Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 23

Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 23
Fimmtudagur 24. des. 1959 MORCHNfíLAÐIÐ 47 gersemi, ef eitthvað skyldi vera hæft í sögusögnum Lappanna. Fer hann því einn sunnudag til þess að heimsækja þann gamla, og er í fullum embættisskrúða. Hittir svo á, að karl er úti stadd- ur, og situr sunnan undir vegg í sólskininu. Stendur hreintarf- urinn góði hjá honum og heyrir sýslumaður, að karlinn talar við tarfinn, en hann baular á móti. Þykist hann nú ekki þurfa frekar vitnanna við, en veður að karli með óbóta-skömmum og sakar hann um galdra og guðleysi. Seg- ir hann að tarfurinn hljóti að vera púki í hreindýrslíki, og skuli þetta kukl verða honum dýrt áð- ur en ljúki. Karl er hinn þverasti og neitar öllu, en sýslumaður fer sínu fram, engu að síður. Fer hann inn í kofann og finnur kút- inn, tekur hann og bindur hann á bak hreintarfinum og teymir hann á burt, en segir karli, að hann megi þakka guði fyrir að vera ekki tekinn líka og fluttur í varðhald. Skilur svo með þeim og segir Lappinn nokkur orð á lappnesku við hreintarfinn, um leið og hann er teymdur burt, en það mál skildi sýslumaður ek -i. En ekki v - - u peir fyrr komnir í hvarf bak við næstu hæð, cn tuddi fer að verða stirður og ó- þjáll í taumi. Ágerist þetta eftir því sem lengra er farið og ákveð ur sýslumaður þá, að fara á bak fyrir aftan kútinn, og vita hvort ferðin gangi greiðara á þann veg. Er þá hreinninn hinn þægasti og kemst sýslumaður fljótlega í sól- skinsskap yfir svona auðteknum feng. Hugsar hann sér nú að fá sér sopa úr kútnum, til hressing- ar í hitanum. En varla hefur hann fyrr borið hann að vörum sér, en hendurnar verða blýfastar við löggina, og má hann þær hvergi hræra. Þykir honum nú taka að vandast málið, því að nú beygir hreinninn líka útaf götutroðn ingunum og stefnir í áttina til fjalls. Ætlar sýslumaður þá að fleygja sér af baki, en er þá orð- inn fastur á rassinum við reið- skjótann og verður að sitja kyrr. Og það er ekki að orðlengja það. Hreinninn tekur á rás og hleypur viðstöðulaust allan daginn, þvert yfir heiðina með sýslumann á bakinu, haldandi á kútnum í fang inu og fastan niður á rassinum, bölvandi og ragnandi annað slag- ið, en grátandi og kveinandi á xnilli. Stanzar hreinninn ekki fyrr en um kvöldið á hlaðinu á prestssetrinu í næstu sveit, og er þá messan rétt búin og Lapparn- ir að koma út úr kirkjunni. Verð ur þeim starsýnt á sýslumann, rennandi sveittan og ataðan framan af moldryki, og illa til reika, með brennivínskút í fang- inu, sitjandi á hreintarfinum hans Elísar gamla Inkilá. Hlaupa nú nokkrir til og ætla að hjálpa honum af baki, en það er ekki nokkur leið. Og ekki gat hann losnað við kútinn, fyrr en prestur kom með vígt vatn og helti á hendurnar á honum. Vígði nu prestur í skyndingu meira vatn og hellti niður með buxnahaldi sýslumanns, en það. kom fyrir ekki. Varð hann að lokum nauð ugur viljugur að smeygja sér úr buxunum og hlaupa á brókinni inn til prests. En hreinninn tók þegar á rás og beina leið heim til karls í koti. En svo brá við, þegar átti að fara að gá í kútinn, að hann var tómur og hirti hann ein- hver og færði karli síðar. En sýslumaður reyndi ekki framar að heimsækja Elías gamla Inkilá, enda mun honum ekki hafa geðj- azt að svipnum á Löppunum, meðan þeir voru að tosa honum úr buxunum á prestsseturshlað- inu. Þegar Jóhannes hafði lokið þessari sögu, bætti hann við: „Og víst er hún sönn, því að Elías gamli Inkilá vai hvorki meira né minna en afabróðir minn. Pabbi minn var einn af þeim, sem lentu í því að draga sýslumann af baki.