Morgunblaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 1
20 siður
Yfirlýsing Nehrus;
Árás á Nepal er
árás á Indland
Stefna indversku stjórnarinnar í landa-
mœradeilunni hlauf fraust
NÝJU-DELHI, 27. nóv.
— (Reuter) —
N E H R U, forsætisráðherra
Indlands, lýsti því yfir í dag
á þingfundi, að indverska
stjórnin mundi líta á árás á
Líkur til
Iousnor
,stúldeiiunnur‘
WASHINGTON, 27. nóv. -
David J. McDonald, forseti
sambands stáliðnaðarverka-
manna, lét svo um mælt í dagr,
að hann vænti þess, að deila
verkamanna og verksmiðju-
eigenda leystist á því 80 daga
tímabili, sem verkfallsmönn-
um var skipað að snúa aftur
til vinnu, samkvæmt Taft-
Hartleylögunum.
McDonald kvaðst vera bjart
sýnn á það, að deiluaðilar
fyndu leiðir til þess að jafna
ágreininginn á þessu tímabili,
já, jafnvel innan 60 daga,
sagði hann.
grannríkið Nepal sem árás á
Indland. — Þetta er í fyrsta
skipti sem Nehru gefur slíka
yfirlýsingu, en hann hefur
margsinnis lýst hinu sama
yfir varðandi smáríkin Bhut-
an og Sikkim. — „Ég geri mér
fyllilega ljóst, hvað í þessu
felst“, sagði Nehru, „hér tök-
um við á okkur mikla
ábyrgð“.
• Meira en landamæradeila
Nehru lýsti þessu yfir við lok
umræðna í þinginu um utanrík-
ismál, sem staðið hafa í þrjá daga
og verið allharðar. — Stefna
Nehrus og stjórnarinnar í landa-
mmæradeilunni við Kína hlaut
þó að lokum traust mikils meiri-
hluta þingsins. — í ræðu sinni
sagði forsætisráðherrann m. a.,
að ekki bæri að líta á deiluna
við Kína einungis sem landa-
mæraþrætur — þar væri miklu
meira í húfi. Ef til hernaðarátaka
drægi með Kína og Indlandi, væri
ekki aðeins Asíu stefnt í voða,
heldur friðinum í heiminum öll-
um. Því kæmi ekki annað til
greina í þessari deilu en að reyna
allar leiðir til friðsamlegs sam-
komulags, sem færar þættu án
þess að skertur væri heiður og
réttur Indlands.
Framh. á bls. 23.
S '
Bjarga kommúnistar
sænsku stjórninni?
Urslitaatkvæðagreiðsla um söluskatts-
frumvarpið á þriðjudag
STOKKHÓLMI, 27. nóv. NTB. —
í dag fór fram atkvæðagreiðsla
í báðum deildum sænska þings-
ins um frumvarp stjórnarinnar
þess efnis, að lagður skuli á 4%
veltuskattur. — I efri deild var
frumvarpið samþykkt með 77 at-
kvæðum gegn 70, en neðri deild-
in felldi það með 117 atkv. gegn
107. — Kommúnistar greiddu at-
kvæði gegn frumvarpinu.
Samkvæmt stjórnarskránni
verður nú að hafa eins konar
sameiginlega atkvæðagreiðslu í
báðum deildum um málið — þ. e.
a. s. hvor deild greiðir atkvæði,
en síðan eru þau lögð saman, með
og móti. — Mun þessi atkvæða-
greiðsla fara fram n.k. þriðjudag.
Miklar'umræður urðu um mál-
ið í neðri deild, þar sem þeir töl-
uðu báðir, Erlander forsætisráð-
herra og Straeng efnahagsmála-
ráðherra. Einnig töluðu foringjar
stjórnarandstöðunnar. — Áður
en gengið var til atkvæða, hafði
Erlander forsætisráðherra lýst
því yfir í báðum deildum, að
stjórnin mundi segja af sér, ef
frumvarpið yrði fellt.
Meðal stjórnmálamanna hér er
almennt talið. að kommúnistar
muni sitja hjá við atkvæðagreiðsl
una á þriðjudaginn, og bjarga
þannig stjórninni frá falli, er þeir
hafa nú gert kjósendum sínum
ljóst, að þeir séu mótfallnir frum
varpinu.
Augun i þeim
logu
BÖRNIN eru þegar byrjuð að
safna efni í áramótabrennur
og hlaða upp bálkesti. — Aug-
un í þeim loga af áhuga, svo
maður gæti haldið að kvikn-
aði í öllu saman, ef neisti
hrykki úr þeim í hlaðann.
Ljósmyndari Morgunblaðs-
ins tók í gær mynd af stráka-
hóp, sem var að hlaða upp
köst vestan við íþróttavöllinn.
Þar var nú líf í tuskunum —
enda hrundi kösturinn að
minnsta kosti einu sinni, þeg-
ar of margir strákar príluðu
upp á hann í einu, og skömmu
áður en ljósmyndarinn og
blaðamaðurinn komu, hafði
stór strákur, sem átti þar leið
hjá, sparkað í köstinn, svo
hann hrundi. En þolinmæði
þrautir allar vinnur, og litlu
Áframhaldandi aftökur í
Ungverjalandi
Úr skýrslu Sir Leslie Munros um
Ungverjalandsmálin
NEW YORK, 27. nóv.
SIR Leslie Munro, sérstakur
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna
í Ungverjalandsmálinu, sagði
í skýrslu, sem birt var Alls-
herjarþinginu í dag, að sann-
anir lægju fyrir um það, að
enn væri haldið áfram réttar-
höldum og aftökum í Ung-
verjalandi í sambandi við
uppreisnina 1956, þrátt fyrir
yfirlýsingar um hið gagn-
stæða.
I skýrslu sinni segir Munro
einnig, að nýjar upplýsingar
beri það með sér, að enn sé
hætta á frekari aftökum. — Af
opinberri hálfu í Ungverjalandi
hafi slíku raunar verið neitað, en
ungversku stjórninni væri innan
handar að kveða niður allar
grunsemdir, ef hún hefði hreinan
skjöld — með því að leyfa hon-
um að koma til Búdapest til þess
að athuga málið milliliðalaust. —
Öllum beiðnum þar um hafa
ungversk stjórnarvöld hins vegar
synjað til þessa.
Framh. á bls. 19.
strákarnir byrjuðu bara aft-1
ur, iðnir eins og maurar.
— Hvað á hann að vera
stór þessi? spurði blaðamað-
urinn.
— Eins stór og hann getur
orðið.
— Hvað er það stórt?
— Alveg upp í himin.
— Hvað gerið þið, ef ein-
hver kveikir í honum of
snemma?
— Sá verður laminn — og
svo byrjum við bara aftur.
__Við höldum vörð við köstinn
frá því snemma á morgnana
og fram á nótt. Bezt væri aðl
það yrði alltaf rigning þangað
til um áramót.
— Þá getur nú orðið erfitt
að kveikja í kestinum að lok-
um.
— Við hellum benzíni á allt (
saman, eða fáum okkur blás-
ara.
Já, það er enginn skortur á
hugmyndaflugi á þessum
aldri.
— Þið eruð þarna með þrjá
dívana.
— Já, það er hætt að sofa
á þeim.
— Ég er orðinn leiður á
ykkur, sagði einn snáðinn.
Og þá var ekki um neitt að
ræða fyrir ljósmyndarann og
blaðamanninn að hypja sig —
og gefa snáðunum vinnufrið.