Morgunblaðið - 01.12.1959, Side 20
20
MOnCtlSBLAÐlÐ
Þriðjudagur 1. desember 1959
OfiPEM
Tveir úlanar (léttvopnaðir ridd
arar) að öllum líkindum blind-
íuiiir, höfðu lent í áflogum og
endalyktin hafði orðið sú, að ann
ar þeirra barði hinn í hausinn
með riffilskeptinu. Og nú lá þrjót
urinn meðvitundarlaus í blóði
sínu, með galopinn munninn. —
Ekki var vitað, hvort höfuðkúp-
an á honum var brotin eða ekki.
Herdeildariæknirinn var búinn
að fá leyfi og farinn til Wien.
Ofurstinn var hvergi finnanleg-
ur og aumingja gamli Stein-
húbel hafði í örvæntingu sinni
sent hraðboða til min, til þess að
biðja mig að aðstoða sig við rann
sókn á meiðslum mannsins. Ég
varð því að bóka framburð sjón-
arvotta og senda hraðboða um
borgina þvera og endilanga til
þess að finna einhvern borgara-
legan lækni, í kaffihúsinu eða
annars staðar. Nú átti klukkan
eftir fimmtán mínútur í átta og
ég gekk þess ekki dulinn, að
þetta óhapp myndi óhjákvæmi-
lega tefja mig í aðrar fimmtán
mínútur eða jafnvel hálfa klukku
stund. Þurfti nú þessi skratti
endilega að koma fyrir í dag, ein
mitt þennan dag, þegar ég var
boðinn út til miðdegisverðar? Ég
leit með sívaxandi áhyggjum á
Rambler
er merkið, sem hér og þér hentar bezt.
Gólf, sem eru áberandi hrein,
eru nú gljáfægð með:
ílbl
K —V 1 glishJ
SELF POLISHING
■2-0*
Mjög auðvelt í notkun!
Ekki nudd, — ekki bog-
rast, — endist lengi, —
þolir allt!
Jafn bjartari gljáa er varla
hægt að ímynda sér!
Reynið í dag sjálf-bónandi
Dri-Brite fljótandi Bón.
Fœst allsstaðar
úrið mitt. Vonlaust að ég gæti
komið í tæka tíð, ef ég þyrfti að
hanga hér fimm mínútum leng-
ur. En skylduræknin er okkur í
blóð borin og verður að sitja í
fyrirrúmi fyrir öllum einkamál-
um. Ég gat einfaldlega ekki far-
ið. Þess vegna gerði ég það eina,
sem mér var mögulegt, í þessum
bölvuðu kringumstæðum, þ. e. ég
sendi þjóninn minn í vagni (sem
kostaði mig fjórar krónur) heim
til von Kekesfalva, til þess að
biðjast afsökunar fyrir mína
hönd, ef ég kæmi ekki á tilsett-
um tíma, þar sem ég hefði alveg
óvænt verið kvaddur til skyldu
starfa o. s. frv. Til allrar ham-
ingju varð töf mín styttri en ég
'hafði þorað að vona. Ofurstinn
birtist nefnilega í eigin mynd
ásamt lækni, sem tekizt hafði að
grafa einhvers staðar upp og mér
tókst að laumast í burtu.
En sjaldan er ein báran stök:
í dag stóð enginn vagn á Ráðhúss
torginu og ég varð að bíða, þar
til búið var að síma eftir öku-
tæki. Og svo, þegar ég að lokum
stóð í stóra anddyrinu heima hjá
von Kekesfalva, hékk stóri vísir-
inn á veggklukkunni beint nið-
ur. Klukkan var nákvæmlega
'hálf niu, í staðinn fyrir átta og
ég sá að fatageymslan var þegar
orðin yfirfull af frökkum og káp-
um. Ég gat líka séð það á hin-
um illa dulda undrunarsvip
þjónsins að ég hafði komið helzt
til seint — óþægilegt, mjög óþægi
legt, þegar slíkt kemur fyrir við
fyrstu heimsókn manns.
