Morgunblaðið - 12.12.1959, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.12.1959, Qupperneq 17
Laugardagur 12. des. 1959 MORGin\fíLAÐIÐ 17 er skepnur veiktust eða slösuðust, og gafst það vel. Hann hafði yndi af góðhestum, og átti jafnan úr- vals reiðhesta. Hinn 14. október 1908 kvæntist Baidvin festarmey sinni, Guð- rúnu Vigfúsdóttur, hreppstjóra í Dalsmynni í Norðurárdal, Bjarna sonar, Einarssonar, Þórðarsonar í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Mýrasýslu, en kona Vigfúsar og móðir Guðrúnar var Þorbjörg Jónsdóttir, Skeggjasonar á Erps- stöðum í Miðdölum. Var sambúð þeirra Baldvins og Guðrúnar hin farsælasta. Gagnkvæmt traust, virðing og samvinna skapaði hjónabandshamingju, sem grund- vallaðist á æskuást, sem aldrei kulnaði á rúmlega fimmtíu og eins árs samleið. Þau eignuðust einn son barna, Vigfús bifreiðarstjóra, sem kvæntur er Katrínu, dóttur Karls Jónssonar, bónda á Breiða- bólsstað í Sökkólfsdal, og konu hans, Guðrúnar Níelsdóttur. Eiga þau tvær efnilegar dætur, sem voru mjög elskar að afa sínum, enda var hann barngóður og hafði gott lag á því að hæna börn að sér. Fóstursonur þeirra hjóna, Bald vins og Guðrúnar, er Sumarliði, starfsmaður hjá Vegagerð ríkis- ins, sonur Knstjáns Nikulás- sonar sútara og konu hans, Ágúst- ínu Ögmundsdóttur frá Breiða- bólsstað, uppeldissystui Baldvins. Kona Sumarliða er Þorbjörg, dóttir Einars Vigfússonar frá Dalsmynni og konu hans, Ragn- hildar Jóhannesdóttur, Jónssonar frá Geirmundarstöðum á Skarðs- strönd. Þau eiga þrjú mannvæn- leg börn. Þau Baldvin og Guðrún hófu þegar eftir giftinguna sjálfstæð- an búskap í Fremri-Hundadal, sem byggðist á landnámstíð eins og Breiðabólsstaður, byggðu þar íbúðarhús úr timbri, lagfærðu útihús og byggðu ný, og bættu jörðina á margan hátt þau fjöru- tíu ár, sem þau bjuggu þar. Árið 1948 seldu þau jörðina. Nokkru Framh. á bls. 22. ciijonciFct Marloi’ Brnrx-le og Miko Xaka Bókin er prýdd nokkrum fallcgum myndum úr kvikmyndinn. hin heimsfræga ástarsaga er lýsing á ástum bandarísks hermanns og japanskrar stúlku. Sögu- sviðið er vafið austurlenzkum ævintýraljóma og töfrum japanskrar menningar. Sayonara óskarsverðlauna kvikmyndin heims- fræga, sem sýnd hefur verið vi ðmetaðsókn víða um heim verður sýnd í Austurbæjarbíói um áramótin. Sayonara er bók konunnar, unnustunnar og vinkonunnar. Baldvin Sumarliðason bóndi frá Fremri-Hundadal Sunnudaginn 6. þ. m. lézt á heimili sínu í Búðardal mætur maður, Baldvin Sumarliðason, fyrrum bóndi í Fremri-Hundadal í Miðdölum í Dalasýslu, sjötíu og fimm ára. Baldvin Sumarliðason var fæddur á Breiðabólsstað í Sökk- ólfsdal í Dalasýslu 6. ágúst 1884. Faðir hans var Sumarliði, óðals- bóndi þar, f. 21. marz 1855, d. 14. nóvember 1898, sonur Jóns Sæm- undssonar frá Miðskógi í sömu sveit. Kona Jóns og móðir Sum- arliða var Guðrún Jónsdóttir frá Ingjaldshóli á Snæfellsnesi. Kona Sumarliða og móðir Baldvins var Elísabet, f. 22. október 1852, d. 30. nóvember 1914, dóttir Baldvins, er lengi bjó á Bugðustöðum í Hörðudal, Haraldssonar, en kona Baldvins og móðir Elísabetar var Sæunn Jónsdóttir frá Gröf í Sökk ólfsdal, Jónssonar. Eru þetta traustar og merkar ættir, en ekki verða þær raktar frekar að þessu sinni. Hefur mikið orð farið af höfð- ingslund og risnubúskap þeirra hjóna á Breiðabólsstað, Sumar- liða og Elísabetar. Heimilið mót- aðist af traustri og rótgróinni menningu sveitanna, enda var það til sæmdar og gagns hérað- inu, svo sem fyrr og síðar. Af sex börnum þeirra hjór.a, komust fimm þeirra til þroska, og var Baldvin þeirra elztur. Heimilið var mannmargt á upp- vaxtarárum þeirra systkina, því þar ólust og upp mörg fósturbörn og margt var þar hjúa. Var það rómað vegna alúðarríkrar glað- værðar, stjórnsemi og frábærrar rausnar, enda gestakoma mikil. Á vetrum voru þar iðulega