Morgunblaðið - 01.12.1959, Qupperneq 13
Þriðjudagur 1. desember 1959
MORCVNTtLAÐIÐ
13
Vilhjálmur Ogmundsson bóndi
og stærðfræðingur
Skilur eina
franska bók
1 ISLENZKA stærðfræðifélag-
inu er einn ólærður félagi. Óefað
eini félaginn á Islandi og
kannske þó víðar væri leitað í
stærðfræðafélögum sem ekki
hefir langskólagöngu að baki.
Þessi maður er Vilhjálmur Ög-
mundsson bóndi og oddviti að
Narfeyri á Skógarströnd. Og þó
er það svo að félagar hans viður-
kenna og dást að starðfræði-
hæfileikum hans. Það hlýtur að
vekja undrun manna að bóndi
í fámennri og afskekktri sveit
skuli vera meðal mestu stærð-
fræðinga landsins og leysa þær
þrautir sem vekja athygli langt
út fyrir landsteina og athuganir
þessa manns birtast í víðkunnum
tímaritum. En þetta er stað-
reynd. Fyrir nokkru er komin út
í tímaritinu Nordisk Matematisk
Tidskrift ritgerð eftir Vilhjálm
sem þegar hefir vakið mikla at-
hygli. Stærðfræðiiðkun er Vil-
hjálmi ef til vill meira en það
sem laxveiðar eru laxveiði-
manninum og skákin skák-
snillingnum. — Hinar ótrú-
legustu gátur glímir þessi hæg-
láti bóndi við, hvort sem hann
vinnur hin algengu störf síns bú-
skapar, liggur á grenjum kaldar
nætur uppi á háheiðum jafnvel
svo sólarhringum skiptir eða ek-
ur jeppnum sínum í þarfir síns
heimilis. Stærðfræðin á hug
hans.
Ég sá í einu dagblaðanna nú
á dögunum litla fréttagrein um
fyrnefnt afrek Vilhjálms á sviði
stærðfræðinnar og mun þessi
grein hafa vakið forvitni margra.
Ég hitti Vilhjálm vin minn oft.
Hann er einn mesti aufúsugestur
á mínu heimili, alltaf gaman að
ræða við hann. Hann er athug-
ull maður og fróður. Mér datt
því í hug einn daginn að skreppa
upp að Narfeyri, taka þar nokkr-
ar myndir og spjalla við Vil-
hjálm stundarkorn. Vonaðist til
að geta látið Morgunblaðinu í
té góða grein um þennan ágæta
mann, en þegar Vilhjálmur vissi
erindi mitt uxu erfiðleikarnir
fyrir mig að ná því fram sem
ég vildi. Honum fannst þetta allt
svo smávægilegt og varla til frá-
sagnar hvað þá meira og varð
því að ganga hart eftir. Ég vil
nú reyna í stuttu máli að setja
niður á blað þetta viðtal okk-
ai.
Við gengum til stofu eftir að
ég hafði með lægni fengið að
taka nokkrar myndir og er við
vorum setztir hófust viðræðurn-
ar:
„Það er ekki mikið sem ég get
sagt þér“, byrjaði Vilhjálmur og
vafasamt að þessi ferð svari
kostnaði fyrir þig.
„Þú getur þó alltaf sagt mér
drög æfi þinnar", byrjar ég, „svo
kemur hitt af sjálfu sér.“
„Ég er fæddur í Vifilsdal í
Hörðudalshreppi 4. jan. 1897 og
voru foreldrar mínir Ögmundur
Hjartarson og Málfríður Hans-
dóttir og er hún enn á lífi rúm-
lega 95 ára. í Verzlunarskólan-
um var ég 2 ár þ. e. 1912 til 1914.
Og þar með er skólagöngunni
lokið.“
„Þú hefur náttúrlega verið
mikill stærðfræðingur þegar í
skólanum".
„Nei, ekki get ég sagt það.
