Morgunblaðið - 01.12.1959, Page 3

Morgunblaðið - 01.12.1959, Page 3
Þriðjudagur 1. desember 1959 MflRCrVRr 4 fílÐ 3 Lán úr sjóðutn Búnaðar- bankans veitt fyrri hl. þ.m. Ingólfur Jónsson svarar fyrirspurn um þessi mál á Alþingi. í UPPHAFI fundar í samein- uðu Alþingi í gær kvaddi Halldór E. Sigurðsson, 3. þm. Vesturlands, sér hljóðs utan dagskrár og beindi fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um hag ræktunarsjóðs og bygg- ingarsjóðs Búnaðarbankans, hvort þessir sjóðir hefðu fengið þær 25 millj. af Banda- ríkjaláninu, sem til þeirra var ætlað á fjárlögum og hvernig lánveitingum úr þeim yrði háttað að þessu sinni. Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, svaraði fyrirspurn- Margrét Jóhannsdóttir við vinnu sína. -— Áttu nokkur börn? — Já, ég á tvö börn. Ég held að það sé ekkert óhollt að eiga börn. — Þau fara nú bráðum að sjá fyrir mér — þannig gengur hringarásin. — Þú ert auðvitað reglusöm með svefninn. ÞAÐ eru ekki margir menn —. konur eða karlar — sém halda fullum starfskröftum um átt- rætt. — Flestir endast skemur en svo. Einustaka menn hefur nátt- úran gætt svo miklu lífsþreki, að eldurinn lifir í æðum þeirra löngu eftir að hann er orðinn að gjalli í æðum þeirra, sem lifnuðu samtímis. Hvað til grundvallar slíkum mismun liggur er enn um sinn einn af leyndardómum lífs og dauða. — Ein þeirra, sem náttúr- an hefur gætt ríkulega af fjár- sjóðum sínum, er Margrét Jó- hannsdóttir. — Hún verður áttræð í dag — gengur enn til vinnu hvern dag — og skilar sínu verki engu síður en aðrir. Blaðamaður Morgunblaðsins og Ijósmyndari hittu hana í gær við vinnu sína hjá Ölgerð- inni Agli Skallagrímssyni, en þar hefur hún unnið síðastlið- in 18 ár — og er alveg ósmeyk að hefja það nítjánda. — Hvernig er heilsan, Mar- grét, spyr blaðamaðurinn? — Eins og hún getur bezt Áhugamál: Bara að lifa verið. — Eg hef alltaf verið heilsuhraust. — Hverju þakkarðu það? — Ég veit það ekki — nema það sé guði að þakka. — Má bjóða þér að reykja? — Nei, ég er orðin of gömul til þess, og ég brúka engan ósóma. — Borðarðu allan mat? — Nei, ég fer nú varlega í mat, borða bara léttan mat. — Borðarðu þá ekki slátur og hafragraut — og áðra þjóð- lega rétti? — Nei ég stæði þá ekki á löppunum, ef ég borðaði hafra graut. Ég borða mest græn- meti. — Hefirðu nokkurn tíma gifzt? — Já, ég er ekkja, búin að vera ekkja síðan ég var 26 ára. ■— Já, ég fer að sofa klukkan hálf ellefu á kvöldin og fer á fætur klukkan 7, nema sunnu- daga, þá sef ég út. •— Þú ert ekki mikið fyrir að skipta um vinnustað? — Nei, maður verður ekkert langlífari af því. Við skiptum bara um handbrögð hér. Ég þvæ ýmist ölkassana eða raða flöskum í þá. Það er nægileg tilbreyting. — Hefurðu nokkur sérstök áhugamál? — Bara að lifa. Þegar blaðamaðurinn og ljósmyndarinn kvöddu Mar- gréti, höfðu þeir það á til- finningunni 3 hin skæru augu hennar, sem hafa séð svo mörg ár líða, ættu eftir að mæta mörgum árum án þess að blikna. Til íslands — til fund- ar við jólasveininn UM langan aldur hefir það verið útbreidd trú meðal barna í Ev- rópu að jólasveinninn ætti heima á íslandi. Einkum hafa brezk börn hald- ið fast við þetta og ótalin bréf til jólasveinsins hafa borizt hing- að til lands fyrir undanfarin jól. Nú hefir brezka fyrirtækið Nestle’s ráðist í það ásamt Flug- félagi íslands, að senda hingað til lands hóp brezkra barna á fund jólasveinsins. Börnin, sem eru sex að tölu á aldrinum átta til tólf ára, koma til Reykjavíkur með ,,Gullfaxa“ 17. desember n.k. og dvelja hér í þrjá daga. Á þeim tíma mun þeim að sjálf sögðu gefast tækifæri til þess að hitta jólasveininn, kynnast ís- lenzkum börnum og fræðast um land og þjóð. Sem að líkum lætur, hyggst Nestle’s fyrirtækið, sem m.a. framleiðir