Morgunblaðið - 23.12.1959, Side 6
6
MORGUNBLAÐ1Ð
Miðvik'udagur 23. des. 1959
* JÓLAMESSUR *
MESSUR í kirkjum og öðr-
um guðsþjónustuhúsum í
Reykjavík og nágrenni verða
sem hér segir um jólin:
Dómkirkjan:
Aðfangadagskvöld, aftansöng-
ur kl. 6, séra Jón Auðuns.
Jóladagur. Messa kl. 11 f.h. Sr.
Óskar J. Þorláksson. Messa kl. 2
sr. Bjarni Jónsson (dönsk messa)
Messa kl. 5 e.h. sr. Jón Auðuns.
Annar jóladagur. Messa kl. 11
f.h. sr. Jón Auðuns. Messa kl. 5
e. h. sr. Óskar J. Þorláksson.
Sunnudagur 27. des. Messa kl.
11. f.h. sr. Óskar J. Þorláksson.
Hallgrímskirkja:
Aðfangadagskvöld, aftansöng-
ur kl. 6 síðdegis, séra Bjami
Jónsson, vígslubiskup.
Jóladagur: Messa kl. 11 f.h.,
séra Lárus Halldórsson. — Messa
kl. 2 e.h., séra Magnús Runólfss.
Annar jóladagur: Messa kl. 11
f. h., séra Sigurjón Þ. Arnason.
Sunnudagur 27. des.: Messa kl.
11 f.h., séra Lárus Halldórsson.
Bústaðaprestakall:
Aðfangadagskvöld, aftansöng-
ur í Kópavogsskóla kl. 6.
Jóladag, messa í Háagerðis-
skóla kl. 5.
2. jóladag, messa í Kópavogs-
skóla kl. 2, í Nýja hælinu kl. 3,30.
Séra Gunnar Árnason.
Laugarneskirkja:
Aðfangadagskvöld, aftansöng-
ur kl. 6 e.h.
Jóladag, messa kl. 11 f.h. (At-
hugið breyttan messutíma).
2. jóladagur, messa kl. 2 e.h.
3. jóladagur, (27. des), barna-
guðsþjónusta kl. 10,15 f.h. Séra
Garðar Svavarsson.
Langholtsprestakall:
Aðfangadagskvöld, aftansöngur
1 Safnaðarheimilinu við Sól-
heima kl. 6.
Jóladagur, messa í Laugarnes-
kirkju kl. 5.
2. jóladagur, messa í Safnaðar
heimilinu við Sólheima kl. 11 f.h.
3. jóladagur, barnasamkoma í
Safnaðarheimilinu við Sólheima
kl. 10,30 f.h. Séra Árelíus Níelss.
Neskirkja:
Á aðfangadagskvöld jóla, aft-
ansöngur kl. 6.
Á jóladag, messað kl. 2.
Á 2. jóladag, messað kl. 2.
Á 3. jóladag, messað kl. 2.
Háteigsprestakall:
Jólamessur í hátíðasal Sjó-
mannaskólans:
Aðfangadagskvöld, aftansöng-
ur kl. 6.
Jóladagur, hátíðamessa kl. 2.
2. jóladagur, barnaguðsþjón-
usta kl. 11 f.h. Séra Jón Þirvarðs
son. —
Elliheimilið:
Aðfangadagskvöld kl. 6,30 síðd.
Séra Sigurbjörn Á. Gíslason.
Jóladag kl. 10 árdegis, séra Jós
ep Jónsson frá Setbergi.
2. jóladagur kl. 10 árdegis, Ól-
ur Ólafsson, kristniboði.
Sunnud. 27. des., kl. 10 árdegis,
Séra Bragi Friðriksson.
Fríkirkjan:
Aðfangadagskvöld, aftansöng-
ur kl. 6.
1. jóladagur, messa kl. 2.