Mér gekk ekkert sérstaklega vel
þar, í það minnsta tók ég ekki
hæsta prófið þar.“
„Hvenær fór svo hugur þinn
að beinast að stærðfræðinni sér-
staklega?"
„Það var eftir 1916, en
þó er eitt atvik sem ég man sér-
staklega eftir úr bernsku. Far-
kennarinn 1 sveitinni fór einu
sinni að spyrja mig um hvað
mikið væri til samans 1 og 2
og ég man eftir því að mér
fannst mér misboðið með slíkri
spurningu. Ég fór víst að hug-
leiða meira ýmsar stærðir og
spyrja út úr reikningi þegar ég
gat því við komið o'g hafði strax
áhuga fyrir að skilja tölur, en
eins og ég sagði áðan mun áhugi
minn verulega hafa vaknað um
19 ára aldur. Sótti þetta mjög á
Vilhjálmur Ögmundsson
víðu rúmi, án þess ao ég hefði
þá hugmynd um það að ég var
þá þar að fjalla um hina svo-
kölluðu kvarterniona Hamiltons.
Þetta vissi ég ekki fyrr en 1945.
Ég las öllum stundum sem ég
komst yfir ýms stærðfræðirit og
var oft erfitt að afla þeirra. Ég
pantaði bækur eftir því sem ég
hafði þekkingu á og nú á ég
talsvert safn stærðfræðirita, þó
það sé lítið í samanburði við
ýmsa aðra. En úr því að ég minn-
tapað, því þarna eignaðist ég
marga góða vini og svo það sem
sterkast var að ég gat skipzt á
skoðunum við þá.“
„Þetta get ég vel skilið“, gríp
ég inn í. „Þeir hafa tekið betur
eftir heldur en ég þegar þú ert
að þylja þetta yfir mér, því það
fer allt fyrir ofan og neðan garð
hjá mér sem von er, enda ekki
á sömu bylgjulengd hvað þetta
áhrærir".
„Ég hefi verið félagi þarna
síðan og notið þess vel. Það er
bara verst að maður gerist nú
of gamall og svo seint sem mað-
ur kemst í svona góðan félags-
skap. Það væri gaman að vera
yngri og geta prjónað upp að
nýju, en svo ég haldi áfram. Ég
fór að festa á blað þessar for-
múlur. Nokkru síðar kynntist ég
Bjarna Jónssyni frá Geitabergi,
nú prófessor í Ameríku, en hann
var þá kennari hér við háskól-
ann í fjarveru Leifs Ásgeirsson-
ar, prófessors, sem dvaldi þá er-
lendis. Þá hafði ég að mestu
lokið ritgerðinni og tók Bjarni
hana með sér þegar hann fór af
landi burt, skrifaði hana fyrir
mig á ensku og vakti athygli
mína á því, sem áfátt var við
hana svo ég gat bætt hana mjög
og fyrir tilstuðlan Bjarna og
áhuga er nú þessi ritgerð komin
út í Nerdisk Matematisk Tid-
skrift“.
„Hvað viltu að öðru leyti
segja um ritgerðina. Er hún ekki
mikið afrek á sínu sviði?“
„Ég skal ekkert um það segja,
tel það varla. En um það verður
neilann. Man ég að ég hafði þá
alltaf blað og blýant í vasanum
þegar ég þurfti að fara í smala-
ferðir og annað og oft var staldr-
að við og punktað niður þegar
eitthvað kom upp í hugann.“
„Skrifaðirðu þá nokkrar niður-
stöður?“
„Ég veit ekki hvað segja skal.
Ýmislegt var skrifað upp, en
fyrsta verulega ritgerðin mín var
um logaritma. Það mun hafa
verið um 1919. Þessa smíð sýndi
ég Ólafi Dan. en ekki man ég
hvað hann sagði um hana, en
ritgerð þessa á ég enn í fórum
mínum.“
„Kom hún ekki fyrir almenn-
ingssjónir?"
