Morgunblaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 8
8 MOTtcrrwnr 4 niÐ Laugardagur 28. nóv. 1959 Thor Thors f*AÐ MÁL sem hér er á dagskrá nefnist „Frönsk kjarnorku- sprengju-tilraun í Sahara“. Tvær tillögur hafa verið bornar fram og ræddar. Eg skal skýra atkvæði sendinefndar fslands með fáein- um athugasemdum. Spurningin um kjarnorku- sprengju tilraunir er ekki ný á dagskrá Sameinuðu þjóðanna. Eg skal minnast stuttlega á hvað gerzt hefur í því máli í Samein- uðu þjóðunum síðustu tvö ár, 1957 og 1958. Allsherjarþirigið 1957 sam- þykkti ályktun, með yfirgnæf- andi meirihluta, þar sem skorað var á þau ríki, sem hlut áttu að máli, Bandaríkin, Stóra-Bretland | og Sovétríkin, að láta einskis ó- 1 freistað til að komast að sam- komulagi um afvopnun sem hefði j í för með sér, það sem nú skal! greina: ! í fyrsta lagi, að strax yrði | frestað öllum tilraunum með I kjarnorku- og vetnissprengjur, | og þegar í stað séð fyrir virku alþjóðlegu eftirliti. í öðru lagi, að hætt yrði fram- leiðslu á kjarnorku til vígbúnað- ar, og að allri slíkri framleiðslu í framtíðinni verði eingöngu var- ið til annarra þarfa, undir öruggu alþjóðlegu eftirliti. í þriðja lagi, minnkun forða- búra af kjarnorkuvopnum, og yf- irfærsla slíkrar orku til óhernað- arlegra þarfa. Árið 1958 samþykkti allsherjar þingið ályktun, sömuleiðis með yfirgnæfandi' meirihluta — að- eins 9 greiddu atkvæði á móti — þar sem í fyrsta lagi var skorað á ríki, sem gert hefðu tilraunir með kjarnorkusprengingar, að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að ná skjótu samkomu- lagi um frestun slíkra tilrauna, að viðhöfðu öruggu alþjóðlegu eftirliti, og í öðru lagi var skorað á sömu aðila, að gera eigi nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn með an samningar um þessi mál stæðu yfir. Með þessum tveim samþykkt- um hefur allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna tvívegis tekið skýra og ákveðna afstöðu gegn fram- haldi hverskonar tilrauna með k j arnorku vopn. Sendinefnd íslands var það ánægja að greiða atkvæði með báðum þessum tillögum og að tala með þeirri stefnu, sem í þeim fólst. Á yfirstandandi allsherjarþingi hafa fjölmargir fulltrúar minnzt þessarar stefnu Sameinuðu þjóð- anna lofsamlega, og látið í ljós ánægju sína vegna þess, að Genf- ar-ráðstefnan um kjarnorkutil- raunir gefi nú vonir um að tak- ast muni samningar í samræmi við þá stefnu. Þegar umræður um „almenna og algera afvopn- un“ fóru fram hér í þessari nefnd fyrir skemmstu, komst sendi- Tilraunir með kjarnorku- vopn verði bannaöar Ræða Thor Thors í stjórn- málanefnd Sþ. 28. okt. s.l. nefn mín svo að orði um þessar samningatilraunir: „Það hefur komið í ljós hve mikilvægt er, að samningavið- ræður um alþjóðasamvinnu um afvopnun skuli þegar hafa fram farið, og að þeim muni verða haldið áfram á virkan hátt. í þessu sambandi vil ég taka fram, að sendinefnd minni er mikið áhugamál, að samkomulag verði um að nú skuli hætt öllum til- raunum með kjarnorkuvopn. Slíkt samkomulag mundi verða talið ótvíræður vottur um fram- för í áttina til afvopnunar, og mundi það geta ráðið úrslitum um framgang alls afvopnunar- málsins". Við teljum ekki spurninguna um kjarnorkutilraunir í Sahara standa í neinu sambandi við veg og sóma Frakklands, né virðingu okkar fyrir þeirri miklu þjóð. Að okkar dómi er spurningin blátt áfram þessi: Eigum við að halda fast við fyrri stefnu, að banna til- raunir með kjarnorkuvopn, eða eiga Sameinuðu þjóðirnar að breyta um afstöðu við fyrsta tæki færi sem býðst? Slík stefnubreyting