Morgunblaðið - 12.12.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1959, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. des. 1959 Baðmull Dömubindi Heildsölubi r gðir: Kemikalia hf. Dyngjuvogi 21 — Sími 36230. Göð bújörð Jörðin Otradalut v/ Bíldudal til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum, góðar byggingar, rafmagn, súgþurrkun, mjólkursala. Uppl. gefa Gísli Jónsson alþingismaður, Ægisgötu 10, Rvk, sími 24040 og 11740 og Pétur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri, Bíldudal. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 67., og 71. tbl. Lögbirtingablaðsins 1959 á húseigninni nr. 6 við Básenda hér í bænum, þingl. eign Guðmundar Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Ásmundssonar hrl., á eigninni sjálfri mánudaginn 14. desember 1959, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Keykjavík. Iltgerðarmenn Skipstjörar höfum fyrirliggjandi flugelda fyrir skip og báta sam- þykkta af skipaskoðun ríkisins. Gerið pantanir sem fyrst. Takmarkaðar birgðir Sendum í póstkröfu. Hamarsbúð hf. Hamarshúsi — Sími 22130. „Heimshöfin sjöy/ Peter Freuchen: HEIMS- HÖFIN SJÖ. — Hersteinn Pálsson sneri á íslenzku. — Ísafoldarprentsmiðja gaf út. ÞETTA er mikil bók, 520 bls. í áttablaðabroti með hvorki meira né minna en 120 myndum. Hún er í senn fræðibók og skemmti- bók, læsileg jafnt ungum sem gömlum, landkröbbum sem sæ- farendum, í stuttu máli góð bók. Bók þessi er síðasta ritverk Peters Freuchens, formálinn dags. 30. ág. 1957. Efninu hafði hann safnað í mörg ár, og í niðurlagi formálans kemst hann svo að orði: „Sögurnar, sem sæfarendur segja, eru í ætt við drauma ann- arra manna.-------— Við erum allir miklar hetjur í draumum okkar. Okkur rekur í óratíma í svækju og logni, og allir á skips- fjöl eru viti sinu fjær af kvíða — nema við. Við sigrumst á ofsa- legustu stormum, leggjum hraust- ustu bardagamenn að velli, ger- um fyrirætlanir blóðþyrstra sjó- ræningja að engu, færum heim dýrindis varning úr furðulegum ferðum,, glímum við skrímsli, köfum eftir sokknu gulli, sjáum undursamlega hluti. En svo taka vísindin við af hugarfluginu, — og sjá: Til eru enn meiri undur en þaú, sem okkur dreymdi um. Þessi bók er ávöxturinn af hugmyndaflugi mínu og forvitni. eftir Peter Freuchen I henni hef ég leitazt við að festa á pappírinn dálitið af vísindun- um og draumuríum — staðreynd- irnar og hugarburðinn, sem gera Framkvæmdastjöri Staða framkvæmdastjóra umferðarnefndar Reykja- víkur er laus til umsóknar. Launakjör samkv. VI. flokki launasamþykktar Reyk j avíkurbæjar. Umsóknarfrestur er til 30. des. 1959. Umferðanefnd Reykjavíkur 5 herb. íbúð helzt í nágrenni við Laufásborg óskast til leigu nú þegar. Uppl. í síma 12897. HETJUR HAFRÓTI EFTIR JAN de HARTOG er bókin sem góðar sjómannakonur velja handa eiginmönnum sínum. Það verður enginn fyrir vonbrigðum sem fær þessa sjóferðasögu í jóla- gjöf. Þessi bók segir á hispurlausan og oft bráð- fyndinn hátt frá lífi sjómannsins á höfum úti í blíðu og stríðu. Hún segir frá æðrulausum mönnum sem gegna skyldustörfum sínum hvað sem á gengur, sigrum þeirra og ósigrum við óblíð náttúruöfl úthafanna. Það verður rætt um þessa bók til sjós og lands á ókomnum dögum. HETJUR í HAFRÓTI hefur komið út í fjölda útgáfum á flestum tungumálum. HETJUR í HAFRÓTI er bók, sem allir sjó- menn og aðrir þeir, sem sjóferðasögum unna, mundu