Þjónninn, sem nú var með
hvíta hanzka, í kjólfötum, með
hart skyrtubrjóst og harðan
svip, hughreysti mig engu að síð
ur með því að segja, að afsök-
unarbeiðni mín hefði verið af-
hent fyrir hálíri klukkustund og
fylgdi mér til veizlusalarins —
sem var með fjórum gluggum,
rauðum silki-veggtjöldum, log-
andi kertum í stórum kristals-
stjökum og meira furðuverk
skrauts og viðhafnar, en ég hafði
áður augum iitið. En, vei mér
aumum. Salurinn reyndist ger-
samlega mannlaus og innan úr
næsta herbergi heyrði ég glað-
legt mannamál og glamur í disk-
um. Þetta var nú verri sagan,
hugsaði ég með mér. — Borð-
haldið er þegar byrjað.
Jæja, ég herti upp hugann og
þegar þjónninn opnaði vængja-
hurðina, steig ég inn á þröskuld
borðstofunnar, sló saman hælum
og hneigði mig virðulega. Allir
viðstaddir litu upp. Tíu, tuttugu
pör af augum, allt saman undar-
leg augu, beindust að hinum síð-
búna gesti, sem stóð í dyrunum,
hikandi á svipinn og vandræða-
legur. Aldraður maður, eflaust
húsbóndinn sjálfur, reis óðar úr
sæti, flýtti sér að leggja þurrk-
una á borðið, kom á móti mér og
rétti mér höndina til kveðju.
Hann var hreint ekki sá, sem ég
hafði ímyndað mér, þessi hr.
von Kekesfalva. Minnti að engu
leyti á þá mynd, sem ég hafði
gert mér af honum, sem sveita-
legum óðalsbónda með snúið
Magyara-efrivararskegg, kringlu
leitum, holdugum og hörunds-
rjóðum af hóglífi. Bak við gull-
spangargleraugun greindi ég tvö
þreytuleg augu. Herðarnar virt-
ust örlítið bognar, röddin bar
vott um mæði, eins og hann væri
þreyttur eftir ákafar. hósta. —
Maður hefði einna helzt getað
tekið hann fyrir menntamann, ef
dærna mátti eftir fíngerða, veiklu
lega svipnum og gisna, hvíta
hökuskegginu. Hin óvenjulega
alúð gamla mannsins var sérlega
sannfærandi. „Nei, nei“, flýtti
hann sér að segja, þegar ég ætl-
aði að fara að afsaka óstundvísi
mína. Það var hans að biðjast af-
sökunar. Honum var það fullkom
lega Ijóst, hversu mörgu var að
sinna í hernum og hvað margt
gat tafið mann þar og það hafði
verið mjög fallegt og hugulsamt
af mér, að senda honum sérstök
skilaboð. Þau höfðu nú sezt að
snæðingi vegna þess eins, að þau
vissu ek-ki alveg nákvæmlega
hvenær mátti búast við mér. En
nú yrði ég tafarlaust að taka mér
sæti við borðið. Hann ætlaði svo
að kynna mig fyrir hverjum ein-
stökum gesti á eftir. En fyrst
yrði ég, sagði hann um leið og
hann leiddi mig að borðinu, að
heilsa upp á dóttur sína. Ung
stúlka á tvítugs aldri, fíngerð,
föl yfirlitum og veikluleg eins og
hann sjálfur, þagnaði í samræð-
unum við borðnaut sinn og tvö,
a
r
L
ú
á
“* LADIES AND GENTLEMEN, í|||p
HERE IN THE RAINBOW ROOM A
RECEPTION IS BEING GIVEN IN HONOR V
OF A PISTINGUISHED GROUP OF OUT- 1
, DOOR WRITERS AND PHOTOGRAPHER5
HOW DO
VOU DO.
A IT’S GREAT TO SEE VOU
AGAIN, SUE...THIS IS CHERRy
. . PAVIS/ ^ ^ .
CHERRY, THIS IS ~
MR. ANP MRS SIPNEY
LOCKETT, WHO ARE GOING
ON THE TRIP WITH US/,
MARK /.
I’M GLAP TO MEET VOU, ,
CHERRV... VOU TWO KNOW
BARRV WALL OF COURSE/
Herrar mínir og frúr. Við
höldum hér í Regnbogasalnum
eamkomu til heiðurs írægum
dýralís-rithöfundum og Ijósmynd I me ðokkur í ferðalagið. Gleður
urum. Sirrí, þetta eru herra og mig að kynnast ykkur — Mark-
frú Sidney Lockett, sem ætla | ús! Það er gaman að sjá þig aft-
ur, Súsanna. Þetta er Sirrí Dav-
i3. Sæö, Súsanna. Það gleður
mig að kynnast þér, Sirrí. Þið
þekkið auðvitað Baldur.
grá augu litu feimnislega til min.