hverskonar sælgæti, koma fréttum af ferð barnanna á framfæri, einkum og sér í lagi af því er þau hitta jólasveininn. S.l. fimmtudag birtist löng og ýtarleg grein í hinu víðlesna blaði News Chronicle um ísland og fyrirhugaða ferð barnanna á fund jólasveinsins. Með börnunum koma hingað m.a. fararstjóri, hjúkrunarkona, sem sér um börnin á ferðalaginu og ljósmyndari, en fyrirhugað er. að myndum og frásögn af ferð- inni verði útvarpað og sjónvarp- að í Bretlandi. Piltor stdln 60 wiskýilöskum TVEIR piltar, 17 ára og sextán ára, hafa verið handteknir og ját- að að hafa stolið allmiklu áfengi úr birgðaskemmu Á.V.R., að verðmæti 19,500 krónur, á um það bil mánaðartíma. Birgðaskemma sú er þeir hafa rænt úr, er i sama húsi og Rúg- brauðsgerðin. Til hliðar við áfeng isgeymsluna er sultugerð. Vegg- urinn á milli sultugerðarinnar og birgðageymslu ÁVR er hlaðinn úr vikri. — Sultugerðarmegin hefur timburuppsláttur ekki ver- ið sleginn frá. Piltarnir, sem farið hafa í þó nokkra þjófnaðarleiðangra kom- ust í öll skiptin inn í húsið gegn- um opinn glugga í sultugerðinni. Þeir losuðu síðan úr timburupp- slættinum 2—3 borð, og brutu síðan gat á sjálfan vikurvegginn. Þétt upp að honum standa miklar vínkassastæður. Tókst piltunum að brjóta og krækja til sín áfengi úr fimm kössum. Eftir hvern þjófnaðarleiðangur settu þeir borðin í uppslættinum fyrir aftur á sinn stað, svo eigi mátti sjá verksummerki. Þegar svo starfsmenn Á.V.R. í birgðageymslunni komu niður á hina mölbrotnu kassa í stæðunni komst upp um. þjófnaðinn. Piltarnir viðurkenndu að hafa stolið alls 60 flöskum af skozku wiskýi og hefði þeir stolið því á um það bil mán. Um það bil mán- uður var liðinn frá því þeir brut ust fyrst þarna inn. Áfengið segjast þeir allt hafa drukkið sjálfir, og veitt vel vinum og kunningjum. Wiskýið kostaði 265 krónur flaskan. STAKSTEINAR Ingólfur um þessum og mælti m. a. á þessa leið: Það hefur verið venjan und- anfarin ár, að Búnaðarbankinn hafi veitt lán úr ræktunarsjóði og byggingarsjóði í byrjun des- ember, frá 1.—15. desember. Að þessu sinni mun bankinn vera að vinna að því að lánastarfsem- in geti farið fram á sama hátt og áður. í sam- bandi við fyrir- spurn hv. 3. þm. Vesturlands, vil ég taka það fram að Bandaríkja- láninu hefur seinkað, og enn hafa ekki verið teknar nema 3 millj. dollara í stað 6. Búnaðarbankinn hefur þess vegna ekki enn fengið 25 millj. kr., en ég get upplýst það, að 12% millj. kr. verður bankinn búinn að fá ekki seinna en 10. desember. Hann fær að ég ætla 1. desember 6% millj. kr. og fyr- ir 10. desember 6 millj. kr. Ég get þá upplýst, að af mótvirðis- fé, sem ræktunarsjóði er ætlað, hefur hann fengið á þessu ári 22 millj kr. Að ræktunarsjóð- urinn á enn inni hjá Fram- kvæmdabankanum af þessu fé 5—7 millj. kr. og standa vonir til, að þetta fé verði greitt fyrir áramót. Að bankinn hefur tals- verðar vaxtatekjur* af útistand- andi ræktunarsjóðslánum og ár- legar afborganir af sömu lán- um. Að ræktunarsjóðurinn fær til viðbótar þessu 12% millj. kr. þegar seinni hluti Bandaríkja- lánsins hefur verið tekinn og geri ég mér vonir um, að það þurfi ekki að dragast mjög lengi með því að það mun verða reynt að fá Seðlabankann til þess að hlaupa undir baggann í bili. Ég geri mér þess vegna vonir um, að ræktunarsjóður geti haf- ið lónastarfsemi sína í næsta mánuði með eðlilegum hætti. Það hafði verið gert ráð fyrir því, að bankastjóri Búnaðar- bankans gæfi mér skýrslu um lánsþörf ræktunarsjóðs að þessu sinni, en vegna þess að ég var á stjórnarfundi í morgun, gat ekki af þvi orðið. í sambandi við byggingasjóð Búnaðarbankans, er rétt að upplýsa það, enda þótt hv. 3. þm. Vesturlands hljóti að vera það ijóst, að bygginga- sjóður Búnaðarbankans