Morgunblaðið - 03.12.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1959, Blaðsíða 8
8 M ORClliy HJ.AÐIÐ Fimmtudagur 3. des. 1959 Bókmenntasamhengið er þann- ig tálmi, sérstaða Islendingasagna í senn styrkur þeirra og veik- leiki. En vitanlega er það ekk- ert sáluhjálparatriði að fljóta með í heimsbókmenntasögum, og getum við hrósað happi að hafa sögurnar í þeirri mynd, sem þær eru, óháðar lágkúrum erlendra samtímabókmennta. Fyrrgreindar heimsbókmennta- sögur gefa því alls ekki raun- sæja mynd á þann hátt, að blað- síðutalið sé í réttu hlutfalli við listagildið. Þetta blasir oft við lesendum. Ég skal nefna tvö Island í heims- bdkmenntum HVER er staða íslenzkra forn- bókmennta í heimsbókmennta- aögum? Sennilega má fá nokkuð góða hugmynd um þetta atriði með því að athuga meðhöndlun ís- lenzkra fombókmennta í heims- bókmenntasögum þessarar aldar og þá sér í lagi þeim, sem komið hafa út á Norðurlöndum. Má ljóst vera, að hlutur íslendinga ætti síður að vera fyrir borð bor- inn af grannþjóðunum á Norður- löndum — vegna uppruna, skyld- leika og nálægðar — en af fjar- lægari og framandi þjóðum. Þeir J. Bing og F. Bull hafa ritað norskar heimsbókmennta- sögur, N. Möller danska og loks H. Schiick sænska. Allar hafa þær það sameiginlegt, að hlutur íslenzkra fornbókmennta er væg- ast sagt rýr. Bing og Bull minn- ast ekki einu sinni á íslenzka sagnaritun. Við skulum athuga Schiick nánar, því að hann er ágætur fulltrúi þessara fræða og líklega kunnastur þessara vís- indamanna. Hjá Schúck — Nordal Sví- anna að kenniveldi — eru eddu- kvæðin og dróttkvæðin (5 bls.) talin sameign Norðurlanda; þátt- ur íslendinga í eddukvæðunum er talin varðveizlan. Schúck ger- ir þessum kveðskapargreinum fyllri skil í hinni sérstöku sænsku bókmenntasögu sinni, og telur þær sænskar fornbókmenntir Sven B. F. Jansson samkvæmt téðri skoðun. Schúck ritar um 8 bls. um íslenzk sagna- rit, Islendingasögur, konunga- sögur og fornaldarsögur. Þrjár Islendingasögur, Njála, Egla og Gunnlaugssaga eru nefndar og fer mest mál í að endursegja Gunnlaugssögu. Eru skoðanir Schúcks (og Möllers) á uppruna íslendingasagna, ritunartíma o. s. frv. svo úreltar, að það væru ekki miklar ýkjur að segja, að frásögn hans er annaðhvort misskilningur eða hálfsannleikur, ef frá eru skilin mannanöfn, ár- töl og endursagnir. Bók Schúcks hefur til skamms tíma verið lesin við sænska háskóla, og þarf varla að fara í grafgötur um það, að þekkingu stúdenta í íslenzkum fornbókmenntum hafi stundum verið ábótavant. Úr þessum galla hefur þó verið bætt með því að láta nemendur hin síðari ár lesa kafla í bókmenntasögu Jóns Helgasonar og Sigurðar Nordals í Nordisk Kultur. En hún hefur þótt of ítarleg og er nú stuðzt við — a. m. k. í Uppsölum — bók P. Hallbergs: Den islandska sagan. í örstuttu máli má segja, að eddukvæði og dróttkvæði eru ekki talin sérstaklega til ís- lenzkra bókmennta og það litla, sem hermt er frá sagnarituninni, að mestu rangt. Af þessu má sjá, að viður- kenndur hlutur íslenzkra forn- bókmennta í heimsbókmenntun- um hefur verið harla lítilfjör- legur, en er þetta mat sérfræð- inganna réttmætt? Torvelt er, fyrir íslending að svara þessu, en þó fer ekki hjá því, að hér sé um stórfellt vanmat að ræða. En við nánari athugun er þetta eðlilegt og liggja til þess ýmsar orsakir. Þessar virðast helztar: 1) Frændur vorir á Norðurlönd- um og Þjóðverjar, þjakaðir af skorti miðaldabókmennta hafa gengið á íslenzkar fjörur til að hreppa rekann. Þess vegna telj- ast eddukvæðin og jafnvel drótt- kvæðin engu fremur íslenzk en sænsk, eins og fyrr segir. Meðal Svía á þessi skoðun rætur að rekja allar götur fram til stór- veldisdaganna og gauzku stefn- unnar. — 2) íslenzk bókmennta- saga er tiltöjulega ung að árum og nú á þremur eða fjórum síð- ustu áratugum eftir að nefndar bókmenntasögur birtust hefur skilningur manna á íslenzkum bókmenntum tekið miklum stakkaskiptum. Á þetta einkum við Islendingasögurnar, sem eru Antonio da Budrio heldur fyrirlestur við háskólann í Bologna um 1400. (íslenzki skólinn) og má þá gera ráð fyrir, að bókmenntafræðing- ar geri þeim hærra undir höfði. 