Morgunblaðið - 12.12.1959, Page 20
20
MORCVTSBLAÐ1Ð
Laugardagur 12. des. 1959
aði ég með mér. — „Nú ætti
Wavruschka bara að vera kom-
inn og sjá mig og þessi lúsugi
sjálfboðaliði, sem er alltaf að
gorta af því við okkur, hvað
hann og félagar hans hafi borðað
fínan mat hjá Sacher í Wien. —
Þeir ættu bara einu sinni jð
koma inn í svona hús, og þá
myndu þeir standa orðlausir og
gapandi af undrun. Já, þessir öf-
undarseggir í liðsforingjaklúbbn
um ættu bara að sjá mig sitja
hér og skála við ofursta í her-
málaráðuneytinu. Sjá mig í djúp
um og innilegum samræðum við
forstjóra sykurverksmiðjunnar
og heyra hann endurtaka hvað
eftir annað: „Ég dáist að hinni
alhliða menntun yðar“.
Svart kaffi var drukkið í litla
viðhafnarherberginu. Koníak var
veitt í stórum, bumbu-miklum
iskældum glösum, ásamt ótal
líkörum og svo” auðvitað þess-
um frábæru vindlum iaeð skraut
legu magabeltunum. í miðjum
samræðunum hallaði hr. Kekes-
falva sér að mér, til þess að
spyrja mig, hvort ég kysi heldur,
að spila við karlmennina, eða
verða kyrr og rabba við kven-
fólkið. Auðvitað valdi ég síðari
kostinn alls hugar feginn, vegna
þess, að ég þorði varla að hætta
mér í slag við ofursta í hermála
ráðuneytinu. Ef ég ynni, myndi
það kannske gera honum gramt
í geði. Ef ég tapaði, þá væru
mánaðarpeningarnir mínir farn-
ir veg allrar veraldar. Og loks
minntist ég þess, að ég var að-
eins með tuttugu krónur í vesk-
inu.
Meðan spilaborðið var dregið
fram á gólfið í næsta herbergi,
sat ég því hjá báðum stúlkun-
um og svo undarlega brá við —
hvort sem það var vínið eða mitt
góða skap, sem sveipaði allt ein-
hverjum töfraljóma — að mér
virtust þser báðar alveg óvenju-
lega fallegar. Edith var ekki
jafn föl, ekki jafn veikluleg og í
fyrri skiptin. Hafði hún litað
kinnar sínar til heiðurs gestun-
um, eða var það hið almenna
fjör, sem hleypti roðanum fram
í vanga hennar. Hinir titrandi
þjáningadrættir umhverfis munn
inn sáust a. m. k. ekki lengur,
eða hinir gremjulegu kippir
augnabrúnanna. Hún sat þarna í
síðum, Ijósrauðum kjól. Ekkert
teppi, engin ábreiða huldi líkams
mein hennar og samt voru allir,
bæði ég og aðrir, í of góðu skapi
til að hugsa um „það“. Hvað
Ilonu snerti, þá grunaði mig að
hún væri ekki með öllu ósnortin
af áhrifum hinna góðu vínfanga,
svo björt og glampandi voru aug
un í henni. Og þegar hún hallaði
sér nær mér og hló skærum, kitl
andi hlátri, gat ég með naumind
um staðizt þá freistingu, að
snerta yndislegu, nöktu, ávölu
axlirnar, eins og af hreinustu
tilviljun.
Eftir svo ágætan málsverð,
ásamt víninu sem hleypti nota-
legri hlýju um allan líkamann,
með gildan, ilmandi vindil milli
varanna og tvær ungar, falleg-
ar, fjörmiklar stúlkur við hlið
sér, hefði jafnvel hinum mesta
einfeldning veitzt auðvelt að
rabba létt og fjörlega við þær.
Eg veit, að eg er skrafhreyfinn
og gæddur góðum frásagnahæfi-
leikum að eðlisfari, þegar bölv-
uð feimnin hindrar mig ekki.