„Nei, en viðtökur Ólafs hafa
þó örfað mig, því ég hélt áfram
að brjóta heilann um stærð-
fræðilega hluti og er þessi rit-
gerð sem þú minntist á í upp-
nafi m. a. árangur af heilabrot-
unum.1'
„Um hvað fjallar hún?“
„Hún er um margföldun stærða
í n víðu rúmi.“
Þetta er nú eins og latína fyrir
mér, segi ég, þó hún sé góð fyrir
þig. En viltu segja mér nánar
frá tildrögum þessarar smíðar
og hvernig stærðfræðiiðkunin
hefir þróazt hjá þér.“
„Þegar ég fór að hugleiða
þessa hluti að verulegu leyti um
1920 þekkti ég að sjálfsögðu
venjulegar komplexstærðir, en
mér fór þá að koma til hugar
hvort ekki væru svipaðar reglur
um stærðir í fleiri dimissjónum.
Ég komst þá að þeirri niðurstöðu
að hægt var að mynda marg-
földunarreglur um stærðir í fjór-
Séð heim að Narfeyri
ist á stærðfræðirit hef ég gaman^
að geta þess að sú bók sem ég las
einna fyrst í stærðfræði og efldi
áhuga minn var frönsk og hana
á eg enn. Hér er hún, sjáðu til,
hún heitir Traite de Trigono-
métré. Ég náði henni á fornsölu
og er hún útgefin í París 1857“.
„Gaztu þá lesið þér hana að
gagni?"
„Einhvern veginn staulaðist ég
fram úr henni. Ég lærði örlítið
í frönsku hjá Þóru Friðriksson,
minnir um 20 tíma, það var allt
um sumt, það hjálpaði og for-
múlurnar gat ég lesið. Þetta er
raunverulega eina bókin sem ég
skil í frönsku."
„Hvenær samdir þú þessa rit-
gerð, sem kom út í tímaritinu á
þessu ári?“
„Ég byrja fyrstu drög hennar
veturinn 1952—1953. En að hún
er nú komin út og að ég hefi
unnið hana, þakka ég félögum
mínum í íslenzka stærðfræðafél.
Örvanir þeirra lyftu undir mig“.
„íslenzka stærðfræðafélaginu?"
„Já, ég er félagi í því. Mér var
boðin þátttaka 1952. Ég fékk bréf
sem ég geymi og geymi vel, und-
irritað af tveim Guðmundum,
þeim Guðm. Arnlaugssyni og K.
Guðm. Guðmundssyni. Stærð-
fræðafélagið var stofnað 1947, en
til drög þess að mér var boðin
þátttaka var sú að á einum fundi
í félaginu flutti Brynjólfur
Stefánsson útdrátt úr stærðfræði-
ritgerð er ég hafði samið og sýnt
honum og hafði þessi upplestur
Brynjólfs þau áhrif að ég var
boðinn í félagið og tók ég því
með þökkum. Það kom líka fljótt
á daginn að á því hafði ég ekki
auðvitað dæmt af öðrum en mér.
En það skal tekið fram að í þess-
ari ritgerð er ekki um neina nýja
uppgötvun að ræða, heldur er hér
aðeins ein ný sönnun á áður
þekktum staðreyndum“.
„Ertu með nokkuð nýtt i
smíðum?"
„Ekkert sérstakt og þó. Verk-
efnin eru næg og gaman að
glíma við þau, en hvað kemui
út úr þeim athugunum sem hug
minn grípa nú verður framtíðar-
innar. Á þtessu stigi málsins gei
ég ekkert um þetta sagt.“
„Þér þykir gaman að fást við
þessar þrautir, er ekki svo?“
„Hvort það er. Annars væri
maður ekki að þessu. Það el
alltaf gaman að glíma við það
torráðna og maður talar nú ekkl
um ef árangurinn verður manni
til ánægju".
