Morgunblaðið - 03.01.1960, Síða 8
8
MORCTnvnrJfílfí
Sunnudagur 3. íanúar 19G0
Tjtg.: H.f Arvakur Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Kitstjórar: Vaitýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Visur
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arnj Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
I lausasölu kr. 2.00 eintakið
I SPEGLI ARAMOTANNA
ARAMÓTIN eru liðin hjá.
Þau fóru yfirleitt rólega
'ram. íslenzka þjóðin fagn-
aði nýju ári og nýjum áratug,
hinnar tuttugustu aldar fyrst og
fremst á heimilum sínum, enda
þótt æskan gerði sér dagamun
með venjulegum áramótagleð-
skap.
Um þessi áramót eins og flest
önnur, hefur stór hluti hinnar ís-
lenaku þjóðar, skoðað hug sinn
og reynt að skapa sér mynd af
ástandinu í þjóðfélagi sínu og af
áhrifum þess á eigin hag.
Formenn allra þingflokkanna
hafa einnig birt áramótahugleið-
ingar í málgögnum flokka sinna,
þar sem þeir kryfja vandamálin
til mergjar, lýsa ástandinu og
ræða leiðir og úrræði til umbóta.
Ólafur Thors forsætisráðherra,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
ritaði áramótagrein sína að
vanda hér í blaðið. Rakti hann
stjórnmálaviðburði s. 1. árs,
minntist hann m. a. á stjórnar-
skiptin, er vinstri stjórnin gafst
upp og minnihlutastjórn Alþýðu
flokksins kom til valda í skjóli
Sjálfstæðisflokksins. Um ástand-
ið í efnahagsmálum þjóðarinnar,
þegar vinstri stjórnin fór frá
völdum komst Ólafur Thors m.
a. að orði á þessa leið:
Þá var svart í álinn
„Það var svart í álinn og allra
veðra von í íslenzkum stjórnmál
um um síðustu áramót. Alþýðu-
flokkurinn hafði sem kunnugt er
í árslokin 1958 myndað minni-
hlutastjórn, sem Sjálfstæðisflokk
urinn hét að verja vantrausti,
með vissum skilyrðum, sem öll-
um eru kunn. Mönnum var að
sjálfsögðu vel' ljóst að við mik-
inn vanda var að etja. Augljóst
var að yrði ekki tafarlaust
spyrnt við fótum, myndi ný
verðbólga í uppsiglingu. — Vísi-
talan, sem í október var 185 stig
myndi þá verða minnst 270 stig
í lok þessa árs, en sennilegast
miklu hærri og verðboigan flæða
yfir landið með óstöðvandi og
tortímandi hraða“.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
ræddi því næst þær bráðabirgða
ráðstafanir sem Sjálfstæðisflokk
urini og Aiþýðuflckkurinn
gerðu til þess að forða efnahags-
legu hruni vegna þeirrar dýrtið-
arholskeflu sem vinstri stjórnin
hafði reist. Kvað hann þjóðina
hafa tekið þeim ráðstöfunum
með „mikilli skynsemi, skilningi
og raunar velvild“.
Hörð barátta framundan
Formaður Sjáifstæðisflokksins
ræddi því næst um þau miklu
verkefni sem nú blöstu við. —*
Mikilvægust þeirra væru vanda-
mál efnahagsiífsins. Um þá bar-
áttu, sem nú væri fram undan
fyrir efnahagslegri viðreisn í
þjóðfélagmu komst formaður
Sjálfstæðisflokksins m. a. að
orði á þessa leið:
,,Sú barátta um heill, heiður
og sjáifstæði íslenzku þjóðarinn
ar, sem frain undan er getur orð-
ið hörð. An efa verður reynt að
sverta þau úrræði sem stjórnin
ber fram. Reynt verður að ala á
öfund og telja almenningi trú
um, að verið sé að féfletta hann,
en hlífa þeim ríku. Og þetta
munu einmitt þeir menn gera
sem sjálfir lofuðu að sækja þarf
ir ríkisins í fjárhirsiu þe.rra
ríku. Lyklana þóttust þeir hafa.
