Morgunblaðið - 23.12.1959, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.12.1959, Qupperneq 17
Miðvik'udagur 23. des. 1959 MORCVWRLAÐIÐ 17 0i0 * 0 0\0 0 * * x* 0-rr-,rw r rr r rrrrrrr rf rrrf *■* \Lriji ar um: <r JÓLAMYNDIRNAR -.- + +*.** + ^,**.*-** *-***** 0- * » * *-**J0‘ -+ *> Rock Hudson og Cyd Charissc. sýn og við sjáum hversu ást þeirra þróast og öðlast hann styrk leika er býður öllum erfiðleikum sem verða á vegi þeirra, byrgin. Efni myndarinnar verður ekki rakið hér, en það skal endurtekið, sem sagt er hér að framan, að myndin er ákaflega heillandi og prýðilega leikin. Deborah Kerr er mikil leikkona, sönn í túlkun sinni á þeim hlUtverkum, sem hún fer með og svo er einnig hér. Gary Grant er henni verð- ugur mótleikari og Cathleen Nes- bitt, sem leikur ömmu Nickie’s er frábær. Gamla bíó: Gigi. Þetta er amerísk söngvamynd í litum og er hún gerð eftir hinm frægu sögu skáldkonunnar Col- ette. Hefur mynd þessi hvarvetna hlotið frábærar viðtökur, enda er myndin í alla staði hin skemmti- legasta, ágætlega gerð og vel leikin. Um tónlistina hafa þeir séð Alan Jay Lerner og Frede- rich Loewe, þeir sömu, sem sömdu tónlistina í óperettunni „My fair Lady“, sem farið hefur sigurför um heiminn. Hefur myndin „Gigi“ hlotið fjölda verð launa, meðal annars sem bezta mynd ársins, þegar hún kom fram, fyrir tónlistina, leikstjórn- ina o. fl. o. fl. Aðalleikendurnir eru ekki heldur af lakara tag- inu, en þeir eru Leslie Caron, sem leikur „Gigi“, Maurice Che- valier og Luis Jourdan. Hafnarbíó: Ragnarök. Mynd þessi er frá Unversal- Xnternational-félaginu og er tekin í litum. Er hún gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Ernest K. Gaun. Leikstjóri er Joseph Pev- ney, en aðalleikendur Rock Hudson og Cyd Charisse. Segir myndin frá ævintýralegri férð skútunnar „Cannibal“ yfir Kyrra haf á leið til Mexíkó. Eigandi og skipstjóri skútunnar (Cyd Charisse), ung bandarísk kona, Louis Arnstrong og Danny Kaye. en aðalleikendur þau Deborah Kerr og Gary Grant. Er mynd þessi áhrifarík og heillandi ást- arsaga, þar sem skiptast á Ijós og skuggar í lífi elskendanna, hinnar yndislegu Torry Mc Kay (Deborah Kerr) og Nickie Ferr- ante (Gary Grant). Hefst sagan er þau hittast fyrst um borð í glæsilegu skemmtiskipi, bæði harðtrúlofuð, hann einni ríkusti stúlku Bandaríkjanna, en hún auðkýfingnum Ken Bradley (Richard Denning). Þau verða ástfangin hvort af Öðru við fyrstu Stjörnubíó: Zarak. Úr mynd Stjörnubíós: Zarak. Mynd þessi er létt og aðlaðandi og tekin í fögru umhverfi. ☆ Hafnarfjarðar Bió: Karlsen stýrimaður Þetta er dönsk mynd, tekin f litum, — fyrsta danska litmynd- in, sem er nægilega löng til sýn- ingar heilt kvöld. Mun þetta vera dýrasta kvikmyndin, sem Danir hafa gert. Er myndin gerð eftir gamanleiknum „Styrmand Karl- son’s flammar“, sem notið hefur geysimikilla vinsælda í Dan- mörku. í myndinni leika margir af þekktustu og vinsælustu leik- urum Dana, svo sem Johannes Meyer, Fritz Helmuth, Ove Sprog öe og síðast en ekki sízt, hinn bráðsnjalli gamanleikari Dirch Passer, svo að einhverjir séu nefndir. Myndin gerist allvíða, í Kaupmannahöfn, á heimshöfun- um um borð í dönsku vöruflutn- ingaskipi og á Perlueyjunni við strönd Afriku, og eru þau atriðj, sem þar gerast tekin þar á staðn- um. — Fjallar myndin um við- burðaríka ferð danska vöruflutn- ingaskipsins til Perlueyjar