Morgunblaðið - 03.12.1959, Blaðsíða 1
20 siður
46. árgangui
230. tbL — Fimmtudagur 3. desember 1959
Frentsmiðja MorgunblaSsins
//
Noel-Baker segir Breta beita
Fallbyssubáta-sfjórnvísi
'44
LONDON, 2. des. (Einkaskeyti
til Mbl.) — Noel-Baker, þing-
maður Verkmannafl. hvatti í dag
Formælandi flotamálaráðuneyt; strendur, en bætti við: — Okkur
isins sagði, að hann gæti engu j er þessi deild þyrnir í augum, og
spáð um það, hve lengi herskip því fyrr sem við náum vinsam-
til þess að teknar væru upp aðr- ! brezka fiotans yrðu við íslands- legu samkomulagi, því betra.
ar aðferðir en „fallbyssubáta-
stjórnvísi“ til þess að komast að
samkomiilagi við íslendinga um
fiskveiðitakmörkin. — Hann
sagði, að ástand það, sem nú
ríkti, skaðaði hagsmuni Breta og
væri hættulegt fyrir sambandið
við bandamenn þeirra í Atlants-
hafsbandalaginu.
Þetta eru franskir handa- £<$>-
tilburðir og frönsk svip-
brigði — þetta er sjálfur
de Gaulle, forseti 5. franska
lýðveldisins í ræðustóli,
eins og lesendur eflaust
þekkja. — Hann er að tala
á fjölmennum blaðamanna-
fundi. — Þeir de Gaulle og
Adenauer kanzlari hafa nú
lokið viðræðum sínum —
og voru sammála um öll
meginatriði, sem rædd voru,
segir í frétt annars staðar
í blaðinu.
Rússar taka
sænskan togbát
STOKKHÓLMI, 2. des. (Reuter).
— Sovézkur varðbátur tók í dag
sænskan togbát í Eystrasalti og
færðu hann til rússneskrar hafn-
ar, Pionjersk. Töldu Rússarnir,
að sænski togbáturinn hefði ver-
ið að veiðum innan 12 mílna
fiskveiðitakmarkanna rússnesku.
— Sænska utanríkisráðuneytið
staðfesti þessa frétt.
Fimmtudagur 3. desember
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: íslenzkt frímerki i fána á af-
mælistertu Churchills.
— 6: Nýtt fjármála- og efnahags-
kerfi. Frá umræðum á Alþingi.
— 8: ísland í heimsbókmenntunum.
— 9: Harðar umræður á Alþingi í
gær.
— 10: Ritstjórnargreinin: — Alvöru-
þrungin aðvörunarorð.
— 11: Virkjun Dettifoss. Rætt við
Bjartmar Guðmundsson.
— 18: íþróttir.
Tíu menn fórust í
skriðu í Olpunum
Fárviðri í Suður-Evrópu lœgði nokkuð i gœr
Eisenhower vill i för sinni
upprœta efa
um friðarvilja Bandarikjanna
NEW YORK, 2. des. (NTB/Reut-
er). — Eisenhower forseti ræddi
um för sína til Afríku-, Asíu- og
Evrópulanda á blaðamannafundi
í dag. — Hann sagði m.a., að í
hugum margra — og það jafnvel
vina og bandamanna — ríkti
NICE og TÓRÍNÓ, 2. des. (NTB/
Reuter). — Óveður það, sem
geisað hefir með stórrigningu og
stormi við Miðjarðarhafið um
þriggja daga skeið, tók víða að
lægja í dag. — Það hefir valdið
gífurlegu tjóni á ýmsum mann-
virkjum á Spáni, Frakklandi og
Ítalíu — og margir hafa látið líf-
ið. T.d. grófust tíu manns í skriðu,
sem féll í ítölsku ölpunum norð-
ur af Tórinó sl. nótt.
★
Um 34 manns voru að vinna
þarna við byggingu orkuvers.
Skriðan féll á svefnskála þeirra
Adenauer og
de Gaulle sammála
PARÍS, 2. des. (NTB/Reuter). —
Dr. Konrad Adenauer, forsætis-
ráðherra V.-Þýzkalands, sagði í
dag, að loknum tveggja daga við-
ræðum við de Gaulle Frakklands
forseta, að þeir hefðu náð fullu
samkomulagi um öll mikilvæg
atriði, sem rædd voru.
★
Adenauer hélt blaðamannafund
í París, áður en hann fór flug-
leiðis heim til Bonn í kvöld, og
sagði þar m.a., að þeir de Gaulle
hefðu verið algerlega sammála
um það, að afvopnunarmálin
skyldu vera fyrsta mál á dag-
skrá fundar æðstu manna aust-
urs og vesturs. — Þá sagði dr.
Adenauer, að hann teldi að hent-
ugasti tíminn til þess að halda
þann fund væri seinnihluti apríl
n.k. — Er hann var spurður, hvar
hann teldi að halda bæri fundinn,
svaraði hann: — Hvers vegna
ekki í París?
★
Þá lét Adenauer svo um mælt,
að þeir de Gaulle hefðu verið á
einu máli um það, að ekki bæri
að fjalla um Berlínarvandamálið
eitt sér, heldur skyldi það leys-
ast með heildarsamningum um
framtíð Þýzkalands. — Adenauer
minntist ekki á það beinum orð-
um, en fréttaritarar segja, að de
Gaulle hafi fullvissað hann um,
að Frakkar mimdu ekkert gera,
sem gæti orðið til þess að veikja
Atlantshafsbandalagið á nokkurn
hátt.
