Morgunblaðið - 03.01.1960, Qupperneq 2
s
MOPr. rtvnt 4 ftlfí
Sumtudágur 3. janúar 1960
Áramótarœða forseta íslands
Góðir Islendingar!
VIÐ HJÓNIN óskum yður öllum
góðs og gleðilegs nýjárs. Við
þökkum einnig gamla árið þeim,
sem við höfum hitt fyrir á ferð-
um okkar um landið eða verið
hafa gestir okkar á heimilinu.
Þeim fjölgar óðum sem leggja
leið sína um hér á Bessastöðum
til að skoða staðinn og kirkjuna,
og það er okkur gleðiefni, þó fá-
um sé hægt að sinna sérstaklega.
Við hefðum ferðazt víðar í sum-
ar, ef einhverntíma hefði stytt
upp, seinni hlutann, hér á Suð-
vesturlandinu — og raunar líka,
ef ekki hefðu verið tvennar kosn-
ingar.
Hann er bæði stuttur og lágur
sólargangurinn um þetta leyti.
Héðan frá Bessastöðum sezt sólin
nú á bak við Keili, og logagyllir
suðurhimininn í ljósaskiptunum
og kvöldkyrrðinni. Veturmn á
sinn gullna, hvítbláa þokka, þeg-
ar svona viðrar. Hringur sólar-
innar og þríhyrningur Keilisins
fara vel saman sem tákn á himni,
nú þegar daginn fer aftur að
lengja. Þó margt hafi breytzt, og
rafmagnið að nokkru leyti sigr-
azt á vetrarmyrkrinu og kuldan-
um, þá er hækkandi sól lífsskil-
yrði öllum gróðri og oss sjálfum,
jarðarbörnum.
Eitt af því sem minnst hefir
breyzt frá sínu upphafi, er titil-
blaðið á Almanaki Þjóðvinafélags
ins, sem fyrst kom út á þjóðhá-
tíðarárinu 1874, íslenzkað af Jóni
Sigurðssyni. Stjörnumerkin og
brotið er hið sama, en þá voru
talin frá sköpun veraldar tæp sex
þúsund ár. Nú er því atriði
sleppt, en meir greint frá ártölum
úr sögu íslendinga sjálfra. Kem-
ur þá í Ijós, að frá stofnun Ai-
þingis, til þessa dags, hafa ís-
lendingar verið nánast tvöfallt
lengur undir erlendri konungs-
stjórn en sjálfstætt lýðveldi, og
þá talin með sextán ár, á næsta
vori, síðan lýðveldi var endur-
reist. Má þetta minna okkur á að
vel þurfum vér að gæta fjöreggs-
ins! Á tímans sjó fæst engin trygg
ing fyrir algjöru öryggi. Voldug
ríki hafa liðið undir lok á tiltölu-
lega stuttri ævi íslenzkrar þjóð-
ar, og vel þarf að halda á af
stjórnvizku, til að vort fullveldi
og unga lýðveldi verði langlíft í
landinu. Þá skiptir og mestu ein-
hugur á örlagastundum.
Frá því á Þorláksmessu hinni
næst síðustu hafa tvær ríkisstjórn
ir verið myndaðar, og farið fram
tvennar kosningar, þó ekki vegna
neinnar sérstakrar óaldar sem
yfir gangi, heldur vegna stjórn-
skipulagsbreytingar um skiptingu
landsins í kjördæmi og þing-
mannafjölda. Það munu margir
mæla, að kjördæmabreyting hafi
ekki mátt bíða öllu lengur, þó á-
greiningur væri um það, meö
hvaða hætti breytingin skyldi
gerð. En eftir þeirri skipan, sem
á er orðin, verður nú starfað, og
tekið til óspiltra mála um þau
viðfangsefni í efnahags- og fjár-
málum, sem of lengi hafa beðið
úrlausnar, þó allir þingflokkar
og allar hinar síðari rikisstjórnir
hafi reynt sig á þessari þraut.
Það verður ekki betur séð en
að allur almenningur, einstakir
þingmenn og þingflokkar séu
sammála um, að það beri brýna
nauðsyn til að ná þenn föstu tök-
um á efnahagsmálunum, er kom •
ið geti í veg fyrir greiðsluhal'.a
við önnur lönd og verðbólgu inn-
anlands. Heilbrigð fjármálastjórn
er einn af höfuðþáttum sjálf-
stjórnar og sjálfstæðis Um að-
ferðir verður deilt, en þegar
markið er eitt, þá ætti að mega
gera sér góðar vonir um úrlausn,
sem veiti hverri atvinnugrein þau
jafnbeztu kjör, sem kostur er á.
