Morgunblaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 6
6 MOHCTJlSni.AÐlÐ Þriðjudagur 1. desemb'er 1959 Edsel-bíllinn — stærstu mis- tök bílaiðnaðarins Slysið við Hofsós DETROIT, 27. nóv. — Ford-verk- smiðjurnar hafa ákveðið að hætta framleiðslu á bíltegund- inni Edsel. Verksmiðjurnar við- urkenna að það hafi verið alger mistök að fara að framleiða þessa bílgerð fyrir tveim árum. Fram- leiddir voru 30 þúsund Edsel-bil- ar af árgerð 1959 og 2800 höfðu verið smíðaðir af árgerð 1960, þegar framleiðslan var stöðvuð. En á þessum tíma hafa aðeins 10 þúsund Edsel-bílar selzt. ★ Hér er um að ræða einhver dýrustu mistök í sögu bílaiðnað- arins. Þau kosta Ford-verksmiðj- urnar að minsta kosti 250 millj. dollara. — Edsel-bíllinn var stærri, vandaðri og dýrari en teg- undirnar Mercury og Ford og var það ætlun Ford-verksmiðj- anna, að hann keppti við Buick- bílinn, sem Generai Motors fram- leiðir. En verksmiðjurnar völdu mjög óheppilegan tíma til að byrja á þessum óhófs-vagni. Einmitt þegar bandarískur almenningur var að þreytast á stórum bílum og smábílar frá Evrópu hófu inn- rás sína á bandarískan markað. Það er loksins nú sem bandarísku verksmiðjurnar eru að skilja þessa þróun og byrja framleiðslu á minni bilum. Nú er Ford að byrja að selja smábíl sinn Fálk- ann, en um leið neyddist verk- smiðjan til að hætta við fram- leiðslu á Edsel. (Hingað til lands mun aðeins örfáir Edsel-bílar hafa verið flutt ir. í mesta lagi tveir eða þrír). ÞESSA hörmulega atburðar, þegar vélbáturinn Svanur fórst með þremur ungum mönnum, þann 9. nóvember sl., var getið með stórum fyrirsögnum í blöð- Nú nýverið birtist í Morgunblað- inu hjálparbeiðni frá sóknar- prestinum í Hofsós. Þegar þetta er ritað, miðvikudaginn 25. nóv- ember, hafa blaðinu aðeins borist gjafir frá þrem aðilum, samtais kr. 350.00 — þrjú hundruð og fimmtíu — krónur. íslendingum, og ekki sízt Reyk víkingum, hefur oft verið rétti- lega hrósað fyrir hversu fljótt og vel þeir hafa brugðið við, þegar slys verða. Ég er þess vegna viss um, að það er vegna gleymsku, að svo til engin sam- skot hafa borist vegna þessa slyss. Hér ber orðið svo mikið til tíðinda daglega: heimsóknir svo- kallaðra erlendra stórmenna, ný ríkisstjóm — setning Alþingis o. fl. o. fl. En ekki mega þessir atburðir verða til þess, að þeir gleymist, sem á Hofsósi eiga um svo sárt að binda. Lítið og fátækt sjávarþorp er skyndilega svipt þrem ungum og dugmiklum sjómönnum. Eftir sitja — harmi lostnir — aldur- hnignir foreldrar, ekkjur og mörg komung börn. Harmur hinna öldruðu foreldra og ekknanna er vissulega svo mikill og sár, að ekki má við hann bætast ótti þeirra, við að ungbörnin, sem burtkvöddu feðurnir hlutu eftir að skilja, líði skort. Vilji ekki góðir menn rétta hér hönd að, svo þeim áhyggjum verði létt af þeim, sem nú þurfa að þola svo mikla raun? Eitt eða tvö þúsund króna fram lag frá hverju meðalstóru fyrir- tæki á Akranesi, í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík, mundu bægja þeim ótta frá syrgjendun- um. Ég þakka