Morgunblaðið - 03.01.1960, Qupperneq 14
14
MORCU^nr.AfílÐ
Sunnudagur 3. Janúar 1960
— Cybingar
Framh. af bls. 1.
um að hafa sýnt Gyðingum óvirð
ingu og fjandskap. En ekki hef-
ur enn tekizt að sannprófa hvort
liér er um að ræða skipulagða
starfsemi, eað einungis skrílslæti
einstakra manna. Nokkrir for-
ystumenn þýzka ríkisflokksins
hafa verið ákærðir, en ekki
fundnir sannir að sök.
★ ★ ★
Gyðingur nokkur í Offenbach,
skammt frá Frankfurt, hefur
fengið nafnlaust hótunarbréf
þar sem honum er hótað lífláti
á árinu 1960. Bifreið þessa sama
manns hafði orðið fyrir barðinu
á þessum seggjum á aðfangadags-
kvöld. „Gyðingur" var þá krafs-
að í lakkhúð bifreiðarinnar.
Annar Gyðingur, sem býr ná-
■ lægt Offenbach, hefur fengið
sams konar bréf. Sá er 85 ára
og er honum hótað krossfestingu.
Oamli maðurinn þorir nú ekki út
fyrir hússins dyr.
★ ★ ★
<
A nýjársnótt og s.l. nótt var
, hakakrossinn málaður á kirkjur,
húseignir Gyðinga og jafnvel al-
menningsvagna í Þýzkalandi.
i 1 dag bárust fregnir um að
í nótt hefðu Gyðingaofsækjendur
látið á sér bæra í Noregi og Aust
urríki, og hefði sömu aðferðum
yerið beitt.
Stulkur
5- Reykjavikurbréf
Framhald af bls. 9.
afskipti ríkisins og minnkandi
frjálsræði þéghanna. Áf því
mundi leiða dvínandi frarh-
kvæmdahugur, og þar með draga
úr eðlilegum vexti framleiðslú,
sem enn mundi hafa í för með
sér, að við hlytum að dragast
aftur úr öðrum, verða annarleg-
um öflum mun háðari en ella.
Mesta
Fyrir þessa helgi voru eftir-
taldir markhæstir í deildarkeppn
inni:
1. deild:
Violett (Manchester U.) .... 25 mörk
Greaves (Chelsea) ......... 20 —
McAdams (Manchester City) 17 —
2. deild:
Clough (Middlesbrough) ..... 22 mork
Mc Parland (Aston Villa) .. 20 —
Phillips (Ipswich) ......... 18 —
'0 0 00 0 0 0 *
Keflvíkingar kvöddu gamla
árið á virðulegan hátt. Skemt-
anir og dansleikir voru í öllum
samkomuhúsum, bæði í Njarð-
vík og Keflavík en ekki kom
til neinna óeirða og engin slys
urðu og engar óspektir.
Unglingar höfðu víða komið
fyrir bálköstum og um áramót
in loguðu 13 brennur í út-
hverfum bæjarins og á opnum
svæðum. Flugeldar þutu um
loftið en enginn þeirra náði þó
til mánans. Myndina sem hér
fylgir tók Heimir Stígsson og
sést þar gjörla ljósadýrðin eins
og hún var um áramótin í
Keflavík.
■0 0 00 0T0 0.0 0 0*0 0 0 0*0-
við skiptiborðið á gömlu miðstöðinni.
Óvenjumikil
Hér er sænski verkfræðinfurinn við uppsetningu stöðvarinnar.
