Morgunblaðið - 29.12.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.12.1959, Qupperneq 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. des. 195S uPj/EiJA Að lokum leit hann upp og ég sá að enni hans var blautt af svita. Því næt tók hann gleraug- un af sér og þurrkaði af þeim móðuna. Andlit hans virtist allt annað, naktara, brjóstíumkennan- legra, daprara. Og eins og svo oft er um nærsýnt fólk, virtust aug- un í honum daufari, þreytulegri en séð í gegnum hin kúptu gler. Mér fannst líka bólgnu augna- hvarmarnir benda ótvírætt til þess að gamli maðurinn svæfi lítið og illa. Enn einu sinni fann ég hinar hlýju tilfinningar grípa mig sterkum tökium. Ég vissi að meðaumkunin var að ná valdi yfir mér. Allt í einu fann ég, að það var ekki lengur hinn auðugi hr. von Kekesfalva, sem sat andspænis mér, heldur gam- all maður yfirbugaður af harmi.. Hann ræksti sig og röddin var óskýr og loðin, þegar hann tók til máls. „Mig langar að biðja yður mjög mikillar bónar, hr. liðsforingi. .. Ég veit auðvitað að ég hef enga heimild til að gera yður ónæði. .. bér þekkið okkur raunveru- lega alls ekki neitt .. auk þess getið þér neitað .. auðvitað get- ið þér neitað. .. Það er kannske óskammfeilið af mér, nærgöng- ult, en alveg frá því er ég sá yður í fyrsta skipti, hef ég borið traust til yðar. Það er strax auð- fundið, að þér eruð góður mað- ur, maður sem alltaf er reiðubú- inn að rétta öðrum hjálparhönd. Jú, jú, jú‘:. Ég hlýt að hafa gert einihverja mótmælandi hreyf- ingu. —• „Þér enuð góður maður. Það er eitthvað í fari yðar og framkomu, sem vekur traust. Og stundum .. finnst mér eins og þér hafið verið sendur mér af..“ Hann þagnaði skyndilega og ég var viss um að hann hafði ætl- að að segja „af guðd“, en ekki haft kjark til þess. — „Sendur mér, til þess að ég gæti talað hreinskilnislega og opinskátt við yður. Auk þess er það ekki neitt sérlega mikið, sem ég ætla að biðja yður um. .. En hér sit ég og læt dæluna ganga án þess að spyrja yður fyrst og fremst hvort þér séuð fús til að hlusta á mig“. „Að sjálfsögðu er ég það, hr. von Kekesfalva". „Kærar þakkir. Þegar maður er orðinn gamall, þarf maður ekki að líta nema einu sinni á mann, til að geta lesið hann nið ur í kjölinn. Ég þekki strax góð an mann, þegar ég sé hann. — Konan mín kenndi mér það. Guð blessi sál hennar. .. Það var fyrsta sorgin, þegar guð tók hana frá mér .. en samt held ég stund um, að það hafi kannske verið betra að hún skyldi ekki þurfa að sjá þá ógæfu sem henti barn ið. .. Hún hefði ekki þolað það. .. Þegar þetta byrjaði svona langvinnt. .. Hvernig gat nokk ur sem sá barnið þá leika sér, rétt eins og önnur börn, hlaupa um og dansa eins og skoppara- kringlu, ímyndað sér að allt í einu yrði þessu lokið, lokið fyr- ir fullt og allt? .. Og svo, þegar Jólatrésseríur — 17 Ijós — NORMA amerískar SERÍUPERUR Verð kr. 3.50 stk. Jólatrésseríurnar sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hef- ir komið í Ijós að vegna misjafnrar spennu sem venjulega er um jólin, endast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venju legar 16 Ijósa. Jíekla Austurstræti 14 Sími 11687 við lásum í blöðunum um öll þau kraftaverk, sem læknarnir væru farnir að gera, sauma saman hjörtu og gróðursetja ný augu, þá var ósköp eðlilegt, að ég teldi alveg víst, að þeir gætu gert jafn einfaldan hlut og læknað barn — barn sem var fætt heilbrigt og hafði alltaf