Morgunblaðið - 03.12.1959, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.12.1959, Qupperneq 19
Fimmtudagur 3. des. 1959 MORGVJUil AÐIÐ 19 -Nýtt fjármálakerfi Framh. af bls. 6. febrúarmánaðar. Það eru því getgátur einar, þegar síðasti ræðumaður vill gefa það í skyn, að fjárlagafrv. verði ekki afgreitt fyrr en einhvern tíma í vor eða jafnvel á miðju ári. Að sjálfsögðu verður að vinna að því að fjárlög séu yfirleitt afgr. fyrir áramót, ef þess er nokkur kostur. Hins vegar hafa stjórn- málin verið með þeim hætti, á þessu ári, tvennar kosningar og stjórnarmyndun ekki fyrr en í næstsíðasta mánuði ársins, að enginn maður getur með eðlileg- um rökum ætlazt til þess að unnt sé að afgreiða fjárlagafrumvarp- ið fyrir 1960 fyrir áramót. Fjárhagsyfirlit gefið í janúar. Varðandi upplýsingar um fjár- hag ríkisins á þessu ári og horf- ur á næsta ári, sem Eysteinn Jónsson lýsir eftir, þá vil ég taka það fram, að yfirlit yfir fjárhags- afkomu ríkisins á þessu ári verð- ur að sjálfsögðu gefið strax þeg- ar þingið kemur saman að nýju. Ég ætla, að það séu heppilegri vinnubröð og réttara og nákvæm ara yfirlit fáist ef það er gef- ið í janúarmánuði, heldur en í byrjun desember. Þetta mál hef ég sérstaklega rætt við ráðuneyt- isstjórann í fjármálaráðuneytinu og veit ég að hann er sammála mér um það. Varðandi yfirlit um framtið- arhorfurnar, þá ætti 1. þingm. Austfirðinga að vera það Ijóst að slíkt yfirlit eða áætlanir er erfitt að gera nú. — Þær tölur, sem hæstv. forsætisráðhera hef- ur nefnt, eru miðaðar við það, að ef haldið væri óbreyttri skipan, þeirri, sem nú gildir um útflutningsuppbætur, mundi þurfa milli tvö- og þrjúhundruð millj. kr. á næsta ári til þess að tryggja útflutningssjóð og ríkis- sjóð. Að fara að leggja fyrir Alþingi nú sundurliðaða áætlun um þetta atriði, tel ég ástæðulaust, þegar af þeirri ástæðu, að það er yfir- lýst stefna ríkisstjórnarinnar að breyta frá þeirri skipan, sem nú gildir, að taka upp nýtt fjármála og efnahagskerfi. Ég sé ekki, að þessar kröfur Eysteins Jónssonar hafi við nein rök að styðjast. — Harðar umræður Framhald af bls. 9. ur gert. Það er sem sagt ekki lífs- lærdómurinn, sem Einar Olgeirs- son í raun og veru metur, þó að hann segi svo. Það er aðeins skóla lærdómurinn, sem hann vill taka mark á, en hann vill ekki gera neitt úr þeirri miklu reynslu. sem þessi maður hefur fengið um fram flesta aðra. Þar fyrir utan vil ég svo taka fram, að ríkisstjórnin sá ekki ástæðu til af sinni hálfu að taka neitt fram um þessa ræðu Jón- asar Haralz, ég tek það bara fram til þess að orð 3. þm. Reykv., þar sem hann vitnaði í mín orð, verði ekki misskilin. Hér hefði engin yfirlýsing um þetta efni verið gefin, ef Einar Olgeirsson hefði ekki borið fram alveg ákveðnar spurningar, sem sjálfságt var að svara satt og rétt eins og málið liggur fyrir. Það mun vera með ríkisstj. eins og með aðra lands- menn, að við munum meta það sem Jónas Haralz hefur haldið fram eftir rökum hans málstað- ar. Gísli Einarsson héraðsdómslögmaður. Málf /u tningsst of a. Laugavegi 20B. — Sími 19631. LÚÐVÍK GIZURARSON héraðsdómslögmaður. Málflutningsskrifstofa. Klapparstíg 29. Sími 17677. Hörður Ólafsson lögfræðiskrifstofa, skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku. Austurstræti 14. Sími 10332, heima 35673. — Afmæli Framh. af bls. 2. um skeið með vini sínum, Sigfúsi heitnum Sigurhjartarsyni, ásamt öðrum störfum, sem til féllu. Og tók þó engu að síður, þegar fram í sótti, nokkurn þátt í félagslífi, reyndist t.d. vel liðtækur leik- ari, svo að athygli vakti