Morgunblaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 6
6 MORCvynraðið L'augardagur 28. nóv. 1959 Framlengingarákvæði bifreiðaskattur og áburðarverksmiðja Frá umræðum á Alþingi í fyrradag t FYRRADAG var fundur í Sameinuðu Alþingi en að honum loknum voru fundir í báðum deildum. Á dagskrá Sameinaðs þings voru þrjú mál, tvær fyrirspurnir, hvort þær skyldu leyfðar, er var samþykkt og tvær þingsálykt- unartillögur, hvernig skyldu ræddar og var samþykkt að viðhafa eina umræðu um hvora. Fimm mál voru á dagskrá Ed. ÖU til 1. umr. Voru það frumvörp um gjaldaviðauka 1960, dýrtíðar ráðstafanir vegna atvinnuveg- anna, tollskrá o. fl., bifreiðaskatt o. fl. og bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960. Framlenging á ákvæðum gildandi laga. Gunnar Xhoroddsen fjármála- ráðherra talaði fyrir öllum þess- um frumvörpum. Gat hann þess um fjögur þau fyrstnefndu, að þau faelu í sér framlengingar á ákvæðum gildandi laga, og und- anfarin ár hefðu þessu ákvæði verið framlengd til eins árs í senn. Síðasta frumvarpsins var getið í blaðinu í gær. Fleiri tóku ekki til máls um þessi mál og var þeim öllum vís- að samhlj. til 2. umr. og fjárhags nefndar. Á dagskrá Nd. voru tvö mát. Hið fyrra var frumvarp um breyt ingu á lögum um bifreiðaskatt o. fl. Gerði fyrsti flm. frv. Ey- steinn Jónsson, 1. þm. Austur- lands grein fyrir frumvarpinu, en síðan var því vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar samhljóða. Hringavitlausar hagfræðilegar hugmyndir. Síðara dagskrármálið var frv. til laga um breyting á lögum um áburðarverksmiðju, flutt af Einari Olgeirssyni, 3. þm. Reyk- víkinga. Fylgdi flutningsmaður frumvarpinu úr hlaði með ræðu og kom víða við. Meginefni frum varpsins er á þá leið, að ríkis- sjóði sé skylt að innleysa hluta- bréf annarra hluthafa í áburð- arverksmiðjunni, og taldi ræðu- maður síðustu forvöð að taka í taumana, svo áburðarverksmiðj- an yrði ekki auðhringunum að bráð. Þá ræddi hann um efna- hagsmál almennt og sérstaklega um gengislækkunina 1950 og veittist að dr. Benjamín Eiríks- syni í því sambaidi, er hann kvað haldinn hringavitlausum, hag- fræðilegum hugmyndum. Á ekki slíkt skilið af Alþingi Ólafur Thors forsætisráðherra kvaddi sér hljóðs. Kvaðst hann ekki á þessu stigi ætla að ræða efnishlið þessa máls, en hann gæti hins vegar ekki látið ómót- mælt þeim göguryrðum, er 3. þm. Reykvíkinga hefði látið falla Ráðherraskipti á Kúbu HAVANA, 26. nóv. NTB/AFP. — Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, rak í dag þrjá ráðherra úr stjórn sinni og skipaði í em- bætti þeirra þrjá herforingja. Þessi endurskipulagning á stjórn inni kom mönnum á óvart. Ráð- herrarnir þrír, sem reknir voru, töldust til hægri armsins í stjórn inni. í garð dr. Benjamíns Eiríksson- ar. Ætti dr. Benjamín ekki skilið slíkan dóm af Alþingi. Einar Ol- geirsson hefði áfellzt dr. Benja- mín mjög vegna gengisfellingar- innar 1950. Það væri rétt, að dr. Benjamín hefði þá ásamt Ólafi Bjömssyni unnið mikið og gott starf fyrir þáverandi ríkisstjórn. Sæti sízt á einum af stuðnings- mönnum V-stjórnarinnar að bera mann svo miklum sökum vegna gengisfellingar. Fors.ráðh. sagði ist að lokum ekki ætla að taka afstöðu til þessa máls áð öðru leyti að svo stöddu, enda væri ekki þörf á því. Einar Olgeirsson kvað það ekki hafa verið sína meiningu að hnjóða í dr. Benjamín, heldur hefði hann sagt, að hann hefði gert mistök. Kvaðst hann vilja