Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 22
46
m o r a rn\ n r 4 n i n
Fimmtudagur 24. des. 1959
Lapp nesk
Er sýslumaðurinn þá orðinn blýfastur á rassanum við
reiðskjótann.
galdrasaga
SUMARIÐ 1938 var ég á Kirkju-
nesi á Austur-Finnmörk. Þar
kynntist ég nokkrum Löppum,
sem sögðu mér margt um háttu
og siði þjóðar sinnar, m. a. það
sem hér fer á eftir:
Lappar eru mjög trúræknir og
kirkjuræknir. Langflestir eru
lútherskir, en í Pasvíkurdalnum,
þar sem nú eru landamæri Finn-
merkur og Sovétríkjanna, búa
hinir svonefndu Skoltalappar
(Kollta), sem eru grísk-kaþólskir.
En þó að Lapparnir séu trúrækn-
ir, má segja, að þeir séu all-
blendnir í trúnni, því að trúar-
skoðanir þeirra eru mjög litaðar
af fornum átrúnaði og hjátrú.
Guðir Lappanna voru margir.
Bjuggu þeir í fjöllum, fossum,
ám, vötnum o. s. frv. Þrír voru
æðstir, Tiermes, þrumuguðinn
(sama og Þór). Hann réði yfir
lífi og dauða og varði menn gegn
illum öndum, sem voru alls stað-
ar á vakki og sættu færis að ná
tangarhaldi á mönnum. Tiermes
notaði eldinguna að vopni og
þrumurnar voru rödd hans.
Annar var Storjunkar. Sá var
guð hreindýranna og mjög dýrk-
aður og honum færðar brenni-
fórnir, vanalega hreindýrakjöt.
Storjunkar birtist mönnum oft,
og var eins og lög gera ráð fyrir,
nauðalikur Lappa, en mjög stór
vexti og tiginmannlegur. Ekki
veit ég hvaða vopn hann bar t’l
forna, en á seinni öldum hefur
hann jafnan byssu. Þótt furðu-
legt sé, hefur Storjunkar fugls-
fætur. Ég skal ekki segja um
hvort hann hefur sundfit milli
tánna, en líklegt finnst mér það.
Þriðji aðalguðinn var Baiwe,
en það var hvorki meira né
minna en sólin sjálf. Lappar voru
miklir sóldýrkendur og töldu
sólina skapara himins og jarðar,
auk þess sem hún var ljós- og
hitagjafi.
Nú mun átrúnaSur á þessa heil-
ögu þrenningu algerlega horfinn,
þó að víða verði vart óbeinna
leifa hans, t. d. hafa Lappar allt
til . þessa verið mjög ófúsir að
vinna á fimmtudögum, en það er
dagur Tiermes eða Þórs. Á hinn
bóginn er trú þeirra á anda og
vættir, illar og góðar, mjög rót-
gróin. Þeir eru, a. m. k. eldra
fólkið, sanntrúaðir á huldufólk.
Er það heill þjóðflokkur, sem
nefnist Uldas. Uldas búa niðri
í jörðinni og eru risavaxnir og
sterkir, en mjög fríðir sýnum,
þ. e. a. s. þegar þeir sjást á annað
borð, en þeir eru vanalega ósýni-
legir, eins og íslenzka huldufólk-
ið. Uldas eiga fjölda hreindýra
og eru þau hvít á lit og mestu
kostaskepnur, en auðvitað að
jafnaði ósýnileg, eins og eigend-
urnir. En oft heyrist í bjöllum
forustutarfanna og er sagt, að
slíkur bjölluhljómur viti á illt.
Nokkur kynblöndun er með
Uldas-törfum og hreinkúm Lapp-
anna og eru kálfar undan þeim
mjög eftirsóttir og í háu verði.
Ekki er mér þó grunlaust um að
kaupmennska megi sin meira, en
kynbótalöngun í þeim viðskipt-
um.
Uldasfólkið hefur sama áhuga
á mennskum bömum og íslenzka
huldufólkið. Verður að gæta
þeirra vel, meðan þau eru ómálga
í vöggu, því að annars má eiga
það á hættu, að skipt sé á þeim
og Uldasbörnum, eða jafnvel
körlum og kerlingum. Eru slíkir
umskiptingar jafnan andlegir,
eða líkamlegir aumingjar.
Það er annars stórfurðulegt
hve huldufólkstrúin er lík hjá ís-
lendingum og Löppum.
Þá kem ég að galdratrúnni.
í íslendingasögunum er víða
getið um göldrótta Lappa, til
dæmis sögðu Lappar fyrir um för
Ingimundar gamla til íslands.
