Morgunblaðið - 03.01.1960, Síða 12

Morgunblaðið - 03.01.1960, Síða 12
12 MORCUNfíl/IÐIÐ Sunnudagur 3. janúar 1960 26 OÞMYjA fííf: í-iiff: É SfffS „Nú — breyting er breyting. Ég sagði ekki, kæri vinur, að það væri breyting til hins verra. Þér megið ekki leggja rangan skiln- ing í orð mín. Sjálfur er ég ekki alveg viss um, hvað það er sem um er að ræða, en eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera“. Gamli maðurinn hélt á skeið- inni í hendinni og hafði bersýni- iega hvorki sinnu né mátf til að ieggja hana frá sér. „Hvað .. Hvað er ekki alveg eins og það á að vera?“ Dr. Condor klóraði sér bak við eyrað. — „Ja, ef ég bara vissi það. En hvað sem því líður, þá skuluð þér ekki láta þetta gera yður órólegan. Ég vil bara taka þetta fram: Mér virðíst eng- in breyting hafa orðið á sjúkdómi hennar, heldur innra með henni sjálfri. Eitthvað, ég veit ekki hvað, var öðru vísi en það átti að vera í dag. Ég hafði það í fyrsta skipti á tilfinningunni, að ég hefði á einhvern hátt misst tökin á henni“. Hann reykti stundarkorn þegjandi, en leit svo snöggt og rannsakandi á Kekes- falva. — „Það væri bezt að við ræddum þetta mál af fullri hrein skilni. Við þurfum ekki að vera neitt feimnir hvor við annan og getum lagt öll spilin fram á borð ið. Segið mér nú, kæri vinur, af- dráttarlaust og hreinskilnislega, hvort þér hafið í óþolinmæði yð- ar leitað til annars læknis. Hefur einhver annar athugað Edith og stundað hana í fjarveru minni?“ Kekesfalva rauk upp, eins og hann hefði verið sakaður um eitthvert ósæmilegt athæfi: — „Hvernig getur yður dottið ann- að eins í hug, læknir? Ég sver það við allt sem mér er heilagt, að.... “ „Ágætt . . ágætt. .. >ér þurfið ekki að sverja neitt“, flýtti dr. Condor sér að grípa fram í fyrir honum. — „Ég trúi yður fullkom lega. Þetta er þá útrætt mál. Ég hef þá bara gert ranga sjúkdóms greiningu. Slíkt getur, þegar öllu er á botninn hvolft, komið fyrir frægustu sérfræðinga. En sá kjánaskapur í mér .. og ég hefði þorað að sverja að .. nú, jæja, það hlýtur þá að vera eittlhvað annað. En undarlegt er það, mjög svo undarlegt. .. Má ég?“ Hann fékk sér þriðja bollann af svörtu kaffi. „Já, en hvað gengur að henni? Hvernig hefur hún breytzt? — Hvað eigið þér við?“ stamaði gamli maðurinn skjálfraddaður. „Kæri vinur, þér gerið mér sannarlega erfitt fyrir. Það er alls engin ástæða til hræðslu. — Ég fullvissa yður um það. Ef það væri alvarlegt, þá myndi ég ekki í viðurvist ókunnugs manns . . afsakið hr. liðsforingi, ég segi þetta ekki í neinum óvinsamleg- um tilgangi. Ég á aðeins við það .. að ég myndi ekki ræða það hérna í hægindastólnum, meðan ég er að drekka hið góða koníak yðar — já, hið mjög góða koníak“. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og lokaði augunum eilt andartak. „Já, það er vissulega erfitt að skýra þessa breytingu svona al- veg undirbúningslaust. Mjög erf itt, vegna þess að hún liggur al- veg á takmörkum hins skýran- lega. En ég hélt í fyrstu að ein- hver annar læknir hefði haft af- skipti af sjúklingnum. — En ég held það alls ekki lengur, hr. von Kekesfalva, því megið þér trúa — vegna þess, að í dag var --am- bandið milli mín og Ediths rofið í fyrsta skipti. Hið eðlilega sam- band var ekki. .. Bíðið þið við .. kannske get ég útskýrt það á skiljanlegri hátt. Á löngum tíma