Morgunblaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 24
1 dagur til jola lltoginiMaMfc 287. tbl. — Miðvikudagur 23. desember 1959 dagur til jóla Bíl hvolfir 3 í sjukrahúsi SELFOSSI, 22. des. ÞAÐ slys vildi til í dag um há- degisbilið, að bíll með sjö manns hvolfdi. Allir nema bílstjórinn meiddust og í kvöld eru hér í sjúkrahúsinu einn fullorðinn maður, kona og drengur. Eru þau öll.frá Votumýri á Skeiðum. Fólkið var á leið hingað til Selfoss til þess að kaupa til jól- anna. Var ekið í rússneskum jeppa sem var með tjaldi yfir. Á veginum rétt ofan við Kílhraun varð slysið. Ökumanni jeppans sýndist framundan vera vatn á veginum, en er bíllinn rann yfir það, kom í Ijós að flughált svell. Skipti engum togum að bíllinn snarsnerist á veginum, fór útaf honum og kastaðist út í grjóturð og þar hvolfdi honum. Allir far- þegarnir í bílnum, 'sex að tölu, meiddust, en bílstjórinn ekki. Fólkið var frá Votumýri, nema bílstjórinn og var það flutt bingað í sjúkrahús. >rír fengu að fara heim aftur að lokinni læknisaðgerð, en í gærkvöldi eru úr hópnum í sjúkrahúsinu Guðni bóndi á Votumýri, tengdadóttir hans Elín og drengurinn Tryggvi Eiríksson, en hann er bróðir El- ínar. Að sögn Bjarna Guðmunds sonar læknis eru þau öll nokkuð mikið slösuð, en mest og alvar- legust eru meiðsli Tryggva. Líð- an þeirra var sögð eftir öllum vonum seint í gærkvöidi. ,Þú gefur skýrslu!4 SEINT í gærkvöldi varð harður árekstur á flughálku á Miklu- brautar- og Rauðarárstígshorni. Slökkviliðsbíll ók inn á Miklu- brautina, en í því kom þar á gatnamótin eftir brautinni 4ra manna Renault-bíll. Slökkviliðs- bíllinn, sem ók á þann litla, velti honum og kastaði langa leið. Bíl- stjórinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Slökkviliðsbíll- inn hafði litla sem enga viðdvöl á árekstrarstaðnum. Bíls’tjórinn sagði að þeir í slökkviliðsbílnum hefðu kallað til sín: — Þú gefur skýrslu, og síðan ekið á brott. Litli bíllinn hafði orðið fyrir miklum skemmdum. Þessi mynd var tekin á söltunarstöð á Akranesi í gær. **WS»IS!»r „Jdlafif í síldinní AÐEINS mjög fáir bátar hafa verið á síldveiðum í nótt. — Stafar þessi almenna landlega í verstöðvunum af því: „Það eru komin jól í síldinni“, eins og einn sjómannanna í Sand- gerði hafði komizt að orði i gær, er hann fór í jólafríið. Ef vel viðrar eftir hátíðar og aflabrögð verða góð, er búizt við að framhald verði á síld- veiðunum. Dagurinn í gær var sem og hinir fyrri mikill og almennur Stórfelld aukning Hitaveitunnar; • 60 I. á sekúndu af 135 st. heitu vatni HVER stórviðburðurinn rekur nú annan á sviði orkuframleiðslu. Á laugardaginn var, tók Efra-Sogs- virkjunin til starfa og í fyrradag stórjókst vatn Hitaveitunnar, er lokið var við að virkja tvær vatns miklar borholur, sem stóri jarð- borinn boraði í fyrrasumar á gatnamótum Laugarnesvegar og Hátúns. Hófst þá lokaprófun á dæluútbúnaði. Standa miklar vonir til þess, að með þessari við- bótar virkjun til Hitaveitu Reykja víkur, muni hitaveitan nýtast allmiklu betur en áður og liggur það í því meðal annars, að vatnið er allt að 135 stiga heitt er það blandast Reykjavatninu í aðal- æðinni. 30 sekl. úr holu Borholur þessar hafa við fyrstu mælingar eftir að byrjað var að dæla frá þeim vatni, sýnt að vatnsmagnið er um 30 sekl. frá hvorri holu. Á 50 metra dýpi hef- ur 75 hestafla dælum verið komið fyrir, en þær dæla vatninu frá holunum eftir vatnsæð, sem ligg- ur að aðalæðinni frá Reykjum að geymunum á Öskjuhlíðinni og kemur sú æð í æðina frá Reyki- um nokkuð fyrir norðan gamlr golfskálann. Samsvarar 26.000 kw. Fyrstu mælingar gefa til kynna hvílík feikna orka það er seiu þarna hefur verið beizluð. Notan- legt orkumagn í þessum borho - um mun samsvara 26.000 kílo- wöttum, en það er hvorki mei.a né minna er tvöfalt það orku- magn sem virkjað var austur við Efra-Sog á laugardaginn var. afladagur. Dagaflinn skipti þús- undum tunna. Vegna sífellt