Morgunblaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. des. 1959
Söngvar sakleysisins
og Ljóð lífsreynslunnar
eftir William Blake í íslenzkri þýSingu
í GÆR komu út tveir heims-
frægir ljóðaflokkar eftir skáldið
og listamanninn William Blake,
„Söngur sakleysisins“ og „Ljóð
lífsreynslunnar“. Þóroddur Guð-
mundsson þýddi ljóðin og ann-
aðist útgáfuna, en ísafold er út- ,
gefandi. I
Bókin er prýdd mörgum snjöll-
um og skemmtilegum myndum
eftir Blake, en hann var jafngóð-
ur málari og eirstungumaður
sem skáld. Sjálfur „prentaði“
hann bækur sínar með því að
rita spegilskrift á eirplötur og j
skreytti þær teikningum. Þannig j
sameinaði hann myndlist og ljóð. i
í bókinni er einnig æviágrip;
höfundar og skýringar á verkum
hans. Kápumyndin er eitt af
frægustu listaverkum Blakes —
Víti.
Blake „fékk í vöggugjöf ein-
hverjar þær fjölbreyttustu af-,
burðagáfur, sem um getur, segir
í æviágripinu um hann, „náði
frábærum árangri í hverri list-
grein, sem hann lagði stund á,
var dýrlegt skáld, meistari ó- .
bundins máls, álíka snjall list-
málari, teiknari sem eirstungu-
maður, gerði fagrar tréskurðar- j
myndir, hafði góða söngrödd og |
samdi lög við ljóð sín, ef honum i
bauð svo við að horfa". |
Wiiliam Blake var fæddur 1757, •
en dó 1827 lítt þekktur og mis-
skilinn af samtíð sinni eins og
orðið hefur hluskipti margra and
ans stórmenna.
Jólaleikrit i
Kaupmannahöfn
Á ANNAN jóladag verður
frumsýning í Kaupmannahafn
arleikhúsinu „Falkoner Cen-
tret“ á söngleiknum „My Fair
Lady“. Sala aðgöngumiða er
hafin, og er þegar uppselt á
allar sýningar til 17. janúar.
Hafa frumsýningarmiðar, sem
kosta D. kr. 15, verið seldir á
,,svörtum markaði" fyrir gíf-
urlegt verð, allt d. kr. 300,—
250 manns vinna að sýning-
unni, þar af 12 leikarar, 20
dansarar, 10 söngvarar, 34
hljóðfæraleikar og 30 leik-
svismenn.
Aðalhlutverk eru, Eliza:
Ingaborg Brams, Higgins pró-
fessor: Mogens Wieth, Doo-
litlle: Osvald Helmuth.
My Fair Lady var fyrst sýnt
í New York fyrir nokkrum ár-
um og gengur þar enn. Síðan
hefur það verið sett upp í Lan
don, þar sem það gengur fyrir
fullu húsi mánuð eftir mánuð.
í Stokkhólmi hefur það verið
sýnt í tæpt ár og enn er upp-
selt þar mánuð fram í tímann.
Einnig hefur söngleikurinn
veri sýndur við frábærar
undirtektir í Finnlandi og víða
í Suður Ameríku. Þá eru sýn-
inðar á My Fair Lady víða í
undirbúningi.
HAVANA. — Hubert Matos
herforingi, byltingarhetja og
fyrrverandi samstarfsmaður
Castros og fylkisstjóri í Cama
guey-héraði á Kúbu, hefur
verið dæmdur í 20 ára fang-
elsi fyrir gagnbyltingarstarf-
semi gegn stjórn Castros.
Saksóknari ríkisins hafði kraf-
izt þess að Matos væri dæmdur
til dauða og að 34 liðsforingjar
aðrir yrðu dæmdir í þyngstu
fangelsisrefsingar.
Fundu 20 kindur
í eftirleit
HORNAFIRÐI, 21. des. — Ný-
lega eru tveir menn komnir úr
eftirleit úr Kollumúla. Voru þeir
12 daga í ferðinni, lentu í mikl-
um rigningum og vatnavöxtum
og dagsbirtan stutt um þetta
leyti. Komu þeir með 20 kindur,
sem voru víðsvegar að, allt frá
Borgarfirði eystra til Hornafjarð 1
ar. — Gunnar.
Jólalegt á Akranesi
AKRANESI, 21. des. — Jólalegt
er hér í bænum orðið. — Stórt
jólatré frá vinabæ Akraness,
Tönder í Danmörku stendur Ijós-
um baðað á Iðnskólablettinutn,
annað stendur framan við sjúkra-
húsið, og í tveim görðum við hús
þarna standa skrautlýst tré. Þá
er búið að setja upp á byggingu
Sementsverksmiðjunnar Jóla-
stjörnu sem samanstendur af 100
ljósaperum. Víða í bænum eru
ljósaskreytingar og eru jól að
færast yfir bæinn. — Oddur.
Af öðrum jólaleikritum í
Kaupmannahöfn má nefna:
„Hver er Sylvia?" eftir Ter-
ence Rattigan, sem sett verð-
ur upp á „Allé Scenen“ með
Birgitte Reimer, Hans Kurt,
og Ebbe Rode og „Trold kan
Tæmmes (Taming of the
Shrew) eftir Shakespeare í
„Det Ny Teater" með Bodil
Kjer og Henrik Bentzon.
Herforingjar þessir voru hand-
teknir 22. október s.l. samkvæmt
sérstökum fyrirmælum Castros
forsætisráðherra. Tilefni hand-
tökunnar var það, að Matso hafði
óskað eftir lausn frá störfum,
vegna þess að hann kvaðst ekki
Hubert Matos
sætta sig við aukin áhrif komm-
únista í hernum.
Meðal vitna í réttarhöldunum
var sjálfur Castro forsætisráð-
herra. Hann flutti 7 klst. ræðu í
réttinum og það með óvenjuleg-
um hætti. Vitnaleiðslan fór fram
í stóru kvikmyndahúsi, sem var
þéttskipað áheyrendum. Hljóð-
nemi var hengdur á háls Castros
og síðan byrjaði hann ræðu sína.
Hann sneri baki að dómendum en
fram til áheyrenda.
Castro sakaði Matso um það að
hafa ætlað að skapa vandræða-
ástand á Kúbu með lausnar-
beiðni sinni. Hún hefði verið til
þess ætluð að steypa byltingar-
stjórninni.
Vilhelm Moberg:
Vesturfararnir
Þessi skáldsaga Mobergs hefur selst
í 450 þús. eintökum í Svíþjóð einni og
verið metsölubók í Bandaríkjunum.
Þetta er talin ein skemmtilegasta bók
höfundar og hefur fengið frábæra dóma.
496 bls. kr. 220,00 ib.
Félagi Castros dœmdur
í 20 ára fangelsi