3) Um margra alda skeið var heimsbókmenntasagan fyrst og fremst saga klassískra fræða; á þessu hafa að sjálfsögðu orðið breytingar, en stofninn er alténd sá sami og bókmenntir annarra þjóða hafa. verið eins konar af- leggjarar. Þetta er eðlilegt. En af þessu hefur leitt, að það er erfitt að ryðja sér til rúms eink- um fyrir fámenna útkjálkaþjóð eins og íslendinga, sem búa á hjara vestrænnar menningar og hafa ekki tök á að halda uppi áróðursherferðum um ágæti og gildi eigin menningar og bók- mennta eins og hinar fjölmennu þjóðir hins vestræna heims: Frakkar, Þjóðverjar, Englend- ingar o. fl. 4) Heimsbókmenntasaga er hleypidómar, því að að baki sög- unum liggur þróunarsaga, sem á öðrum þræði upphaf sitt í latn- eskum samtímabókmenntum. Og fátt er forvitnilegra en einmitt sú þróunarsaga. En þetta hefur leitt til bókmenntasögulegrar ein- angrunar. A hinn bóginn eru tengsl íslenzkra bókmennta og áhrif á seinni tíma bókmenntir miklu Ijósari — eða liggur a.m.k. nær í tíma og rúmi. Forvígis- menn rómantísku stefnunnar á Norðurlöndum Oehlenschláger, Tegnér, Björnsson og Ibsen o. fl. sóttu í þær hugmyndir, yrkis- efni og form, svo að eitthvað sé nefnt. En frændur vorir hafa einnig hlotið útkjálkahlutskiptið í arf litlu síður en við. Hlutur íslenzkra bókmennta mundi auð- vitað vaxa geysilega, ef þær væru skoðaðar einvörðungu frá norrænu sjónarmiði. Hugljúf dstaisaga eftir Ingábjörgu SigurÖardáttur jj^j Hér er íslenzk ástarsaga, sem gerist í í"i" sveit og í sjávarþorpi, eftir hinn vinsæla framhaldssöguhöfund „HEIMA ER BEZT“. Þessi saga er líkleg til að ná miklum vinsældum. Bókin er 137 bls. — Verð kr. 68.00 ■i Systir lœknisins BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR dæmi. I bókmenntasögunum eru taldir upp ýmsir grískir og róm- verskir sagnfræðingar og mælsku menn, þótt lítið eða ekkert sé eftir þá varðveitt — á meðan Snorri Sturluson er ekki nefnd- ur eða aðeins nefndur með nafni. Slíkt er ofurvald klassiskra fræða enn í dag. Þjóðverjar eru máttug þjóð í vestrænni menn- ingu, en bókmenntir þeirra á miðöldum á móðurmálinu rýrar. En allt verður hey í harðindum. Eru þá gjarnan nefndar fornhá- þýzkar þýðingar á latneskum klerkaritum. Gildi slíkra þýð- inga er miklu fremur málsögu- legt og menningarsögulegt en bókmenntalegt, þótt vissulega séu þær vísir bókmennta á móð- urmálinu. En hvar er vinur vor, Ari fróði? Nýlega hafa gerzt þau tíðindi í Svíþjóð, sem er orsök þessara sundurlausu hugleiðinga. Birzt hefur ný heimsbókmenntasaga: Bonniers allmánna litteratur- historia. Hafa komið út tvö bindi af sex; er ætlunin að öll liggi frammi í bókabúðum á næsta ári. Fyrra bindið hermir frá bók- menntastraumum þeim, er renna frá Israel, Hellas og Róm. Ber að hafa í huga, að með heims- bókmenntasögu er átt við bók- menntasögu vestrænna þjóða og sjaldan greint frá indverskum, kínverskum, egypzkum og persn- eskum bókmenntum. Er í raun og veru eðlilegt, að ekki sé seilzt lengra aftur í tímann eða til fjar- lægari menningarsvæða, því að hér ræður uppruni vestrænnar menningar. Síðara bindið er tví- skipt að efni; annars vegar segir frá germönskum og forníslenzk- um (fornnorskum) bókmennt- um, hins vegar frá miðaldabók- menntum á þjóðtungum. Þessi tvískipting vekur strax athygli. Hún er auðsæilega ekki rökrétt, því að forníslenzkar bók- menntir ættu auðvitað að heyra undir miðaldabókmenntir á móð- urmálinu. Það hefur þótt hlíta, að germanskar og forníslenzkar (fornnorskar) bókmenntir yrðu dregnar úr og fjallar um þær sérslaklega; sýnir þetta, að þeim er gert mjög hátt undir höfðL Framh. a bts. 12 fyrst og fremst tilraun til að fá yfirsýn yfir vestræna bókmennta sögu, rekja rótarþræði hennar í allar áttir, fylgja flutningi efnis og forms milli menningarsvæða. Bókmenntasamhengið verður gjarna aðalatriðið, þótt vitaskuld megi rita bókmenntasögu, þar sem lögð er megináherzla á aðra þætti hennar. En íslenzk sagna- ritun verður þá að nokkru utan- gátta, þar sem torvelt hefur reynzt að tengja hana við sam- tíða erlendar miðaldabókmennt- ir. Á þetta einkum við Islend- ingasögur. En þetta eru gamlir merkasta framlag íslenzkra bók- mennta til heimsbókmenntanna. Telja má að um algera byltingu sé að ræða og hlýtur hún að sjálfsögðu að leiða af sér endur- mat. Áður töldu bókmennta- fræðingar Islendingasögurnar að mestu sagnrit og gildi þeirra fremur sagnfræðilegt og menn- ingarsögulegt en bókmen'ntasögu- legt. Nú eru íslendingasögurnar taldar fyrst og fremst skáldrit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.