2. jóladagur, barnaguðsþjón-
Usta kl. 2. Séra Þorsteinn Björns-
son. —
Óháði söfnuðurinn:
Aðfangadagur: Aftansöngur kl.
6 síðd.
Jóladagur: Hátíðamessa kl. 3,30
síðd. — Séra Emil Björnsson.
Kaþólska kirkjan:
Aðfangadagur: Biskupsmessa
kl. 12 á miðnætti.
Jóladagur: Lágmessa kl. 8,30
árdegis. Hámessa og prédikun kl.
10 árdegis. Bænahald í Kapell-
unni kl. 6,30 síðd.
2. jóladagur: Lágmessa kl. 8,30
árd. Hámessa kl. 10 árd.
Sunnud. 27. des.: Lágmessa kl.
8,30 árd. Hámessa og prédikun
kl. 10 árd.
Aðventkirkjan:
Aðfangadagur: Aftansöngur kl.
6 síðd.
Jóladagiur: Samkoma kl. 5 síðd.
2. jóladagur: Samkoma kl. 11
fyrir hádegi.
Fíladelfía:
Aðfangadagskvöld: Guðsþjón-
usta kl. 6.
Jóladagur: Guðsþjónusta kl.
8,30.
2. jóladagur: Guðsþjónusta kl.
8,30.
Sunnud.: Guðsþjónusta kl. 8,30
— Ásmundur Eiríksson.
Fíladelfía, Keflavík: Guðsþjón
usta jóladag kl. 4 e.h. á annan í
jólum kl. 4 e.h. — Haraldur Guð-
jónsson.
Hafnarfjarðarkirkja:
Aðfangadagskvöld, aftansöng-
ur kl. 6.
Jóladagur, messa kl. 2.
3. jóladagur, sunnudagur 27.
des. kl. 5 síðdegis, HELGIXÓN-
LEIKAR: Kór Hallgrímskirkju
flytur tvær jólakantötur með að
stoð einsöngvara og hljóðfæra-
leikara. Dr. Hallgrímur Helga-
son leikur einnig á fiðlu. Páll Kr.
Pálsson flytur orgeltónverk. (Að-
gangur ókeypis). Séra Garðar
Þorsteinsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði:
Aðfangadagskvöld: Aftansöng-
ur kl. 6.
Jpladagur: Messa kl. 2.
2. jóladagur: Barnaguðsþjón-
usta kl. 2.
Stefánsson.
Séra Kristinn
Mosfellsprestakall:
Jóladagur, messa að Lágafelli
kl. 2, í Arbæjarskóla kl. 4,30.
2. jóladagur, Brautarholtssókn,
messa kl. 2. Séra Bjarni Sigurðs-
son
Reynivallaprestakall:
Jóladagur: Messa á Reynivöll-
um kl. 2.
2. jóladagur: Messa að Saurbæ
kl. 2. — Séra Kristján Bjarnason.
Útskálaprestakall:
Aðfangadagur: Messa að Út-
skálum kl. 6 og að Hvalsnesi kl. 8
Jóladagur: Messa að Hvalsnesi
kl. 2 og að Útskálum kl. 5.
2. jóladagur: Barnaguðsþjón-
usta í Sandgerði kl. 11 og að Út-
skálum kl. 2. — Sóknarprestur.
★
(Ath.: Messurnar verða ekki
auglýstar í jólablaðinu. Væntan-
legum kirkjugestum er því ráð-
lagt að geyma þetta blað).
Hér sitja börnin stilit með kverin sin í kennslustofu og hlýða á jólahugvekju. (Ljósm. vig).
