Morgunblaðið - 28.11.1959, Side 13

Morgunblaðið - 28.11.1959, Side 13
Laugardagur 28. nóv. 1959 Moncinsm.AÐ ið 13 Molasopinn hættulegi ÚT ER komið á forlagi Ið- unnar dálítið kver eftir Erik Olaf-Hansen, sem fjallar um nýjustu rannsóknir á or- sökum og afleiðingum offitu og nefnist það „Grannur án sultar“. Þýðinguna hefur Kristín Ólafsdiittir læknir gert. — í riti þessu er ýmsar athyglisverðar upplýsingar, en I m e s t a athygli ! m u n það þó 1 vekja, að íslend ingar eru mestu , sykur- æ t u r á i jarðarkrií'lunni, 1 enda er svo kom 1 ið að segja má | að hér gangi , ýmsir um ekki , með bjórvömb heldur sykur- vömb. Sannleik- urinn er sá, að sykur er mjög fitandi, samkv. niðurstöðum nýj ustu rannsókna. En af hverju að vera að hafa á- hyggjur af of- fitu? Ástæðurnar eru vafalaust m a r g a r , bæði er nú erfitt að ganga með þessa auka- byrði hvert sem farið er, og einnig hitt, að offita getur verið lífs- hættuleg. 75% af of- fitufólki fær liðaverki, margir fá bakverki og eiga erfitt um andar- drátt og fyrir hjartað er offita mjög óholl, búkvídd aukin um 5% eykur dauða- hættu um 50%. Spikfeitt fólk á erfitt um gang, ekki sízt stigagang. Ef það þarf að fara í heimsókn til vinar síns, sem býr upp á annarri hæð, stendur það á önd- inni, þegar upp kemur og það er eins og hjartað ætli að springa og fæturnir séu úr blýi. Talið er, að um % hluti fullorðins fólks þjáist af of- fitu. Hversu margir skyldu þeir t. d. vera karlmennirnir, sem eru 180 cm. á hæð meðal- þreknir og vega 74 kíló, en það er einmitt hin eðlilega þyngd. Hagfræðilegar rannsóknir á 200 þúsund körlum yfir 21 árs aldri hefur leitt í ljós, að 15—■ 24% ofþyngdar eykur dánar- töluna upp í 50% fram yfir það, sem eðlilegt er. 5 kg. of- þyngd á mönnum 45—50 ára, eykur dánartöluna um 8%, 10 kg. 18% o. s. frv. Ef hálf- fimmtugur maður er 25 kg. of þungur, er hann í engu minni hættu en þó hann þjá- ist af alvarlegum hjartasjúk- dómi. Þetta eru dálaglegar upplýsingar, segja vafalaust margir, en vonandi verða þær til þess að menn borða heldur minna — ekki af fitu, því hún er ekki fitandi, eins og hingað til hefur verið haldið, heldur af kolvetnum. Það eru kol- vetnin, sem safnast saman í fitulögum í líkamanum. En sá er bara hængur á að kol- vetnin eru aðalfæðutegund manna, enda ódýrasta fæðan og þeir, sem lítið hafa handa á milli borða mest af þeim. Þetta verður s......_.o þeir fitna úr hófi fram. Auð- vitað eru kolvetnin nauðsyn- legar fæðutegundir fyrir lík- amann, en þau geta líka myndazt út hvítuefnunum og er því ekki talin nein hætta á að menn skorti kolvetni í likamann, þó þeir minnki við sig þær aðalfæðu- tegundir, sem hafa inni að halda kolvetni, en þæreru:syk ur, brauð, mjöl, grauti^r, hrís- grjón, kartöflur, mjólkursyk ur og aldinsafi. Fituefnin, smjör, rjómi, mjólk, feitur ost- ur, feiti og flesk og hvítu- efnin, sem aðallega eru í kjóti, fiski, eggjum, osti og mjólk, þ. e. a. s. öllu úr dýraríkinu eiga ekki að hafa í för með sér offitu, segja þessar nýjustu rannsóknir. Af þessum efnum er sykurinn langhættulegastur og er það ekki uppörvandi fyr- ir okkur íslendinga, sem erum mestu sykurætur af öllum j'arðarbúum. Við borðum 51 kg. af sykri á íbúa á ári, en þar næst kemur Ástralía með 46 kíló og Danir með sína bjór vömb borða ekki nema 45 kg. af sykri á íbúa á ári. Þetta eru gamlar tölur, nýjustu tölur segja að við borðum yfir 56 kg. af sykri á mann. Þetta er gott fyrir okkur að vita, áður en við bókstaflega springum af offitu og sykuráti. Ef við hugsum um það stundarkorn, að í molasykri er kolvetmð 99,8%, þá sjáum við að mola- sopinn sakleysislegi, sem freist ar svo marga, er mun hættu- legri fyrir líkamann en ýmsir hyggja. f bókinni segir m. a.: „Margir læknar leggja til að tollur sé lagður á sykur og halda því fram, að drjúgur sykurtollur myndi stuðla að aukinni heilbrigði á sama hátt og tollur á víni og tóbaki. Telja þeir að auk þess að afla ríkinu stórtekna, mundi sparnaður á sykur áti verða sterkur þátt- ur í baráttunni gegn of fitubölinu". Og ennfremur segir í bókinni: „Því fólki, sem með kyrrsetum eða hóglífi