Morgunblaðið - 01.12.1959, Side 8

Morgunblaðið - 01.12.1959, Side 8
8 MOItCTJJVBT. 4Ð1Ð Þ'riðjudagur 1. desember 1959 Frá Hafnarstjórn Jón Krabbe: Frá Hafnarstjórn tll lýðveldis. Minningar frá löngum embættisferli. 270 bls. Pétur Benediktsson ís- lenzkaði. Októberbók AI- menna bókafél., Reykjavik 1959. BÓK Jóns Krabbe, „Frá Hafnar- stjórn til lýðveldis“, er vafalaust eitt hið merkilegasta minninga- rit sem út hefur komið á íslandi í háa herrans tíð, og ber margt til. Jón hefur allra manna lengst starfað í opinberri þjónustu ís- lands, hann er vandaður maður og eins óhlutdrægur í dómum sín- um og verða má, hann horfir á íslenzk málefni úr fjarlægð og fær þannig aðra yfirsýn yfir þau en við sem heima sitjum og sér samhengið í öðru ljósi, og loks er hann sérlega glöggskyggn á menn og málefni og hefur lag á að draga með örfáum dráttum ljósar myndir af einstaklingum og túlka flókin mál á einfaldan hátt. Jón starfaði alls 55 ár í þjón- ustu íslands í Kaupmannahöfn og lét af störfum í apríl 1953 á 80. aldursári. Mun hann síðan hafa verið sendiráðinu þar til ráðu- neytis, þegar þörf hefur þótt. Á þessum langa starfsferli lifði hann fjögur gerólík tímabil í sögu til lýð- veldis íslands, eins og hann bendir á sjálfur: „aldanska stjórn til 1903, heimastjórn til 1918, eigin ríkis- stjórn í sambandi við Danmörku til 1944, og síðan fulla stjórn á málefnum landsins sem norræns ríkis". Það er í meira lagi fróðlegt að kynnast stjórnarháttum, viðhorf- um og framvindu á þessum fjór- um skeiðum svo ólík sem þau voru. Er næsta ótrúlegt að á em- bættisferli eins og sama manr.s hafi orðið svo gagngerðar breyt- ingar sem raun ber vitni. í fyrsta kafla segir Jón frá meðferð ís- lenzkra mála meðan við lutum Hafnarstjórn, og er t. d. ein frá- sögnin með ólíkindum: „Ég minn- ist þess frá fyrsta ári mínu að landshöfðingi hafði sent ráðuneyt inu til úrskurðar einhverja um- sókn með fylgiskjölum — hvort það var náðun eða hjónaskilnað- ur man ég ekki. Eftir að málið hafði hlotið venjulega afgreiðslu með skriflegum greinargerðum yngri mannanna til hinna æðri fékk ég það endursent með úr- skurði ráðuneytisstjórans: áður en frekara verður að gert ber að endursenda landshöfðingja málið með tilmælum um að senda ráðu- neytinu það aftur ásamt danskri þýðingu í fylgiskjölum, þar eð hún hafði ekki komið með því. — í einfeldni minni skrifaði ég á mál ið að ég væri fús til að þýða öll I fylgiskjölin á dönsku til þess að greiða fyrir umsókninni. Ó-nei, með nýjum úrskurði staðfesti ráðuneytisstjórinn þá ákvörðun að endursenda málið með tilvís- un til þess að hér væri um megin- reglu að ræða, umsóknir með fylgiskjölum bæri landshöfðingja að senda ásamt þýðingu á dönsku“ (bls. 12—13). Síðan rekur Jón í stórum og mjög ljósum dráttum þróunina í samskiptum landanna. Heima- stjórnin var að nokkru afleiðing atburða sem gerðust í innanríkis- málum Dana, og hún hafði mikla þýðingu fyrir ísland eins og Jón bendir á: „Frá þjóðréttarsjónar- miði var breytingin 1903 langt frá því að vera eins stórfelld og þær sem urðu við síðari áfangana tvo, árin 1918 og 1944, en það var hún sem mesta þýðingu hafði fyrir framfarir landsins í efna- hagsmálum, menningu og stjórn- arfari og þar