Liflu-jólin á Akureyri
ÞAÐ HEFIR jafnan verið siður
í barnaskólum Akureyrarbæjar
að haldið hefir verið uppá svo-
nefnd litlu-jól nokkrum dögum
fyrir jól. Er það mikil hátíð fyrir
börnin. Þau skreyta kennslustof-
urnar sínar, koma fyrir kertum
og borðskrauti á göngum og
senda hvort öðru jólakort. Að
baki þessarar hátíðar liggur ekki
minni vinna hlutfallslega heldur
en hjá mæðrum þeirra á heimil-
skrifar ur#
daglega iifinu
* Mesti annadagurinn
í dag er Þorláksmessa, ein-
hver mesti annadagurinn á ár-
inu hjá húsmæðrunum, og síð-
asti vinnudagurinn hjá mörg-
um karlmönnunum fyrir há-
tíðina. Víða er siður á vinnu-
stað að kveðjast ekki alveg
þurrbrjósta á degi heilags
Þorláks. í ár hafa konurnar
sennilega ennþa meira að gera
en venjulega á Þorláksmessu
og karlmönnunum finnst þeir
þurfa að kveðjast ennþá betur,
því nú standa xyrir dyrum fjór
heilög jól, stóru brandajól.
Heimilin þurfa að vera undir
búin með mat til ennþá fleiti
hátíðisdaga en venjulega og
karlmönnunum finnst þeir
sjálfsagt þurfa að kveðjast
ennþá betur en þeirra er vandi
fyrir þennan óvenju langa að-
skilnað.
Og á morgun byrjar hátíðin,
sem miðast við börnin. Karl-
mennirnir fara í jólaleiki og
drekka appelsín, og konurn-
ar taka fram allar kræsing-
arnar, sem þær hafa haft svo
mikið fyrir.
* Jólamatur andanna
í sveitinni hefur það verið
siður að láta ekki sképnurnar
verða útundan á jólunum,
gefa þeim heldur betri tuggu
en venjulega. í Reykjavík eig-
um við engin húsdýr önnur
en endurnar á Tjörninni okk-
ar. Heyrt hefi ég getum að
því leitt, að þær kynnu stund-
um að vera svangar á veturna.
Það mun úr lausu lofti gripið.
Þeim er gefið rétt í birtingu
á morgnana og fyrir ljósaskipt
in. Þær sem eru svangar,
flykkjast þá á Litlu tjörnina,
til að fá í svanginn. Þar er
á boðstólum dýrindis anda-
matur, eins og fiskur, krækl-
ingur og korn, eingöngu hveiti
korn, sem öndum hentar bezt.
og dálítið af heilhveitibrauði
eða normalbrauði, því hvíta
brauðið fer illa 1 andamaga,
bólgnar þar út. Ekki er því
ástæða til að halda að end-
urnar verði svangar á jólun-
um, en krakkarnir, sem njóta
þess að koma til þeirrra á
sumrin, mættu samt hugsa til
þessara vina um jólin, ef
veðrið er gott, og gefa þeim
þá eitthvert góðgæti.
• Ónógar ferðir
í kirkjugarðinn
ekki hlaupið að því að kom-
ast til og frá kirkjugarðinum
í Fossvogi, nema fyrir þá sem
annað hvort eiga bíl eða eru
fráir á fæti. Fossvogsvagnarn-
ir ganga á klukkutíma fresti
og Hafnarfjarðar- og Kópa-
vogsvagnarnir mega ekki taka
þarna farþega eða flytja þá á
þennan stáð.I fyrrasá ég þarna
gamla konu, sem í rauninni
var varla rólfær, standa og
reyna að halda á sér hita með
an hún beið eftir vagninum í
liðlega hálftíma. í ár veit
ég um aðra konu, sem tók sér
leigubíl til að huga að leiðinu
sínu fyrir jólin, og varð að láta
hann bíða eftir sér, þó hún
hefði engin efni á því, af því
hún treysti sér ekki í langa bið
eftir næsta vagni í kuldanum.
Það getur varla skipt mjög
miklu mál fyrir þá sem vagn-
ana reka, þó Hafnarfjarðar- og
Kópavogsbílamir fengju að
stanza við kirkjugarðinn. Ef
það er til of mikils mælzt
að það verði gert alltaf, þá
a. m. k. nokkra daga fyrir
jól og yfir jólin.
