Morgunblaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 1. desember 1959 MORGTIlSfíLAÐlÐ 11 Bók Peters Freuchen um Heimshöfin sjú er svo fjölbreytt og skemmtileg, að hún fullnægir kröfum ungra sem aldraðra karla sem kvenna, lærðra sem leikra. Rit Jack Londons i fallegri ódýrri útgáfu Stórfeldar skáldsögur fyrir unga sem gamla, karla sem konur á öllum aldri Hún er ferðabók segir frá ævintýralegustu ferðalögunum, sem farin hafa verið frá fyrstu tíð á sjónum, yfir honum og undir Hún er bók náttúrunnar segir frá dýra og jurtalífi í sjónum, hinum undarlegustu sædýrum og sæskrímslum og frá hinu nafntogaða Sara- gossahafi. Hún er sagnfræði segir frá siglingum frá örófi alda, frá nafntoguðum land- könnuðum og alræmdum sjóræningjum, og frá hinum sögulegustu sjóorustum, sem háðar hafa verið fram á þennan dag. Hún er visindabók segir frá eðli hafsins og upphafi þess frá auðlegð þess, frá olíuvinnslu og gullvinnslu úr sjó. Hún er ævintýrabók segir frá hafmeyjum og „Hollendingnum fljúg- andi“, frá leit manna að leyndum f jársjóðum á hafs botni og ýmsum huldusög- um, sem ganga meðal sjó- farenda. Hún segir frá Leifi Eiríki rauða, Þorfinni karlsefni, Kolumbusi, James Cook og Kon-Tiki leiðangrinum. Hún er sjómannabók segir frá „elementi“ sjómanna, er öldurnar rísa 30 metra háar og lognið á það til að verða hættulegasti böivaldur þeirra. Hún er myndabók já, hún er sannarlega myndabók, bar sem allt er sýnt, menn og dýr, gróður og hulduverur, sæskrimsli og sjó- hetjur, sjóorustur og víkingaferðir. Peter Freuchen var alla ævi að viða að sér efni í þessa bók. Hún er erfðaskrá hans til vor og þeirra, sem á eftir okkur koma.. Hann lauk við hana tveim dögum áður en hann lézt, árið 1957. Bækur Jack Londons, sem út koma nú fyrir jólin: „ÓBYGGÐINAR KALLA“, í þýðingu Ólafs frá Faxafen, „ÆV1NTÝRI“, í þýðingu Ingólfs Jónssonar, „SPENNITRE Y J AN “, í þýðingu Sverris Kristjánssonar, „UPPREISNIN A ELSINORE", í þýðingu Ingólfs Jónssonar (væntanleg í desember.) Nafn Jack Londons er órjúfanlega tengt gullæðinu mikla í Klondyke . . . ævintýralegum ferða- lögum á hundasleðum á snæviþökktum auðnum Norður-Ameríku og Kanada . . . undraveröld skapheitra kvenna og karla á Suðurhafseyjunum . . . glæfralegum sjóferðum . . . og ríkri kennd með örlögum litilmagnans, hvort sem um menn eða skepnur er að ræða. Sjálfur var Jack London mikill ævintýramaður. 1 bernsku bjó hann við mikið harðrétti, vann baki brotnu, fór kornungur á sjóinn. Þegar gullæðið í Klondyke hófst fór hann þangað fyrstur manna. Um eitt skeið (1904) var Jack London stríðsfréttaritari í Japan og einnig í Mexico (árið 1914). Árið 1906 hóf hann, ásamt konu sinni, sjó- ferð umhverfis hnöttinn í lítilli skemmtisnekkju. Þeirri ferð lýsir hann í bók sinni „The Cruise of the Snark“. Jack London lézt árið 1916, aðeins rúmlega fertugur að alcb'i. “ ☆ A 16 árum skrifaði Jack London 43 bindi bóka, en sjö bindi komu út að honum látnum. Þegar hann dó, árið 1916, var hann orðinn víðlesn, astur amerískra rithöfunda og þýddur á flest tungumál veraldar. Frægð hans hefur enn lftt fölnað, hann er jafnan gefinn út í nýjum útgáfum og er enn jafn ferskur og á fyrstu áratugum aldarinnar. Enginn lýsir betur svaðilförum, baráttu mannsins við náttúruöflin en Jack London, enda gat hann ausið upp úr hafsjó lífsreynslu sinnar í því efni. Ungir menn og aldraðir hafa haft yndi af sögum hans nokkrar þeirra hafa birzt á íslenzku fyrir mörgum árum, og það er ekki að efa að unga kynslóðin muni lesa sögur hans af sömu áfergju og feður hennar gerðu. — ☆ — Bækurnar eru allar bundnar í samstætt band, með fallega gylltum kili. Og verðinu er stillt í hóf. Enginn má láta bækur Jacks Londons vanta í bókaskápinn sinn. 520 blaðsíður með ötal myndum Verð kr. 240,- heppna þrjár íslenzkar skáldsögur frá ísafold Deilt með einum eftir Ragnheiði Jónsdóttur hiyndin sem hvarf eftir Jakob Jónasson Komin at hafi eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.