Morgunblaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 22
22 MORCUNTtLAÐlÐ ■Þrifiinrtap'iir 1 'iosember 1959 Landsleikir við Þjóð- verja og íra ákveðnir Árið 7961 kemur hingað landslið tíollands Á LAUGARDAG og sunnudag var haldið ársþing Knattspyrnu- sambands íslands. Fyrir þinginu lá ýtarleg skýrsla um störf stjórn arinnar og umfangsmiklir og vel unnir reikningar sambandsins. Fékk skýrslan góðar móttökur hjá þingheimi og luku margir fulltrúar upp lofsorði um störf stjórnarinnar á liðnu ári. Skýrslan lá fjölrituð frammi og er um 60 síður að stærð. Verður ýmissa liða hennar getið síðar, en einn liðurinn fjallaði um sam- skipti við útlönd sem fyrir dyr- um standa. Er þar svo frá skýrt að á næsta sumri muni fram fara landsleikur í Reykjavík milli áhugamannalandsliðs Þýzka- lands (Vestur) og landsliðs ís- lendinga. Á erlendri grund fer svo fram annar landsleikur. Verð- ur hann háður í Dublin á ír- landi gegn landsliði íra, en þar er um gagnboð að ræða fyrir KR vunn ÍR 20:10 í GÆRKVÖLDI fór fram að Há- logalandi 11 leikkvöld Hand- knattleiksmótsins. Aðalleikurinn var milli ÍR og KR. KR-ingar unnu auðveldan sigur 20 mörk gegn 10 og standa nú næstir sigri í keppni meistaraflokks karla. Eftir er aðeins eitt leikkvöld. Þá leika KR og Fram. Nægir KR jafntefli í þeim leik til sigurs í mótinu — en sigri Fram vinna þeir mótið. Úrslit annara leikja í gærkvöldi urðu í m.fl. karla Fram vann Ármann 17:6 og Valur vann Þrótt 24:13. í 2. fl. kvenna vann Ár- mann Víking með 8:5. f 3. fl. karla fóru leikar svo Valur vann Fram 10:1 og Ármann KR 8:7. heimsókn fra hingað haustið 1957. Einnig hefur komið til mála að landslið Noregs komi hing- að í júnibyrjun næsta ár, en ekkert er um það fastákveðið. Árið 1961 hefur verið gerð á- ætlun um landsleik ytra við Vest ur-Þjóðverja og það sama ár munu Hollendingar koma og leika hér á landi. Um styrkleika þessara landa er það að segja, að áhugamannalið Vestur-Þjóðverja, sigraði A- Þýzkaland í kappleik um það hvort liðanna skyldi vera „full- trúi“ Þýzkalands á Olympíuleik- unum 1960. Fór sá leikur fram vegna þess að Olympíunefndin viðurkennir ekki Austur- og Vestur-Þýzkaland sem tvö lönd og verða þau í hverju tilfelli að koma sér saman um hverjir verji heiður Þýzkalands. Lið Þjóðverja hefur í undankeppni knattspyrnu keppninnar unnið Finna tvívegis en tapað fyrir Pólverjum og er líklegast talið að Pólverjar vinni riðilinn og fari í úrslitakeppnina. Þykir það tíðindum sæta að Þjóð- verjar tapi þeim riðli. Gefur það hugmynd um hvert álit þeir hafa sem áhugaknattspyrnuþjóð í Evr- ópu. Lið Hollendinga hefur átt mis- jafna leiki. En síðasti leikur þeirra bendir þó ótvírætt til að þeir verði íslendingum erfiðir. Þeir unnu Norðmenn nú nýlega með 7 mörkum gegn einu. Við ræðum ekki meira um skýrsluna að sinni. En þing KSÍ sátu fulltrúar víðast af landinu og fóru samtals með 63 atkvæði. Urðu miklar umræður um ein- stök mál á þinginu t.d. skiptingu tekna af landsleikjum, tvöfalda umferð íslandsmótsins og fleira. í upphafi þings ávarpaði Ben. G. Waage forseti ÍSÍ þingið, þakk aði KSÍ vel unnið og öflugt starf og árnaði þinginu heilla i störf- um. Þá kvaddi Atli Steinarsson, blaðamaður sér hljóðs og afhenti KSÍ að gjöf innrammaðar frum- myndir fyrstu símsendu mynd- anna er til íslands bárust. Sá sögulegi atburður gerðist í sum- ar og voru tvær myndir frá lands leik Dana og íslendinga símsend- ar til íslands strax að leik lokn- um og birtust í Morgunblaðinu um 4 klst eftir að þær voru teknar. Björgvin Schram þakkaði gjöf- ina og kvað KSÍ vel mundu geyma. Markvörður Leyton Orient hefur hér nóg að gera. Það vilja þó ýmsir aðrir komast að og næstir standa fjórir liðsmenn Charlton. „Fjórir gegn einum“ má segja, en ekkert dugði. — Myndin er tekin í keppni 2. deildar sl. laugardag. Leyton sigraði með 2 mörkum gegn engu. Kvermalandslið íslands í hand knattleik til Norðurlandamóts Árið 1964 verður mótið haldið hér á landi ÁKVEÐIÐ hefur nú verið að næsta Norðurlandamót í hand- knattleik kvenria fari fram í Vesterás í júnímánuði n. k. Hef- ur • Handknattleikssamband fs- lands boðizt að senda lið til móts- ins og hefur það ákveðið að taka boðinu, svo fremi að stúlkurnar sem koma til með að fara, taki einhvern þátt í fjárhagslegum undirbúningi fararinnar. íslenzka kvennalandsliðið í handknattleik hefur á síðustu ár- um vakið á sér mikla athygli fyrir getu sína í leikjum við önnur Norðurlandalið. Hafa ísl. stúlkurnar tekið þátt í tveim Norðurlandamótum. Hið fyrra var 1955 í Finnlandi, en þá höfn- uðu íslenzku stúlkurnar í 4. sæti. — Danir sigruðu, Svíar urðu í öðru sæti, Norðmenn í þriðja sæti og Finnland í 5. sæti. Aftur var haldið Norðurlandamót á sl. sumri og tóku nú Finnar ekki þátt í mótinu. Keppnin var afar hörð. Danir og Svíar voru með jafnmörg stig í mótslok, en hag- stæðara markahlutfall færði Dönum sigurinn. Lið Noregs og íslands voru og jöfn að stigum og hafði þó ísland farið með sigur yfir Noregi. En markahlut- fall Norðmanna var aðeins hag- stæðara eftir að norsku stúlkurn- ar unnu mjög óvænt Svía. Þetta sýnir hve jöfn Norðurlandaliðin eru og er ánægjulegt að íslenzka kvenþjóðin skuli hafa skipað sér þar í fremstu röð. HSÍ hefur lagt mikla áherzlu á að geta tekið þátt í mótinu m * ' "SPB* * * M 7. Árnabókin Áður hafa komið út þessar Árna-bækur í>> Falinn fjársjóður ■ Týnda flugvélin Flugferðin til Englands Undraflugvélin ■ip Leitarflugið Frækilegt sjúkraflug Hver bók er sjálfstæð tfl saga, en persónurnar og að nokkru leyti atburða- mm. rásin tengja þær þó sam- an. • • • •• Flogið yfir flœðarmáli Eftir Ármann Kr.Einarsson Ármann er tvímælalaust vinsælasti unglingabókahöfundur hérlendis, og eru bækur hans jafnframt að ná mikilli út- breiðslu erlendis. Þessi nýja Árna-bók skiptist í eftirfarandi kafla: Ormurinn ógurlegi — Spor í sandinum Skrítinn bátur — Súkkulaðikarlinn Týndi pilturinn — I fylgd með Nero og ■■■■■ Hunda-Kobba — Flogið yfir flæðarmáli » • •'•'• •’• Eltingaleikur við smyglarana — Sólin ljómar á ný. ' * •, *.• • • Halldór Pétursson teiknaði margar •*•••• skemmtilegar myndir í bókina. Bókin er 192 bls. — Verð kr. 58.00. Bókaforlag Odds Björnssonar BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR iisBiiaiiiamiffiBiPiiiiiiiiaiWiiii næsta sumar, vegna þess að HSÍ hefur boðizt til að halda mótið hér á landi 1964. Búizt er við því að öll Norð- urlöndm fimm verði með á mót- inu í Vesterás. Úrslit körfu- knuttleiks- mótsins Á SUNNUDAGINN lauk Meist- aramóti Reykjavíkur í körfuknatt leik. Voru þá síðustu leikirnir leiknir og verðlaun afhent. í meistaraflokki karla sigraði lið Körfuknattleiksfélags Reykja víkur og hlaut bikar er um var keppt og titilinn „bezta körfu- knattleiksfélag Reykjavíkur ’59“. í meistaraflokki kvenna sigr- aði lið Ármanns. í 2. flokki karla sigraði lið ÍR og í 4. flokki karla sigraði einnig lið ÍR. Eftir er að útkljá keppnina í 3. flokki. Nú í mótslok eru þrjú félög jöfn að stigum, ÍR, Ármann og KR og verða þau að keppa til úrslita. Nánar um mótið á morgun. Piltur kærður fyrir líkanisárás á j»ötu NOKKRU fyrir miðnætti á laug- ardagskvöldið var maður nokk- ur á kvöldgöngu niður í miðbæ. Er hann kom að Reykjavíkur- apóteki, kom á móti honum hóp- ur ungra pilta, sem mikil fyrir- ferð var á. Veit maðurinn þá ekki fyrr til en að úr þessum hópi snarast að honum 16—17 ára piltur, sem fyrirvaralaust slær til hans af miklu afli. Snerti hendi piltsins andlit mannsins, sem skrámaðist þó nokkuð. Lögreglan var kvödd til og tók hún ungmenmð, sem var undir áhrifum áfengis. Maðurinn, sem fyrir árásinni varð, taldi sig ekki að svo stöddu mundu gera kröf- ur um bætur. En pilturinn á nú yfir höfði sér málshöfðun fyrir líkamsárás. — Hefir maðurinn, sem fyrir árás piltsins varð, sagt, að hann óskaði eftir því að pilt- urinn kæmi til sín og bæði sig afsökunar á hinni fruntalegu framkomu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.