En í þetta skipti var ég alveg
óvenjulega vel fyrirkallaður og
ég talaði og sagði frá, án þess
að taka mér nokkra minnstu
málhvíld. Auðvitað voru það
einungis ómerkilegar smásögur,
sem ég sagði þeim: Um nýjustu
viðburði í hermannaskálunum,
eins og t. d. þegar ofurstinn
þurfti að koma hraðbréfi í póst-
húsið fyrir lokun svo að það
kæmist með hraðlestinni til
Wien. Hann hafði því gert boð
eftir einum ulana, þrautæfðum
hlaupagarpi, og sagði honum að
bréfið yrði að komast tafarlaust
af sfað til Wien. Og hermanns-
bjálfinn hafði þotið eins og
byssubrenndur út í hesthúsið,
lagt hnakk á hestinn og þeyst
af stað eftir þjóðveginum áleiðis
til Wien. Ef við hefðum ekki
hringt til næstu setuliðsdeildar
og gert henni aðvart, þá hefði
blessaður einfeldningurinn þeyst
þessa átján klukkustunda leið til
Wien. Það var sannarlega engin
djúphugsuð speki, sem ég þreytti
sjálfan mig og þær með. Aðal-
lega voru það ómerkilegar skrítl
ur, hermannafyndni og gamlar
og nýjar grínsögur. En mér til
óblandinnar undrunar, virtist ég
skemmta stúlkunum hið bezta og
þær veltust um af hlátri allan
tímann. Hlátur Ediths var eink-
um gáskafullur, hár og skær sem
breyttist öðru hverju í hvella
hárödd. En kátína hennar hlýt-
ur raunverulega að hafa verið
sönn og komið innan frá, því að
hörundið á þunnum vöngum
hennar, fíngert og gegnsætt eins
og postulín, fékk á sig hlýlegri
litblæ. Roði heilbrigðis og feg-
urðar lýsti andlit hennar. — Og
gráu augun, sem venjulega voru
hvöss og kuldaleg, Ijómuðu af
barnslegu fjöri. Það var gaman
að horfa á hana, þegar hún
gleymdi hinum fjötraða likama
sínum, því að á þeim augnablik
um, urðu hreyfingar hennar
mýkri, látbragðið eðlilegra. Hún
hallaði sér makindalega aftur á
bak, hló, drakk, dró Ilonu niður
að sér og vafði handleggjunum
um hálsinn á henni. Það leyndi
sér ekki, að þær höfðu verulega
gaman að þvaðrinu í mér. Það
er alltaf mikil örvun fyrir hvern
sögumann, að finna að honum
hefur tekizt vel upp. Og fjöldinn
allur af sögum, sem ég hafði ver-
ið búinn að gleyma fyrir löngu,
kom nú fram í huga minn aftur.
Ég, sem venjulega var feiminn
og vandræðalegur, uppgötvaði
nú hjá sjálfum mér dirfsku, sem
var mér ný og óþekkt. Ég kom
þeim til að hlæja og hló sjálfur
með þeim. Og við skríktum þarna
og flissuðum í herbergishorninu,
eins og skólakrakkar.
Og samt, meðan ég hló og gerði
að gamni mínu, varð ég hálf-óaf-
vitandi og hálf-vitandi, var við
augu sem horfðu á mig, athugul
og rannsakandi. — Augu sem
horfðu á mig í gegnum gleraugu,
frá spilaborðinu. Og úr þessum
augum skein hlýja og gleði, sem
jók mína eigin hamingju. Var-
færnislega og í laumi renndi
gamli maðurinn öðru hverju aug
unum yfir spilin til okkar og
einu sinni þegar augu okkar
mættust, kinkaði hann vingjarn-
lega kolli til mín.
Og þannig leið tíminn allt til
miðnættis, án þess að nokkurn
tíma yrði hlé á samræðum okk-
ar. Þá voru okkur aftur bornar
veitingar, portvín og samlokur.
Og þótt undarlegt kunni að virð-
ast, þá var ég ekki sá eini, sem
tók hraustlega til matar síns. —
Báðar stúlkurnar borðuðu af
beztu lyst og gerðu hinu góða,
sterka, dökka, enska portvíni góð
skil. En að lokum var samt kom-
inn tími til að kveðja og halda
heimleiðis. Þær Edith og Ilona
þrýstu hönd mína, eins og ég
væri gamall vinur, kær og ein-
lægur félagi. Að sjálfsögðu varð
ég að lofa því, að koma fljót-
lega aftur, á morgun eða þar
næsta dag, og svo gekk ég með
hinum mönnunum þremur út í
anddyrið, því að húsráðandinn
ætlaði að láta aka okkur öllum
heim.
Ég sótti frakkann minn sjálf-
ur, meðan þjónninn var að að-
Það er barnaleikur að strauja þvott-
inn með „Baby“ borðstrauvélinni.
Baby er einasta borðstrau-
vélin, sem stjórnað er með
fseti og því hægt að nota
báðar hendur við að hagræða
þvottinum.
Takmarkaðar birgðir
Pantanir óskast strax.
Jfekla
Austurstræti 14
Símar 11687.
Aigreiðslustúlka
óskast nú þegar.
