Morgunblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 10
34 MORGVNBLAfílÐ Fimmtudagur 24. des. 1959 Áhrifamikið iistaverk HÆGRA megin við háaltarið í lítilli kirkju í Bologna á Ítalíu stendur þetta meistara- verk frá 5. öld, sem við birt- um mynd af hér að ofan. Höf- undur þess er myndhöggvar- inn Nicolo di Puglia, sem einnig var kallaður Nicolo dell Arca og kenndur við verk sitt. Stytturnar eru úr terra cotta leir og í eðlilegri líkams- stærð. Myndin heitir Pieta og sýnir Krist eftir að búið er að taka hann af krossinum og syrgjendurna, sem standa í kringum hann. Stytturnar voru uppruna- lega litaðar. Þegar tveir lista- menn gerðu þær upp árið 1913 kom í ljós hinn áhrifamikli svipur á andlitunum undir 7 55 °9 orctvpo k d tiruin unuintnn ÞAÐ var einu sinni forar- pollur, sem fannst hann vera ósköp lítill og ljótur. Hann skammaðist sín svo mikið, að hann þorði ekki að horfa upp í himininn, sem var svo stór og fagur. Þá komu tveir litlir dreng- ir gangandi eftir veginum og stönzuðu hjá pollinum. „Komdu að vaða“, sagði annar. — „Þá skít ég út nýju og fínu stígvélin mín“; sagði hinn, „við skul- um heldur finna hreinan poll“. Hann gekk af stað í nýju stígvélunum sínum. En hinn drengurinn stóð kyrr hjá pollinum og kall- aði: „Nei, sjáðu, hvernig himininn speglast í hon- um“. Aumingja forarpoll- urinn, sem hafði ekki þor- að að líta upp, til að sjá ekki nýju stígvélin, varð svo hissa að hann gleymdi að skammast sín og leit upp. Þá mætti hann bláum og hreinum barnsaugum, sem horfðu á hann full af undrun og gleði — enn hreinni en himininn, því í þeim voru engin ský. Og hváð var þetta, sá pollur- inn ekki sjálfan sig í aug- um drengsins. Hvernig gat hann sem var svo ljótur, speglazt í þessum hreinu og fögru augum? Og hvern- ig gat hann, sem var svo lítill, speglað allan himin- inn? — Aumingja pollur- inn hélt sig vera að dreyma. Hinn drengurinn var nú kominn í nýju stíg- vélunum sínum og sá það ^SSuin týri rjtir ^dnc^imar Sríend Su líka — himininn í forar- pollinum. Þá var pollurinn alveg viss um, að þetta væri rétt — og allt í einu fannst honum, að hann væri hreinn — hreinn eins og barnssál, og hann brosti og brosti, svo hann virtist allur þenjast út. Svo fóru litlu drengirnir að vaða í poilinum og þykjast stíga á sólina. Og forarpollurinn hló og hló. Þegar þeir fóru heim að hátta voru nýju stígvélin ekki lengur hrein og gljáandi, en augu drengsins, sem átti þau, voru full af hamingju. Og forarpollurinn vakti alla nóttina til að spegla tungl- ið og stjörnurnar á himn- inum. lögum af málningu.Á átjándu öld var myndin fjarlægð úr kirkjunni, vegna þess að þessi sára og æðisgengna örvænt- ing, sem listamanninum hafði tekizt að ná fram á andlitum syrgjendanna, þótti hafa of truflandi áhrif á kirkjugesti undir messunni. Árið 1877 var haldin sýniAg á myndinni og skemmdist hún þá talsvert á flutningnum í sýningarskál- ann. Á myndinni eru, talið frá vinstri, heilagur Nikodemus (sem álitinn er sjálfsmynd af listamanninum), María frá Klopa, María mey, Jóhannes, María móðir Jose og María Magðalena, en listamaðurinn hugsar sér sýnilega að hún komi hlaupandi þarna að. Yfir ásjónu Krists hvílir ó- endanleg ró, í andstöðu við átakanlegan örvæntingarsvip þeirra sem eftir lifa. Hér með birtum við stækkaðar myndir af Maríu guðsmóður, lengst til vinstri og Maríu Magða- lenu, hér fyrir ofan. í andliti guðsmóður speglast óendan- legur sársauki og svipur Maríu Magðalenu lýsir skelf- ingu hennar, er hún sér hvað orðið er. Þetta 15 alda gamla lista- verk þykir ákaflega áhrifa- mikið. e icjurisóóon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.