verið heilbrigt — á tiltölulega skömmum tíma. Þess vegna var ég ekki neitt sérlega áhyggjufullur í fyrstu. Ég gat aldrei trúað því, ekki eitt augna blik, að guð gæti gert annað eins að hann gæti lagt aðrar eins þjáningar á barn, saklaust barn, ævarandi og ólseknandi. — Ef þetta hefði komið fyrir mig — gott og vel, fætur mínir eru búnir að bera mig nógu lengi, hvaða þörf hef ég fyrir þá leng- ur. Og þar að auki hef ég ekki verið góður maður að neinu leyti. Ég hef gert margt ljótt og óguðlegt. Ég hef jafnvel. .. En hvað var ég að segja? .. Já, já, ef þetta hefði komið fyrir sjálf- an mig, þá hefði ég getað skilið það. En hvernig gat guð farið svona langt frá markinu og lost ið þann, sem sízt átti það skil- ið, saklaust barnið? Hvernig get ur nokkurt okkar skilið það, að fætur á lifandi manni, barni, skuli skyndilega deyja, án nokk- urrar ástæðu. Sóttkveikjiur, sögðu læknarnir og töldu sig segja eitthvað mjög merkilegt. ,. En sóttkveikjur er aðeins orð, þegar öllu er á botninn hvolft. Fyrirsláttur.....En hitt er veruleiki, sú staðreynd að þarna liggur barn með fætur, sem skyndilega misstu allan mátt og getur ekki gengið eða hreyft sig framar, og að maður verð- ur að standa aðgerðalaus og horfa á þetta, án þess að geta látið nokkra hjálp í té. .. Það er óskiljanlegt“. Hann þurrkaði ennið með handarbakinu — „Að sjálfsögðu er ég búinn að leita til ótal lækna. .. Hvar sem ég heyrði góðs lækn- is getið, reyndi ég að ná fundi hans. Ég fékk þá alla til að koma hingað og þeir héldu fyrirlestra og töluðu latínu, ræddu saman og héldu langar ráðstefnur. Einn reyndi þetta og annar reyndi hitt og svo sögðust þeir vona þetta og hitt, hirtu laun sín og fóru, en veikindi dóttur minnar héldust óbreytt. Auðvitað er um bata að ræða og hann hreint ekki svo lít- inn. í fyrstu varð hún að liggja flöt á bakinu og allur líkami hennar var lamaður, en nú hefur hún a. m. k. fengið mátt í hand- leggina og efri hluta líkamans, og getur gengið hjálparlaust með hækjum . . . bati, já, talsverður bati. — Ég má ekki vera ósann- gjarn — það er vissulega tals- verður bati. .. En enginn þeirra hefur getað veitt henni fulla lækningu. .. Þeir hafa allir yppt öxlum og ráðlagt þolinmæði, þol- inmæði og aftur þolinmæði. .. Aðeins einn þeirra hefur ekki gefizt upp, einn, dr. Condor. .. Ég veit ekki hvort þér hafið nokkurn tima heyrt hans getið?“. Ég varð að viðurkenna, að ég hefði aldrei heyrt hann nefndan á nafn. „Nei, auðvitað, hvernig er hægt að búast við því að þér þekkið hann. Þér eruð við fulla heilsu Dg hann er ekki einn af þeim, sem láta mikið yfir sér. .. Og ég held að hann hafi heldur ekki mikið að gera. Hann er vissulega merki- legur maður, mjög óvenjulegur. .. Ég veit ekki fyllilega, hvernig ég á að útskýra það fyrir yður. Hann hefur ekki áhuga á venju- legum tilfellum, þeim sem hver skottulæknir getur ráðið bót á. .. Hann hefur einungis áhuga á al- varlegum tegundum, sem aðrir læknar gefast upp við með axla- yptingum. Auðvitað er ég of fá- fróður til þess að geta fullyrt að dr. Condor sé betri læknir en aðr- ir læknar. Eg veit einungis að hann er betri maður. Eg kynntist honum fyrst þegar konan mín var veik og ég sá hvað hann barðist fyrir lífi hennar. .. Hann var sá eini, sem neitaði alveg að missa alla von, alveg til hins síðasta og þá varð mér ljóst, að þarna var maður sem lifði og dó með hverj- um einstökum sjúklingi sínum. Hann