En auðæfin fundu þeir hvergi og
lögðu þess vegna 1200 millj. kr.
á þann sama almenning, sem þeir
nú munu þykjast vilja vernda“.
1 útvarpsávarpi sínu til þjóð-
arinnar á gamlárskvöld, ræddi
forsætisráðherra svo nokkru
nánar um efnahagserfiðleikana
og þær leiðir, sem til greina
kæmu til lausnar þeim. — Hann
kvað uppbótarkerfið hafa geng-
ið sér til húðar og óhjákvæmi-
legt væri að gera róttækar breyt
ingar á því efnahagskerfi sem
við nú byggjum við.
Bæði í áramótagrein Ólafs
Thors og í útvarpsávarpi hans á
gamlárskvöld, var á raunsæjan
hátt brugðið upp mynd af ástand
inu í hinu íslenzka þjóðfélagi
eins og það er. Þar var einnig
af hreinskilni rætt um þær leið-
ir sem til greina kæmu til við-
reisnar.
Vörn fyrir braskið
Hermann Jónasson fyrrver-
andi forsætisráðherra, formaður
Framsóknarflokksins, skrifaði að
vanda áramótagrein í Tímann.
Ræddi hann mikið um kjör-
dæmabreytinguna og lagði jafn-
framt áherzlu á það að verja að-
gerðir, eða réttara sagt aðgerða-
leysi vinstri stjórnarinnar í efna
hagsmálunum. Einnig ræddi
hann um það, sem hann kallar
„árásirnar á Samvinnuhreyfing-
una.
Mun hann þar meðal annars
eiga við þá gagnrýni sem beint !
hefur verið að hlutafélögum I
Samb. ísl, Samvinnufélaga. Hinu j
ísl. Steinolíufélagi og Olíufélag- j
inu h.f., vegna hins víðtæka ;
brasks og spillingar, sem þessi ;
félög hafa orðið uppvís að í sam
bandi við rekstur sinn á Kefla-
víkurflugvelli. Verður ekki bet-
ur séð en að Hermann Jónasson
reyni enn að bregða skildi fyrir
þessi dótturíyrirtæki S.Í.S., þrátt
fyrir það glæfralega brask og
botnlausu spillingu, sem alþjóð
veit nú að þau hafa gerzt sek
um.
Formaður Sameiningarflokks
alþýðu, Sósíalistaflokksins, Ein-
ar Olgeirsson, ritaði áramóta-
grein í „Þjóðviljann" og lagði
áherzlu á að nú eftir áramótin
hyggðu „fjárplógsmenn á alls-
herjar árás á lífskjör alþýðu enn
einu sinni“.
Örlagaríkt ár
Emil Jonsson fyrrverandi for-
sæusraðherra formaður Aipj-ou-
flokksins, ritaði áramótagreín í
Alþýðublaðið, og gerði fyrst og
fremst efnahagsvandamálin að
umræðuefni. Hann kvað þjóðina
nú um árabil sem heild, íafa
„eytt meiru en hún hefði aflað“.
r oimaour Alþyöuflokksins Komst
m. a. að orði á þessa leið:
„Arið 1960 verður örlagaríkt
ár. Þá verður úr því skorið hvort
nauðsynlegar umbætur í þessu
efni takast vel eða miður vel, en
að þær verði að takast á ein-
hvern hátt fyrr eða síðar hefur
verið augijóst nú um all-langan
tíma“.
Allar voru áramótahugleið-
ingar formanna stjórnmála-
flokkanna þess eðlis að nauð-
synlegt er að þjóðin kynni sér
þær.
