Morgunblaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 19
Laugardagur 28. nov. 1959
MORGVNBLAÐIÐ
19
Fjórir varnarliðsmenn hand-
teknir fyrir
árás og rán
MORGUNBL.AÐINU barst í
gærkvöldi eftirfarandi frétta-
tilkynning frá Iögreglustjóran
um á Keflavíkurflugvelli:
Klukkan 21,25 í gærkvöldi
fékk lögreglan á Keflavíkur-
flugvelli tilkynningu þess
efnis, að tveir íslenzkir menn
hefðu orðið fyrir árás og ráni
á bílastæðinu fyrir framan
aðaldyr FlugvaUarhótelsins.
Lögreglan fór þegar á vett-
vang og voru þar fvrir Þórður
Jónsson, Þórustíg 22, Ytri-
Njarðvík, og Þórir Sigurðsson
frá Brúarhrauni í Kolbeins-
staðahreppi, Snæfellssýslu,
háseti á ms. Geir, Keflavík.
Sögðu þeir lögreglunni, að
þeir hefðu komið til Flugvallar-
hótelsins kl. 9 til að matast og
dvalizt þar um 15—20 mínútur.
En er þeir fóru út aftur að bíl
þeim er þeir komu á, Ö-ll, segja
þeir að 4 varnarliðsmenn hafi
ráðizt að þeim og otað að þeim
hnífum.
Þórir segir að tveir mannanna
hafi gripið um axlir hans, en
hann var í óhnepptum jakka,
sem honum tókst að losa sig úr.
Báðir mennirnir komust undan
og inn í Flugvallarhótelið, þar
sem þeir hringdu á lögregluna.
í jakka Þóris var veski í vasa
að innanverðu og voru í því
rúmar 800 krónur. Veski þetta
tapaðist, en jakkinn fannst við
bílinn. — Þess má geta að strax
var reynt að hafa upp á árásar-
mönnunum, sem þeir félagar
sögðu að hefðu verið óeinkennis-
klæddir varnarliðsmenn.
í nótt var einn varnarliðsmað-
ur tekinn fastur, grunaður um
þátttöku í ráninu, og hefur hann
nú í dag fyrir sakadómi Keflavík-
ur játað að vera þátttakandi í rán
inu.
Nú í kvöld voru 3 aðrir varn-
arliðsmenn teknir fastir, grunað-
ir um að vera menn þessir. Þeir
sitja nú allir í gæzluvarðhaldi.
Rannsókn málsins er ekki lokið
en þess má að lokum geta, að
rannsóknarlögregla varnarliðs-
ins hefur aðstoðað íslenzku rann-
sóknarlögregluna á Keflavíkur-
flugvelli eftir beztu getu við
leitina að árásarmönnunum.
145.000 pund fyrír
málverk eftir Cézanne
LONDON. — Núna í vikunni var
selt hér málverk eftir hinn
þekkta málara Cezanne á hvorki
meira né minna en 145 þúsund
pund. Er það myndin Bóndi í
— Arás
Framh. af bls. 1.
Nehru lauk ræðu sinni með
þessum orðum: „Ég held, að engu
ríki í heiminum sé annara um að
tryggja friðinn en Sovétríkjun-
um — en ég efast um, að nokkurt
ríki hugsi minna um frið en
Kína“.
• Liðssafnaður Kínverja
Undanfarið hafa ýmis indversk
blöð flutt fregnir um það, að
Kínverjar hafi safnað miklu liði
við hin 800 km löngu landa-
mæri Nepals og Tíbets. Telja
fréttamenn, að fyrrnefnd yfirlýs-
ing Nehrus bendi til þess, að
fregnir þessar séu á rökum reist-
ar. — Ekki er vitað til þess, að
indverskar hersveitir séu í Nepal,
eða að gerður hafi verið neins
konar hernaðarsamningur með
ríkjunum, en þau hafa haft náið
samstarf á sviði efnahags- og
menningarmála um langt skeið,
og í sérstökum samningi milli
ríkjanna segir að þau skuli veita
hvort öðru fullar upplýsingar,
ef upp komi misklíð með þeim og
einhverju nágrannaríki.
Háskólafyrirlestur
AÐALFORSTJÓRI Efnahags-
samvinnustofnunar Evrópu, hr.