beina því til þeirra hagfræðinga, sem nú væru ráðunautar ríkis— stjórnarinnar að hugsa sig betur um en dr. Benjamín hefði gert. Frv. var vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar með samhljóða atkvæðum. „íslenzkt mannlíf" annað bindi komib út & Jón Helgason ANNAÐ bindi ritsafnsins fslenzkt mannlíf eftir Jón Helgason er nýkomið út, en það er safn frá- sagna af íslenzkum örlögum og eftirminnilegum atburðum. Bók- in er myndskreytt af Halldóri Péturssyni. í þessu bindi eru ellefu þættir, eða jafnmargir og í fyrra bindinu. Bókin hefst á rómantískum þætti um æskuástir biskupsdótt- urinnar í Landakoti og Gísla Brynjólfssonar skálds, en lýkur með þættinum „Landskuld af Langavatnsdal", sem áreiðanlega mun verða flestum minnisstæður. Fyrra bindi þessa verks, sem út kom fyrir síðustu jól, var mjög vel tekið og hlaut hina lofsam- legustu dóma. Var það ófáanlegt allmörgum dögum fyrir jól, þar eð ekki vannst tími til að binda allt upplagið. Mun það nú fáan- legt aftur. Útgefandi er Iðunn. Bókin er vel og smekklega gefin úti. „Blóðbrullaup" í síðasta sinn. Þjóðleikhúsið sýn- ir „Blóðbrullaup- ið“ eftir Garcia Lorca í síðasta sinn. Leikurinn er talinn meðal merk ustu leikhúsverka, sem samin hafa verið á þessari öld og er óhætt að hvetja alla leik- húsunnendur til að sjá þennan harmleik. — Myndin er af Helgu Valtýsdótt- ur í hlutverki sínu Menon ver hendur sínar gegn hörðum árásum NÝJU Delhi, 26. nóv. NTB-Reut- i únistum og því hættulegur ör- er. — í dag urðu harðar umræður j ySgi Indlands. Hann sagði einnig indverska þjóðþinginu i índversKa pjoOþingmu um landamæri Kínverja og Indverja og var Krishna Menon landvarna cáðherra borinn þungum sökum af stjórnarandstöðunni. Foringi Hægri flokksins krafðist þess af Menon Menon segði af sér, þar sem hann væri vinveittur komm- skrifar úr daglegq lifinu • Hvað er skáld? Bókaútgáfa er að komast í algleyming eins og jafnan um þetta leyti árs og því ekki úr vegi að helga framleiðendum andlegra verðmæta eilítið rúm hér í dálkunum á þessurn laugardegi. Velvakandi ætl- ar sér þó ekki þá dul að gera því nokkur tæmandi skil, enda ekki á annarra færi en spreng- lærðra bókmenntafræðinga að skrifa um skáld. Venjulegur maður veit ekki meira en svo hvað skáld er, því allar skil- greiningar um þessa mannteg- und eru mjög á reiki. Heldur ekki alltaf gott að vita á hverju helzt skal þekkja skáld in. Einu sinni var talið óyggj- andi að bera kennsl á skáldin af því, sem þau létu frá sér fara. Þau kenniteikn ganga ekki lengur, enda greinir fær- ustu vísindamenn í skáldskap- argagnrýni títt á um hvað sé skáldskapur og hvað ekki. — Útlitið er heldur ekki til að henda reiður á skáldum eins og gott þótti um skeið því fleiri en skáld hafa látið sér vaxa sítt hár og skegg á síð- ustu tímum. Velvakandi gerir ekki nokkra tilraun til að kom ast að niðurstöðu í þessu máli og hættir hugleiðingunum í bili minnugur þessara orða Gríms: Enginn skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd. 9 Sókrates og skáldin En það erum ekki bara við sem nú lifum sem leggjum á okkur heilabrot um skáld og skáldskap. Skáldin hafa á öll- um tímum verið samtíma- mönnum sínum ærið íhugun- arefni. Hér mun ég geta nokk- uð rannsókna Sókratesar á skáldum síns tíma og skýra frá þeim merkilegu niðurstöð- um, er hann komst að um þessi fyrirbrigði. í ^ /9,* -v»j Véfréttin í Delfí hafði sagt Sókrates allra manna vitrast- an. Þetta