íiui*mdi
Laugavegi 82.
a
r
L
ú
ó
MARK, HAVE VOU ANY
IDEA HOW THAT CANOE
____ GOT LOOSE? jma
OUIT GROUSING. BARRY
-IT WILL GIVE YOU
something unusual r'
TO WRITE ABOUT/
SUE, VOU ^
WERE RIGHT ABOUT TRAIL
...HE'S MAKING THIS TRIP
INTERESTING, ALL RIGHT/i
I CAN'T UNDERSTAND
IT, CHERRY... l’M SURE
l PULLED IT UP ON
THE SHORE/
Súsanna, þú hafðir á réttu að
standa. Markús mun sjá um að
íerðin verði eftirminnileg.
Hættu að kvarta Baldur. Þetta
gefur þér tækifæri til að skrifa
um eitthvað nýstárlegt.
Markús, hefir þú nokkra hug-
mynd um hvernig báturinn losn-
aði?
Ég skil það ekki Sirrí . . . Ég
er viss um að ég dró hann upp
á bakkann.
stoða ofurstann. Allt í einu varð
ég þess var, að einhver var að
reyna að hjálpa mér í yfirhöfn-
ina. Það var hr. von Kekesfalva
og í vandræðum mínum reyndi
ég að ‘aftra því, vegna þess að
hvernig gat ég, græninginn, látið
þennan gamla mann ganga mér
í þjóns stað? En hann lét sem
hann yrði þess ekki var.
„Hr. liðsforingi", hvíslaði
gamli maðurinn feimnislega.
„Oh, hr. liðsforingi. Þér vitið
ekki, þér getið ekki gert yður í
hugarlund, hvað það hefur glatt
mig og gert mig hamingjusaman
að heyra barnið mitt hlæja svona
hjartanlega aftur. Hún hefur
annars svo litla gleði af lífinu og
í kvöld var hún næstum eins og
áður fyrr, þegar....“
Rétt í þessu kom ofurstinn til
okkar. — „Jæja, erum við þá að
fara?“ sagði hann og brosti vin-
gjarnlega til mín.
Að sjálfsögðu lét Kekesfalva
talið falla niður í viðurvist hans,
en ég fann allt í einu að gamli
maðurinn strauk frakkaermina
mína með hendinni, strauk hana
mjög, mjög létt og ástúðlega,
eins og þegar maður gælir við
barn eða sýnir konu ástarhót. —•
Það var óendanlega mikil við-
kvæmni, óendanlega mikið þakk-
læti í þessarri léttu, hikandi
snertingu. Svo mikla hamingju
og svo djúpa örvæntingu skynj-
aði ég í henni, að ég yfirbugaðist
gersamlega. Og þegar ég gekk
við hlið von F., ofursta, niður
þrepin og út að bifreiðinni, varð
ég að beita sjálfan mig hörðu,
til þess að leyna geðshræringu
minni.
Þetta kvöld gat ég ekki strax
farið að sofa. Til þess var ég í of
æstu skapi, enda þótt ástæðan
gæti naumast talizt mikilvæg. —
Raunverulega hafði ekkert skeð,
nema það eitt, að gamall mað-
ur hafði klappað mér vingjarn-
lega á handlegginn og, að þessi
óframfærni vottur um innilegt
þakklæti hafði nægt til þess, að
vekja einhverja uppsprettu við-
kvæmra tilfinninga í hugskoti
mínu, svo að hún ólgaði fram
og brauzt upp á yfirborðið. — í
þessari hikandi snertángu hafði
ég skynjað ástúð, saklausari en
þó ástríðufyllri, en ég hafði reynt
nokkru sinni fyrr, jafnvel hjá
konum. í fyrsta skipti á ævinni
hafði ég fengið vissu fyrir því,
að ég hefði orðið öðrum að ein-
hverju liði og undrun mín yfir
......gparið yðui hiaup
& miUi œargra vcrzjajia'-
fl ÖHUM
«fWM'
- Ausfcurstraeth
SHtltvarpiö
Laugardagur 12. desember
8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn.
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón-
leikar. —■ 9.10 Veðurfregnir. —
9,20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Raddir frá Norðurlöndum: Nor-
rænir háskólastúdentar segja frá
dvöl sinni hérlendis.
14.20 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir
og veðurfregnir).
17.00 Bridgeþáttur (Eirfkur Baldvins-
son).
17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson).
18.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi“ eftir Estrid Ott; XIII.
lestur (Pétur sumarliðason kenn-
ari).
18.55 Frægir söngvarar: Kristen Flag-
stad syngur lagaflokkinn „Haug-
tussa“ eftir Grieg við kvæði Arne
Garborgs. Kvæðin verða lesin í
íslenzkri þýðingu Bjarna frá
Vogi.
19.35 Tilkynningax.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Loginn helgi“ eftir W.
Somerset Maugham, í þýðingu
Karls Guðmundssonar leikara.
Leikstjóri: Indriði Waage.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.