— 21 af mönnunum komst út úr
skálanum, án þess að saka, þrem
tókst að ná fljótlega, og voru
þeir meira og minna limlestir —
en tíu létust undir skriðunni. —
Allir vegir eru ófærir á þessum
slóðum, og eina sambandið við
umheiminn var með þyrlum. —
Hið gífurlega vatnsveður hélzt
enn í dag og gerði björgunar-
starfið mjög erfitt.
Á stórum svæðum á Miðjarð-
arhafsströnd Frakklands hefir
stormurinn rifið tré upp með rót-
um, brotið símastaura, eyðilagt
hús og hafnarmannvirki o. s. frv.
Mun tjónið vera feikilegt, þótt
ómögulegt sé enn að gera sér
neina verulega grein fyrir því. —
Víða hefir fólk orðið að flýja
heimili sín, og heil þorp eru ein-
angruð. — Á frönsku Miðjarðar-
hafsströndinni hefir ekki ringt
annað eins í manna minnum. í
Marseilles ringdi 50 mm á ein-
um degi, og loftvogirnar í veður-
athugunarstöðinni þar féllu nið-
ur fyrir neðstu jnerkingar á skíf-
unum.
★
í og umhverfis borgina Nice
urðu hundruð manna að yfirgefa
heimili sín í gær, er sjór gekk á
land og fyllti göturnar. — í
Monte Carlo urðu miklar
skemmdir á bátum og skemmti-
snekkjum — og var t.d. kapp-
siglingabátur Rainiers fursta
meðal þeirra, sem sukku í nótt. —
í Hyeres í grennd við Toulon
myndaðist heilt stöðuvatn við
það, að sjór gekk á land — og
yfir 100 manns var flutt í burtu
með þyrlum. — Þannig er ástand-
ið víða — eyðilögð mannvirki,
ófærir vegir og heimilislaust fólk.
Jónas Haralz
Máifrelsi
á íslandi
Á FUNDI Sameinaðs þings í1
'gær fann Einar Olgeirsson að(
því að Jónas Haralz skylði
'hafa haldið ræðu 1. des., og|
spurði hvort það væri á1
.byrgð ríkisstjórnarinnar.
Bjarni Benediktsson skýrði
|frá því, að Stúdentaráð Há
iskólans hefði samþykkt að^
ibiðja Jónas Haralz að tala um
efnahagsmálin.
Auðvitað hafði ríkisstjórnin
[ekki nein afskipti af ræðu-
flutningi Jónasar Haralz.
Á Islandi rikir málfrelsi.
t^Stúdentar völdu Jónas Haralz
’af því að hann er viðurkennd
'ur einn færasti hagfræðingur,
íslands — ekki síður af komm
únistum en öðrum. Kommún-
istar fengu hann á sínum tíma
ikosinn í bæjarstjórn, v-stjórn-
in kallaði hann lieim frá út-
llöndum á sínum tíma sem
efnahagsráðunaut. Það var
ein af fáum ráðstöfun-
um hennar, sem Sjálfstæðis-
'menn töldu horfa til góðs. —
Umræðurnar e»u raktar á,
bls. 9. —
nokkur efi um einlægni Baniía-
ríkjanna í því að vinna að friði.
Hann kvaðst vona, að hann gæti
á ferð sinni fullvissað sem flesta
um það, að Bandaríkin sæktust
ekki eftir löndum annarra þjóða
eða vildu ganga á rétt þeirra,
heldur vildu þeu vera „góður fé-
lagi í baráttunni fyrir friði og
betra lífi í framtíðinni“.
★
Forsetinn kvaðst mundu ræða
við Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands, um landamæradeiluna við
Kínverja. Hann kvað það Ijóst,
að landamæri ríkjanna væru ekki
greinilega mörkuð — lægju um
fjöll og óbyggðir, og vafi léki á
um ýmis atriði. Hann kvað það
aðalatriðið í þessari deilu, að
freista þess að ná samningum á
friðsamlegan hátt — og mundi
hann glöggva sig á möguleikum
þess með viðræðunum við Nehru.
— Einnig sagðist hann mundu
ræða um deilu Indlands og Paki-
stans um vatnsréttindi í Indus-
fljóti og þverám þess.
Eisenhower vék að fundunum í
Genf um bann við kjarnorku-
vopnatilraunum og sagði, að nú
virtist líta betur út um samkomu
lag en fyrir nokkrum mánuðum.
Kvað hann bandarísku stjórnina
leggja mikla áherzlu á viðræður
þær, sem nú fara fram í Genf
með sérfræðingum um leiðir tál
þess að fylgjast með kjarna-
sprengingum neðanjarðar.
Forsetinn sagðist aðspurður
vera við beztu heilsu, og hefðu
læknar sínir fullyrt, að ekkert
væri því til fyrirstöðu, að hann
tækist á hendur hina löngu ferð.
„Verkalýðs-
hjálp“ Rússa
BÚDAPEST, 2. des.: — Kru-
sjeff, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, sagði m.a. í stuttri
ræðu, sem hann héit í dag í
verksmiðju nokkurri, að verka
mönnum fyrirtækisins við-
stöddum, að miklar umræður
hefðu farið fram í Moskvu
1956 er uppreisnin í Ungverja-
Iandi hafði brotizt út, um það,
hvað Sovétríkin skyldu taka
til bragðs.
Kvað hann menn hafa verið
í nokkrum vafa um. hvort það
kynni „að valda miskilningi‘%
ef sovézkar hersveitir væru
sendar gegn gagnbyltingar-
mönnum, eins og hann komst
að orði. — Hann sagði, að nú
væri Ijóst — og það mundi
koma enn betur í Ijós í fram-
tíðinni — að tekin hefði verið
rétt stefna í þessu efni. —
„Við urðum að hjálpa verka-
Iýðnum“, sagði Krúsjeff.