UTAN UR IIEIMI
fordson —
heimsmet í
plœgingum
EINS og mönnum er meira en
kunnugt, er nú á tímum keppt
um heimsmeistaratitil í flest-
um greinum mannlegra at-
hafna. Þannig er nú t.d. á ári
hverju háð keppni um það,
hver sé mestur plægingamað-
ur í heimi. — Reyndar hlýtur
viðkomapdi maður ekki ó-
skertan heiðurinn á þessu
sviði — ekki er síður tekið eft
ir því, hvaða dráttarvélarteg-
und það er, sem sigurvegarinn |
situr á hverju sinni.
•— ★—
Eigi alls fyrir löngu fór
fram keppni um heimsmeist-
„Nýjársfriður“
HONG KONG, 30. des. (Reut-
er): — Samkvæmt fregn frétta
stofunnar Nýja Kína í dag,
mun verða hætt skothríð á
Quemoy-eyjaklasann annað
kvöld. — Eyjar þessar eru á
valdi þjóðernissinnanna á
Formósu — og samkvæmt fyrr
greindri fregn hætta kommún
istar skothríð sinni á gamlárs-
kvöld, svo að þjóðernissinnar
megi kveðja gamla árið og
fagna nýju í ró og friði, eins
og talsmaður lcommúnistaherj
anna í Fúkien-héraði komst að
orði. — Verður skothríðin ekki
hafin að nýju fyrr en kemur
fram á nýársdag.
Kínverski herinn á megin-
landinu hefir haldið uppi skot
hríð á Quemoy síðan í ágúst
1958, án þess verulegt hlé hafi
á orðið.
aratitilinn í plægingum 1959
— og var hún að þessu sinni
við þorpið Armoy í Norður-
Irlandi. — Sigurvegarinn að
þessu sinni varð heimamaður,
þ. e. a. s. íri, William Lawren-
ce McMillan að nafni. — Hann
notaði Fordson Major dráttar-
vél í keppninni, með Ransom-
es-plógi — eins og í keppn-
inni s.l. ár, sem háð var í
Þýzkalandi, en þá varð hann
annar í röðinni. — í 2. og
Einn af fréttamönnum „Life“
hefur komið af stað leik, sem
virðist ætla að grípa um sig. — I
mörg ár hefur hann fengið allar
3. sæti í keppninni nú voru
Kanadamenn, sem báðir not-
uðu sama „úthald" og McMilI-
an.
Það, sem mesta athygli
vakti í þessu sambandi, var
það, að þetta var í sjötta skipti
í röð, sem Fordson-dráttarvél
náði fyrsta sæti í slíkri plæ-
ingakeppni. — Myndin sýnir
McMillan á „Fordsoninum“
sínum í keppninni.
þær frægu manneskjur, sem hann
hefur þurft að mynda, til að
hoppa upp í loftið fyrir sig. Hann
segir nefnilega, að meðan menn
hoppi, geti þeir ekki með nokkru
móti haldið grímunni, sem hver
og einn hafi sett upp í lífinu.
Hann hefur nú birt myndir af
frægum stjórnmálamönnum, kvik
myndastjörnum, rithöfundum o.
s. frv. Hér kemur Fernandel og
ljósmyndarinn segir að út úr hon-
um skíni sterkur viljakraftur,
þegar hann sé búinn að sleppa
jörðunni.
ÞESSI gufuketill hér á mynd
inni er 32 metra langur og
um 20 lestir að þyngd. Mynd-
in er tekin, þegar verið var
að flytja hann til kjarnorku-
aflstöðvarinnar í Bradwell í
Englandi — en flutningurinn
sá gekk ekki „hljóðalaust“,
því að stöðva varð umferð á
öllum þeim vegum, sem þetta
risaflykki fór um. — Myndin
er tekin, þegar ketilíinn var
drcginn eftir þröngum götum i
þorpsins Bradwell, en þar lá
nærri, að hann stöðvaðist -—
mátti segja, að hann strykist
við húsin beggja megin göt-
unnar.
Fernandel hoppar