„Já, ég vona að þú eigir eftii
að leysa margar þrautir enn til
gagns fyrir framtíðina. En hef-
irðu nckkuð upp úr þessu?“
„Ánægjuna auðvitað og svo
hefi ég fengið nokkra viðurkenn-
ingu hjá íslenzka ríkinu, sem ég
er þakklátur fyrir.“
„Þú hefir fengizt við margt
annað um dagana?"
„Ég veit ekki hvort nokkurl
vit er að ræða um það. Það ei
svo fátæklegt."
„Hvað hefirðu búið lengi?“
„Ég hefi átt heima á Narfeyrl
síðan 1930. Það er ágæt jörð.“
„Áður en ég hverf frá að ræða
um stærðfræðina vil ég minnast
á eitt. Ég hefi heyrt að stærð-
fræðin hafi stundum tekið svo
upp hug þinn að þú hafir kannska
í miðjum ágætis þurrki farið inn
í bæ til að festa niður á blað
það sem þér þá kom í hug.“
„Nei, þetta er ábyggilega orð-
um aukið, ekki man ég til þess.
En hitt er rétt að hugurinn er
oft bundinn við þetta efni, og
þá verða önnur störf stundum
vélræn og því hefi ég orðið
fyrir."
„En áður en við skiljum og
fyrst þú ert farinn að hripa þetta
upp, langar mig til að taka fram
að ég hefi mörgum að þakka
og get ekki nógsamlega þakkað
öllum þeim mönnum, sem hafa
stutt mig til þessara iðkana, alla
þeirra vinsemd og velvild í einu
og öðru.“
Þar með var þessu samtali
lokið.
Svo er hitt annar þáttur, hvað
Vilhjálmur hefir verið sveit
sinni og væri gaman að rifja upp
örlítið brot af því við tækifærL
Árni Helgason.
Jardboranir í Krísu-
vík og á Reykjanesi
Þingsálykfunartillaga jbess
efnis komin fram
TVEIH Þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins, þeir Matthías Á.
Mathiesen, 3. þm. Reykjaness
og Alfreð Gíslason, bæjar-
fógeti, 8. landskjörinn þing-
maður, hafa lagt fram í Sam-
einuðu þingi tillögu til þings-
ályktunar um jarðboranir í
Krýsuvík og á Reykjanesi.
Er tillagan á þessa leið:
Alþingi áiyktar að fela ríkis-
stjórninni að láta fram fara, svo
fljótt sem auðið er, ýtaríegar
rannsóknir á jarðhitasvæðunum
á Reykjanesi með það fyrir aug-
um m. a., að þær orkulindir verði
hagnýttar til hitavcitu fyrir ná-
lægar byggðir.
Jafnframt ályktar Alþingi að
skora á ríkisstjórnina að lilutast
tii um, að Hafnarfjarðarkaupstað
verði hið bráðasta veitt afnot af
jarðbor ríkisins og Reykjavíkur-
bæjar til framhaldsrannsókna í
Krýsuvík.
I greinargerð segir svo:
Sú reynsla, sem þegar hefur
fengizt af hinum stórvirka jarð-
bor ríkisins og Reykjavíkurbæj-
ar, hefur mjög glætt vonir þess
fólks, sem býr í næsta nágrenni
við jarðhitasvæðin í Krýsuvík og
á Reykjanesi, um virkjun jarð-
hitans til upphitunar híbýla.
í álitsgerðum þeim, sem verk-
fræðingar jarðborunardeildar
ríkisins hafa látið frá sé fara um
nýtingu varmans úr iðrum jarðar,
hafa hitaveitur v'erið taldar mjög
vel fjárhagslega tryggt fyrir-
tæki.
Frá þjóðhagslegu sjónarmiði
þarf ekki að fjölyrða um gildi
hitaveitna, en eins og nú er kom-
ið, munu hitaveitur þær, sem
stofnað hefur verið til, spara
þjóðinni árlega um 28 milljónir
króna í erlendum gjaldejrri, en
innflutt eldsneyti til upphitunar
híbýla mun vera um 85 milljónir
króna.
Af þessu má sjá, að gjaldeyris-
Framh. á bls. 23.