hefur búið við slæman hag að undan- förnu. Og svo er einnig nú. Og sérstaklega hefur aðstaða þess- arasjóða, ræktunarsjóðs og byggingasjóðs, versnað við það að þurfa að taka ó sig yfir- færslugjaldið, 55% af erlendum lánum, sem bankinn hefur tekið. Talsvert af árlegum tekjum þess- ara sjóða fer í yfirfærslugjaldið og gerir afkomu þeirra lakari. Ég vil einnig upplýsa, að allt mun verða gert, sem unnt er, til þess að sjá svo um, að bygg- ingasjóðurinn geti innt hlutverk sitt af hendi nú ekki síður en óður. Eg vænti þess, að hv. fyrir- spyrjanda nægi þessi svör um leið og ég endurtek að það mun verða gert allt, sem unnt er, til þess að þessir sjóðir geti hafið lánastarfsemi sína í byrjun næsta mánaðar. Getum gengið f il góðs „Siglfirðingur", blað Sjálf- stæðismanna á Siglufirði, ræðir fyrir skömmu í forystugrein sinni stjórnarskiptin og þau verkefni, sem bíða hinnar nýju ríkisstjorn- ar. Forystugrein Siglfirðings lýk- ur með þesum orðum: „ — Beri þjóðin gæfu til sam- hugs og samvinnu um velferð sína nú, þegar þjóðarnauðsyn krefur, er ekki að efa, að við getum gengið til góðs götu fram- tíðarinnar. Flokkasjónarmið verða að víkja fyrir þjóðarheill. Þjóðin verður að setja sjálfa sig og fram tíðina ofar flokksofstæki. — Nýtt stéttastríð, nýtt verð- bólguflóð, kunna að reynast við- brögð óábyrgrar stjórnarand- stöðu. Þá verður þjóðin, hver þjóðfélagsborgari að minnast skyldu sinnar. — og orða skálds- ins: „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig aS berjast." Marxismanum varpað fyrir borð Alþýðublaðið skýrði frá þvl fyrir skömmu, eins og önnur dagblöð, að vestur-þýzkir jafn- aðarmenn hefðu „varpað hinni marxistisku kjölfestu fyrir borð og í staðinn lagt fram stefnuskrá, sem leggur áherzlu á lýðræði í stað sósíalisma.“ Síðar í þessari frétt var á- herzla lögð á það, að þýzkir jafn- aðarmenn hefðu afneitað „tveim- ur helztu kenningum Marx, þ. e. a. s. kenningunni um stéttabar- áttuna og ríkiseign framleiðsiu- tækjanna.“ Alþýðublaðið talar ennfremur um það, að þýzki jafnaðarmanna flokkurinn hafi „viðurkennt þær breytingar, sem orðið hafa í heim inum og í efnahagsmálum frá tímum Marx“. Vilja bjóðnýtingu áfram í þessu sama tölublaði Alþýðu- blaðsins er forystugrein um þjoð- nýtinguna. Er þar m. a. komizt að orði á þessa leið: „Þrátt fyrir þetta væri mikill misskilningur að halda að saga þjóðnýtingar á Íslandi væri á enda. Þvert á móti. Hin nýja stór- iðja hér á landi hlýtur að byggj- ast upp þjóðnýtt eins og Sem- entsverksmiðjan. Bæjareign tog- ara vex og bæjareign fiskiðju- vera vex einnig ört. Síldarverk- smiðjur ríkisins eru í vexti og mætti svo lengi telja. Þá kemur þjóðnýting ávalt til greina í ein- staka eldri greinum, t. d. oiíu- verzlun“. Þingfrestunin sjálfsögð og eðlileg Agætar sölur í GÆRMORGUN seldi Guðmund ur Péturs frá Bolungarvík í Grimsby 70 lestir fyrir 4788 pund. Þá seldu tveir togarar í Þýzka- landi í gærmorgun, Fylkir í Cux- haven 115 lestir fyrir 107 þús. mörk og Ágúst í Bremerhaven 141 lest fyrir 128.300 mörk. ^ Allur almenningur mun telja frestun á fundum Alþingis um nokkrar vikur meðan rikisstjórn- in er að undirbúa tillögur í efna- hagsmálunum sjálfsagða og eðli- Iega. Engin skynsamíeg rök mæla með því að nokkurt gagn sé að því, að þingið sitji gersamlega aðgerðarlaust í tvo mánuði, með- an unnið er að frumvörpum og tillögum til lausnar þeim efna- hagsvandamálum, sem vinstri stjórnin skapaði. Það hefur hent alltof oft á undanförnum áruni, að þingið hefur setið aðgerðar- laust viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, meðan undirbunar hafa verið tillögur í stórmálum. Sérstaklega var þetta áberandi á valdatímum vinstri stjórnar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.