Þegar lesið er niður í kjölinn, þá
eiga allar stéttir sinn hlut í þjóð-
arbúskapnum.
Lýðveldið verður á þessu ári
16 ára, fullveldið 42 ára og inn-
lend fjárstjórn 86 ára. Það virðist
því svo, að vér Islendingar höfum
fengið alllanga reynziu um sjálf-
Ásgeir Ásgeirsson forseti
stæða fjárhagsstjóra. En þess ber
að gæta að viðfangsefnin hafa sí-
fellt verið að breytast og aukast
fram á síðustu ár. Sjálfstæðan,
íslenzkan gjaldeyri fengum vér
ekki fyrr en upp úr hinni fyrri
heimsstyrjöld, og héldu þá sumir
fyrst, að hér væri um brellur ein-
ar að ræða af hendi Dana. En fuli
valda þjóð getur ekki heimtað af
öðrum en sjálfri sér, sínu eigin
þingi, stjórn og seðlabanka að
varðveita gildi sínsjeigin gjald-
eyris. Síðan þetta gerðist hafa at-
vinnuhættir landsmanna ger-
breyzt, og þá jafnframt allar að-
ferðir og ráðstafanir um hyggi-
legri stjórn efnahagsmála. Það
má því telja nokkura vokunn, pó
fjármálaþekking hafi á stundum
drattað fulllangt á eftir nýjum
staðreyndum. Þar á ég þó ekki
við hin síðari ár. Almenningur
skilur aðalatriði þessara viðfangs
efna, alþingi hefir þaulrætt þau
síðasta áratuginn og meðal starfs-
manna þjóðarinnar eru hinir hæf
ustu menn, sem fylgjast með kröf
um tímans.
Þegar vér fslendingar fengum
stjórnarskrá og innlenda fjár-
stjórn fyrir 86 árum, þá bjuggu
flestir landsmenn í sveitum. En
störfin voru fjölbreytt fyrir því:
heyskapur, skepnuhirðing, heim-
ilisiðnaður og farið í verið á ver-
tíð. Áhöld voru frumstæð, og af-
köst því lítil, en það sem mest
kreppti að, var óhagstæð verzlun,
sem dró arðinn út úr landinu. Þá
var kappkostað að hafa sern
minnst viðskipti, og vera sjálfum
sér nógur. Fornar dyggðir þrifusv
samt furðulega við þessi kjör, og
merkileg menning. Gamla bað-
stofan, þar sem heimilisfólkið
safnaðist saman, er oss tákn þess
bezta, sem aðþrengd þjóð ástund
aði og varðveitti um aldir. Bað-
stofan var lítið þjóðfélag, þar sem
glóð aldanna kúlnaði aldrei að
fullu.
Með skútuöldinni hefst verka-
skiptingin í íslenzku þjóðfélagi
fyrir alvöru. Með stærri skipum
og nýjum vélakosti fara fólks-
flutningar ört vaxandi Útgerðin
þarf örugga höfn í staðinn fyrir
gamla, rudda vör. Sjómennimir
flytja „á mölina!" Erlendir togar-
ar skafa grunnmiðin, og opnir
bátar hverfa úr sögunni Heimilis
iðnaði hnignar við fólksekluna,
vefstóllinn þagnar, en rokkurinn
suðar enn um stund. I staðinn
fyrir salúnsofngr ábreiður kemur
rósprentaður shirtingur Gilitrutt
hirðir ullina, og iðnaðurinn flyzt
úr landi.
Og enn eykst verkaskiptingin.
Nú byrjar nýr iðnaður að vaxa
upp í kaupstöðum, fyrst af veik-
um mætti, en hefir þróast ótrú-
lega á síðustu áratugum. Vér
þekkjum öll þessa sögu. Qamla
baðstofan er horfin, en þjóðfélag-
ið er orðin ein stór baðstofa með
öllum þeim gömlu og fjölmörgum
nýjum starfsgreinum. Ég er ekki-
að áfellast þessi umskipti. Verka-
skipting er nauðsynleg í nútíma-
þjóðfélagi. Það líður nú öllurn
betur en áður. En máske oss tak-
ist betur að leysa viðfangsefni
vors nútímaþjóðfélags, ef vér
minnumst þess, að í baðstofunni
þarf að ríkja góður vilji og góður
andi. Baðstofan gamla, en ekki
Valhöll hin forna, er hið rétta
tákn heilbrigðs þjóðfélags.
