Morgunblaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 10
10
M O R c rn\ n r 4 n 1Ð
Þriðjudagur 1. desember 1959
Þvottahúsið
Skyriur og sloppar hf.
Brautarholti 7, sími 15790.
Tökum að okkur þvott og frágang á skyrtum og
sloppum, en því miður tökum við ekki á móti slopp-
um fyrst um sinn frá fisk- og kjötvinnsluhúsum.
Leggjum áherzlu á vandaða og góða vinnu, fljóta
og örugga afgreiðslu.
Skyrtunum veitt móttaka á eftirtöldum stöðum:
Efnalaugin Glæsir
Laufásavegi 19,
Hafnarstræti 5,
Blönduhlíð 3 og
Reykjavíkurvegi 6,
Hafnarfirði.
Hfnalaug Austurbæjar
Skiptolti 1 og
Tómasarhaga 17
Fatapressan
Austurstræti 17
cig hjá Skyrtur og síoppar h.f., Brautarholti 7,
Sími 15790.
iVotaðar birreioar frá D.S.A.
Útvegum með næsta skipi allar tegundir notaðra
bifreiða. Lægsta fáanlegt verð. Hver bifreið valin af
starfsmanni okkar í New York sem tryggir að bif-
reiðin verður í samræmi við óskir yðar. Útvegum
einnig allar tegundir vörubifreiða á lægsta verði.
Jón Loftsson hf.
Bifreiðadeild — Hringbraut 121 — Sími 10600
íbúðir til sölu
4ra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Laugarnesveg.
Á hæðinni, sem er ea. 90 ferm., eru 3 herbergi, eldhús,
bað, skáli. í kjallara fylgir stórt og rúmgott íbúðar-
herbergi auk geymslu o. fl. Nýtízku þvottavélasam-
stæða. Vandaðar innréttingar. Ibúðin er á 2. hæð
og enda-íbúð. íbúðin er svo til ný.
3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Álfheima. Á
hæðinni eru 2 herbergi, eldhús, bað, skáli. í kjallara
fylgir gott íbúðarherbergi auk geymslú. íbúðar.
hæðin er öll á móti suðri og ný. Góð innrétting.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314.
IMýkomið
Spónskir og Tékkneskir
barnaskór
Skósalan
Laugavegi 1
Nemendur ræða við listamanninn.
Lisfkynning
í
)
l
í
)
I
I
)
1
)
I
l
NÝLEGA fór fram í Lista-
mannaskálanum á vegum
Menntamálaráðs listkynning á
verkum Svavars Guðnasonar,
listamálara, fyrir skólanem-
endur — en þar er um þessar
mundir haldin yfirlitssýning á
verkum listamannsins í tilefni
af fimmtíu ára afmæli hans.
Þarna var samankominn
hópur nemanda úr Kennara-
skóla íslands, ásamt kennur-
um og skólastjóra.
ing á verkum íslenzkra list-
málara hefði fram að þessu
verið lítil, en þessi kynning á
verkum Svavars Guðnasonar
væri tilraun til að bæta úr
því.
Þá flutti Hjörleifur Sigurðs-
son, listmálari erindi um æfi
og list Svavars og benti á
helztu einkenni listar hans,
runnin úr möld og mann-
virkjum. Að lokum bað hann
nemendur um að leita til lista-
hverfis listamanninn, eftir
nokkurt hik, og spurðu hann
ýmissa spurninga.
Einn vildi vita, hversvegna
ákveðin mynd væri skýrð
nafni fyrirbrig’ðis, sem mynd-
in virtist ekki vera af.
— Nei myndin var ekki af
fyrirbrigðinu, en gat hafa orð-
ið til út frá áhrifum fyrirbrigð
isins á listamanninn. Aðal-
atriðin væri að myndin væri
gerð af sönnu brjósti. Svo
væri myndinni gefið nafn eft-
ir á, aðallega til að muna eftir
henni.
— Annar nemandi var svo
djarfur að spyrja hvort ein
myndanna væri ekki ómerki-
leg, bara strik eins og eftir
barn.
— Nei, svaraði listamaður-
inn, hún er ekki ómerkilegri
en hinar myndirnar — í henni
liggur mikil vinna og aðal-
atriðið í uppbyggingu hennar
er hrynjandin, innra samræmi
og reisn myndarinnar.
— Þá var spurt um myndir,
sem báru músíknöfn t.d. fúga,
þar sem sjálfstæð litastef flétt
ast saman og mynda eina heild
— hvort þau væru gerð undir
áhrifum einhvers ákveðins
tónverks.
— Nei, en myndirnar eru
byggðar á svipuðum lögmál-
um og gilda í tónverkum.
Síðan dreifðist hópurinn um
salinn, og hver skoðaði með
sínum augum. — Að lokum
var fámennur hópur, sem
á verkum Svavars Cuðnasonar
í upphafi listkynningarinn-
ar flutti Baldvin Halldórsson,
leikari ávarp, bauð nemendur
velkomna og kynnti listamann
inn. Baldvin gat þess að kynn-
mannsins sjálfs. ef þeim lægi
eitthvað á hjarta, í sambandi
við list hans, sem hann gæti
leyst úr.
• Hópuðust nemendur um-
gekk með listamanninum og
skoðaði verkin í tíma, eða
þróunarröð þeirra, og virtust
báðir aðilar hafa gagn og
ánægju af.