með skapaði grund- völl fyrir framförunum" (bls. 19). Honum þykir það réttnefni þegar fyrstu ár aldarinnar eru nefnd „gullöld íslands". Og svo hófst hin langa og harða barátta fyrir aukinni hlutdeild íslendinga í stjórn landsins. Við- leitni þeirra raðherranna Hann- esar Hafsteins, Björns Jónssonar, Kristjáns Jónssonar, Sigurðar Eggerz, Einars Arnórssonar og Jóns Magnússonar er lýst af glöggskyggni, og brugðið upp svipmyndum af heimsóknum þeirra flestra til Hafnar. Er eink- ar fróðlegt að kynnast mati Jóns á þessum ólíku mönnum. Af þeim verður Sigurður Eggerz harðast úti: „En hann var svo kvíðinn og hræddur við að taka ákvarðanir, að það var ákaflega þreytandi starf að vera aðstoðarmaður hans“ (bls. 38), „Sigurður Egg- erz var boðinn og búinn að fara þá leið sem ég lagði til, enda var hann næsta feginn að komast hjá úrskurðum um vafaatriði sem aðr ir hefðu getað gagnrýnt“ (bls. 102). Jón Magnússon fær hins vegar þennan vitnisburð: „Hann hafði að mínum dómi sanna stjórnmála manns-hæfileika, heilbrigða dóm greind og öruggt auga fyrir því hvað væri framkvæmanlegt og hvenær tími væri kominn til að gera það. í þessu síðastnefnda efni hafði hamingjan ekki verið Hannesi Hafstein hliðholl, þrátt Jón Krabbe fyrir hinar miklu gáfur hans í öðrum greinum og ljómandi fram komu, og sama máli var að gegna um Sigurð Eggerz" (bls. 44) „Ég dáðist að hæfileikum hans (þ. e. Jóns) í meðferð mála og að óeigin girninni í skapferli hans. Hann var gersneyddur hégómaskap og að því er ég fekk bezt séð einnig allri pólitískri metorðagirni“ (bls. 104). Skemmtileg er frásögnin af því hvernig Einar Arnórsson varð ráð herra af eintómum misskilningi (bls. 42—43), en sú glettni for- laganna varð íslandi ekki síður að gagni en margar aðrar tifvilj- anir í sjálfstæðisbaráttunni. Kaflinn um undirbúning og samþykkt sambandslaganpa er ýtarlegur og mjög greinargóður. Lesandinn fær ljósa hugmynd um þá erfiðleika sem við var að etja, og jafnframt eru dregnar fram þær nýju aðstæður sem sköpuðust í fyrri heimsstyrjöld og gerðu íslendingum róðurinn miklu léttari. Augljóst er að skýrslur þær og hollráð sem Jón sendi íslenzkum stjórnarvöldum, þegar mikið lá við, komu íslandi að ómetanl,egu gagni bæði fyrr og síðar, og er mikill gróði að fylgiskjölunum sem eru aftan við endurminn- ingar Jóns. Það efast víst enginn um að Sveinn Björnsson forseti mælti af heilum hug, þegar hann sendi Jóni kveðju á 75 ára af- mæli hans og lét þess getið, að í sínu langa ævistarfi hefði hann aldrei lært eins mikið af nein- um manni eins og Jóni Krabbe (bls. 207). Jón var hægri hönd Sveins meðan hann var sendiherra í Höfn óg gegndi jafnan störfum hans í forföllum auk þess sern hann var trúnaðarmaður íslands í danska utanríkisráðuneytinu. Hann tók við forstöðu sendiráðs- ins í seinni heimsstyrjöld og vann þá ómetanlegt starf fyrir fslend- inga, bæði sem talsmaður þeirra í sambandi við lýðveldisstofnun- ina og sem hjálparhella þeirra fjölmörgu fslendinga sem teppi- ust í Danmörku fram yfir stríðs- lok. Kom þar að miklum notum virðing sú og trúnaðartraust sem Jón hafði áunnið sér meðal danskra embættismanna og stjómmálamanna. Hann skipu- lagði Petsamo-förina frægu 1940 og stóð í ströngu við að