Morgunblaðið - 03.01.1960, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.01.1960, Qupperneq 15
SuniHMlftgur 1 játnöar 1960 MORGVNBLAÐI9 15 nú. — Kmverjar Framh. af bls. 1. ar hafa nú á valdi sinu yfir 40 þús. fermílna landsvæði. Þeir neita að fara með herinn á brott Friðsamleg áramót NOKKRIR fréttamenn Mbl. úti á landi símuðu blaðinu í gær þau ánægjulegu tíðindi ,að áramóta- gleði hefði farið fram með menn- ingarbrag í heimahögum þeirra. Fara stuttar frásagnir þeirra hér á eftir: AKUREYRI, 2. jan. — Veður var hér gott og fallegt á gamlárs- kvöld. Áramótabrennur voru veglegar og mikið af blysum og flugeldum. Óskipta athygli vakti ártalið 1960, sem ljómaði móti Akureyringum frá Vaðlaheið- inni. Var það búið þar til úr blys- um, sem kveikt var á um mið- nætti. Ártalið logaði að vísu skamma stund, en var afar skemmtilegt. Víða höfðu menn gleðskap um áramótin, en allt fór fram með ró og friðsemd. — vig. BORGARNESI, 2. jan. — í kyrru veðri og 15 stiga frosti var margt manna við áramótabrennurnar hér í Borgarnesi. Kvöddu menn gamla árið og fögnuðu hinu nýja með friði og spekt. Einkum róm- uðu allir framkomu unga fólksins þetta mikla gleði og hátiðakvöld. Vín sást á mjög fáum og var drukkið hóflega í þeim áramóta- fögnuðum, sem efnt var til. — Fréttaritari. ISAFIRÐI, 2. jan. — Veður var hér ágætt, snjór yfir öllu og bjartviðri. Áramótin fóru hið bezta fram, flugeldum var skotið og Skíðafélagið myndaði ártalið 1959 með blysum upp í Stóruurð fyrir ofan bæinn. Togararnir tveir, sem inni voru, svo og eitt varðskipanna flautuðu á mið- nætti, og menn skemmtu sér al- menn vel og friðsamlega. SEYÐISFJÖRÐUR, 2. jan. — Á gamlárskvöld var leiðinlegt veður hér, stormur og talsvert frost. Unglingarnir héldu stóra brennu ,sem blasti við kaupstaðn- um, en þangað komu heldur fáir vegna veðurs. Danleikur var i samkomuhúsinu og fór skikkan- lega fram. Á nýjársdag brá til batnaðar með veðrið, og er nú hiti um frostmark og blæjalogn. Enginn snjór er í kaupstaðnum, en Fjarð- arheiði er eingöngu farin á snjó- bílum. Bátar eru að búast á vertíð héðan, ýmist til Vestmannaeyja eða til Faxaflóaverstöðva. Hinn fyrsti fer á morgun og hinir úr því. — K. H. VESTMANNAEYJAR, 2. jan. —- Veður var gott hér á gamlársdag og gamlárskvöld. Dansleikir voru á þrem stöðum í bænum og fóru hið bezta fram. Mikið var um flugelda og skot- hvelli ýmiss konar, en yfirleitt má segja, að áramótin hafi verið með menningarbrag. Hann gleymdi straujárninu SEYÐISFIÐI, 2. jan. — Brotizt var inn í verzlun Kaupfélagsins í nótt. Rúða var brotiní útihurðog mátti þannig komast til að opna smekklásinn að innan. Úrum, lind arpennum o. fl. þess háttar var stolið svo og tóbaki og sælgæti. Alls mun þýfið nema yfir tíu þús- und krónum. En áður en þjófurinn brá sér í Kaupfélagið, kom hann við í verzlun H. Jóhannsens, braut þar sýningargluggan og hafði á braut með sér tvö straujárn. En í kaup- félaginu hefur hann sennilega orðið mjög heillaður af því, sem honum varð þar til fanga, því að straujárnin urðu þar eftir. og -í Indlandi er óttazt að þeir hyggi á frekari landvinninga. A. m. k. hafa borizt fregnir um mikinn viðbúnað hjá Kínverjum. Vitað er, að þeir hafa eflt flutn- ingaleiðir til indversku landamær anna mjög mikið. >eir leggja nú vegi á indverska landsvæðinu, sem þeir hafa hertekið svo að sýnt þykir að þeir ætli sér ekki að hopa. Indverska stjórnin hefur brugð ið mjög skjótt við. Undanfarnar vikur hefur aðaláherzlan verið lögð á að efla landamæragæzluna. Fjölmennar hersveitir hafa verið sendar til landamærahéraðanna og búnar betri og fullkomnari vopnum en nokkru sinni fyrr til landamæragæzlu í Indlandi. Stór virkar vélar hafa verið fluttar upp í óbyggðirnar til vegalagn- ingar og