“ Af þessu sjáið þið, lesendur góðir, að enn eru til galdramenn á Finnmörku. Svo vendi ég mínu kvæði í kross að sinni. Davið Áskelsson. Svart: S. Flohr. SKAK A TlMABILINU 1930—1950 gat bandaríski skákmeistarinn R. Fine, sér mikils orðstírs í skák- heiminum bæði vegna góðs ár- angurs við skákborðið og skemmtilega ritaðra skákbóka. Ein af bókum hans hlaut nafnið „The World’s Great Chess Cam- es“, en í henni fjallar hann um alla beztu skákmeistara er sögur fara af, og einn kaflann helgar hann sjálfum sér! Kafla þennan hef ég þýtt lauslega og stytt nokk uð ell.r því plássi er b.aðið leyf- ir, og gef Fine orðið. Ég er fæddur í New York 1914, og lærði mannganginn 8 ára að aidri. Skákin náði ekki sérlega sterkum tökum á mér tyrr en á síðari hluta háskólanáms míns, eða nánar tilgreint 1929 Eftir það varði ég öllum frístundum mínum til þess að tefla skák, og þó ég forðist að viðurkenna það, vegna þess að það gæti haft í för með sér skerðingu á sölu bókanna minna, þá las ég aldrei skákbók fyrr en ég var nærri því orðinn skákmeistari! 1933 var ég valinn í Olympíuliðið, sem fór til Folkes- ton, og um nokkurra ára skeið átti skákinn allan tíma minn. Ég hélt til Evrópu 1936 og tefldi þar í um það bil 2 ár, en stærsti sig- ur minn í þeim leiðangri var nr. 1—2. ásamt Keres í A. V. R. O. í Hollandi. Þar hlutnaðist mér sú ánægja að máta Alechin í tveim skákum Eftir 1941 gafst minni tími til skákiðkana, og á stríðs- árunum var ég mjög önnum kaf- inn í Washington, og síðar tók é'g doktorsgráðu mína í sálfræði og gerðist sálfræðingur. Síðan gefur Fine sig á vald endurminninganna .... Alekhin var fyrsta skákhetja mín. Þegar ég var að mótast'— 1930—31 — vann hann sina stærstu skáksigra í San-Remo ög Bled. Arið eftir tefldi ég við hann í Pasadena; hann hafði ennþá margar eitur- örfar í mæli sínum, þó þær væru farnar að sljófgast. Ég náði jafn- tefli gegn honum í erfiðri skák .....Það var ekki fyrr en mörg. um árum siðar, að farið var að segja sögur af viðutanshætti hans .... Hann var sagður hafa skrif- að bréf til kommúnista þar sem hann lofar stjórnarfar þeirra, og annað til nazista og þar hefur hann til skýjanna ágæti þeirra, en síðan setti hann bréfin í röng um- slög! .... Mikill skáksnillingur, en sjúkur maður .... Emanueí Lasker, rólyndasti skákmeistari er ég hef kynnzst. Ég heyrði hann aldrei mæla styggðaryrði af vör- um. Þegar ég sigraði hann í Nott- ingham 1936, sagði hann án alls yfirlætis, „Ungi maíður, þér eruð vel að sigrinum kominn . . . . Litlu áður en styrjöldinni lauk var haldið skákmót í Hollywood og fjöldinn allur af filmstjörnum komu til þess að horfa á okkur tefla. Marlene Dietrich kom þar með förunaut sínu og spurði hvernig við gætum verið að tefla, þegar fólk væri að deyja“. Linda Darnell, fegursta kona er ég hef nokkru sinni séð, dvaldist síðustu dagana við mótið og aðstoðaði Gregory Ratoff við að úthluta verðlaunum. Maður hennar tefldi við mig nokkrar skákir og hafði hann sínar eigin reglur . . . Þegar ég vann hann samkvæmt venju- legum skákreglum, var hann vanur að segja: „Ef við tefldum eftir mínum reglum yrði mér ekki skotaskuld úr að máta þig“. Kvikmyndastjörnurnar eru svo frægar og svo hverfular .... Capa háði baráttuna til loka við Alekhine, þrátt fyrir hin bitru úrslit. A árinu 1937 sýndi hann mér bréf frá samningaumleitun- um við Alekhine um annað ein- vígi, og bað mig að styðja kröfur sínar".......Éð minnist skák- móts höldnu í Semering, sem er frægur ferðamannabær nálægt Vín. Það var eftir að ferðamanna straumurinn var sem mestur, enda voru fleiri þátttakendur en áhorfendur .... Keres, sem var okkar saklausastur, fór með okk. ur á næturklúbb. Hann fór þó snemma heim á þeirri forsendu að hann ætlaði í dýragarðinn daginn eftir".....Af gömlum sögum minnist ég hvers vegna Tchigorin þáði boð um að tefla í Cambridge Spring 1904, ein- ungis vegna þess að kvenfólk var auðfengið í bænum .... Flohr sagði mér að einu sinni hefði rannsóknastöð í Hamborg boðið sér 300 mörk fyrir heila sinn eftir dauðann. Hér kemur svo ein af beztu skákum R. Fine, sem hann teflir í A. V. R. O. 1938 við ofangreind- an Flohr. Hvítt: R. Fine Svart: S. Flohr Frönsk-vöm. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. Bd2 Fine beitti þessum leik með góðum árangri á þessu móti, en í dag leika menn heldur a3, þar sem hinn gerði leikur er álitinn gefa svörtum jafna stöðu með nákvæmri vöm. 5 ....Re7! 6. Rf3 Troðin slóð er hér 6. Rb5, Bxd2f 7. Dxd2 0-0 8. c3 Rbc6 9. f4 cxd4 10. cxd4 Rf5 og svart ur hefur ágæta möguleika. 6 ....Rf5? Sjálfsagt var Rc6. 7. dxc5! Bxc5 8. Bd3 Rh4 Orsök 6. leiks svarts. Hann verður að glata meiri tímá vegna hættunnar sem samfára er O-O. 9. 0-0 Rc6 10. Hel h6 Nauðsynlegt, vegna 10. .. 0-0 11. Bxh7| ásamt Rg5f og vinnur sjálfkrafa. 11. Ra4! BÍ8 Á alþjóðlegu móti í New York 1048 vann Reuben F i n e glæsilegan sigur. — Sigurínn tryggði hann I síð- ustu umferð er hann vann Horo- vitz (459) Myndin er frá þeirri úr- slitaskák. — Fine er til hægri. Flohr á ekki um annað að velja, ef 11. .... Be7 12. Rxh4 Bxh4 13. Dg4 eða 11. .. Rxf3t 12. Dxf3 Be7 13. Dg4 með yfir- burðarstöðu. 12. Hcl! Þróttmikill leikur, sem er ætlað það hlutverk að styðja c2—c4, sem opnar Hcl línu og þá eru allir hvítu mennirnir komnir í sókn. 12 ...Bd7 13. Rxh4 Annars Rxf3 og Rxe5 og Bxa4. 13 ...Dxh4 14. c4 dxc4 15. Hxc4 Dd8 16. Dh5! Kemur í veg fyrir b5 vegna Hf4 með máti á f7. 16. .... Re7 ABCDEFGH Hvítt: R. Fine. Staðan eftir 15.-Dd8. Auðvitað ekki 16.... g6 vegna Bxg6 og vinnur strax. 17. Hd4 g6 18. Df3 Dc7 19. Rc3 Það er auðvitað nauðsynlegt að beina riddaranum inn á miðborðið áður en lokasóknin. hefst. 19....Rf5 20. Rb5! Db6 21. Hxd7! Fine velur einnkar sterka leið til vinnings, þar sem svartur hefur engan möguleika til varnar. 21....Kxd7 22. g4 Rh4 Ef 22. .... Re7 23. Dxf7t og staðan er vonlaus. Bezti mögu leikinn fyrir svartan var 22. .... Dc6, en hvítur ætti að vinna eftir 23. He4. 23. Dxf7t Be7 24. Bb4 Hae8 Hótar Hhf8. 25. Bxe7 He7 26. Df6 a6. Hvítur getur nú unnið skipta- muninn aftur, en Fine hefur komið auga á mun skjótari vinningsleið. 27. Hdl! axb5 28. Be4t og Flohr gafst upp. Ingi R. Jóhannsson. Svorseðlor við fréttogitroun MARGIR geta samtímis tekið þátt í fréttagetrauninni. Hér fylgja þrír svarseðlar en fólk getur búið til fleiri ef fleiri viija taka þátt í henni. Sem svar þarf fólk aðeins að rita númerið á þeim lið, sem það telur rétt svar, en hins vegar nafn mannsins við hinum 15 myndaspurningum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 .... 21 41 61 .... 1 . . . . 21 .. .. 41 61 .... .... 22 . . 42 62 .... 2 .... 22 .. .. 42 62 .... .... 23 43 63 .... 3 . . . . 23 .. .. 43 63 .... .... 24 44 64 .... 4 . . . . 24 .. .. 44 64 .... .... 25 45 65 .... 5 . . . . 25 .. .. 45 65 .... .... 26 . . . 46 66 .... 6 .... 26 .. .. 46 66 ..... 27 47 67 .... 7 27 .. .. 47 67 .... .... 28 48 68 .... 8 .... 28 .. .. 48 68 .... .... 29 49 69 .... 9 .... 29 .. .. 49 69 .... .... 30 50 70 .... 10 .... 30 .. .. 50 70 .... .... 31 . . . 51 71 .... 11 .... 31 .. .. 51 71 .... 32 . . . 52 72 .... 12 .... 32 .. .. 52 72 .... .... 33 . . . 53 73 .... 13 .... 33 .. .. 53 73 .... .... 34 . . 54 74 .... 14 .... 34 .. .. 54 74 .... .... 35 . . . 55 75 .... 15 .... 35 .. ..55 75 .... .... 36 . . 56 76 .... 16 .... 36 .. .. 56 76 .... 37 57 77 .... 17 37 .. .. 57 77 .... .... 38 . . • 58 78 .... 18' ... * 38 .. .. 58 78 .... .... 39 59 79 .... 19 . . . . 39 .. .. 59 79 .... 40 60 80 .... 20 40 .. .. 60 80 .... i 2 3 4 5 6 : 7 8 9 10 11 12 13 14 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.