Vér minnumst þess frá hinu
fyrra tímabili að möguleikarnir
voru ekki miklir og úrræðin fa.
Börn voru ekki borin út beinlínis,
en sérgáfur og hæfileikar. gerðu
menn stundum að útilegumönn-
um síns eigins þóðfélags. Þegar
Börn Gunnlaugsson siglir til há- 53
skólanáms, segir stiftprófastur-
inn sem síðar varð, í Görðurr.
„Annar stúdent sigldi — hann
heitir Björn og er mesta viðund-
ur vor á meðal, og einasta skap-
aður til þess að spekúlera, og það
í hinu háa. En af því vér Islend-
ingar brúkum ekki þess háttar
fólk hér, svo var vel hann komst
héðan, hvað sem forsjónin getur
svo gert úr honum.“ Björn varð
síðar einn hinn mesti nytsemdar-
maður sinnar ættjarðar. Svona
var það, og þeSs megum vér minn
ast þegar vér lítum yfir hinn
stóra hóp íslenzkra námsmam.a,
sem nú eiga kost á að velja sict
eigið hugðarefni til náms, innan-
lands og utan, og á ég þar ekki
við háskólamenn eina, heldur
einnig allan þann fjölda, sem legg
ur stund á verkleg fræði, iðnir
og listir, og nú getur gert sér
vonir um að ættjörðin hafi „brúk
fyrir þess háttar fólk“ að lokn í
námi.
Þúsundir sérmenntaðra manna
stunda nú þau störf pg listir, sem
hvorki voru rækt né nokkurs virt
á þeim tíma, þegar Björn Gunn-
laugsson slapp utan. Það er fagn
aðarefni, að fjölbreytnin bjargar
nú gáfum sem áður voru duldar,
og gátu jafnvel orðið dragbítur,*
og öruggt að íslenzk þjóð fær nu
notið gáfna sinna og hæfileika
í vaxandi mæli. Það er margt ó-
unnið með þessari þjöð, og þó
torfbæir séu horfnir úr sögunm,
þá er ýmislegt sem þarf að endur-
byggja og endurbæta með hverri
kynslóð. Það er ýmist, að ný kyn-
slóð sættir sig ekki við að taka
við óbreyttum arfi án nokkurrar
tilbreytingar, og á mörgum verk-
efnum hefir vart verið snert af
eldri kynslóðum. Þessa hvoru
tveggja gætir bæði í verklegum
og andlegum efnum.
í skáldskap eigum vér mikinn
arf, sem ekki má týna, og þó verð
ur að ávaxta. í flestum öðrum
listgreinum var áður fáskrúðlegt
um að litast. Þó að vex’ksviðið sé
vítt og viðfangsefnin ótæmandi,
þá get ég ekki varist þeirri hugs-
un, að ýmsir hinna yngri manna
í listum og bókmenntum „dep-
enderi“, eins og Sveinn lögmaður
Sölvason sagði, um of af þeim
útlenzku. Öldur heimsmenningar
innar skella að vísu á vorum
ströndum, en það er löng leið og
djúp yfir íslandsála, og landslag
ræður að réttu lagi miklu um
veður og sjólag. Auk þess ráða
menn nokkru um það, hvert kunr.
átta og áhrif eru sótt, og ekki er
Svartiskóli hollur, þar sem
nemandinn gleymir sínu íslenzka
nafni. Ýmsir gamlir brunnar á
meginlandinu eru nú auk þess
harla gruggugir eftir tvær heims-
styrjaldir, og ferskar lindi.r
sprottnar fram á nýjum stöðum.
Það verður engin list íslenzk,
nema hún beri nokkurn keim þess
jarðvegs sem hún vex í, að námi
loknu, blæ íslenzkrar náttúru,
þjóðlegra erfða og lífskjara.
íslenzk menningarsaga hefur
ekki ætíð verið samhliða eða sam
tímis við erlenda menninarsögu.