myndi, að okkar dómi, valda miklum von- brigðum hjá almenningi um heim allan. Við skiljum vel, að Afríku- þjóðirnar beri kvíðboga fyrir því, ef Sameinuðu þjóðirnar fallast á slíkar sprengjutilraunir á miðju meginlandi þeirra. En við lítum svo á, að málið sé fyrst og fremst alþjóðlegs eðlis. Viljum við að kjarnorkusprengingum sé haldið áfram, eða að þær séu bannaðar? Við reynumst því aðeins trúir fyrri stefnu, ef við mótmælum enn á ný öllum slíkum tilraunum, hvar sem þær eru gerðar, og stað festum þar með að nýju markmið og anda þeirrar ályktunar, sem samþykkt var í þessari nefnd, af öllum 82 þjóðum, fyrir aðeins tíu dögum. I þeirri ályktun létum við allir í ljós „þá von, að á sem skemmstum tíma megi takast að ganga frá og samþykkja ráðstaf- anir, sem leiði að marki almennr- ar og algerrar afvopnunar, við öruggt alþjóðlegt eftirlit". Islenzka sendinefndin lítur ekki svo á, að það mál, sem hér er á dagskrá, sé aðallega spurn- ing um kjarnorkusprengingar í Sahara, heldur sé spurningin hin, hvort Sameinuðu þjóðirnar ætli að reynast því vaxnar að halda fast á málstað sínum í afvopn- unarmálum, og þá sérstaklega að því er kemur til kjarnorkuvopna. Samkvæmt þessu áliti sínu hefði sendinefnd okkar getað tekið til athugunar að greiða at- kvæði með 22-velda tillögunni, sem skorar á Frakkland að hætta við tilraunir með kjarnorkuvopn. Það sem Frakkland ákveður að gera verður á þess «igin, þungu ábyrgð, en stefna Sameinuðu þjóðann* verður að vera ákveð- in, einbeitt og ótvíræð. Nú liggja hins vegar fyrir nefndinni breyt- ingatillögur frá 5 Suður-Ame- ríkuríkjum við tillögu hinna 22 Asíu- og Afríkuríkja. Þessar breytingartillögur eru að okkar dómi í hóflegum og sáttfúsum anda, eins og tillögumenn hafa gert grein fyrir hér í nefndinni í dag. Þess vegna mun íslenzka sendinefndin, með allri virðingu fyrir Frakklandi, greiða atkvæði með þessum breytingatillögum. Jafnframt viljum við leggja á- herzlu á, að tilgangur okkar er að biðja Frakkland að taka á- kvörðun sína um kjarnorkutil- raunir í Sahara til nýrrar athug- unar. Við vonum, að slík endur- athugun leiði til þess að tilraun- irnar fari ekki fram. Með því viljum við staðfesta að nýju fylgi okkar við þá stefnu, að öllum þjóðum verði bannað að halda áfram tilraunum með kjarnorku- vopn, og hvar sem er á hnett- inum. Heimsókn til Pasternaks BREZKI blaðamaðurinn og rit- höfundurinn Alan Moray Will- iams, sem er búsettur í Kaup- mannahöfn, hélt útvarpsfyrir- lestur á mánudagskvöldið og sagði þá frá nýjustu þróun í hinu fræga Pasternaks-máli. Williams talar rússnesku og hefur þýtt rússnesk verk á ensku, bæði bund ið mál og óbundið, meðal annars ljóð eftir Pasternak. Hann sagði frá tveimur samtölum sem hann átti á þessu ári, annað við Paster- nak sjálfan, hitt við helzta and- stæðing hans, rithöfundinn Alexei Surkov, sem var ritari so- vézka rithöfundasambandsins. Snemma í ár heimsótti Willims Pasternak í bústað hans rétt utan við Moskvu. Hann kom ekki þangað sem blaðamaður, heldur sem venjulegur ferðamaður. Ekki var neinn lögregluvörður við húsið, og Pasternak tók á móti gestinum. — Þér megið skrifa, sagði Past ernak, að ég sé við góða heilsu og hafi ekki verið rekinn út á gaddinn, en framundan eru erfið efnahagsvandamál. Við lifum á tímum tæknivaldsins. Valda- menn tæknialdarinnar vilja að rithöfundarnir séu eins konar verkfæri í höndum þeirra, en það geta rithöfundarnir ekki. Rithöf- undurinn er Faust sinnar samtíð- ar, síðasti einstaklingshyggju- maður múgaldarinnar. Sovézka rithöfundasambandið vill