Morgunblaðið - 01.12.1959, Síða 12
12
MORCVNBI4Ð1Ð
Þriðjudagur 1. desemb'er 1959
imMiiMfr
títg.: H.í. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
BOÐSKAPUR 1. DESEMBER
Beið lœknisins # 10 ár
— Nú skalt þá bara
liggja rólegur í rúminu,
þangað til ég kem aftur
til þín, sagði læknirinn
við mig. Ég hefi farið
að ráði hans. Það eru nú
tíu ár síðan læknirinn
gaf mér það, og það er
ekkert líklegra en hann
sé dauður núna. Að
minnsta kosti hefir
hann alveg gleymt að
koma aftur. En það
gildir einu — mér hefír
liðið prýðilega í rúminu
þessi tíu ár. — En i dag
ætla ég að fara á fætur.
Við systir mín ætlum
nefnilega að halda upp
á afmælisdaginn minn.
— Þannig fórust þess-
um g.amla gráskegg orð
við blaðamann, sem
heimsótti hann á 80 ára
afmælinu í síðustu viku
— Karlinn er danskur
og heitir Viktor Sören-
sen. Hann er sagður
hafa mest skegg allra
karla í sinni sveit, enda
haía hvorki skæri né
rakhnifur komið nálægt
þvi síðan raksturinn
kostaði 50 aura, segir
sá gamli og brosir í
kampinn. — Hvenær
raksturinn kostaði 50
aura í Danmörku, get-
um vér hins vegar ekki
upplýst
99
Svif bíllirm“
,Svifbíllinn“ byggir á sams
FJÖRUTÍU og eitt ár er lið-
ið síðan fullveldi íslands
var viðurkennt, og dym-
ar opnaðar til algers skilnaðar
við yfirþjóðina. Hinn 1. desember
hlýtur því alltaf að verða einn
af merkisdögum íslandssögunn-
ar. An fullveldisviðurkenningar-
innar 1918 hefðu íslendingar
ekki getað stofnsett lýðveldi í
landi sínu 17. júní 1944.
I hugum allra íslendinga leik-
ur hugþekkur bjarmi um þá
baráttu, sem leiddi til fullveldis-
viðurkenningarinnar 1. desember
1918. Þessi barátta var háð undir
forystu margra glæsilegra stjórn-
málmanna, sem settu þá hugsjón
ofar öllu öðru að vinna algert
frelsi til handa íslenzku þjóð-
inni. Enda þótt baráttan fyrir
efnahagslegri uppbyggingu væri
hafin löngu áður en fullveldis-
viðurkenningin fékkst, má þó
segja að íslenzk stjórnmál sner-
ust fyrst og fremst um sjálf-
stæðismálið, allt frá því að Al-
þingi var endurreist árið 1845
og til 1918. Það var hið mikla
mál málanna, sem skipti mönn-
um í flokka og átti langsam-
lega stærst rúm í hugum lands-
manna. Og þótt menn skiptust
í flokka eftir afstöðunni til sjálf-
stæðismálsins, voru þó allir ís-
lendingar í raun og veru sam-
mála um kjarna málsins: Sem
fyrst og fljótast sem mest frelsi
til handa þjóðinni. Menn greindi
aðeins nokkuð á um leiðirnar til
þess að ná takmarkinu.
íslenzka þjóðin þakkar for-
ystumönnum sjálfstæðisbarátt-
unnar blessunarríkt starf þeirra
og baráttu. Á meðan íslendingar
tmna frelsi sínu og s jálfstæði,
mun ljómi standa af hinum 1.
desember, hinum fagra fullveld-
is- og frelsisdegi. Með honum
má segja, að birt hafi upp í ís-
lenzku þjóðlífi. Dyrnar til al-
gerrar frelsistöku 25 árum síðar
voru opnaðar.
Hinn 17. júní 1944 gekk
þjóðin út um þessar dyr, inn
á land hins fullkomna frelsis.
ÖII barátta allra kynslóða á
íslandi mun hniga að því að
varðveita þetta frelsi, standa
um það trúan vörð, halda
vöku sinni í bjartsýnni trú á
framtíð Islands og þjóðar þess.