Ódýr bók
Á jólunum minnist fólk
gjarnan liðinna jólahátíða og
þeirra sem þá deildu með því
gleðinni. Látinna ástvina er
minnzt, hvílustaður þeirra
prýddur ljósum og sýndur er
vottur þess að þeir séu ekki
gleymdir, með því að staldrað
er við leiði þeirra áður en
hátíðin hefst og yfir hátíðis-
dagana.
Hér í Reykjavík er það að
verða æ algengara að fólk
komi upp fallegum rafljósum
á leiðum ástvina sinna og
kirkjugarðurinn er eitt ljós-
haf yfir hátíðina. En það er
í sumar urðu heilmikil skrif
um Fornritaútgáfuna hér í
dálkunum, og var þá rætt um
að hinar vönduðu bækur
hennar vildu drukkna í bóka-
flóðinu fyrir jólin. Þannig
virðist mér enn hafa farið.
Út er komin Kjalnesingasaga,
eins vönduð í alla staði og
frekast er unnt, og í fallegu
skinnbandi fyrir aðeins 150
krónur, en henni er ekki hald-
ið á lofti, og þá er eins og fólk
átti sig ekki á því að þarna
er líka bók sem vert er að taka
til athugunar, þegar valdar
eru jólabækurnar.
unum. Síðan rennur dagur litlu-
jólanna upp og þau klæðast sínu
„fínasta pússi“ og halda í skól-
ann með kortin til bekkjarsyst-
kinanna, en oft og einatt er eldri
skólafélagi fenginn til þess að
vera bréfberi í gerfi jólasveins.
Að þessu sinni voru litlu-jólin
haldin hátíðleg s.l. föstudag.
Tíðindamaður blaðsins brá sér
upp í gamla barnaskólann á
brekkunni og fylgdist með því
stutta stund, sem fram fór. Börn-
in hópuðust saman á skólalóðinni
kringum fagurlega lýst jólatré,
er vinaskip skólans „Hvassafell-
ið“ hafði fært þeim að gjöf, en
fyrir tæpum áratug hófst þeila
vmáttusamband milli skipsins og
skólans, og hafa jólagjafir og jóla
kveðjur jafnan farið á milli síð-
an. Á skólatröppunum ávarpaði
skólastjóri börnin, er síðan gengu
prúð og stillt hvert til sinnar
kennslustofu. Síðan var haldið
upp á samkomusal skólans, sem
tæpast rúmaði allan þann fjölda,
þótt ekki væri þar saman kominn
nema helmingur nemendanna.
þar lék svo lúðrasveit ungra
drengja úr skólanum undir stjórn
Jakobs Tryggvasonar, skólastjóra
Tónlistarskólans. Var það fögur
og áhrifarík athöfn, er drengirn-
ir litlu léku jólasálminn „Heims
um ból“. Að lokinni þeirri athöfn
héldu börnin til kennslustofa
sinna á ný. Þar var þeim lesin
jólahugvekja og sagðar sögur, en
síðan sameinuðust bekkjadeildirn
ar á göngum skólans og gengu
kringum prýdd borð og sungu
jólasálma og jólasöngva.
Fullir jólagleði héldu litlu
hnokkarnir svo heim á leið.
Hér á Akureyri hefir nú verið
sett upp alls konar jólaskraut við
verzlanir á götum og við heima-
hús. Snjómugga hefir verið lítils-
háttar undanfarna daga og frost
nokkurt. Allt er eins jólalegt um
að litast sem frekast getur orðið,
enda skreytingar allar vandaðar
og smekklegar. Kirkjan er að
vanda fagurlega lýst, svo og
tröppurnar upp að henni. Einnig
hefir verið reist stórt og myndar-
legt jólatré skammt frá kirkju-
dyrum.
Það verður þvi ekki annað
sagt, en að hér í bæ sé á öllu
hinn viðkunnanlegasti jólasvipur.