Newcostle — Monchester U. 7:3
25. UMFERÐ ensku deildarkeppn
innar fór fram í gær og urðu
úrslit leikjanna þessi:
1. dcild:
Arsenal — Wolverhampton ....... 4:4
Birmingham — Tottenham ........ 0:1
Blackburn — N. Forest ......... 1:2
Blackpool — Fulham ............ 3:1
Chelsea — Leicester............ 2:2
Everton — Bolton .............. 0:1
Leeds — Luton ................. 1:1
Manchester City — Sheffield W.. 4:1
Newcastle — Manchester U....... 7:3
W. B. A. — Burnley ............ 2:5
2. dcild:
Brighton — Sunderland ......... 2:1
Bristol Rovers — Lincoln ...... 3:3
Cardiff — Charlton ............ 5:1
Hull — Liverpool .............. 0:1
Ipswich — Leyton Orient ........ 6:3
Middlesbrough — Derby........... 3:0
Rotherham — Bristol City ...... 3:1
Scunthorpe — Huddersfield ...... 0:2
Sheffield U. — Plymouth ........ 4:0
Stoke — Portsmouth ............. 4:0
Swansea — Aston Villa .......... 1:3
3. deild:
Reeves (Southampton) ...... 30 mörk
Hunt (Grimsby) ............ 22 —
Rowley (Shewsbury) ........ 21 —
4. deild:
Holton (Watford) .......... 25 mörk
Bond (Torquay) ............ 20 —
Newsham (Notts County) .... 20 —
Að 25 umferðum loknum er
staðan þessi
1. deild:
Tottenham 25 13 8 4 54:30 34
Burnley 25 14 3 8 60:48 31
Preston 25 12 7 6 49:43 31
Leeds 25 6 7 12 40:57 19
Birmingham 25 6 5 14 32:48 17
Luton 25 5 7 13 28:46 17
2. deild:
Aston Villa 26 17 4 5 62:21 40
Cardiff 25 15 6 4 54:33 36
Rotherham 25 14 7 4 46:34 35
Plymouth 25 6 5 14 34:56 17
Bristol City 24 7 2 15 34:55 16
Hull 25 5 5 15 26:55 15
kirkjusókn
á Akranesi
S ÓKN ARPRE STURINN hér á
Akranesi skírði um hátíðirnar
24 börn, níu drengi og fimmtán
stúlkur. Tíu þeirra voru skírð
við skírnarguðsþjónustu í Akra-
neskirkju á nýársdag. Sóknar-
presturinn messaði í Akranes-
kirkju á aðfangadagskvöld, jóla-
dag, gamlárs kvöld og nýársdag.
í Innra-Hólmskirkju á annan
jóladag og nýársdag. Kirkjusókn
var mjög góð, bekkir fullsetnir,
og á aðfangadagskvöld var Akra-
neskirkja yfirfull. Stór hópur
manna varð að hverfa heim frá
kirkjudyrum. Ennfremur hafði
sóknarpresturinn að venju guðs-
þjónustu í sjúkrahúsi Ákraness
á aðfangadagskvöld, og á gamal-
mennaheimilinu á annan jóladag.
Heima í Görðum, þar sem er
grafreitur Akranessafnaðar, var
óvenju mikil Ijósadýrð hátíðis-
dagana. Var nú í fyrsta sinri
leitt rafmagn út í grafreitinn og
loguðu þar marglit ljós í hundr-
aðatali.
Onassis
fylgdarsveinn
LONDON, 2. janúar. — Sir Win-
ston Churchill fór í dag flugleið-
is til Miðjarðarhafsstrandar
| Frakklands sér til hvíldar og
hressingar um óákveðinn tíma.
Með honum í förinni var Onassis.
sjálfstæðismálið
Það er þess vegna sízt orðum
aukið, þegar sagt hefur verið að
það sé mesta sjálfstæðismál ís-
lendínga nú, að koma fjármál-
um sínum og efnahag á réttan
kjöl. Mörgum. finnst það ganga
kraftaverki næst, að svo lítil
þjóð sem islendingar, í jafn örð-
ugu landi og okkar, skuli njóta
sjálfstæðis. í allri mannmergð
heimsins mundi það ekki vekja
ýkja mikla athygli, þótt sjálf-
stæði okkar liði undir lok. Svo
hefur fyrr og síðar farið fyrir
mörgum þjóðum.
En fyrir okkur sjálfa skiptir
sjálfstæði þjóðarinnar öllu máli.
Það er ekki sjálfstæðið eitt, sem
gengur kraftaverki næst, heldur
einnig það, hvað áunnist hefur
um hálfrar aldar bil í skjóli þess.
íslendingar eru staðráðnir í að
láta ekki sitt eftir liggja til að
halda því.
Sild á Akranesi
AKRANESI, 2. jan. — Hringnóta-
báturinn Keilir fékk 313 tunnur
síldar, sem hann landaði á gaml-
ársdag. Hringnótabátarnir þrír
halda áfram á síldveiðum. Sumir
reknetabátarnir halda og áfram á
síldinni, en aðrir taka upp línu-
veiðar.
Oddur.