hlýtur óhjákvæmiiega að mynd- ast sérstök ákveðin snerting milli læknisins og sjúklings hans. Það er kannske full-grófyrt að kalla þetta samband .snertingu, sem raunverulega táknar líka oftast eitthvað líkamlegt. í þessu sambandi blandast undarle.ga saman traust og vantraust, annað vinnur á móti hinu. Aðlöðun og óbeit, og auðvitað breytist þessi blanda frá einni læknisvitjun lil annarrar — við erum vanir því. Stundum finnst lækninum sjúkl- ingurinn breyttur og stundum er læknirinn allur annar í augum sjúklingsins. Stundum skilja þeir hvorn annan á augnaráðinu einu, en stundum eru öll orð árangurs laus. Já, þessar millisveiflur eru mjög, mjög undarlegar. Maður getur ekki skilið þær og því síð- ur mælt þær. Þetta verður kannske bezt skýrt með samlík- ingu, jafnvel þótt sú samlíking kunni • að verða mjög gróf. — Það er eins og þegar maður hef- ur verið að heiman í nokkra daga, en kemur svo aftur heim og sezt við ritvélina sína. Hún ritar að öllu leyti jafn vel og áð- ur, en engu að síður hefur mað- HRINGUNUM FRÁ m (J H AFN A RSTR . A ur eitthvert óskýranlegt hugboð um að einhver annar hafi notað hana í fjarveru manns. Eða aLveg eins og þér, hr. liðsforingi finn- ið eflaust mun á hestinum yðar, þegar einhver annar hefur haft hann að láni í tvo daga. Það er eitthvað athugavert við gang hans, limaburð hans. Þér hafið á einhvern hátt misst stjórn á honum og samt getið þér senni- lega ekki gert yður ljóst í hverju breytingin er fólgin, svo smá- vægileg er hún. .. Ég veit að þe.ssar samlíkingar eru grófar, því að sambandið milli læknis og sjúklingjs er að sjálfsögðu miklu næmara. Ég skal hrein- skilnislega játa það, að mér myndi veitast mjög erfitt að út- skýra hvað það er í fari Ediths, sem breytzt hefur frá því er ég kom hingað síðast. — En eitt- hvað hefur gerzt, eitthvað er öðru vísi en það áður var“. „En .. en í hverju lýsir það sér?“ stundi Kekesfavla upp með erfiðismunum. Ég sá að full yrðingar Condors höfðu ekki nægt til að róa hann og enni hans var rennvott af svita. „í hverju lýsir það sér? Nær eingöngu í smámunum. Þegar ég var að prófa hana í sjúkraæfing unum, varð ég þess var, að hún reyndi að veita mér mótspyrnu. Áður en ég byrjaði að skoða hana, sagði hún að þess gerðist ekki þörf, að allt væri eins og venjulega. Annars hefur hún alltaf verið vön að bíða með ákafri óþreyju eftir úrskurði mínum að skoðuninni lokinni. — Svo þegar ég stakk upp á sér- stökum æfingum', kom hún með kjánalegar athugasemdir, svo sem: „O, þær eru alveg tilgangis lausar“, eða: „Hvaða gagn ætli sé að þeim?“ Ég skal viður- kenna, að í sjálfu sér eru slík- ar athugasemdir lítilvægar — geðvonska, taugaveiklun — en fram að þessu, kæri vinur, hefur Edith aldrei sagt neitt þvílíkt við mig. O, jæja, kannske hefur hún bara verið í slæmu skapi. .. Það getur komið fyrir alla“. „En .. sjúkdómurinn hefur ekki breyzt til hins verra, er það?“ „Hvað á ég að gefa margar yf- irlýsingar? Ef batahorfurnar væru að einhverju leyti lakari, þá myndi ég, læknirinn hennar, vera alveg eins áhyggjufullur og þér, faðir hennar. Og nú er ég, eins og þér sjáið sjálfur, ekki hið minnsta áhyggjufullur. Þvert á móti, þessi uppreisn hennar gegn mér, er mér síður en svo á móti skapi. Litla dóttir yðar virðist vera vanstilltari, æstari, óþreyju fyllri, en hún var fyrir tveimur vikum. — Sennilega gefur hún yður líka margar harðar hnetur til að brjóta. En slík uppreisn bendir hins vegar til vaxandi lífslöngunar. Því öflugrar og eðlilegar sem likaminn byrjar að starfa, þeim mun fyrr mun hann að sjálfsögðu vinna bug á sjúk- aitltvarpiö Sunnudagur 3. janúar 8.30 Fjörleg músík fyrsta hálftíma vikunnar. 