Leikfélag Hveragerðis
sýnir ,,Stubb"
LAUGARDAGINN 21. þ.m. sýndi
Leikfélag Hveragerðis gaman-
leikinn ,,Stubb“ eftir Arnold &
Bach, í Hveragerði. Leikstjóri
var Jóhann Pálsson, en leikendur
allir voru Hvergerðingar.
Stjórn Leikfélags Hveragerð-
is skipa nú: frú Magnea Jóhannes
dóttir, formaður, Herbert Jóns-
son, ritari og Ragnar G. Guð-
jónsson, gjaldkera. Frú Magnea
hefur um margra ára skeið sýnt
frábæran dugnað og áhuga í leik-
listarmálum þorpsins. í flestum
leikritum, sem héT hafa verið
sýnd, hefur hún farið með aðal-
hlutverkið og stundum haft á
hendi leikstjórn. En í þetta sinn
lék hún ekki sjálf.
Leikritið er fjörugt og skemmti
legt, svo sem algengast er um
verk þessara höfunda, en þó er
á því nokkur tæknilegur galli í
lok þriðja — síðasta — þáttar.
Slakar þar skrambi mikið á
spennu, svo að erfitt er fyrir
leikstjóra og leikendur að halda
í horfinu. En það skal sagt öll-
um til hróss, að ekki urðu áhorf-
endur mikið varir við þennan
smíðagalla í þetta sinn.
Þorgils Balagils verksmiðju-
eiganda, sjálfan Stubb, lék Ragn-
ar G. Guðjónsson kaupmaður.
Ragnar er góður og vaxandi gam
anleikari og fór vel með þetta
hlutverk. í byrjun fyrsta þátt-
ar var hann þó eilitið hikandi
og daufur, en brátt hristi hann af
sér doða þann og gerði hlutverk-
inu hin beztu skil eftir það. Sem
„giftur maður í siglingu“ var
hann mjög svo trúverðugur og
mörg af viðbrögðum hans fram- I
kölluðu ósviknar hláturrokur í 1
áhorfendasalnum.
Áróra kona hans var leikin af ,
Geirrúnu ívarsdóttur af mikilli
prýði. Geirrún er örugg á sviði
og leikur hennar hnökralaus;
henni tókst vel að gera þessa
þrautsnobbuðu, nýríku frú bæði
hlægilega og mannlega í senn.
Eiríka dóttir þeirra hjóna var
leikin af Guðrúnu Magnúsdóttur.
Guðrún er falleg stúlka og hefur
skíra rödd; kom henni þetta
hvorttveggja til góða á sviðinu,
íbúðir til sölu
Til sölu eru góðar 2ja og 4ra herb. íbúðir i sambýlis-
húsi á fögrum stað í Háaleitishverfi. Ibúðirnar eru
seldar með fullgerðri miðstöð, tvöföldu gleri, úti-
dyrahurðum, múrhúðun á allri sameign inni í hús-
inu, handriði á stiga og húsið fullgert að utan. Ný-
tízku sjálfvirkar þvottavélar fylgja. Bílskúrsréttur.
Hagstætt verð. Lán kr. 50 þús til 5 ára á 2. veðrétti.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314.
og svo það hversu eðlileg og
ófeimin hún var, en ekki var
þarna um mikla leiklist að ræða.
Bóndi úr Ölvusi, Sigurjón Guð-
mundsson, lék Öllebröd Gylden-
örn greifa svo sannfærandi, að
það vakti aðdáun allra. Bæði
persónugerðin og framkoman
var vel og skemmtilega mótuð;
hann var blátt áfram ágætur
danskur „töfragreifi", eins og
þeir gerðust fyrir svo sem aldar-
fjórðungi síðan.
Alphonse Vallé alias Gylden-
svans greifa lék Valgarð Runólfs
son skólastjóri. Persóna hans. tal
og framkoma var eðlilegt og
hæfði hlutverkinu, leikurinn létt
ur og hressilegur.
Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir lék
heimslystarkonuna Massí Peder-
sen með ágætum. Persónugerð,
hreyfingar, tal og framkoma var
allt samræmt á slíkan hátt, að
það vakti aðdáun og kæti áhorf-
enda. Viðbrögð hennar vöktu oft
hlátur í salnum.
Guðjón Björnsson lék Magnús
Tobíasson stórkaupmann. Það
er lítið hlutverk, en var ágætlega
af hendi leyst.
Pétur Mjófjörð, systurson hans
og erfingja lék Gestur Eyjólfsson
af snilld og prýði. Hafði hann
mótað þennan aulabárð með svo
öruggri kýmnigáfu, að áhoriend-
ur veltust um af hlátri hvert sinn
er hann kom inn á sviðið. Gestur
er vaxandi leikari.
Hóteleiganda lék Herbert Jóns-
son óaðfinnanlega. Herbert Jóns-
son lék einnig Sigga pól, Viká-
dreng Kristinn Antonsson.
En þjóninn Jósep, sem er frem-
ur litið áberandi hlutverk lék Jón
H. Hálfdánarson svo snillilega að
hann „stal“ stundum sviðinu.
Það var alveg bráðskemmtilegur
persónugerfingur.
Leiktjöldin gerði Gunnar
Bjarnason. Jón Guðmundsson
var leiksviðsstjóri. Förðun og hár
greiðslu annaðist Sigríður R.
Michelsen.
Bæði leikstjóri og leikendur
voru hylltir að leikslokum og
voru leikhúsgestir sammála um
að hvorirtveggja hefðu gert vel.
Húsið var fullskipað.
Kristmann Guðmundsson