kappkóstað er að endur- bæta samgönguleiðir við landa- mærahéruðin sem kostur er. • Erlendur fréttaritari, sem ferð- aðist um hátíðarnar um nokkur þessara héraða, segir, að jarðýtur og stórvirkar vinnuvélar svo og þyrilvængjur og annar nýtízku útbúnaður sé nú dagleg sjón í afskekktum og fjarlægum byggð um þar sem fólk hafi lifað stein- aldarlífi allt fram á síðasta ár. Segir fréttaritarinn, að greini- legt sé, að Indverjar ætli að vera viðbúnir frekari framsókn Kiu- verja, en almennt sé nú viður- kennt, að sú stefna indversku stjórnarinnar undanfarin ár að treysta á hlutleysi Indlands ein- vörðungu hafi verið hrapalleg. I: F urðufiskur TANANARIVE, Madagascar, 2. jan. (Reuter). — Leitað var í dag aðstoðar visindamanna til að halda lifandi fornaldafiski sem hefur hendur svipaðar manna- höndum. Fiskurinn, sem álitinn er tengiliður milli mannsins og frumstæðs lífs, veiddist seint á föstudag í Indlandshafi. Þetta er djúpsjávarfiskur, sem var álitinn útdauður fyrir 50 milljónum ára, þar til 1938 að fyrsti fiskurinn af þessari tegund veiddist út af Góðravonahöfða. Síðan hefr nokkrum sinnum tek- izt að veiða þessa tegund, en aldrei tekizt að halda þeim lif- andi lengur en nokkra klukku- tíma. Þetta er vegna þess að fisk urinn þolir illa sólarljós og er vanur kulda og þrýstingi sjávar- ins á miklu dýpi. Fiskurinn er stór, svartur, með fjóra stóra ugga, en tveir þeirra líkjast handleggjum manna og þeim veifar hann er hann syndir. Aug- un eru sjálflýsandi, eins og á mörgum djúpsjávarfiskum. Enn hefur ekki verið birt opin- berlega afstaða indversku stjórn- arinnar til þessarar nýju orðsend- ingar Kínverja. Einsýnt þykir samt, að Nehru hafni öllum við- ræðum við Sjú En Lai meðan Kínverjar sýna engin merki þess að þeir hyggist flytja her sinn af indversku landi. Svo mikið er víst. að orðalag kínversku orðsendingarinnar mun ekki falla í góðan jarðveg í Ind- landi að því er segir í fréttastofu- fregnum. f orðsendingunni segir m. a., að Kínverjar hafi aldrei né muni breyta landamærum sínum og annarra ríkja með einhliða ákvörðunum. Kínverjar séu fúsir til að hafa samvinnu við ná- granna sína um Iausn ágreinings, sem kunni að risa út af landa- mærum, því heitasta ósk Kín- verja sé sú, að jafnan ríki öryggi og gagnkvæm vinátta á landa- mærum Kína og annarra ríkja. Það er ekki ætlun Kínverja að karpa við Indverja, heldur að binda endi á allt slikt. Og að lok- ! um er lýst yfir sárum vonbrigð- um vegna þess hve afstaða ind- , versku stjórnarinnar í garð Kín- verja hefur vakið mikla andúð í Indlandi á Kínverj um. Sfjörnuljós Stjörnuljósin eru mjög vin- sæl með'al yngstu kynslóð- arinnar á gamlárskvöld. Að vísu eru raketturnar og svifljósin tilkomumeiri, en stjörnuljósin eru engu síður falleg — og miklu viðráðan- 1 legri. — Rússar Framhald af bls. 1. ann, lætur Krúsjeff einn af stuðn ingsmönnum sínum að nafni Ar- istov koma fram og fara að spila með tölur. Hlýðið á herra Aristov: „Þrátt fyrir þurrkinn á mörgum svæð- um lýðveldisins var uppskeran á þessu ári meiri en á beztu upp- skeruárum fyrir nýræktarfram- kvæmdirnar. í nóvember var upp skeran orðin 1825 milljónum skeffa meiri en meðaluppskeran á árunum 1949—53.