Morgunblaðið - 12.12.1959, Qupperneq 3
Laugardaeur 12 des. 1959
IfflPfnvDi inif)
3
„Guö, mér brá svo!“
Þegar brunabjöllurnar hljómuSu um skólann, þustu börnin út með miklu írafári — og húsið tæmd
ist á tæpum þrem mínútum.
— Guð, mér bró svo! sögðu
þrjár litlar telpur í kór í Mið-
bæjarskóla-portinu í gær. Og
vafalaust hefir mörgum skóla-
systkinum þeirra orðið hverft
við af sömu sökum. En hvað
var þá þarna á seyði
★
Klukkan fimmtán mínútur
gengin í þrjú ók einn af bíl-
um slökkviliðsins inn í skóla-
portið, og slökkviliðsmenn
tóku þegar að reisa brunastiga
sögðu
telpurnar
að glugga á suðurálmu húss-
ins. í sama mund heyrðust
hringingar innan úr skólanum
— og allur barnaskarinn þusti
út með miklu írafári. — Hóp-
urinn safnaðist kringum
slökkviliðsbílinn — frökkustu
strákarnir ruddust fram fyrir
og skáblíndu ýmist upp í glugg
ann, sem brunastiginn reis við,
eða á slökkviliðsmennina með
spurn í augum. En þegar
strákar sáu ekki, að neitt væri
þarna um að vera, spurðu þeir
dálítið hissa: „Hvað er þetta
— er þetta bara æfing?“ — Og
slökkviliðsmennirnir svöruðu
játandi — það var bara æfing.
Glaðnaði þá yfir andlitum
barnanna — en þó var ekki
örgrannt um, að ofurlítilla von
brigða gætti í svip sumra
strákanna, sem áhugasamast-
ir höfðu verið. Þeim hefði
sennilega þótt meira „spenn-
andi“, að þarna hefði verið a.
m. k. pínulítill „alvöru-eldur“
— þótt þeir hafi auðvitað ekki
viljað láta skólann sinn
brenna. — Er upplýst var, að
\
engin hætta væri á ferðum,
þótti krökkunum þetta sýni-
lega góð tilbreyting — en
brátt kallaði skólabjallann
þau í tíma á ný.
★
Samkvæmt upplýsingum
slökkviliðsins og skólastjóra
Miðbæjarskólans, var ætlun-
in með æfingu þessari fyrst og
fremst að reyna, hve fljótt
væri unnt að tæma skólann,
en kennt var í öllum stofum
á umræddum tíma. Skólahúsið
var að þessu sinni tæmt á
tæpum þrem mínútum, en lít-
ils háttar töf varð af því, að
brunabjöllukerfið reyndist
ekki í fullkomu lagi í tveim
tæma skólann á tveim mínút-
um.
Ætlunin er að hafa slíkar
brunaæfingar í fleiri skólum
áður en langt líður, en áður
en það geti orðið, þarf víða
að gera endurþætur og lag-
eða þrem stofum. Þegar það
hefir verið lagað mun mega
færingar á brunaboðakerfinu
innanhúss. — Til að byrja með
verður farið „hægt“ í slíkar
æfingar — til þess að venja
börnin við brunakallið, svo að
þau verði síður gripin hræðslu,
ef raunverulegan eldsvoða
bæri að höndum. — Síðar
verða æfingarnar svo væntan-
lega gerðar „alvarlegri“ —
börnum ,,bjargað“ út um
glugga o. s. frv.
Stefnt oð þjdðnýtingu sem fyrr
— segir Gaitskell, foringi Verkamanna-
— er „kviknaði" í Miðbæjarskólanum
Kona Quasimodo
sækir um skilnað
Hún grét og sagðist ekki hafa verið
boðin til Stokkhólms
MILANO, 11. des.: — Frú Maria
Quasimodo, eiginkona ítalska rit-
höfundarins Salvatore Quasi-
modo, sem hlaut bókmennta-
verðlaun Nobels í ár, ætlar að
reyna að fá skilnað frá manni
sínum. Quasimodo tók við bók-
menntaverðlaununum í Stokk-
hólmi í gær við mikinn hátíðleik.
Maria kona hans skýrði frétta-
mönnum svo frá í dag, að hún
hefði nú fengið sér lögfræðing
til aðstoðar. Fyrst sagðist hún
ætla að komast að samkomulagi
við mann sinn, en ef ekki tækist,
ætlaði hún að reyna að fá skiln-
að. Sagði Maria, að ágreihingur
þeirra hjóna væri einkum út af
fjárhagsmálum.
k
En Maria fór að gráta, þegar
hún sagði frá því, að henni hefði
ekki borizt boð um að fylgja
manni sínum til Stpkkhólms þar
sem hann tók á móti verðlaun-
unum úr hendi Svíakonungs. En
í fylgd með skáldinu voru tveir
einkaritarar.