Hér er margt óunnið, í öllum list-
greinum sem segja má að eldri
meistarar hafi aflokið í öðrum
löndum. Eyðurnar eru stórar.
Eftirstríðs örvinglan þurfum vát
ekki að flytja inn ómelta. Her
ætti hú að vera endurreistnar-
tímabil í listum og bókmentum,
og er það raunar að ýmsu leyti.
I þjóðsögum taka erlend minni
á sig alíslenzkan búning, og á
þann veg vex og þróast þjóðar-
arfurinn. Þetta er máske hátí-
kveðin vísa, en í ávarpi sem þessu
er farið fljótt yfir sögu. Kvik-
fjárrækt, fiskveiðar og iðnaður
er grundvöllur mannsæmandi
lífs, eins og það er orðað, en fá-
menn þjóð á vísast meir undir
skapandi list og andlegri menn-
ingu en stærri og voldugri þjóðir.
Og það er ein af nýjársóskunum
að framtíðin geti í þessum efnum
orðið eins glæsileg og fortíðin
gefur fyrirheit um.
fslenzk stjórnskipunarsaga hef-
ir ekki heldur ætíð verið samtíða
við aðarar þjóðir. Eitt sinn var
hér þjóðveldi úti á íslandi, þo
aðrir hefðu konung á þeirri tíð.
Og hvernig sem þau mál skipast
í öðrum löndum þá vitum vér ÖU
af dýrkeyptri reynslu á Sturlunga
ö'ld, að jafnvel tilraun til einræð'.s
hlýtur að bera vora fámennu þjóð
í erlendar greipar. Þessi öld, sem
senn fyllir sjötta tuginn, ber þess
og greinilegan vott, að íslenzk
þjóð er um margt sjálfstæð hring
iða í tímans straumi. Þegar vér
hugleiðum þær hörmungar, sem
gengið hafa yfir margar þjóðir og
berum saman við vor örlög á þess
um sömu árum nýrrar tækni,
batnandi lífskjara og aukinnar
fjölbreytni á öllum sviðum þjóð
lífsins, þá verður ekki séð að æsk
an eða þj óðin í þurfi
„Hta reið um öxl“, heldur ber oss
að þakka forsjóninm, að vér er-
um komin nokkuð á leið, og biðja
þess með bljúgum huga, að hei>'
og hamingja megi fylgja þjoð
vorri á óförnum leiðum.
Nýjársmánuðurinn er kenndur
við þann guð, Janus, er hafði tvö
andlit, og horfði, annað fram, en
hitt aftur. Sama gerum við um
hver áramót, lítum fram og aftur
á veginn. Að þessu sinni virðist
mér vér höfum fuHa ástæðu ti!
að þakka fyrir gamla árið, hver
öðrum og forsjóninni Ókominn
tími er jafnan óráðinn, en sun
teikn eru betri en um síðustu
áramót. Vér heyrum nú úr ýms-
um áttum, að útlit sé betra í al-
þjóðamálum en undanfarið. Þjóð-
irnar eru að minsta kosti farnar
að talast við, og forustumenn að
heimsækja hver annan. Vér von-
um og biðjum að það beri ár-
angur, svo friðsamur almenning-
ur meðal allra þjóða geti dregið
andann léttar. Og þó smærra sé,
þá er það ein af nýjársóskunum,
að ágreiningsmál vor við ná-
grannaþjóðir um helga dóma
handritanna og frumbuiðarrétt á
landsgrunninn megi leysast far-
sællega.
Að svo mæltu árna ég öllum
landslýð árs og friðar, og bið Guð
vors lands, að gefa oss gott ár.
LÆGÐIN sem er á vestan-
verðu Grænlandshafi fer
minnkandi, en syðst á veður-
kortinu sér á nýja lægð, sem
hreyfist norðaustur. Var búist
við að hún myndi valda aufic*
lægri átt og þýðviðri bér á
landi í dag. Veðurhorfur: Suð-
vestur mið: Vaxandi austan
átt, þýðviðri. — Suðvestur-
land, Faxaflói og miðin: Vax-
'U austanátt síðdegis. Hiti
um að yfir frostmarki. Breiða >
fjörður til Norðausturlands og •
miðin: Hægviðri léttskýjaðj
með köflum. Austfirðir, Suð-)
austurland og miðin: Suðaust •
an gola þýðviðri, rigning s