Fyrir hverju er að
berjast?
Þær raddir heyrast stundum,
að ánægjulegra hafi verið að
vera íslendingur á árum sjálf-
stæðisbaráttunnar, þegar barizt
var fyrir þeirri háleitu hugsjón
að brjóta hlekki ófrelsisins af
þjóðinni.
Það er að vísu rétt, að sú
kynslóð, sem háði lokabaráttuna
fyrir stjómarfarslegu sjálfstæði
íslands var hamingjusöm. En
hinu má ekki gleyma, að á öll-
um kynslóðum í þessu landi
hvílir sú skylda að varðveita
þann dýra arf, sem fólst í full-
veldisviðurkenningunni 1918 og
lýðveldisstofnuninni 1944. Sjálf-
stæðisbaráttu Islendinga lauk
hvorki 1918 né 1944. Hún er æv-
arandi og hver sú kynslóð á ís-
landi, sem gleymir því, hefur
framið afbrot, ekki aðeins gagn-
vart sjálfri sér, heldur fortíð og
framtíð þjóðar sinnar.
Þessum grundvallarsann-
indum má íslenzka þjóðin
aldrei gleyma. Ef hún er
minnug þeirra, verður henni
einnig Ijóst, að hún á stöðugt
stórar og glæstar hugsjónir til
að berjast fyrir.
Efnahagsleg viðreisn
íslenzkir háskólastúdentar,
sem samkvæmt venju halda nú
1. desember hátíðlegan, hafa að
þessu sinni helgað daginn um-
ræðum um íslenzk efnahagsmál
og efnahagslega viðreisn í land-
inu. Þetta er vissulega vel til
fallið. Stærsta viðfangsefni ís-
lenzkra stjórnmála í dag er ein-
mitt lausn mikilla vandamála á
sviði efnahagslífsins. Velferð
þjóðarinnar er vissulega í veði
að þær ráðstafanir, sem gerðar
verða til viðreisnar, takist vel
og giftusamlega og verði mætt
af skilningi og ábyrgðartilfinn-
ingu af þjóðinni í heild.
íslenzkt sjálfstæði er ofið úr
mörgum þáttum. Einn þeirra er
efnahagslegt jafnvægi í þjóðfé-
laginu. Stærsta hættan, sem
steðjar að hinu íslenzka þjóð-
félagi í dag, er það jafnvægis-
leysi og upplausn, sem leiðir af
stöðugt vaxandi verðbólgu og
dýrtíð. Við megum ekki ganga
þess duldir, að jafnvel stórar og
voldugar þjóðir hafa glatað frelsi
sínu vegna þess, að efnahags-
grundvöllur þeirra hrundi.
Gengið gálauslega um
gleðinnar dyr
Um þetta getur að líta ýmis
dæmi úr veraldarsögunni. Okk-
ar litla þjóð má þess vegna ekki
láta það henda sig, að skella
skollaeyrunum við þeirri hættu,
sem sívaxandi -verðbólga og
verðrýrnun peninga hennar hef-
ur leitt yfir hana. Því miður höf-
um við íslendingar á undanförn-
um árum gengið gálauslega um
gleðinnar dyr. Við höfum eytt
meira en við öflum og hælt okk-
ur af góðum lífskjörum, sem
ekki byggðust á nægilega traust-
um grundvelli.
En nú er svo komið, að við
getum ekki lengur komizt hjá
því að horfast í augu við raun-
veruleikann. Við getum ekki
haldið áfram að blekkja sjálfa
okkur. Við verðum að líta raun-
sætt á hlutina, gera okkar dæmi
upp, ráðast framan að erfiðleik-
unum, glíma við þá og sigra þá,
í staðinn fyrir að ganga á snið
við þá og láta sem allt sé í lagi.
Fullveldisviðurkenningin frá
1. desember 1918 leggur íslenzku
þjóðinni í dag þá skyldu á herð-
ar að bregðast með manndómi
og festu við efnahagsvandamál-
unum, leggjast á eitt um að sigra
þau og treysta hinn efnahagslega
grundvöll að innra frelsi og sjálf-
stæði landsmanna.