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 9.35 Morguntónleikar: a) Háskólaforleikurinn eftir Bra hms (Residentie hljómsveitin í Haag leikur; Willem van Otterloo stj.). b) Strengjakvartett í G-dúr op. 161 eftir Schubert (Konzerthaus- kvartettinn í Vín leikur. c) Fiðlukonsert eftir Bruch (Misc ha Elman og Fílharmoníusveit Lundúna leika; Sir Adrian Boult stj.). 11.00 Messa í kapellu Háskólans (Prest ur: Sr. Bragi Friðriksson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Mðidegistónleikar: a) Forleikurinn að óperunni ,,Selda brúðurin“ eftir Sme- tana (Dr. Vaclav Smetacek stjórnar hljómsveitinni, sem leikur. Tónverkinu fylgir nýárs kveðja hljómsveitarstjórans og útvarpsins í Prag). b) Konsert í f-moll op. 21 fyrir píanó og hljómsveit eftir Chop in (Marina Slezarjeva og FOK- hljómsveitin í Prag leika; dr. Smetacek stjórnar). c) Sinfónía nr. 5 í e-moll op. 64 eftir Tjaikowskij (Hljómsveit tónlistarskólans í París leikur; Georg Solti stjórnar). 15.30 Kaffitíminn: — 16.00 Veðurfregnir. a) Joef Felzmann og félagar hans leika. b) Ricardo Santos og hljómsveit hans leika létt lög. 16.30 Raddir skálda: Smásaga, frum- ort ljóð og þýdd eftir Halldóru B. Björnsson. Flytjendur: Stein- gerður Guðmundsdóttir, Karl Is- feld og skáldkonan sjálf. 17.00 Endurtekið efni: „Höldum gleði hátt á loft“: Tryggvi Tryggvason og félagar hans syngja gömul al- I þýðulög. (Endurtekning frá sl. VQri). 17.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari): a) Leikrit: „Tekannan", Olöf Arnadóttir samdi eftir ísl. flómum sem hafa þjáð hann. — Þér megið trúa því, að okkur þykir ekki nærri því eins vænt um hina „góðu“ sjúklinga og þér haldið. Þeir hjálpa sizt allra til að hjálpa þeim. Við getum ekki annað en fagnað hverri ákveð- inni og jafnvel æðisgenginni mótstpyrnu sjúklingsins, vegna þess að slík viðbrögð, sem stund- um kunna að virðast næsta frá- leit, hafa stundum meiri áhrif en okkar beztu ráð og lyf. Ég endurtek því — ég er ekki hið minnsta áhyggjufullur. Ef mað- ur hefði nú t. d. í hyggju að hefja nýjar lækningaraðferðir á henni, þá gæti maður búizt við miklum framförum. Kannske er þetta einmitt rétta augnablikið til þess að styrkja þann líkam- lega mátt, sem yrði henni svo örlagaríkur. Ég veit ekki“ — hann lyfti höfðinu og leit á okk- ur — „hvort þið hafið skilið mig fullkomlega". „Jú, að sjálfsögðu", sagði ég ósjálfrátt. Þetta voru fyrstu orð- in sem ég beindi til hans. Mér virtist þetta allt svo skýrt og sjálfsagt. En gamli maðurinn hreyfði sig ekki. Hann sat þarna eins og steinrunninn og starði tómlát- lega fram fyrir sig. Ég vissi, að hann hafði ekki skilið orð af því, sem dr. Condor sagði, af þeirri einföldu ástæðu, að hann vildi alls ekki skilja það: vegna bess að öll hans athygli og öll hans hugsun beindist að spurning- unni: „Batnar henni nokkurn tíma? Innan skamms? Hvenær? „En .. en .. hvaða aðferð? Hann stamaði alltaf þegár hann a r í ú 6 Dettur þér í hug að Markús fari að eyðileggja ferð, sem hann stendur sjélfur fyrir, Bald- Ég veit það ekki, Súsanna, en ég skal komast til botns í þessu. Markús, ég held að þú hafir viljandi eyðilagt farangurinn okkar. Þetta verður stórkostleg aug- lýsing fyrir Minnesota-blaðið. Hættu þessu, Baldur, ég er bú- inn að fá nóg af vonzkunni í þér. þjóösögu. Leikstj.: Klemens Jónsson. ■<—■ t>) Stefán Sigurðsson kennari talar um esperantohöfundinn Zamenhof. c) Heimsókn á skólaskemmtun. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). ! 19.40 Tilkynningar. ‘ 20.00 Fréttir. 20.20 Einsöngur: Magnús Jónsson ó- perusöngvari syngur; Fritz Weiss happel leikur undir á píanó. 20.40 A slóðum Hafnar-Islendinga; II. Við Bláturn og Brimarhólm (Björn Th. Björnsson listfræðing- ur tók saman dagskrána). 21.40 Tónleikar: ,,Holberg-svíta“ op. 40 eftir Grieg (Sinfóníuhljóm- sveitin í Bamberg leikur; Edou- ard van Remoortel stjórnar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 4. janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.15—13.15 Hádegisútvarp — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 131.5 Búnðarþáttur: Aramótaávarp (Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri. 15.00—16.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tónlistartími barnanna (Sigurð- ur Markússon). 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 19.00 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik ur. Stjórnandi: Hans Antolitsch. a) Forleikur að óperunni „Ana- kreon“ eftir Cherubini. b) Adagio fyrir strengjasveit eft ir Barber. c) Valsa-fantasía eftir Glinka. d) Hergöngulag í G-dúr eftlr Schubert. 21.00 Vettvangur raunvísindanna: Frá Veðurstofunni (Ornólfur Thorlac ius fil. kand.). 21.25 Orgelmúsík: Fantasía í f-moll (K608) eftir Mozart (Fernando Germani leikur). 21.40 Um daginn og veginn Jón Arna- son fyrrum bankastj.), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Islenzkt mál (Asgeir Blöndal Magnússon kand. mag.). 22.35 Kammertónleikar: Tríó í a-moll fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Ravel (Rubinstein, Heifetz og Pjatigorskij leika). 22.55 Dagskrárlok. Þriðjudagur 5. janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. 8.30 Fréttir. 8.40 Tónleikar. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Tónleik- ar). 12.15—13.15 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir og tilk.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Tónleikar: Harmonikulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Utvarpssagan: „Sólarhringur** eft ir Stefán ‘Júlíusson; IX. lestur (Höfundur les). 20.45 Frá bókmenntakynningu á verk- um Jóhannesar úr Kötlum (hljóð ritað í Gamla bíói í fyrra mán- uði). Guðmundur Böðvarsson skáld flytur erindi og Baldvin Halldórsson, Þórarinn Guðnason. Þorsteinn O. Stephensen, Bryndís Pétursdóttir, Lárus Pálsson og Jóhannes skáld úr Kötlum lesa, Kristinn Hallsson syngur lög við ljóð skáldsins. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Tryggingamál (Guðjón Hansen, tryggingaf ræðingur). 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf- arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23.20 Dagskrárlok. ......$pari6 yöu.j hlaup á milli margra vtírzjruia1- öÖIUJÚOL (í ÖHUM HÍOUM' AusturstræCi flann gleymdi að endurnýja! HASK0LANS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.