'k ' ’ •
Maria sagði jafnframt, að hún
hefði gert tilraunir til þess að
ræða fjárhagsmálin við Quasi-
modo, en hann hefði látið allt
sem vind um eyru þjóta, hann
væri yfirleitt þögull sem gröfin
og létist vera heyrnarlaus, þegar
hún yrti á hann.
k
Litlu munaði að upp úr slitn-
aði fyrir tveimur árum, hélt frú-
in áfram. Það var er Quasimodo
fór í heimsókn til Rússlands. Hún
sagðist þó hafa horfið frá að
reyna að fá skilnað þá fyrir for-
tölur vina sinna, en skilnaður
er ólöglegur í Ítalíu.
■— En ég ætlaði að halda þessu
leyndu. Við vorum ekki skilin.
Ég hélt að enginn vissi hvernig
allt var þá í pottinn búið. — Ég
hélt að ég fengi síðasta tækifærið
til að varðveita tign mína frammi
fyrir heiminum, þegar Stokk-
hólmsferðin var fyrir höndum.
En nú er öllu lokið, sagði Maria
Quasimodo. Henni var ekki boðið
til Stokkhólms.
k
Maria stendur á fimmtugu. Áð-
ur en hún giftist Quasimodo var
hún balletdansari og rekur nú
balletskóla, en segist ætla að
leggja skólann niður. bví hann sé
rekinn með tapi.
flokksins brezka
BLACKPOOL, 28. nóv. Reuter.
Hugh Gaitskell, foringi Verka-
mannaflokksins brezka, sagði í
ræðu, sem hann hélt í dag á þingi
flokksins í Blackpool, að ósigur
flokksins í nýafstöðnum kosning.
um væri „alvarlegur atburður"
— þetta væri þriðji ósigurinn í
röð og fjórðu kosningarnar sem
flokkurinn tapaði þingsætum.
— ★ —
Gaitshell sagði að flokkurinn
yrði að gera það lýðum ljóst, að
hann væri ekki horfinn frá þjóð-
nýtingarstefnunni þó að það væri
ekki takmark hans, að ríkið ætti
öll atvinnu- og framleiðslufyrir-
tæki. Við munum vissulega vinna
að því að koma á þjóðnýtingu á
fleiri sviðum en nú er, eftir því
sem aðstæður leyfa. — Takmark
vort er þjóðfélag, þar sem sósíal-
ískar hugsjónir verða að veru-
leika, sagði Gaitshell.
— ★ —
Hann tók það fram, að hann
teldi að kosningastefnuskrá
Inn um gluggann
LONDON, 11. des.: — Belgískur
verkfræðingur hefir verið dæmd
ur í 18 mánaða fangelsi fyrir að
setja rafmagn í skráargat að
herbergi sínu, en það gerði hann
til þess að kona hans kæmist
ekki inn í herbergið. Frúin sá þó
við þessu, því að húnn stakk
sér inn um gluggann og inn í
herbergið.
Kom fram í réttarhöldunum, að
ef konan hefði reynt að opna
hurðina mtð lykli, þá hefði það
jafnvel orðið hennar bani.
flokksins hefði verið ágæt — og
hann væri á móti því að breyta
henni. Hins vegar þyrfti að skýra
stefnu flokksins á einfaldari hátt
en gert hefði verið og á breiðari
grundvelli til þess að ná til sem
flestra. — Gaitshell tók þvert fyr-
ir það, að Verkamannaflokkurinn
mundi ganga í bandalag við
Frjálslynda flokkinn, eins og
raddir hafa heyrzt um.
Þingið, sem er hið fyrsta, er
flokurinn heldur eftir kosning-
ar, heldur áfram um helgina.
í 27 þús. feta liæðj
árefnis
an sui
SYDNEY, 11. des. s
SIR Edmund Hillary, sá sem •
fyrstur kleif Mount Everest, s
sagði hér í dag, að hann von |
aðist til að fara í vísindaleið (
angur til Himalajafjalla i
seint á næsta ári, en að sjálf \
sögðu færi það nokkuð eftir s
því hvernig ástandið á ind- ^
versku landamærunum yrði \
þá. — \
Hillary skýrði frá því, að s
hann ráðgerði 10 daga heim |
sókn til Nepal til viðræðna i,
við stjórnarvöld þar varð- j
andi leiðangur þennan. — J
Mun leiðangurinn gera ýms- S
ar vísindarannsóknir, til ■
dæmis rannsaka hvaða S
áhrif það hefur að vera í 27 j
feta hæð án súrefnis. ■
j
STAKSTtlWAR
Andúð á b'ökku-
mönnum?!