kjósa sér. HETJUR í HAFRÓTI er 328 blaðsíður í stóru broti í góðu bandi og prencuð á úrvals pappír. öll heimsins nöf svo dæmalaust hrífandi." Peter Freuchen var ævintýra- maður og skáíd. Hann hvarf frá námi í læknisfræði rúmlega tví- tugur að aldri til þess að leita ævintýra á íshafinu og Græn- landi. Þar ól hann síðan aldur sinn fram á elliár, en nam þá staðar í Bandaríkjunum og bar þar beinin. Hann elskaði svaðilfarir, frelsi og olnbogarými hinna fá- byggðu norðurslóða. Á honum sannaðist staðhæfing H. Haf- steins: Ef kaldur stormur um karlmann fer svo kinnar bítur og reynir fót, þá finnur hann hitann í sjálfum sér og sjálfs síns afl til að standa I mót. Peter ferðaðist löngum og starfaði með vísindamönnum af ýmsum þjóðum og aflaði sér víð- tækrar þekkingar og fjölþættrar lífsreynslu. Skörp eftirtekt, gáf- ur og skáldleg innsýn gerði hann smám saman að óvenjulega sterkri og einstæðri persónu, skáldi og fræðimanni í senn. Hann sagði vitanlega ferðasög- ur sínar á annan hátt en félagar hans, sem söfnuðu grjóti og skoð- uðu smæstu sjávardýr í smásjá. Sögur hans voru fullar af ævin- týrum, sem frómri alþýðu manna þótti lygileg og fræðimönnum óvísindaleg. Heima fyrir lagðist því það orð á, að hann væri ferðaslarkari og skrattanum skrökvísari. Þar við bættist, að hann sagði löndum sínum stund- um óvægilega til syndanna. Sak- aði þá um smásálarskap og sér- gæðislegan þursahátt. — Á efri árum naut hann þó vaxandi vin- sælda, ekki sízt utan heimalands- ins, fyrir frásagnargáfu sína og frásagnargleði. Bækur, hans hafa nú verið þýddar á margar tung- ur. Hér á landi virðist hann eiga stóran hóp lesenda og jafnvel að- dáenda. Þessi síðasta bók mun varla valda þeim vonbrigðum. Þótt Peter Freuchen léti oft vaða á súðum, eins og bækur hans bera með sér, er rétt að minnast þess, að hann var hinn prúðasti maður í framgöngu, mikill á velli og höfðinglegur í sjón og raun. — Frágangur bókarinnar er út- gefanda til sóma, einkum er bandið smekklegt. Þó ber að finna að því að setja skýringar- mynd með litt læsilegum enskum texta á bls. 103. Það hefði kogtað sáralítið að láta gera þessa mynd upp með íslenzkum texta, og heyrir þetta undir vandvirkni og virðingu útgefanda fyrir verki sínu. Mér er mikil ánægja að geta lokið fullu lofsorði á þessa þýð- ingu Hersteins Pálssonar. Hann er mikill afkastamaður um þýð- ingar, og ber því að gera til hans strangar kröfur. Fæ ég ekki betur séð en hann standist þær með sóma. En fáir munu þýða 30 arka bók án þess að gera ein- hver pennaglöp. Ég hef rekizt á tvær blaðamanna- og útvarps- ambögur í þessu verki hans: „að gefa lýsingu" á atburði í stað þess að lýsa honum blátt áfram (t. d. bls. 498 og 503); og „reglur varðandi björgunarlaun“ (bls. 483) hefði ég kosið einfaldlega „reglur um björgunarlaun“. J. Eyþórsson. Fiskurinn íluttur til sölu á bílum í GÆRDAG bárust fréttir um að Stapafell frá Ólafsvík, sem hélt sjó dögum saman út af Aberdeen vegna óveðursins, hefði selt í smáhafnarbæ, Blacie, rétt hjá Aberdeen í gær og fengið 3122 sterlingspund fyrir aflann, 50 tonn. Er þetta ágætlega hagstætt verð. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að Stapafell myndi selja á mánudaginn var, en þá var óveðrið skollið á. Fiskurinn af Stapafelli hafði verið fluttur með bílum frá Blacie til Aberdeen, þar sem salan fór fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.