René Sergent, fer um Island á
heimleið frá Bandaríkjunum og
mun hafa hér nokkra viðdvöl
og eiga viðræður við íslenzk
stjórnarvöld um viðskiptamál. —
Hann mun einnig flyjta fyrirlest-
ur í hátíðasal háskólans sunnu-
dag 29. nóv. kl. 2, um viðskipta-
Voinaliðsmeon
dæmdii
BLAÐAFULLTRÚI Upplýs-
ingaþjónustu Bandaríkjanna
hér í bænum ,skýrði frá því í
gærkvöldi, að herréttur á
Keflavíkurflugvelli hefði
kveðið upp dóma í málium
fjögurra varnarliðsmanna, er
gerzt höfðu brotlegir. Er hér
um að ræða menn er í sumar
er leið brutust út úr fanga-
geymsllu á flugvellinum og
struku hingað til Reykjavík-
ur. Voru þeir handteknir hér
í bænum, vestur í Knoxbúð-
um af lögreglunni.
Menn þessir sem verið hafa í
haldi síðan þetta gerðist, voru
dæmdir í 2 ár þrælkunarvinnu
af hinum bandaríska herrétti,
sviptir öllum stöðum og virðinga
merkjum hersins, og verða þeir
sendir til Bandaríkjanna til þess
að taka þar út dóminn.
horfur fslands í Vestur-Evrópu.
Herra René Sergent er frakk-
neskur. Hann er víðkunnur fjár-
málamaður og hefur gengt hinum
ábyrgðarmestu störfum, m. a.
verið aðstoðarforstjóri Atlants-
hafsbandalagsins, og fór þá með
efnahags- og fjármál, og forstjóri
Efnahagssamvinnustofnunar Ev-
rópu hefur hann verið síðan í
apríl 1955. Hann var hér á ferð í
marz 1958 og flutti þá fyrirlestur
í háskólanum um myndun frí-
verzlunarsvæðis.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku, og er öllum heimill að-
gangur.
Fullveldisfagnaíiur
Stúdentafélagsins
EINS og ságt hefur verið frá áður
heldur Stúdentafélag Reykjavík-
ur fullveldisfagnað í Sjálfstæðis-
húsinu á mánudagskvöldið, 30.
nóvember. Hefst hann kl. 7 með
borðhaldi. Ræðumaður kvöldsins
verður Jón Pálmason fyrrverandi
forseti sameinaðs Alþingis, þá
verða kveðnar rímur og loks
skemmta þeir Kristinn Hallsson
söngvari, Bessi Bjamason leikari
og dr. Páll ísólfsson tónskáld. Að
vanda verður mikill almennur
söngur, og að lokum verður dans-
að til kl. 3 eftir miðnætti.
Aðgöngumiðar, ef einhverjir
verða eftir, verða seldir í Sjálf-
stæðishúsinu kl. 5—7 e. h. í dag.
blárri blússu og var áður í eigu
manns 1 Bandaríkjunum. Þeir,
sem keyptu voru hinir kunnu
málverkakaupmenn, Rosenberg
og Stiebel í New York.
Var fyrsta upphæðin, sem boð-
in var í það 110 þús. pund, og
er það álitin hæsta upphæð, er
verið hefir í fyrsta boði mál-
verka.
Fjöldi annara málverka var á
uppboði þessu, svo sem eitt eftir
Gaugúin. Beðið eftir bréfi, sem
fór á 130 þús. pund, sem er mesta
verð fyrir Gauguin málverk,
sem um getur. — Alls voru seld
á uppboði þessu málverk fyrir
um 689 þúsund pund.
Leiðrétting
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
um nýju frímerkin, var sagt að
blaðið hefði átt samtal um þetta
við Pétur Eggertz Stefánsson.
Hér átti að standa Pétur Eggertz
póstmálafulltrúi, en hann er son-
ur Péturs Eggertz Stefánssonar,
sem er fulltrúi í varnarmáladeild
utanríkisráðuneytisins.
Leiðréttast þessi mistök hér
með. —
— Ungverjaland
Framh. af bls. 1.
★ Ósamræmi
Skýrsla Munros mun að lík-
indum verða rædd í Allsherjar-
þinginu í næstu viku, þrátt fyrir
eindregin mótmæli kommúnista-
ríkjanna, sem halda því fram, að
hér sé um að ræða algert innan-
ríkismál Ungverjaftnds, og því
séu SÞ ekki bærar um það að
fjalla. — „Þessi fullyrðing“, segir
Munro, „er vissulega ekki í sam-
ræmi við yfirlýsingar ungversku
stjórnarinnar og sendinefndar
hennar hjá SÞ um, að „erlend
öfl“ hafi komið uppreisninni
1956 af stað. — Jafnvel ung-
verska stjórnin hefur ekki reynt
að neita því, að það voru rúss-
neskir skriðdrekar, sem réðust
gegn ungverskum verkamönnum
og skutu á þá, þegar þeir voru
að reyna að koma á sjálfstæðri
ríkisstjórn í landi sínu“.