að ég knékrjúpi fyrir því, en því mun aldrei takast að þvinga mig til þess. Williams heimsótti Surkov í bækistöð rithöfundasambandsins, sem áður var höll aðalsmanna. Surkov minnti meira á vinnulú- inn flokkserindreka en skáld. í skrifstofu sinni hafði hann stóra veggmynd af Stalin. Surkov varð æstur, þegar talið barst að Pasternak. — Hann er hugsjónafræðilegur óvinur minn, sagði Surkov, og bætti við að „Sívagó læknir" væri lélegasta bók Pasternaks. Þar væri ekki einn einasti geð- þekktur byltingamaður. Paster- nak væri gersneyddur þegnskap og horfði á lífið gegnum kíki sjálfselskunnar . Þegar Williams var aftur í marzmánuði, hitti hann Paster- nak, en þá hafði sovétstjórnin bannað honum að eiga blaðavið- töl. Surkov var hins vegar hvergi ragur við að láta uppi álit sitt. Hann var enn mjög fjandsam- legur Pasternak, en viðurkenndi að rithöfundasambandið hefði fengið fleiri mótmælabréf vegna Pasternaks-málsins er vegna at- burðanna í Ungverjalandi. Boris Pasternak Williams lauk útvarpserindi sínu með því að víkja að nútíð- inni. Surkov er ekki lengur ritari sovézka rithöfundasambandsins, en Pasternak virðist hins vegar hafa fengið fyrirgefningu. Haft er fyrir satt, að „Sígavó læknir" eigi að koma út í Sové-tríkjunum með nokkrum útstrikunum, og mun sjálfur Krúsjeff vera hvata- maður þess. Þannig virðist blíð- viðrið, sem kom í kjölfar heim- sóknar Krúsjeffs til Bandaríkj- anna, einnig ná til hins fordæmda snillings, Pasternaks, sem einu sinni var kallaður „svín, ef það er þá ekki móðgun við svínið" af sovézkum æskulýðsleiðtoga. // Saga Kolviðarhóls 44 fyrsta bókin austan fjalls síðan 1913 NÚ er verið að ljúka við prentun fyrstu bókarinnar í Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi. Bókaút- gáfa hefur ekki verið stunduð austan-fjalls síðan 1913. Bók sú, er hér um ræðir, er „Saga Kol- Skúli Helgason viðarhóls" eftir Skúla Helgason, bókavörð á Selfossi. Fjallar hún um Hellisheiðarveg hinn forna. og mannskaða á hinni gömlu fjallaleið allt frá því um 1800. Þá er rakin saga sæluhúsanna, bæði við Húsmúlann og á Kol- viðarhóli, greint frá gestgjöfum og brugðið upp svipmyndum af ferðalögum fyrr á tímum og sér- stæðu fólki, sem gisti þennan þjóðkunna áningastað. Bókin skiptist í níu meginkafla. Meðal þeirra eru „Ýmsar frásagnir" og er þar sagt frá bardaganum hjá Öxnaskarði, Skeiða-Odda, Kvæða Kela, vitrun séra Páls Skálda, Sæluhússgistingu Sigurðar Breið fjörðs, Ferð Þuríðar formanns yfir Hellisheiði o.fl. Aðrir þættir fjalla um ýmsa landskunna menn. Má þar nefna sérstæða persónuleika, svo sem Jón Repp, Bréfa-Runka, Jón söðla, Eyjólf ljóstoll, Símon Dalaskáld og Guðmund dúllara. Þá er kafli um drauga og dulræn fyrirbrigði. Síðasti kafli bókarinnar nefnist „íþróttafélag Reykjavíkur lcaup ir Kolviðarhól“ og í framhaldi af því segir frá eyðingu staðarins. Bókin er prýdd fjölda mynda. Útgefandi hennar er Prentsmiðja Suðurlands. Fengu nokkra síld HAFNARF., 26. nóv. Ekki hafa bátarnir komizt út nú í nokkra daga fyrir stormi. þar til í fyrra- kvöld, að veður lagaðist nokkuð. Voru þá tveir bátar héðan, Hafn- firðingur og Flóaklettur, staddir í Grindavík, og fengu þeir síld I Grindavíkursjónum. Sá fyrr- nefndi hafði um 90 tunnur og hinn um 50. Enginn þeirra báta, sem legið hafa hér, fóru þá út, því veður var ekki sem bezt og langt að sækja. Þeir fóru hina vegar allir út í gær og munu víst flestir leggja upp í Grindavík, ef síldin verður á þeim slóðum. Er henni svo ekið hingað inn 1 fjörð. — G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.