á annan tug næturgesta og fjöldi hesta, en ætíð var gnægð fæðis og fóðurs og húsrúm fyrir gesti og hesta þeirra. Þeir eru æði margir, sem þar hafa minnzt góðrar gistingar, sérstaklega þeir, sem komu hríðarhraktir af fjalli ofan, Bröttubrekku, þeim var- hugaverða og erfiða fjallvegi, en Breiðabólsstaður er fremsti bær í Sökkólfsdal, stendur skammt frá „Brekkunni“ vestanverðri. Á heimilinu nutu börnin öil ágætrar fræðslu, bæði bóklegrar og verklegrar, enda voru jafnan haldnir góðir kennarar. Þar voru góðir eiginleikar og fagrir siðir í hávegum hafðir, undir hvetj- andi og leiðbeinandi handleiðslu greindra og þroskaðra húsbænda. Eftir fráfall Sumarliða, föður Baldvins, hélt ekkjan áfram bú- skap á Breiðabólsstað. Henni varð ekki kjarkfátt, enda var það sízt að skapi hennar að láta undan síga. Að sið hirma ágæt- ustu kvenna færðist hún í auk- ana, svo að um munaði, og gerð- ist eftir þetta þunga áfall ein- hver athafnamesta búkona lands- ins á þessari öld. Til rnerkis um dugnað Elísabetar og framfara- hug, skal þess getið, að þegar árið 1905 byggði hún á jörðinni stórt steinsteypt íbúðarhús, ennfremur færði hún út túnið, sléttaði það og girti, endurbætti peningshús og önnur útihús og byggði ný, auk þess sem hún jók bústofninn, enda kom hún efnilega barna- hópnum, bæði börnum þeirra hjóna og fósturbörnum, vel til manns. Þó lét hún ekki hér við sitja, heldur tók enn fleiri fóstuv- börn og þeim reyndist hún einnig sem bezta móðir. Þeim sem áhuga kynnu að hafa á að fá eitthvað frekar að vita um heimilið á Breiðabólsstað og umbótakonuna og kvenskörung- inn Elísabetu Baldvinsdóttur, má benda á þáttinn , ,Ekkjan á Breiðabólsstað" 1 bókinni „Á fullri ferð“ eftir Oscar Clausen, ennfremur á grein um Ragnheiði dóttur Elísabetar, í „Æviminn- ingabók Menningar- og minning- arsjóðs kvenna“. Nú hefur verið sagt nokkuð frá æskiheimili Baldvins, ætt hans og uppruna. Þar undi hann sér vel í hópi glaðværra systkina og fóst- ursystkina, og dafnaði vel, and- lega og líkamlega. Þar sem Baldvin var elztur barna á heimilinu, varð hann snemma móður sinni til aðstoðar við búsýsluna, sérstaklega með ferðalög, innkaup fyrir heimilið og sölu á afurðum þess. Þá lágu leiðir til viðskipta frá þessu stóra heimili i margar áttir, svo sem suður til Borgarness, vestur undir Jökul, til Stykkishólms, norður á Borðeyri, til Búðardals, Gunn- arsstaða og víðar. X þann tíð var allt flutt á hestum, og lítið um greiðfærar götur, nema troðning- ar eftir hestahófa. Slík ferðalög voru erfið mönnum og hestum, og kröfuðst þau mikillar aðgæzlu til þess að allt færi vel og komizt yrði hjá slysum á mönnum eða hestum. Þennan vanda leysti Baldvin ágætlega af hendi Hann var mikil ferðamaður, harðduglegur og úrræðagóður, og sérlega nærfærinn við hesta eins og reyndar öll dýr, enda var oft leitað aðstoðar hans Hún mýkti skap hans með köldu baði. Húseign við Akranes tii sölu Húseignin Borgartún við Akranes er til sölu nú þegar, ásamt 12 kúa fjósi og hlöðu. Húsið er ca. 90 ferm. úr stein- steypu, 4 herbergi og eldhús, ásamt rúm- góðum geymslum. Leiga á 7 ha. landi gæti fylgt. Undirritaður gefur nánari upplýsingar. Akranesi, 5. des. 1959.. Bæjarstjórinn Akranesi. IJppboð Samkvæmt ákvörðun skiptafundar í skuldafrágöngu- dánar- og félagsbúi Skarphéðins Jósefssonar og Rósu Einarsdóttur, Framnesvegi 1, hér í bænum, verður opin- bert uppboð haldið í skrifstofu borgarfógeta í Tjarníu- götu 4, mánudaginn 21. des. n.k. kl. 2 e.h. Seld verða réttindi búsins yfir eftirtöldum skips- flökum: 1. Louis Botha á Fossafjöru, Vestur-Skaftafellssýslu. 2. Egill Rauði, undir Grænihlíð, N-ísafjarðarsýslu. 3. Sindri í Hvalfirði. 4. Chargon við Patreksfjörð. 5. Charles Chalter, undir Eyjafjöllum. 6. Einvika, við Raufarhöfn. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.