fyrirfram öllura þeim, sem ég veit að munu rétta hér hjálparhönd. Reykjavík 25. nóvember 1959. G. Kl. Tvær barnabækiir frá Æskunni KOMNAR eru út tvær barna- bækur hjá Bókabúð Æskunnar. Er það annað bindi af bók Mar- grétar Jónsdóttur um Geiru gló- koll og svo ,,Didda dýralæknir". eftir Gunvor Fossum, einn þekkt ast'a barnabókahöfund Norð- mann. Geiru glókoll þarf ekki að kynna fyrir þeim, sem fengu fyrra bindið, en hinum skal það sagt að saga Geiru gerðist á síð- asta tug 19. aldarinnar og fyrsta tug þeirrar 20. Hlaut fyrra bindið mjög góða dóma. Sigurður Gunnarsson, skóla- stjóri, hefur íslenzkað bókina um Diddu dýralækni nema ljóðin, sem Egill Jónasson sneri á ís- lenzku. Didda er að vísu enginn dýralæknir, heldur dóttir dýra- læknis, sem ber í brjósti ríka samúð til málleysingjanna og reynir af alefli að tryggja vel- ferð þeirra. Reykjavík — borg albjóðlegra ráð- stefna og funda? skrifar ur daglega lifinu j FERÐAMÁLAFÉL A G Reykjavíkur hélt fund með blaðamönnum í gær og skýrði þeim í fáum orðum frá starf- semi og áformum félagsins, en markmið Ferðamálafélags Reykjavíkur er m. a., eins og kunnugt er, að gera ísland að ferðamannalandi og vinnur félagið nú ötullega að því að Breytt og bœtt verzl- un opnar SL. laugard. opnaði Véla- og raf- tækjasalan hf. sölubúð að Banka stræti 10 eftir miklar breytingar á verzluninni. Jafnframt hafa orðið eigendaskipti og er Ragn- ar Björnsson forstjóri verzlunar- innar og aðaleigandi, en hann hefur rekið og rekur Húsgagna- verzlun Austurbæjar. Verzlunin hefur verið stækk- uð til muna og færð í nýtízku- legt horf. Er innrétting öll hin smekklegasta, en hún er teiknuð af Davíð Haraldssyni. Sömu vörutegundir eru á boð- stólum og áður, og takmarkið er að öll fáanleg rafmagnstæki verði jafnan til í úrvali. Verzlun arfyrirkomulagið er nú í sjálfs- afgreiðsluformi, eins og kostur er í slíkri verzlun og er það nýjung hér á landi. Er opnað var hafði verzlunin fengið fjölbreytilegt og fallegt úrval danskra vegglampa, en Danir hafa hlotið góðan orðstír fyrir framleiðslu lampa og selja þá m.a. fyrir tugi milljóna kr. árlega til Bandaríkjanna. — En sem fyrr segir, — verzlunin hyggst reyna að hafa ávallt allar rafmagnsvörur á boðstólum. Verzlunarstjóri er hinn sami og áður, Bergur Kristinsson. undirbúa jarðveginn til þess að sú hugmynd geti orðið að veruleika sem fyrst. Góð skilyrði til að laða að ferðamenn Agnar Kofoed-Hansen, fyrrv. formaður og núverandi varafor- maður, skýrði frá starfsemi fé- lagsins á undanförnum árum, hvað gert hefði verið til að und- irbúa jarðveginn að þessari starfsemi. Rætt hefði verið við ráðherra, borgarstjóra, alþingis- menn, bankastjóra og þingnefnd- ir og marga aðra forystumenn, haldnir hefðu verið fundir með hóteleigendum, veitingamönn- um, leiðsögumönnum ferða- manna og öðrum sérfróðum mönnum. Taldi hann að við hefðum mjög góð skilyrði til þess að draga að okkur ferðamenn, ekki síður en nágrannaþjóðir okkar, en margar þeirra hafa góðar gjaldeyristekjur af ferða- mönnum, svo sem Noregur, Bretland, Danmörk