goðsvar reyndi Sókra tes að hrekja og gekk í því skyni á fund vitrustu stjórn- málamanna og komst að þeirri niðurstöðu að þeir stæðu hon- um að baki hvað vizku snerti. Þá leitaði hann til skáldaima og segir frá þeirra fundi með svofelldum orðum að því er Platón hefur eftir meistara sínum og læriföður í Varnar- ræðu Sókratesar: • Af eðlishvöt og innblæstri „Næst á eftir stjórnmála- mönnunum fór ég til skáld- anna, bæði þeirra sem yrkja harmleiki og Bakkusarljóð og annarra til þess að standa sjálf an mig að því í návist þeirra, að vera þeim fáfróðari. Ég tók nú fram kvæði þeirra, þau, sem mér virtust þeir haía vandað sig mest með, og spurði þá, hvað þeir ættu við með þeim, til þess jafnframt að fræðast eitthvað. Ég skamm- ast mín nú fyrir að segja ykk- ur sannleikann, en ég verð að segja hann. í hreinskilni sagt skýrðu svo að segja allir við- staddir skáldskapinn betur en skáldin sjálf. Ég komst því einnig fijótt að raun um það með skáldin, að það sem þeir yrkja, yrkja þeir ekki af speki, heldur af einhverri eðlishvöt og innblæstri eins og spáprest- ar og spámenn, sem einnig segja margt fagurt, er þeir skilja ekki orð af. Einhvem veginn þannig virtist mér skáldunum vera farið og jafn framt varð ég var við það um þá, að vegna skáldskapar- ins þóttust þeir vera allra manna vitrastir, einnig á öðr- um sviðum, sem þeir voru ekki“. Þessi rannsókn Sókratesar á skáldunum í Aþenu er hann skýrði Aþeningum frá fyrir 2358 árum, gæti ef til vill ver- ið íslenzkum lesenda til hjálp- ar, er hann kynnir sér nýjustu hugverk íslenzkra skálda nú um jólio- að Menon leitaðist við að vinna sér fylgi meðal foringja í hern- um, svo hann gæti brotizt til valda með aðstoð hersins, þegar Nehru forsætisráðherra félli frá. Æsingin í þingsalnum varð svo mikil, að Nehru varð að grípa í taumana og stilla til friðar. Umræðunum heldur áfram á morgun, og þá mun forsætisráð- herrann svara ýmsum spurning- um og ásökunum, sem komið hafa fram í umræðunum. Menon sagði í ræðu sinni í dag, að skipulag og baráttuvilji innan indverska hersins hefði aldrei ver ið betri en nú. Hann lagði áherzlu á, að Indverjar mættu ekki láta Kínverja hræða sig, og allar nauð synlegar ráðstafanir yrðu gerðar á landamærunum til að tryggja aðstöðu Indlands. Hins vegar vildi hann ekki láta uppi, i hverju þessar ráðstafanir væru fólgnar. Hann sagði að Indverjar vildu kaupa vopn erlendis, en þeir vildu'borga fyrir þau, þar sem indverska stjórnin sé and- víg erlendri hernaðarhjálp. Margir ræðumenn á þingi í dag kröfðust þess að Menon segði af sér. Ný skákbók IÐUNN hefur sent á markaðinn nýja skákbók, Teflið betur. í þýð- ingu Magnúsar G. Jónssonar menntaskólakennara. Höfundar bókarinnar eru þrír, og er einn þeirra dr. Max Euwe, fyrrverandi heimsmeistari í skák, sem hefur um langt skéið verið einn ágæt- asti og mikilsvirkasti skákkenn- ari í veröldinni. Hinn góðukunni íslenzki skák- maður, Baldur Möller, ritar for- mála fyrir þessari bók. Honum farast meðal annars svo orð: „Bókin er um ýmsa hluti tals- vert óvenjuleg. Hún er ekki eig- inleg byrjendabók, en setur fram á óvenjuskýran hátt undirstöðu- reglur hinnar rökvísu skák- mennsku ... Um þýðanáann þarf ekki vitnanna við. Magnús G. Jónsson menntaskólakennari hef- ur meiri reynslu en nokkur annar hérlendur maður í þýðingu skák- bóka og er vandvirkur, svo af ber . . .“ #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.