“ Þetta lítur fallega út hjá Arist- ov, en það er ekki fallegt í reynd- inni. Landbúnaðaruppskeran á ár unum 1949—53 var svo lítil, að Krúsjeff hefur sjálfur lýst henni sem alþjóðarhneyksli. Ef fram- leiðslan 1959 hefði ekki orðið meiri en á þeim vonlausu árum, þegar Stalin hafði vanrækt land- búnaðinn í lengri tíma, þá mætti Krúsjeff vissulega blygðast sín Það sem nú hefur gerzt er ein- faldlega það, að landbúnaðarfram leiðslan hefur ekki aukizt um 5% eins og áætlað hafði verið, held- ur hefur hún minnkað um 10%. En Krúsjeff þarf ekkert að blygð ast sín fyrir það, því að þetta er af eðlilegum orsökum. Honum væri miklu nær að skammast sín fyrir staðhæfingar um það, að framleiðsla landbúnaðarafurða skuli fara fram eftir fyrirfram gerðum áætlunum, eins og stjórn málamennirnir gætu stjórnað sól- skini og rigningu. Sovétríkin eru eða ættu að vera orðin nógu öflug til þess að geta sagt umheiminum og eigin íbúum sínum sannleikann um atvinnulíf sitt. Ef herra Aristov, sem stend- ur Krúsjeff nærri getur ekki sagt sannleikann um landbúnaðarfram leiðslu Sovétríkjanna, þá þarf hann ékki að undrast þó við eig- um erfitt með að trúa honum á öðrum sviðum. Ástandið í matvælaframleiðslu Sovétríkjanna er þetta: Á síðustu árum Stalíns var landbúnaðurinn herfilega vanræktur og ár eftir ár héldu hagfræðingar og stjórn- málamenn áfram að bera fram upplognar tölur um framleiðslu hans. Árið 1953 fletti Krúsjeff of- an af þessu auma ástandi og batt enda á hinar fölsuðu hagskýrsl- ur landbúnaðarins, eða sva hélt maður. Skömmu siðar hóf Krús- jeff sína miklu baráttu fyrir því að vinna mikil óræktarlönd. Fyrst í stað hafði það í för með sér, að öll kornræktarmet voru slegin. 1958 varð mesta kornár, sem um getur í sögu Rússlands. Uppsker- an var mjög mikil bæði á hinum gömlu ökrum Ukrainu og á ný- ræktarsvæðunum við Volgu og í Kasakstan. Krúsjeff virðist hafa komizt í slíka! sigurvímu af þessum mikla árangri, að hann fór að tala um það, að ná framleiðslu Banda- ríkjanna. I sjö ára áætluninni, sem nú er í gildi er svo fyrirmælt, að kornuppskeran 1965 skuli vera 164—180 milljón tonn. En á þessu ári hefur uppskeran orðið léleg, líklega ekki meiri en 115 milljón tonn, eða talsvert minni en sl. ár. Þess vegna hafa Rússar fjarlægzt framleiðslutakmarkið fyrir 1965. Þá staðreynd virðist Krúsjeff og aðrir kommúnistaforingjar ekki þora að viðurkenna. Þess vegna byrja þeir aftur á sama gamla blindingsleiknum með töl- ur og tíðkaðist á dögum Stalins. Ég vil þakka öllum skildum og vandalausum, sem heimsóttu mig á áttræðis afmæli mínu og sýndu mér vinsemd með nærveru sinni og færðu mér góðar gjafir. Vil ég þó fyrst nefna stjórn Vélstjórafélags íslands, ásamt vinnufélögum mínum við Elliðaár og Sog, svo öllum vinum og velunnendum. Öllu þessu góða fólki verð ég þakklátur til hinstu stundar. Ég kveð ykkur vinir, sem komuð í gær og kveiktuð þá gleði sem dvínað ei fær, hreinræktað þakklæti í hjarta mér grær með hækkandi sólu er kraftinn mér ljær. Kópavogi, 31 desember 1959. Sigurjón Kristjánsson Elsku bróðir okkar UNNSTEINN LARUSSON andaðist 1. jan. að heimili systur sinnar, Miklubraut 50. Systkinin BJÖRN GUÐMUNDSSON frá Vesturkoti á Skeiðum andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 1. janúar. Jarðarförin ákveðin síðar. — Fyrir hönd vandamanna: v Guðríður Eiríksdóttir Jarðarför móður minnar, JÓRUNNAR PÁLSDÓTTUR Fljótshólum er andaðist 24. desember, fer fram frá Gaulverjabæjar- kirkju 5. janúar kl. 2 síðd. Athöfnin hefst frá heimili hennar kl. 1 siðd. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 9,30 árd. Guðríður Jónsdóttir Maðurinn minn og faðir okkar SIGURÐUR MAGNCSSON frá Borgarhöfn í Suðursveit, Skipasundi 34 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 1,30. Athöfninni verður útvarpað. Guðný Jónsdóttir og bðrn Kveðjuathöfn um JÓN ÓFEIGSSON frá Vatnagarði fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. þ.m. kl. 1,30 eftir hádegi. Jarðað verður frá Skarðskirkju á Landi þriðjudag. 5. þ.m. kl. 1 e.h. Bílferð verður frá B.S.R. kl. 8 f.h. Auðfinna Þórðardóttir og börn Við þökkum hjartanlega öllum, er auðsýndu okkur viná,ttu og samúð við fráfall og jarðarför STEINUNNAR BENEDIKTSSDÓTTUR Ausu, Borgarfirði Vandamenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.