og Þýzka- land o. fl. Drap hann á helztu atriðin, sem vinna þyrftu að, svo landið yrði samkeppnisfært við önnur ferðamannalönd, svo sem fullkomin gistihús, breytta skrán ingu á ferðamannakrónunni, betri notkun og skipulag á ferða- mannaherbergjum yfir sumar- tímann, útgáfu á leiðbeiningabók handa leiðsögumönnum ferða- manna, tungumálakennslu bif- reiðastjóra, þjálfun frammistöðu- fólks og umfram allt betri um- gengni á opinberum stöðum, meira hreinlæti og snyrti- mennsku o. s. frv. Reyklaus og ryklaius borg Gísli Sigurbjörnsson, núver- andi formaður, skýrði frá fram tíðaráformum félagsins. Sérstaka áherzlu lagði hann á það, að Reykjavík væri tilvalinn bær til þess að halda ráðstefnur og al- þjóðlega fundi í, sökum legu landsins. Gísli sagði m.a.: „f Reykjavík eiga „Vestrið og Austrið" að geta mætzt — hér Framh. á bls. 23. Bændur ekki öðrum rétthærri Úr Skagafirði er skrifað: K. S. í Vestmannaeyjum telur sig mjög hneykslaðan á flutningi Ríkisútvarpsins, s. br. pistil hans í Daglega lífinu 19. nóv. sl. Telur hann þar að bændurnir ráði lög- um og lofum við þá virðulegu stofnun alþjóðar, og spyr hvort ekki sé kominn tími til að sjó- menn og verkamenn komist þar að. Þá spyr hann einnig hvort það sé „virkilega" svo, að bænda- stéttin sé eina stéttin í landinu sem eigi rétt á því að koma mál- efnum sínum fram. Þá teiur hann að varla sé hægt að opna fyrir útvarpið að kvöldlagi svo ekki komi „einhver bændaþáttur um hesta kýr og kindur og svo- leiðis, sem enginn heilvita maður getur haft áhuga á“. Þetta er engin smáræðis full-, yrðing hjá K. S. að lýsa því yfir svona skýrt og skorinort að heil stétt í landinu, hver einasti mað- ur í bændastétt, sé ekki með fullu viti, því varla verður álitið að órannsökuðu máli að K. S. sé svo skyni skroppinn að hann viti ekki að hver stétt hefur áhuga á sínum málefnum og gildir að sjálfsögðu siíkt hið sama um flesta menn, hvort sem þeir eru sjómenn, verkamenn eða bara bændur. Um þá fáránlegu fullyTðingu K. S. að bændur komi sínum mál- um fram framar öðrum stéttum, vísast til bráðabirgðalaga Alþýðu flokksstjórnarinnar á sl. hausti, er ríkisstjórnin lögbatt afurða- verð til bænda á þann hátt að þeir sátu við annað borð og lak- ara en aðrar stéttir, eftir að fuli- trúar neytenda höfðu slitið sam- starfi við fulltrúa bænda um að finna rétt verð búvara í landinu. Ég ráðlagði K. S. að kynna sér þau mál öll og bráðabirgðalögin til hlýtar áður en hann öðru sinni telur að bændur séu öðrum stétt- um rétthærri í þessu þjóðfélagi. * í helgreipum kommúnista Þá vil ég minna K. S. á það, ef hann væri búinn að gleyma þvi, að á fyrstu árum hinnar illkynj- uðu verðbólgu hér á landi, er framsýnir menn sáu hver voði var í aðsigi, ákvað bændastéttin að gefa eftir af lögmætum laun- um sínum nokkrar milljónir króna, í trausti þess að aðrar stéttir slökuðu á klónni. En því var svarað með síauknum kröf- um, og óeigingjarnt framlag bændanna að engu gert. Dýrtíðin í landinu hefur aldrei vaxið um eitt einasta stig fyrir atbeina bænda, heldur