AKRANESI, 2. jan. — Reknetja-
báturinn Farsæll fór einn út í
dag. Spáð er austan stormi með
morgninum. Hingað kom Laura
Danielsen, danskt skip í morgun
með 35 standarda af timbri til
Haraldar Böðvarssonar og Co.
— Oddur.
Helgi Sæmunilsson
lætur af ritstjórn
Á GAMLÁRSDAG skýrði Al-
þýðublaðið frá því, að Helgi Sæ-
mundsson láti nú af ritstjóra-
störfum. Áður hafði hann verið
blaðamaður þess og á hann að
baki, er hann nú lætur af störf-
um 16 ára blaðamennsku. Helgi
tekur við ritstjórn tímaritsins
Andvara og verður bókmennta-
ráðunautur Menningarsjóðs.
NÝJA sjálfvirka símstöðin í
Keflavilc var opnuð til afnota í
gærkvöldi, að viðstaddri bæjar-
stjórn og bæjarstjóra Keflavík-
ur, Eggert Jónssyni, Alfreð Gísla
syni, alþingismanni, Gunnlaugi
Briem, póst- og símamálastjóra
og fleiri gestum. Ingólfur Jóns-
son, símamálaráðherra, gat ekki
verið viðstaddur, enda þótt á-
kvörðun um byggingu stöðvar-
innar væri eitt af síðustu
embættisverkum hans í fyrri
stjórnartið hans. En hann ásamt
Ölafi Thors, þáverandi forsætis-
ráðherra og forystumönnum
Keflavíkur, vann vel að því að
koma þessu mikla hagsmunamáli
Keflavíkur og alls Reykjanes-
skagans í framkvæmd.
Símstöðin í Keflavík er nú hin
fullkomnasta á landinu. Hún-er
fyrsta skrefið að samvirkri síma
þjónustu, sem gert er ráð fyrir
að komi á næstu árum um allt
larid, þannig að sérhver geti
hringt úr sínum heimasíma til og
frá Keflavík, Reykjavík, Akur-
eyri og víðar, án þess að þurfa
á sérstakri landssímaþjónustu að
halda. Aðrar stöðvar þurfa nokkr
ar endurbætur, til þess að svo
geti orðið, en Keflavíkurstöðin
xnun þegar á vori komanda ná
xneð sjálfvirkni sína yfir allt
næsta nágrenni. En á meðan aðr-
ar stöðvar á landinu eru að búa
sig undir samvirku símaþjónust-
una, verður sami háttur á lands-
símatölum og verið hefur.
Fyrst í stað verður eingöngu
innanbæjarkerfið í Keflavík
sjálfvirkt og verða 1400 númer
tekin í notkun, en auðveld stækk
un í 2000 númer.
Ný viðbygging, sem er um 200
fermetrar að gólffleti, hefur ver-
ið gerð við gömlu stöðina. Þar
eru vélasalir og afgreiðslur sím-
ans, en gamla húsið mun að veru
legu leiti verða notað til póstaf-
greiðslunnar.
Uppsetningu tækja símastöðv-
arinnar annast verkfræðingar og
aðrir starfsmenn Landssímans,
auk verkfræðinga frá fyrirtæk-
inu L. M. Erickson.
Stöðvarhúsið er allt mjög vel
vandað og vel útbúið. Aðbúð
starfsfólks og starfsskilyrði eru
með ágætum, en þrengsli og göm-
ul og ósamstæð tæki voru áður
til mikils óhagræðis við af-
greiðslu.
Á gömlu stöðinni voru 30 stúlk
ur. Þeim fækkar nú um helming
og enn meir, þegar landssíminn
verður einnig sjálfvirkur.
Síminn kom fyrst til Keflavík-
ur árið 1908. Fyrsta símstöðin
var við Kirkjuveg 30. Stöðvar-
stjóri var þá Axel Möller og
gætti hann landssímans og 6 inn-
anbæjarnúmera í Keflavík, en
Keflavík óx hratt og símum fjölg
aði. Sverrir Júlíusson var sendill
á fyrstu símastöðinni, en tók við
símastjórn í Keflavík 16 ára gam-
all og gengdi því starfi til ársins
1940. Þá tók við stjórn stöðvar-
innar Jón Tómasson, sem enn er
símastjóri og póstmeistari í Kefla
vík.
Ny sjálfvirk stm-
stöð í Keflavík