hjálpa þeim íslendingum sem að ósekju urðu fyrir barðinu á nýju dönsku lögunum í stríðslok. Þá er elja hans við að bera til baka mis- sagnir og óhróður um ísland að- dáanleg, ekki sízt þegar þess er gætt að hann var fyrst og fremst Dani, þó hann væri tengdur ein- kennilega sterkum böndum við ísland vegna móður sinnar, sem var íslenzk. Þessi bók verður ef- laust merkilegt framlag til auk- ins skilnings á sambandsslitunum þegar hún kemur út í Danmörku, því Jón leggur sig mjög fram um að kveða niður ýmsar villur og bábiljur sem komið hafa fram í dönskum ritum um samband ís- lands og Danmerkur, einkanlega I í 100 ára afmælisriti Ríkisdags- ins. Þá mun lýsing Jóns á þeim feðgum Friðriki VIII og Kristjáni X þykja athyglisverð en þeir voru algerar andstæður í við- horfum sínum til íslands. Krist- ján X verður miklu minni maður í augum íslendinga eftir útreiðina sem hann fær í þessari bók, þó margt væri annars vel um þann góða mann. Aftur á móti vex Al- exandrine drottning mjög af lýs- ingu Jóns. Svipmyndir Jóns af ýmsum ís- lenzkum framámönnum verða sennilega mörgum forvitnislegar, t. d. lýsingin á hégómaskap Jóns Sveinbjörnssonar konungsrítara, og aðdáun hans á mönnum eins og Sveini Björnssyni, sem hann mat til jafns við Jón Magnússon. Hann ber einnig mikla virðingu fyrir mönnum eins og Hannesi Hafstein, Jóni Þorlákssyni, Klem- ensi Jónssyni, Tryggva Þórhalls- syni og ýmsum yngri mönnum sem hann kynntist síðar. Jón skrifar mjög látlausan og skilmerkilegan stíl eins og góðum embættismanni sæmir, en inn í hina þurru frásögn er fléttað skemmtilegri kímni og kátlegum sögum, t. d. um fákunnáttu Staun ings 1 leikfimi þegar hann var á leið til íslands og kunnáttu Tryggva Þórhallssonar í bridge þegar hann var á leið til Finn- lands með konungi. Þýðing Péturs Benediktssonar er ljós og hnökralaus, en á nokkr- um stöðum er tekið dálítið ein- kennilega til orða: „Á ferð til ís- lands fyrir aldamót sendi Hannes Hafstein mér boð frá ísafirði um að fara með sér í þingferð í sýsl- unni“ ( bls. 24). „.... konungur sá blaðafrétt um að íslenzkur em- bættismaður hefði fyllt áratug á afmælisdegi ....“ (bls. 30). Prentvillur eru hins vegar marg- ar í bókinni og sumar meinlegar. Og meðal annarra orða, það er ekki samkvæmt íslenzkri réttrit- un að setja punkt á eftir raðtölum konunga, páfa og þess háttar fólks, séu þær ritaðar með róm- verskum stöfum. Þetta er orðin mjög hvimleið árátta bæði í blöð- um og bókum. Bókin er annars mjög smekkleg í ytra tilliti og mikil prýði að myndum af helztu mönnum sem við sögu koma. Myndir eru alls 17 í bókinni, en fylgiskjölin aftan við endurminn- ingarnar eru 12 talsins, öll mjög Nauðungaruppboð eftir kröfu Hauks Jónssonar hdl., verða 3 hestar eins, fimm og þrettán vetra og 40 kindur 1—5 vetra seldar á opinberu uppboði, sem haldið verður á Dallandi í Mosfellssveit fimmtud. 3. des. n.k. kl. 2 e.h. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu CORN FLAKES “er pakkað i loftpéttar umbúðir þessvegna hrökk-þurt" Taxar Getum útvegað leyfishöfum, Chevrolet ’59. (Taxa) frá U.S.A. Talið við okkur strax BílamiðstÖðin Vagn Amtmannsstíg 2C — Sími 16289 og 23757. fróðleg. Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.