til að sækja þangað grjót, sem talið er að hafi að geyma dýrmæt efni. Jóhannes Meyer er skipstjói:, Helmuth stýrimaður Karlsen og Dirch Passer elda ofan í mann- skapinn. Þegar til eyjarinnar kemur er skipshöfninni tekið aí mikilli gestrisni, enda er drottn- ingin á eyjunni dönsk og maður hennar líka og er hann gamall kunningi skipstjórans frá Kaup- mannahöfn. Mynd þessi er efnismikil og bráðskemmtileg, tvímælalaust i fremstu röð kvikmynda. ☆ Kópavogsbió: Nótt í Vín Þetta er austurrísk gamanmynd með mikilli og léttri tónlist og söng. Er myndin gerð eftir óper- ettu Richards Henberger „Opera- ball“. Hún gerist í hinni fögru og glaðværu Vínarborg um síðustu aldamót. Segir þar frá tveimur eiginmönnum nokkuð breyzlc- um, sem laumast á óperudansleik ársins án þess að hafa konur sín- ar með. En konurnar eru slungn- ari en þeir hafa gert ráð fyrir og þær fara líka á dansleikinn, auð- vitað dulbúnar. Er nú ekki að sökum að spyrja. Hér gerast þeir atburðir, sem mundu nægja lil hjónaskilnaðar hvar sem væri og vel það, en Vínarborg var í þá daga fjörug borg, sem ekki tók hlutina alltof hátíðlega og því rætist hér furðuvel úr öllum vanda að lokum. Þetta er mynd full af gáska og gleði og kemur áhorfandanum í gott skap. Austurbæ jarbíó: Rauði riddarinn. Þetta er ítölsk mynd, tekin i litum og Cinemascope. Leikstjóri er G. M. Scotese, og í aðalhlut- verkunum eru Fausto Tozzi og Patricia Medina. — Myndin gerist í Písa á Ítalíu á öndverðri sext- ándu öld. Ævintýramaðurinn Raniero d’Anversa hefur hrifs- að til sín völdin í borginni og þrautpínir borgarbúa með háum sköttum í nafni stórhertogans. — Auk þessa vinnur- hann ýmis hryðjuverk, rænir banka og læt- ur myrða bankastjórann En þá kemur til sögunnar listmálarinn Luca. Hann er sonur bankastjór- ans og sver þess dýran eið að hefna föður síns. Hefjast nú mikil átök milli Luca og fylgj- enda hans annarsvegar og Flam- ingo, en svo er harðstjórinn nefnd ur, og manna hans hins vegar. Gerast nú margir spennandi at- burðir, sem ekki verða raktir hér, og jafnframt er sagt frá ást- um Luca og ungrar stúlku, Lauru að nafni, sem er dóttir lands- stjórans, sem Flamingo hefur kúgað til undirgefni. ☆ sem átt hefur í útistöðum við bandarísku lögregluna, Harry Hulton, uppgjafa leikhúsmaður o. fl. — Skútan er gömul og farin að láta á sjá, enda kemur alvar- legur leki að henni mjöð bráð- lega. Stýrimaðurinn krefst þess að komið verði við í Honolulu til þess að gera við lekann. Davíð skipstjóri aftekur það með öllu, enda heldur hann að óhætt muni vera að halda áfram ferðinni. Þó fer svo að hann neyðist til að leita .hafnar í Honolulu. Og þar bíða örlögin Carlottu — en Davíð kveðst munu bíða hennar líka og sækja hana, þegur hún hafi gold - ið skuld sína við réttvísina, að tveimur árum liðnum, enda höfðu þau játað hvort öðru ást- sína. ☆ Nýja bíó: Þaff gleymist aldrel. Þetta er amerísk mynd frá 20th Century-Fox, tekin í litum og Cinemascope og byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Ow:a Aheme, en hún birtist á sínum tíma sem framhaldssaga í Tím- anum. Leikstjóri er Leo McCarey Þessi enska mynd er tekin í litum og CinemaScope. Leik- stjóri er Terence Young, en aðal- leikarar Victor Mature, Ánita Ekberg og Michael Wilding. Ger- ist myndin í Indlandi í ríki höfð- ingjans Haji Khan. Hann á þrjá syni, Zarak (Victor Mature), Biri og