í skóla- leikjum, og á söngpallinum naut hann sín ágætlega í Stúdenta- kórnum. Að loknu háskólanámi dvald- ist Árni árlangt í Danmörku, og var þá m.a hjá frænda sínum, Valdemar Erlendssyni frá Ási í Kelduhverfi, hinum góðkunna lækni í Friðrikshöfn. Og eftir þetta allt hófust loks veruleg kynni okkar Áma. En þá lágu leiðir saman hér fyrir norð- an. Það var sumarið 1933. Og þá var mikið um sólskin og sunnan- vind í Eyjafirði, eins og margir muna. En það sumar er mér og okkur hjónum samt minnisstæð- ast einmtit vegna komu Árna læknis til Akureyrar, og íininar imgu og glæsilegu konu hans, Ingibjargar Guðmundsdóttur. Og spillti það ekki, að hún var Sunn lendingur. Varð brátt mikil vin- átta okkar fjögurra og milli heimilanna tíð samganga og greiður vegur. Þurftum við þó jafnan meira og fleira að sækja til þeirra læknishjónanna en þau til okkar, áttum t.d. hjá þeim öruggt athvarf í öllum okkar kaupstaðarferðum, og m.a.s. fast heimili einn dapran hausttíma, eftir húsbrúna hér á staðnum. Væri því sú skuld nú orðin nokk- uð stór, sem við ættum þeim hjón um að gjalda, ef eftir væri geng- ið. Árni var um rúmlega tuttugu ára skeið starfandi læknir á Ak- ureyri. Hann var þar í rauninni gamall heimamaður, umkringd- ur traustum frændgarði og vina, og vann þar fljótt allra hylli vegna lipurðar sinnar og ljúf- mennsku, glaðlegra og skemmti- legra umgengnishátta, og ham- ingju í öllum störfum. Hann var læknir við sjúkrahús bæjarins frá upphafi, fyrst í tíð Steingríms heit. Matthíassonar, sem hafði mikið dálæti á þessum unga kol- lega sínum og fól honum oft þungan vanda. Þá var Árni yfir- læknir gamla spítalans um skeið og settur héraðslæknir í Akur- eyrarhéraði. En eftir að Fjórð- ungssjúkrahúsið komst upp, varð hann yfirlæknir á röntgendeild þess um árabiL Annars læt ég það öðrum eftir að dæma læknislist Árna, en far- sæl hafa þau störf hans reynzt, og hlýjar munu þær kveðjur, sem honum berast nú, á þessum tíma- mótum, frá öllum þeim fjöd- mörgu, sem fyrr og síðar hafa notið ljúfmennsku hans og líkn- arhanda. Og óhætt er mér að segja, að fleiri en einkavinir hörmuðu sárt brotthvarf þeirra læknishjón- anna héðan að norðan, er þau fluttust til Reykjavíkur haustið 1954. En þar hefur Árni starfað síðan, á Röngendeild Landsspít- alans og við almennar lækningar. Er því ekki að leyna, að sum- um þótti þá nokkuð djarft teflt, þegar læknishjónin brugðu á það ráð að flytja suður, eins og öll aðstaða þeirra hér sýndist góð og hagkvæm. En miklir mann- kostir þeirra beggja hafa ekki síður dugað þar, og á skjótum tíma vann Árni læknir á nýjum vettvangi það traust og álit, sem allir hér vissu fyrir löngu, að hann átti skilið, flestum framar. Þau hjónin, Árni og Ingibjörg hafa eignazt fjögur böm, tvo syni og tvær dætur. Eldri sonurinn, Guðmundur Örn, er skógfræðing- ur og nýkominn heim frá námi í Noregi. Hinn drengjanna er Haukur Kristinn, vel á vegi stadd ur með að ljúka læknisnámi, og dæturnar, Þórunn og Svava, í foreldrahúsum. Berast nú þeim hjónum og börnum þeirra, hvaðanæva, hlýj ar kveðjur og heillaóskir. Og ófáir munu nú eiga leið í Barðavog af þessu tilefni. En þar stendur heimili þeirra lækn- RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 Lögfræðistörf og eignaumsýsla. Sigurgeir Sigurjónsson hæstarcttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræt: 8. — Sími 11043. QRN CLAUSEN . hér aðsdómslögm að ur Málflutningsskrifstofa. Bankastræti 12. — Sími 18499. ishjóna með engu minni reisn og prýði en forðum á Bjarmastig. Og mætti nú þangað aðeins gjarna vera