hefur — ég veit ekki hvort ég get gert mig nægilega skiljan- legan — hann hefur ástríðufulla löngun til þess að sigra sjúkdóm- ana. Hann er ekki knúinn áfram, eins og aðrir læknar, af metnaðar girnd og ágirnd. .. Hann hugsar ekki um sjálfan sig, heldur um aðra, þá sem þjást. .. Oh, hann er dásamlegur maður“. Gamli maðurinn hafði talað sig æstan og augun, sem að virtust svo dauf og þreytuleg, glömpuðu. „Já, hann er dásamlegur mað- ur, megið þér trúa, sem aldrei myndi yfirgefa neina sál hjálpar- lausa. Hann lítur á hvert tilfelli sem heilaga, hátíðlega skyldu... Ég veit að ég get ekki komið nægilega vel orðum að hugsun- um mínum .... en það er eins og hann áliti það sína sök í hvert skipti seih hann getur ekki gert neitt .... persónulega sök sína .... og þess vegna — þér munið ekki trúa því, en samt er það heilagur sannleikur — þessvegna var það einu sinni, þegar honum mistókst að gera það, sem hann hafði heitið að gera — að gefa blindri konu sjónina aftur — þá kvæntist hann henni. Getið þér gert yður það í hugarlund? Hann, ungur maðurinn ,gekk að eiga blinda konu, sjö árum eldri en .....$parió yfw hlaup á taílli tnargra vcrzlana! WPiAMl Á ÓIIUM M' Ausfciu-stræti SKREYTINGAR GRÓÐRASXÖÐIN v/Miklatorg — Sími 19775. CTSALAN Laugavegi. a r t ú ó Þér hefur mistekist aftur Mark is. Þessar árar eru ónothæfar. Ég skil ekki hvernig broddgöltur inn hefir komist í þær. En það þýðir það að ég verð að búa til nýjar. Sjáðu Markús, eru þetta ekki saltkorn á árinni? Jú, það I notað helminginn úr þessum salt er salt SirrL Það hefur einhver | bauk í gærkvöldL aitttvarpiö Þriðjudagur 29. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Ve^urfregnir — 9.20 Tónleikar). 12.15—13.15 Hádegisútvarp — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00—16.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 A léttum strengjum: Ugo Calise syngur og leikur á gítar og Kings way Fromenade hljómsveitin leikur lög ftir Jerome Kern. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson | kand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: „Sólarhringur" eft ir Stefán Júlíusson; VIII. (Höf- undur les). 21.00 Jólatónleikar hljómsveitar Ríkis útvarpsins 1 Dómkirkjunni. — Hljómsveitarstjóri: Hans Anto- litsch. Einleikarar: Dr. Páll Is- ólfsson, Björn Olafsson og Karel Lang. Einsöngvari: Sigurveig Hjaltested. a) Þrjú lög fyrir strengjasveit, eftir Purcell. b) Konsert fyrir fiðlu, óbó og strengjasveit eftir Bach. c) t>rjú andleg lög eftir Bach, sungin. d) Ciaconna fyrir orgel eftir Pac- helbel. e) Sinfónía 1 E-dúr op. 18 nr. 5 fyrir tvöfalda hljómsveit eftir Johann Christoph Bach. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Véfréttin 1 Delfi (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf- arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 30. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. >— 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16 00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: ,,Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; XVI. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 „Séra Matthfas f Odda“, sam- felld dagskrá, sem dr. Kristján Eldjárn býr til flutnings. 21.20 Framhaldsleikritið: „Umhverfis jörðina á 80 dégum“. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir lög eftir Sigfús Halldórsson. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.