Kasim. En hann á líka kvenna búr, og þar er Salma (Anita Ek- Tight“ svo eitthvað sé nefnt. Danny Kay leikur Red Nichols og er bráðskemmtilegur að vanda. Þá spillir það ekki að Louis Armstrong og hljómsveit hans leikur í myndinni. Mynd þessi hefur allsstaðar hlotið mikla aðsókn, enda er hún mjög skemmtileg. ☆ berg), sem ber af öllum konum. Vandamálið er það, að hún elskar Zarak og eitt sinn kemur Haji Khan að þeim í faðmlögum. Þetta er dauðasök, en þó fer svo að Khan lætur sér nægja að reka Zarak í útlegð og Salma selur hann kaupmanni einum. Zarak gerist nú foringi annarra útlaga, sem lifa á ránum, en þó snýst barátta þeirra mest gegn yfirráð- um Breta á þessum slóðum. Er heitið fé til höfuðs Zaraks. Gerast nú mörg spennandi atvik því að Ingram (Michael Wilding), brezki herforinginn lætur einskis ófreistað til að klófesta Zarak, Verður sú saga ekki sögð hér. Mynd þessi er viðburðarík og spenna hennar mikil. Þá sýnir Stjörnubíó um jólin barnamyndina, „Heiffa og Pétur“ sem hvarvetna nýtur geysimikilla vinsælda. ☆ Tjarnarbió: . Danny Kay og hljómsvelt Þetta er alveg ný amerísk mynd, aðeins fárra mánaða göm- ul, og er tekin í litum. Er myndin byggð á ævisögu hins fræga am- erríska hljómsveitarstjóra Red Nichols og hljómsveitarinnar „The five Pennies". Er fjöldinn allur af lögum leikinn og sunginn á myndinni þeirra á meðal „The five Pennies", „Lullaby úr Rag- time“ og „Goodnight — Sleep Tripolibíó: Frídagar í París Þetta er ný amerisk gaman- mynd, tekin í litum og Cinema- scope, gerð eftir sögu Roberts Hope. Hefur Gerd Oswald sett myndina á svið, en aðalleikendur eru þeir snillingarnir Bob Hope og Fernandel hinn franski, sem allir hér kannast við frá kvik- myndinni „Don Camillo“, þar sem hann lék prestinn af óviðjafn anlegri snilld. Aðrir leikendur í myndinni eru Anita Ekberg og Martha Hyer. — Myndin hefst um borð í lystiskipinu „Ile de France“ á leið frá New York tii Frakklands. Meðal farþega er hinn frægi ameríski skopleikari, Bob Hunter (Bob Hope) og franski gamanleikarinn Fernydíl (Fernandel), ung og falleg stúlka Ann McCall að nafni og Sara, ljóshærð ung stúlka. Bob er í þeim erindum að kaupa handrit að nýju leikriti eftir rithöfundinn Serge Vitry. Þegar til Parísar kemur reynist ekki eins auðveltog búast hefði mátt við, að nálgast handritin hjá rithöfundinum. Gerast þarna margir voveiflegir atburðir, sem leiða í ljós að Bob er í bráðri hættu. En hann á hauk í horni þar er vinur hans, leik- arinn Fernydel, sem kemur hon- um til liðs, þegar mest ríður á. Ég hef ekki séð þessa mynd, en það er trú mín að hún sé skemmtileg með slíkum öndvegisleikurum sem Bob Hope og Femandel í aðalhlutverkunum. ☆ Bæjarbíó: Undir suffrænum pálmum Þetta er músik-mynd í litum, tekin á Ítalíu. Leikstjóri er Hans Deppe. Er meginefni myndar- innar tónlist og ástir. Koma þarna fram ýmsir þekktir tónlistar- menn, svo sem Helmut Zachanae, einn frægasti jazz-fiðluleikari Evrópu, sem hefur ferðast land úr landi með fiðluhljómsveit sína og haldið hljómleika við mikla hrifningu áheyrenda, Teddi Reno, sem er vinsælasti dægurlaga- söngvari Ítalíu og hin unga sænska söngkona Bibi Johns, sem nýtur sívaxandi vinsælda á megin landi Evrópu. Syngur hún i mynd inni mörg lög, m. a. sænska „Vögguvísu", „Undir suðrænum »pálmum“ og „Serenata d’ amorc".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.