Ég hneigði mig fyrst fyrir henni
og svo til hægri og vinstri fyrir
hinum gestunum, sem bersýni-
lega voru því alls hugar fegnir,
að þurfa ekki að leggja frá sér
hnifa og gaffla, til að fram-
kvæma hin leiðinlegu kurteisis-
atriði formlegrar kynningar.
Fyrstu tvær eða þrjár mínút-
urnar leið mér ekki sem bezt.
Þarna var enginn úr hernum,
ekki einn einasti liðsforingi,
ekki einn einasti kunningi, jafn-
......$pajið yður hlaup
fi milli maj-gra verzlana-
DÓHlAWL
I) ÓIIUM
tfWM!
- Austurstrseti
gUÍItvarpiö
I*riðjudagur 1. desember
(Fullveldisdagur íslands)
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —»
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
11.00 Guðsþjónusta í kapellu Háskól-
- ans (Þórir Kr. Þórðarson prófess
or prédikar; Björn Magnússon,
prófessor þjónar fyrir altari. Org
anleikari: Jón Isleifsson).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 FréttiT
og veðurfregnir).
13.30 Ræða (Jónas Haralz) ráðuneytis
stjóri).
14.15 Miðdegistónleikar: Islenzk kór-
og einsöngslög.
16.00 Veðurfregnir. — Hátíð háskóla-
stúdenta (útvarpað úr hátíðasal
háskólans.
a) Avarp (Arni Grétar Finnsson
form. stúdentaráðs).
b Tvær stuttar ræður (Sverrir
Bergmann, stud. med. og
Bjarni Beinteinsson stud. jur).
c) Einleikur á píanó (Gísli Magn
ússon).
d) Ræða (Dr. Broddi Jóhannes-
son).
e) Svipmyndir úr ævi Jóns Ei-
ríkssonar (Kristinn Krist-
mundsson stud. mag. tók sam
an; Leikfélag stúdenta flytur)
f) Karlakór stúdenta syngur,
Höskuldur Olafsson stj.
18.00 Islenzk þjóðlög. — 1825 Veður-
fregnir.
18.30 Amma segir börnunum sögu.
19.00 Stúdentalög. — 19.30 Tilkynn-
ingar. — 20.00 Fréttir.
20.30 Dagskrá Stúdentafélags Reykja-
víkur:
a) Avarp (Pétur Benediktsson,
bankastjóri, form. fél.)
b) Ræður (Gísli Halldórsson,
verkfræðingur og Jón Pálma-
son bóndi á Akri.)
c) Skemmtiþáttur (Kristinn
Hallsson, Bessi Bjarnason, dr.
Páll Isólfsson o. fl..)
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Utvarpssagan: „Sólarhringur" eft
ir Stefán Júlíusson; V. lestur
(Höfundur les).
22.35 Lög unga fólksins (Kristrún Ey
mundsson og Guðrún Svafars-
dóttir).
23.30 Isl. danshljómsveitir: Tríó Krist
jáns Magnússonar.
24.00 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 2. desember
8.—10.10 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfeimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 veðurfr. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfr.).
Í8.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi" eftir Estrid Ott; X. lest
ur (Pétur Sumarliðason kenn-
ari).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand mag).
20.35 Með ungu fólki (Vilhjálmur Ein
arsson).
21.00 Tvísöngur: Rosanna Carteri og
Giuseppe di Stefano syngja tvo
ástardúetta úr óperunum „Perlu
veiðararnir'* eftir Bizet og Faust
eftir Gounod.
21.29 Framhaldsleikritið: „Umhverfis
jörðina á 80 dögum", gert eftir
samnefndri sögu Jules Verne; V.
kafli. — Leikstjóri: Flosi Olafs-
son. Þýðandi: Þórður Harðarson.
Leikendur: Róbert Arnfinnsson*
Erlingur Gíslason, Brynja Bene-
diktsdóttir, Arni Tryggvason,
Baldvin Halldórsson og Eyjólfur
Eyvindsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
2% 10 Leikhúspistill (Sveinn Einars-
son).
22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs
Reykjavíkur.
23.10 Dagskrárlok.