skemmri leið héðan. „En til góðs vinar liggja gagn- vegir, þótt hann sé firr farinn“. Stígurinn milli okkar Áma og heimila okkar vex varla háu grasi, þó að fundir verði ekki í þetta sinn. Og, þegar við hittumst næst, verðum við þá ekki sömu unglingarnir eins og svo oft áð- ur? Sú er ósk mín og von og — afmæliskveðja. Heill og hamingja fylgi ykkur, góðu vinir, nú og æviniega! Möðruvöllum, Hörgárdal, Sigurður Stefansson. Líftrygginga- deild SJóvá ÞEGAR skýrt var frá 25 ára af- mæli Líftryggingadeildar Sjóvá í blaðinu í gær var meinleg prent villa. Þar stóð, að frá félaginu til líftryggingadeildarinnar hefðu runnið 18 millj. króna á þessum 25 árum, en átti að vera 1,8 millj. — Og þar sem rætt var um starfs- menn deildarinnar féllu niður tvö nöfn, þeirra Egils Daníelssonar, forstöðumanns deildarinnar og Matthíasar Matthíasarsonar, að- alumboðsmanns, en þeir hafa báðir starfað við deildina frá stofnun hennár. Auglýsing um umferð í Reykjavík Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur hafa verið sett upp stöðvunarmerki samkvæmt 5. gr. B 13 í reglugerð um umferðarmerki o. fl. á eftirtöld- um gatnamótum: Miklubraut við Suðurl andsbraut. Grensásvegi við Miklubraut Háaleitisvegi við Miklubraut. Seljalandsvegi við Miklubraut. Njarðargötu við Hringbraut. Hofsvallagötu við Hringbraut. Bræðraborgarstíg við Holtsgötu. Bræðraborgarstíg við Vesturgötu. Ægisgötu við Vesturgötu, norðanmegin Frakkastíg við Hverfisgötu, sunnanmcgin Laugarnesvegi við Borgartún og Sundlaugav. Laugalæk við Sundlaugaveg. Njarðargötu við Laufásveg, norðanmegin. Njarðargötu við Sóleyjargötu, norðanmegin Vonarstræti við Suðurgötu. Þar sem sett hefur verið stöðvunarmerki, ber öku- manni skilyrðislaust að nema staðar. Þegar ekið er af stað aftur, er skylt að sýna ýtrustu varúð og víkja fyrir umferð frá báðum hliðum, hvort sem um aðalbraut er að ræða eða ekki. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. nóvember 1959. SIGUKJÓN SIGUKÐSSON Hjartanlega þakka ég öllum vinum og vandamönnum sem heimsóttu mig með gjöfum og skeytum á fimmtugs. afmæli mínu 31. október og gjörðu mér daginn ógleyman- legan. Guð blessi ykkur öll. Svava Sölvadóttir. Innilegustu þakkir færi ég öllum ættingjum og vin- um fyrir gjafir, heillaskeyti, heimsóknir og þann hlýhug, sem ég var umvafin á 80 ára afmæli mínu 29. nóv. — og gerði mér daginn ógleymanlegan. Guð launi ykkur öllum og blessi. Þorbjörg Bjarnadóttir, Litla-Hvammi Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 1—4. Verzlunin DAGNÝ Skólavörðustíg 13. Móðir okkar JÓNlNA JÓNSDÓTTIK frá Skúmsstöðum, Eyrarbakka, andaðist þriðjudaginn 1. desember í hjúkrunardeild Hrafnistu. Fyrir mína hönd og systkina minna. Sveinn Pálsson. Maðurinn minn og fósturfaðir GlSLI SÆMU NDSSON lézt af slysförum 1. desember. Ragnheiður Ólafsdóttir, Nína Björk Fósturmóðir mín FR(j INGIBJÖRG ÓFEIGSDÓTTIR Landagerði 2 lézt að heimili sínu miðvikudaginn 2. desember. Áslaug Ásgeirsdóttir Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓSEP HtÍNFJÖRÐ verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju ,föstudag. 4. þ.m. kl. 1,30 eJi. Eiginkona og ættingjar Elsku sonur okkar tLFAR sem lézt að slysföram 26. nóv. s.l, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 3. des. kl. 2 e.h. Elísabet Berndsen, Jón Þórarinsson Útför systur okkar INGIBJARGAR GRlMSDÓTTUR frá Syðri-Reykjum fer fram frá Dómkirkjunni, föstud. 4. des. kl. 1,30. Athöfninni verður útvarpað. Eyrún Grímsdóttir, Ágústína Grimsdóttir, Herdís Grímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.