— Hvernig er hægt að kalla
það innanríkismál, óviðkomandi
öllum öðrum, þegar þjóð eins
lands verður fyrir barðinu á
hernaðaraðgerðum er-
lends valds? — Að halda slíku
fram, væri að kippa grundvellin-
um undan þeirri stofnun, sem við
nefnum Sameinuðu þjóðirnar,
segir Munro.
•k Engin breyting
1 skýrslunni segir ennfrem-
ur, að frá því að hann var skip-
aður sérstakur fulltrúi SÞ í Ung-
verjalandsmálinu á síðasta ári,
hafi „ekki komið fram sannanir
um neina grundvallarbreytingu
ástandsins í Ungverjalandi, er
réttlætt gæti, að SÞ hættu að
fylgjast þar náið með málinu".
— Enn fremur segir: „Sovézkar
hersveitir eru enn í landinu,
þrátt fyrir óskir Allsherjarþings-
ins um að þær yrðu kvaddar á
brott“.
ST J ÖRNUBÍÓ sýnir um þessar
mundir norska kvikmynd, sem
nefnist „Út úr myrkri“. Myndin
hefur vakið mikla athygli og þá
ekki sizt leikur Urda Arneberg í
aðalhlutverkinu.
SVEINBJÖRN DAGFINSSON
EINAR VIÐAR
Málflutningsskrifstofa
Hafnarstræti 11. — Sími 19406.
Sameining Kóreu
New York, 27. nóv. (NTB/AFP).
SAMÞYKKT var í stjórnmála-
nefnd Allsherjarþings S. Þ. í dag
ályktunartillaga 14 landa um aS
þingið leggi enn áherzlu á stefnu
samtakanna í Kóreumálinu. —
í ályktunartillögunni, sem nú
verður lögð fyrir Allsherjarþing
ið ,segir m.a., að það sé markmið
S. Þ. að sameina Kóreu á friðsam
legan hátt sem óháð lýðræðis-
ríkL
Þar er og gert ráð fyrir því, að
S. Þ. skori á þau kommúnisk
stjórnvöld, sem málið varðar, að
tjá sig samþykk því, að frjálsar
kosningar verði haldnar í allri
Kóreu svo fljótt, sem auðið er.
— Tillagan var samþykkt með
49 atkvæðum gegn 9 atkv.
kommúnistaríkjanna, en 19 full-
trúar sátu hjá.
Innilegustu þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu
mig, með heimsóknum, skeytum og gjöfum á 85 ára
afmæli mínu, þann 22. nóvember s.l.
Sigtryggur Eyjólfsson, Stykkishólmi.
Hjartanlega þakka ég ættingjum og vinum sem glöddu
mig á 60 ára afmæli mínu 19. nóv. með heimsóknum,
skeytum, gjöfum og blómum.
Gæfan fylgi ykkur 4 ófarinni ævileið.
Kristín Guðmundsdóttir, Eskiholti.
Þakka innilega vinum og vandamönnum er sýndu mér
vinsemd og kærleika á 80 á.ra afmælinu 7. nóvember.
Þorbjörg Erlendsdóttir, Hamarsheiði.
Innilegustu þakkir færi ég börnum mínum, barna-
börnum og öðrum ættingjum og vinum fyrir gjafir,
heimsóknir og heillaskeyti á áttræðisafmæli mínu 23.
nóv. 1959.
Guð blessi ykkur öll.
Friðrik Finnbogason, Sunnubraut 18, Keflavík.
Innilegar þakkir færi ég öllum vinum og vandamönn-
um er glöddu mig á sextugsafmæli mínu 24. október s.L
með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýjtim hand-
tökum, og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Lifið heil.
Þórhallur Bjarnason, Hvammstanga.
INGIBJÖRG GRlMSDÓTTIR
frá Syðri-Reykjum,
andaðist á Bæjarspítalanum aðfaranótt fimmtudagsins
26. þ.m.
Aðstandendur.
Jarðarför móður minnar
GUÐRÚNAR þorsteinsdöttur
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. nóvember
kl. 1,30 e.h.
Alfreð Gíslason.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför sonar okkar og bróður
ÞORSTEINS KONRÁÐSSONAR
Sérstaklega vildum við þakka læknum og hjúkrunarliði
Barnadeildar Landsspítalans fyrir frábæra umönnun
og hjúkrun.
Steinunn Vilhjálmsdóttir,
Konráð Þorsteinsson og dætur.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför eiginkonu minnar
HELGU JÖNSDÓTTUR
Einar Helgason.