Margt ber á góma á þessum
síðustu og erfiðustu tímum. Nú
eru orðræður um það í amerísk-
um blöðum, að andúð ríki á
blökkumönnium á Islandi og hafi
íslenzk yfirvöld óskað þess, að
þeldökkir séu ekki í varnarliðinu
hér á landi. Hefur frétt þessi nú
verið borin til baka af talsmanni
íslenzka sendiráðsins í Washing-
ton.
Alþýðublaðið ræðir þessar
fréttir að vestan í fyrstugrein
sinni í gær undir fyrirsögninni,
„fslenzkt kynþáttahatur“. Kemst
blaðið þar m.a. að orði á þessa
leið:
„Það voru óvænt og óvelkom-
in tíðindi að heyra þá frétt, að op-
inber talsmaður varnarmálaráðu-
neytis Bandaríkjanna í Washing-
ton hafi lýst yfir, að blökkumenn
séu ekki í varnarliðinu á íslandi
vegna óska íslenzkra stjórnvalda.
Sem beiur fer hefur fulltrúi í ís-
Ienzka sendiráðinu í Washington
lýst yfir, að honum sé ekki kunn-
ugt um neitt íslenzkt bann við
dvöl blökkumanna hér á landi.
Hér hlýtur að vera um mis-
skilning að ræða, enda hefur ekk-
ert verið birt íslenzkum almenn-
ingi, er gefur ástæðu til að ætla,
að nokkur íslenzk yfirvöld hafi
tekið svo furðulega ákvörðun“.
Róðrar hefjast
um áramótin
f umræðum, sem urðu um
rekstrargrundvöll útvegsins á
komandi ári á aðalfundi Lands-
sambands íslenzkra útvegsmanna,
Iagði afurðasölunefnd fundarins
fram bréf frá sjávarútvegsmála-
ráðherra. Var þar m.a. komizt að
orði á þessa leið:
„Með skírskotun til viðræðna
við fiulltrúa L.f.Ú. vildi ríkis-
stjórnin taka fram, að uppbætur
á útflutningsvörur sjávarútvegs-
ins og aðrar fyrirgreiðslur útflutn
ingssjóðs, munu þar til hinar nýju
efnahagsráðstafanir taka gildi,
verða hinar sömu og með sama
hætti og verið hefur á þessu árt,
enda gengið út frá því, að verð á
beitusíld verði ekki hærra en á
þessu ári og þá er gert ráð fyrir,
að útvegsmenn hefji roðra með
eðlilegum hætti n. k. áramót“.
Aðalfundur Landssambandsins
samþykkti að mæla með því við
útvegsmenn, að þeir hæfu róðra
eftir n.k. áramót á þeim for-
sendum, sem fram koma í bréfi
sjávarútvegsmálaráðherra. Má
því gera ráð fyrir, að róðrar á
vetrarvertíð hefjist almennt upp
úr áramótum, eins og tíðkazt hef-
ur undanfarin ár.
Fráleitur málflutningur
Framsóknarmenn og kommún-
istar reyna nú að koma því inn
hjá almenningi, að allir þeir erf-
iðleikar, sem steðja að íslenzku
efnahagslifi nú, hafi skapazt á
því eina ári, sem liðið er, síðan
vinstri stjórnin hrökklaðist frá
völdum. Þetta er vitanlega hin
mesta fjarstæða. Vinstri stjórn-
in gafst upp einmitt vegna þess,
út í hvílíka ófæru hún hafði stýrt
atvinnu- og efnahagsmálum lands
manna. Síðan hefur ekkert gerzt
annað en það, að með bráðabirgða
ráðstöfunum heflur verið komið í
veg fyrir það hrun, sem við blasti,
þegar vinstri stjórnin hrökklaðist
frá völdum. Nú er hins vegar að
því komið, að ekki er lengur
hægt að afstýra voðanum með
bráðabirgðaaðgerðum einum sam
an. Gera verður víðtækar ráð-
stafanir til þess að koma atvinnu-
og efnahagsmálum þjóðarinnar á
heilbrigðan grundvöll.