hefur safnað að sér nokkrum ó- þarfa p u n d u m , mundi b e z t að minnka við sig kol vetnin (brauð, kart öflur og sykur) og auka feitmetisátið, því með því matar- æði er beinlínis ráð izt á orsakir offit- unnar“. Af þessu má sjá, að þeir, sem halda vilja við gömlu kenninguna til að megra sig, fara í geitarhús að leita ullar með því að minnka við sig feitmetið. Tilraun- ir hafa sýnt að það bætir ekki úr skák, ef kolvetnin eru látin eiga sig. „Bezt er að gæta sín vel um át á brauði, (55% kolvetni) kornmat (73% kolvetni) graut (í grjónum eru 65—75% kol- vetnis) og kartöflum (20% kolvetni). Hveiti, sósur og jafninga ber að varast, en nota heldur soð með rjóma og smjöri eða tómatsafa". — Þetta eru m.a. þær ráðleggingar, sem Erik Olaf-Hansen gefur. Hin nýja aðferð er ekki í því fólgin að minnka við sig mat, fnenn eiga að borða eins og þá lystir, þeir eiga aðeins að minnka við sig þann mat, sem hefur að geyma efni, sem safnast fyrir í fitu- lögum í líkamanum. Allir vita, hvernig fór fyrir úlfinum í sögunni um hana Rauðhettu, eftir að veiðimað- urinn hafði sett hnullunginn í magann á honum. Offita er ekkert annað en slíkur steinn, sem fyrr eða síðar leiðir til þess að líkaminn gefst upp á að bera þessa óþarfa byrði. Að lokum má geta þess til gam- ans, að í eftirfarandi efnum eru mest kolvetni: Aldinsafa 50%, niðurskoðnum ananas 22%, appelsínumarmeðlaði 50%, þurrkuðum aprikósum 58%, þurrkuðum baunum 62%, þurrkuðum bláberjum 61%, brauðsalla 72%, bygg- grjónum 70%, byggmjöli 72%, döðlum 68%, eplaköku 37%, eplaskífum 42%, þurrkuðum fíkjum 65%, formkökum 53%, þurrum gulum baunum 50%, hafragrjónum 65% en aðeins 9% í hafragraut( auðvitað syk urlausum!) svo ekki er nauð- synlegt að gefa hann upp á bátinn, hrísgrjónum 76%, hrís mjöli 78%, hrökkbrauði 75%, hunangi 80%, hveiti 73%, hveitibrauði 55%, hveitigrjón- um 75%, ís 20%, sultuðum jarðarberjum 56%, kakó-dufti 34%, kartöflum 20%, kartöflu mjöli 83%, kexi 75%, kjöt- bollum 20%, kókósmakarón- um 49%, konfekti 42%, krans- kökum 9%, kringlum 55%, kúr enum 67%, lakkrís 35%, maís- mjöli 75%, maizennamjöli 85%, makkarónum hráum 75%, makkrónukökum 55%, maltextrakt 70%, marzipan 30%, marmelaði 60%, mola- sykri 88,8%, mysuosti feitum 50 %, svo dæmi séu tekin. Og svo geta menn farið að velta því fyrir sér, hvað þeir ætla að borða á jólunum ÓLAFUR J. ÓLAFSSON löggiltur endurskoðandi. Endurskoðunarskrifstofa. Mjóstræti 6. — Sýni 3'l915. Félagslíf Knattspyrnufélagið Víkingur Aðalfundur félagsins verður haldinn mánud. 30. nóv. kl. 8,3tt í Silfurtunglinu. — Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Laga- breytingar. — Stjórnii. Kennsla SAMTAL 4 ENSKU á eina sameiginlega hótelinu og málaskólanum í Bretlandi (Stjórnað af Oxfordmanni). Frá £ 10 vikulega. Tbe Regency, Ratnsgate, Engl. LOFTUR h.f. LJÓSMYNDASTOFAN Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72. ALLT 1 RAFKERFI0 Bilaraftækjaverzlun Halldórs Ólafísonar Rauðarárstíg 20. — Sími 14775. Tilboð óskast í Ford Custom 1958 og Ford Taunus ’59. Bif- reiðarnar verða til sýnis við Leifsstyttuna í dag og á morgun kl. 2—4. Athugið Ungan skrifstofumann vantar vinnu eftir kl. 5 á dag- inn og um helgar. Hefur bílpróf.og getur haft bil. Tilboð merkt: „Strax — 8619“ sendist á afgreiðslu Morgunblaðsins. Husnæði 4—5 herbergja íbúð óskast eða einbýlishús. Fyrir- framgreiðsla ef óskað er. Allt fullorðið. Tilboð send- ist afgreiðslu Morgunblaðsins strax merkt: „Húsnæði — 8605“. Hú'seigendur Kópavogi Barnlaus ung hjón vantar 1—3ja herb. íbúð í Kópa- vogi vinna bæði úti. Uppi. í síma 13097 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Stúlka barngóð, helst miðaldra, óskast. Á að vinna með annari. Hátt kaup. Upplýsingar á skrifstofu Einars Sigurðssonar Garðastræti 6 sími 19420. Akranes Til sölu er steinhús (einbýlishús) á eignarlóð, 5 herb., eldhús og bað á einni hæð og þvottahús og geymsla í kjallara. Nánari upplýsingar veitir Valgarður Krist- jánsson, lögfr., Akranesi, sími 398. Hafnarfjörður Stúlka óskast nú þegar, helzt vön. Boðabúð Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.