Munu þeir snemma á öldum hafa
gert sér galdurinn að atvinnu-
grein, enda hafa þeir allt fram
á þennan dag haft óbilandi trú á
galdramönnum sínum. Þó að vest
firzkir og þó einkum arnfirzkir
galdramenn væru magnaðir, kom
ust þeir ekki í hálfkvisti við þá
lappnesku, enda ekki von, þegar
þess er gætt, að íslendingar hafa
einkum notað afturgöngur til
snúninga, en Lappar notuðu og
nota sjálfa guðina, að vísu ekki
þá æðstu, þ. e. a. s. þrenninguna
Tiermes, Storjunkar og Baiwe,,
heldur hálfguði þá og anda, sem
í fjöllum, vötnum og fljótum búa.
Ekki held ég, að þeir Lappar,
sem ég kynntist á Kirkjunesi
hafi verið göldróttir, enda voru
þeir flestir aldir upp meðal Norð-
manna og höfðu tileinkað sér
siði þeirra og tungumál.' Þó
gengu sumir þeirra alltaf í lapp-
neskum stuttpilsum úr skinnum
eða vaðmáli, með rauðum legg-
ingum. En það er þjóðbúningur
þeirra og nefnist koftur.
Sá þessara Lappa, sem ég-
kynntist mest hét Jóhannes Ink-
ila. Það var trésmiður, rösklega
fimmtugur, fjörugur og skraf-
hreyfinn karl, sem átti fjögur
uppkomin börn. Þau gengu í
norskum fötum og töluðu alltaf
norsku, en karl var í koftu, þeg-
ar hann var ekki í vinnunni og
vildi helzt tala lappnesku. En í
henni skildi ég vitanlega ekki
baun.
Þessi karl sagði mér eina
galdrasögu, sem mér finnst þess
virði að halda til haga. Ekki spill-
ir það, að hún mkwiir dálítið á
íslenzka galdrasögu um séra
Erík á Vogsósum. Hún er þá
svona:'
Fyrir alllöngu síðan bjó norsk-
ur sýslumaður í smáþorpi norður
á Finnmörk. Hann var svo ríkur
að hann vissi ekki aura sinna tal
og var álitið, að sá auður væri
ekki sem bezt fenginn. Svo mikið
var a. m. k. víst, að enginn em-
bættismaður hafði í manna minn-
um gengið eins hart fram í því að
innheimta skatta og gjöld af Löpp
unum, og hann. Var hann þess
vegna kallaður Lars harðjaxl, ea
vitanlega ekki svo hann heyrði
sjálfur, því að þá hefði voðinn
verið vís.
I nágrenni við sýslumannssetr-
ið bjó gamall Lappi, hálfblindur
og gigtveikur, þegar saga þes3Í
gerðist. Var hann löngu hættur
ferðalögum, en hokraði einn í
kotinu með nokkur hreindýr og
tvær eða þrjár geitur. Fáir urðu
til þess að áreita hann, enda var
hann talinn rammgöldróttur.
Hreindýrin hans hlupu ekki upp
á heiðarnar á vorin, eins og önnur
hreindýr, og kýrnar komu sjálfar
að kofadyrunum til þess að láta
mjólka sig. Tvennt átti þessi
gamli Lappi, sem sveitungar
hans hefðu viljað gefa mikið fyr-
ir að komast yfir, annað var
brennivínskútur, sem hafði þá
náttúru, að hann var alltaf full-
ur, og hitt var hreintarfur, öllum
öðrum sterkari og frárri á fæti,
og hafði þar að auki þann góða
kost, að hann eltist ekkert, og
sögðu sumir, að karl hefðj átt
hann síðan hann var krakkl.*
Þetta berst til eyrna sýslumanns,
en hann leggur lítinn trúnað á.
Samt hugsar hann sér gott til
glóðarinnar, að komast yfir þessi
stærstu pappírsútflytjendur Evropu
Pappírsútflutningur Finnlands 1958:
585.000 tonn Blaðapappír
385.000 — Pappír til umbúða
350.000 — Pappi til iðnaðar
180.000 — Bóka- og skrifpappír
20.000 — Pappírspokar
Samtals 1.520.000 tonn
Finska Pappersbwrksföreningjen, Helsingfors,
Finska Kartongföreningen, Helsingfors,
Finska Pappers- och Kartongföradlaree Förening, Helsingfors,
Fnso-Gutzeit Osakeyhtiö, Kraftliner-avd., Helsingfors.
Umboðsmenn:
S. Arnason
Keykjavík.
& Co.