaranna. „Úlfarn-
ir“ unnu 3:0 og hafa nú tryggt
sig til keppni í 8 liða úrslitum
um bikarinn. Fyrri leik lið-
anna lauk með jafntefli 1:1.
en nokkru sinni fyrr, til þess að
gera þessa setningu ógteyman-
lega hvað snertir hugmyndir og
tilbreytni. Disney sagði að yfir
700 leikarar myndu taka þátt í
setningarathöfninni ásamt um
1300 hljómlistarmönnum, auk
þess sem stærsta hljómsveit hers
ins mun leika og 2300 manna
kór mun syngja.
Þegar lýst verður yfir að leik-
arnir séu settir kl. 8 síðdegis að
staðartíma 6. febrúar, munu 6000
bréfdúfum verða sleppt. Samtím
is svífa frá jörðu til himins 20000
litlir loftbelgir og feiknaleg flug
eldasýning hefst. Hún stendur á
meðan flögg allra þátttökuþjóð-
anna svífa til jarðar í íallhlífum
í geislum mikilla ljóskastara.
Olympíueldurinn verður flutt-
ur í þotu frá Grikklandi
til ( Los Angeles. Þaðan munu
6000 háskólastúdentar bera hann
í boðhlaupi til Squaw Valley.
Síðasta spölinn niður fjallshlíð
í dalnum ber eldinn sigurvegari
í stórsvigi kvenna á Olympíuleik
unum í Osló 1952, Andrea Mead
Laurance. Og þegar hún tendrar
eldinn á leikvanginum munu 8
skíðamenn standa heiðursvörð
um eldstóna.
Nixon varaforseti Bandaríkj-
anna mun lýsa leikana setta.
Innilegar hjartans þakkir sendi ég öllum vinum mínum
og kunningjum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöf-
um og skeytum á 80 ára afmæli mínu 18. nóv. s.I.
Guð blessi ykkur öll.
Ingimundur Guðmundsson, Litlabæ.
Húsgagnasmiðir
Húsgagnaverzlun óskar eftir að kaupa furukolla
(með þverslá). Tilboð óskast sent afgr. blaðsins fyrir
1. des. n.k. merkt: „Húsgögn — 8478“.
Systir mín
SIGRtJN KJARTANSDÓTTIR
sem andaðist 20. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju n.k. föstudag 27. þ.m. kl. 13,30.
Sigurjón Kjartansson
Eiginkona mín og móðir okkar
HALLDÓRA ARNLJÓTSDÓTTIR
' Skólavörðustíg 13,
lézt að heimili sínu 25. nóv.
Davíð Kristjánsson og börn.
Við þökkum öllum þeim mörgu vinum okkar fjær og
nær, sem sýnt hafa okkur samúð og hluttekningu í sorg
okkar, í sambandi við hið sviplega slys, er bræðurnir
JÓN og HAFSTEINN FRIÐRIKSSYNIR
og GlSLI GlSLASON
fórust með m.b. Svan á Hofsósi hinn 9. nóvember síðast-
• liðinn. Sérstaklega viljum við þakka þeim, er lögðu sig
í hættu við björgunartilraunir og leit meðfram strönd-
inni í illviðri og hafróti.
Guð blessi ykkur öll.
Fjölskyldur hinna látnu..
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er auðsýndu
okkur samúð og viná,ttu, við andlát og jarðarför sonar
Iokkar og bróður
INGIMARS VILHJÁLMSSONAR
Foreldrar og systkini