mink andi síldarsöltunar, vegna jóla- anna á heimilunum, fór verulegt magn síldarinnar til bræðslu og eins var allmikið fryst. Pottur rændur ú Luuguvegi EINN hinna yfirlætislausu , potta Hjálpræðishersins hér í Reykjavík, var rændur um miðjan dag í gær. Egill Stene, kapteinn úr Hjálpræðishernum, skýrði Mbl. frá þessu í gær. Nú um þessi jól hafa pottar Hjálp- ræðishersins staðið á fimm stöðum hér í bænum, flest- ir í Miðbænum, en einn á Laugaveginum, við verzl. Liverpool. Það var hann, sem var rændur. Gerðist þetta milli kl. 12—1,30 í gærdag. Potturinn var þá sprengdur upp og tæmdur. Var þetta einn bezti pottur- inn okkar, sagði kapteinn Stene og nokkurt fé hafði þá safnazt í hann, frá því hann var settur upp klukk- an 8,30 í gærmorgun, því pottarnir eru jafnan tæmd- ir á kvöldin. Kvað kapteinn Stene bæjarbúa hafa lagt í potta Hersins rúmlega 15,- 000 krónur um jólin í fyrra, og í fyrrakvöld höfðu safn- azt 8.000 krónur. Kapteinn Stene sagði, að tíðindin um rán jólapotts- ins hefði komið sér mjög á óvart. Á öðru áttum við sannarlega von. — Bað hann Mbl. að færa bæjarbúum þakkir fyrir skerf þeirra til þess að gefa þessum börnum gleðileg jól. Hinn miki aflabátur Víðir II. úr Garði er aflahæsti báturinn í flotanum. Eftir því sem næst var komist í gærkvöldi mun afl inn vera orðinn allt að 7500 tunn ur síldar. Hafði Eggert á Víði II. komið með rúmlega 800 tunn ur síldar í gær til Sandgerðis. Þangað hafði einnig komið með prýðisafla Rafnkell, er hann með hringnót eins og Víðir II. Mun Rafnkell vera meðal hæstu báta, eða um 600 tunnur. Keflavík, 22. des.: — 19 bát- ar komu að í dag með 3170 tunn ur. Þó var veiði í dag mjög mis- jöfn. Aflahæstu reknetjabátarn- Ir voru Reykjaröst 330 tunnur og Farsæll með 300. Af hringnóta- bátunum voru hæstir Vonin með 500 og Kópur með 250 tunnur. Saltað hefur verið fram á nótt og saltað eins mikið og hægt hefur verið að koma af, og hitt fer í frystingu. Akranesi: — Rokveiði er enn sem fyrri daginn. Komu nú hing að í dag 18 bátar með 4700 tunn- ur síldar alls. Voru fimm þeirra hringnótabátar. Var Höfrungur með rúmar 850 tunnur, Keilir 640, Sigurvon 586 og tveir Sand gerðisbátar, Jón Gunnlaugsson og Muninn með sínar 500 tunn- ur hvor. Af reknetjafoátunum voru með mestan afla Skipa- skagi með 250 tunnur, Ólafur Magnússon 200 og Bjarni Jó- hannesson 190. Saltað var frá klukkan 10,30 í gærmorgun til klukkan 4 sl. nótt og því vöku- nótt hjá mörgum verkamönn- um. Hafnarfirði: — Ekki var eins góð síldveiði í gær og daginn áður, en þó fiskuðu bátarnir yf- irleitt ágætlega. Um 1100 tunn- ur voru lagðar upp hjá Jóni Gísla syni og var Faxafoorgin með mestan afla eða rúmar 600 tunn- ur, Fagriklettur 200, Hafnfirð- ingur 165, Stefnir 100 og Flóa- klettur 95. Þá var Haförnin með um 250, Guðbjörg 150, Hafbjörg 80, Fákur 70, Álftanes og Reykja nes um 100 tunnur hvor. Ekki fóru bátarnir út aftur í gær, því að ekki verður unnið við söltun síldar eða frystingu í kvöld eða á aðfangadag. s ki p - ;ig Id i gegnum br yí m una á Djúpavík GJÖGRI, Ströndum, 22. des. DANSKT skip, Ketty Danielsen, sem átti að taka saltfisk hjá hf. Djúpavík, sigldi um kl. 2 í gær í gegnum bryggjuna á Djúpavík. Var skipið að leggjast upp að að, þegar mistök urðu í vélar- rúmi, og í stað þess að fara fulla ferð aftur á bak, fór skipið áfram, með þeim afleiðingum að það fór í gegnum miðja bryggj- una og stóð fast upp undir síldar- planinu. Náðist skipið ekki út fyrr en á flóðinu eftir miðnætti í nótt. ■ Bryggjan, sem var stór tré- bryggja, skemmdist mikið. Er skarðið, sem'skipið gerði í hana, 13 m breitt. Brotnuðu alveg 20 staurar og aðrir löskuðust. Fram- endi bryggjunnar hallast mjög og er viður úr henni fljótandi um allan Reykjafjörð. Skipið, sem lestar 1100 tonn, skemmdist ekkert, og fór það frá Djúpuvík kl. 1 í dag áleiðis til Reykjavíkur. — Regína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.