hafa verið þar önn ur öfl að verki, og er þar þyngst á metunum að verkalýðssamtök- in hafa verið í helgreipum komm únista. Það er ógæfa þessarar þjóðar hversu öflugur þessi aust- ræni einræðisflokkur er í þjóð- félaginu. Það er staðreynd að öll viljum við meira fé handa á milli. Pen- ingamir hafa mörgu góðu til leið- ar komið, en hitt er líka víst að fégræðgi getur mörgum á kaldan klaka komið, og hefur gert, og hún er hin raunverulega undirrót verðbólgu á íslandi. Ef þjóðin væri sjálfri sér trú, og ætlaði sér hóf í hvívetna væri hér engin óviðráðanleg verðbólga ekki hel- sjúkt efnahagslíf, en í stað þess blóihlegt athafnalíf og velmegun til lands og sjávar. f kapphlaupi hinna hreinu verkalýðsflokka, Alþýðuflokks og kommúnista um fylgi meðal verkalýðsins, hefur ekki hvað sízt verið krafizt hærn launa til hins vinnandi manns, og eiga kommúnistar þar þyngsta sök. Þeirra hagur hvarvetna er að koma á upplausn og öngþveiti og magna verðbólgu svo ekkert verði við ráðið. Slíkt var væn- legast með því að knýja fram nýja kauphækkun og þannig koll af kolli. í september ár hvert koma fulltrúar bænda og laun- þega saman og reikna út búvöru- verð og hlaut það verð að hækka til samræmis öðru verðlagi í land inu, ef hækkanir höfðu orðið frá síðasta útreikningi. Þá tútnaði Þjóðviljinn út yfir hækkuðu verði á kjöti og mjólk og taldi launþegum trú um að nýrra kaup hækkana yrði að krefjast. Laun- þegar vildu að sjálfsögðu hærra kaup, og það var íslands óham- ingja að þeir gátu aldrei séð svikamilluna í þesu öllu saman. * Hangir á heljarrim Því er svo komið sem komið er. Framleiðsla öll til lands og sjávar hangir á heljarrim, og er rekin með stórkostlegu tapi sem bætt er úr Ríkissjóði með hundruðum milljóna króna. Skattgreiðendur standa undir með skatta- og tolla- byrðar sem eru að sliga allt f jár- málakerfi landsins. Það var mis- ráðið af stjórnarvöldum hverju sinni að láta ekki verðlag í land- inu hækka til jafns við kaupgjald þegar í lok hvers verkfalls er kauphækkun var knúin fram, svo launþegar og allur landslýður, ekki hvað sízt kjósendur komm- únista, sæu hvílíkt rothögg komm únistar voru að greiða íslenzku þjóðfélagi. Að endingu þetta, þar sem út- varpsmál voru upphaflega á döf- inni vegna K. S. í Vestmanna- eyjum. Mér nægir alveg einföld dagskrá í útvarpinu, og nær fyndist mér að hlúa betur að þjóð legri mennt á sviði tónverka. Burt með allt neyðarvæl á milli dagskrárliða, hafið þar heldur skemmtileg lög, og stór ljóður er á að útvarpsklukkan skuli vera þögnuð á kvöldin. Ég skora á út- varpið að láta hana aftur hljóma. Að lokum eru það þingfréttirn- ar, en þær eru á mjög óhentug- um tíma fyrir sveitafólk. Þá standa kvöldannir og fjósverk sem hæst, og þúsundir manna eiga þess aldrei kost að hlusta á þingfréttir. Þær eiga að vera eft- ir síðari fréttir á kvöldin, og dag- legum störfum lokið þá, svo allir geta hlustað á þær þá. Vona ég að útvarpið taki þessar ábending- ar til athugunar. Gunnar Gunnarsson, Valholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.