Þetta er boðskapur hins 1.
desember að þessu sinni. Öll
þjóðin verður að heyra hann,
Enginn má láta sem hann sé
sér óviðkomandi.. Allir þeir,
sem minnast með þakklæti j
forystumanna þeirrar sjálf-1
stæðisbaráttu, sem knúði fram
fullveldisviðurkenninguna
1918, verða að sýna það þakk-
Iæti sitt í verki með því að
Ieggja fram sinn skerf til
þeirrar örlagaríku efnahags-
legrar viðreisnar, sem nú
verður að hefja.
Nýr stálbátur
VESTMANNAEYJUM, 28. nóv.—
Eins og getið hefur verið um í
fréttum í Mbl. áður, var von hing
að til Vestmannaeyja á þremur
austur-þýzkum bátum. Af þeim
skipum er nú kominn hingað til
Eyja fyrsti báturinn. Kom hann
hingað í gær. Báturinn heitir
Eyjaberg VE-130.
Hann er byggður úr stáli í
Austur-Þýzkalandi og er 94 tonn
að stærð, búinn 400 hestafla
Manheld dieselvél. Ganghraði
skipsins reyndist yfir hafið um
10 mílur. Báturinn er búinn öll-
um nýjustu siglingatækjum og
er frágangur og smíði öll smekk-
leg og laglega unnin. Lítur skip-
ið í heild mjög vel út, virðist
þróttmikið og vinnupláss á
þilfari með ágætum. Skipstjóri á
skipinu verður í vetur Jón Guð-
jónsson úr Reykjavík og sigldi
hann skipinu til landsins. Eigandi
og útgerðarmaður er Sigurður
Þórðarson, útge-ðarmaður í Eyj-
um.
Tvær unglinga-
bækur eftir
Enid Blyton
IÐUNN hefur sent á markaðinn
tvær barna- og unglingabækur
eftir Enid Blyton, höfund hinna
víðfrægu ævintýrabóka.
Önnur heitir Fimm á Smygl-
arahæð og er fjórða bókin í flokki
bóka um „félagana fimm“. Eru
þær bækur ekki síður vinsælar
en ,,Ævintýrabækurnar“ og eiga
stóran lesendahóp.
Hin heitir Baldintáta og er hin
fyrsta af þremur bókum um bald
inn telpuhnokka, sem sendur er
í heimavistarskóla. Þar skeður
margt óvænt, og í ljós kemur,
að baldintátan litla er bæði góð
og hugrökk stúlka.
Báðar eru þessar bækur prýdd
ar fjölda ágætra mynda.
FRAMI'ARIRNAR í tækni og
vísindum eru stórstígar nú á dög-
um — og þar er samgöngutæknin
engin undantekning. — Þessi
mynd sýnir eitt það nýjasta á því
sviði — „svifbílinn“ svonefnda,
sem er bandarískur og gæti
kannski kallazt eins konar „kyn-
blendingur" flugvélar og bifreið-
ar. — Það er fyrirtækið „Curtiss-
Wright Corporotion", sem fram-
leitt hefir „svifbílinn", og er
myndin tekin, er hann var sýnd-
ur opinberlega í fyrsta skipti, í
New York nú fyrir skömmu. —
Tækið er þó enn á tilraunastigi,
og mun enn talsverður tími líða,
áður en til mála kemur að fram-
leiða slíkan ,,bíl“ til almenn-
ingsnota.
konar tækni og hinn svonefndi
„Hovercraft" Bretanna, sem kom
fram á sjónarsviðið fyrir nokkr-
um mánuðum — og almennt er
talað um sem nokkurs konar
„fljúgandi disk“. — Bæði þessi
tæki svífa á þunnum „loftpúða“
— þ. e. blása niður úr sér sam-
þjöppuðu lofti, sem heldur þeim
uppi. Þannig eru þeim allar leið-
ir færar, hvert sem er yfir láð
eða lög.
Hinn bandaríski „svifbíll" get-
ur farið með allt að 100 km
hraða — og framleiðendurnir
staðhæfa, að hver, sem kann að
aka venjulegum bíl, geti stjórn-
að „svifbílnum", án nokkurra
erfiðleika.