Morgunblaðið - 05.01.1960, Qupperneq 11
Þriðjudagur 5. jan. 1960
MORGZJWfíLABIÐ
11
saltfisk á jölum
- Samtal vid lngvar Emilsson
haffræðing sem þar hefur
starfað í 6 ár
BRAZILlA er stærsta ríki Suður-
Ameríku, u. þ. b. áttatíu sinnum
víðáttumeira en fsland, og þar
búa yfir 60 milljónir manna. í
þeirri mannmergð er nú aðeins
að finna eina íslenzka fjölskyldu,
Ástríði og Ingvar Emilsson haf-
fræðing, sem ásamt 3 ungum
börnum sínum eru búsett í Sao
Paulo.
Ingvar var á ferð hér heima
ekki alls fyrir löngu og hitti tíð-
indamaður Mbl. hann þá að máii
stundarkorn, en eins og að líkum
lætur hafði hann frá ýmsu að
segja af suðurslóðum.
Haffræðing vantar
— Hvemig stóð á því, að þið
fóruð til dvalar í þessu fjarlæga
landi?
— í stuttu máli er sagan sú, að
um það leyti, sem ég var að ljúka
haffræðinámi í Bergen, árið 1953,
voru Brazilíumenn að svipast um
eftir haffræðingi, til þess að
blása lífsanda í haffræðfdeild há-
skólans í Sao Paulo. Var mér gef-
inn kostur á starfinu, tók því og
var ráðinn til 2ja ára til að byrja
með.
— Það hafa líkast til verið
nokkur viðbrigði að setjast að
þarna suður frá. Daglegt líf hlýt-
ur að vera talsvert frábrugðið
því, sem við eigum að venjast
hér.
— Já, þetta voru mikil við-
brigði, en nú, þegsir við höfurn
verið þarna í full sex ár, erum
við búin að venjast lífinu þar.
Að jafnaði er allt komið í fullan
gang upp úr klukkan 5 að morgni.
Þá er fólk í flestum stéttum risið
úr rekkju og von bráðar er við-
skiptalífið í algleymingi. Er unnið
sleitulaust til hádegis, en þá
snæða menn. I stað þess að fá sér
blund á eftir, eins og Spánverjarn
ir í öðrum löndum álfunnar, taka
menn síðan til við vinnu sína á
ný og halda áfram fram til klukk
an 5 síðdegis. Þá lýkur vinnudegi
og fólkið gefur sig að margvís-
legum áhugamálum. Um 10 leyt-
ið að kvöldi er svo allt komið í
ró — en ekki drollað fram yfir
miðnætti, eins og hér heima. Þess
ar lífsvenjur eiga auðvitað að
talsverðu leyti rætur að rekja til
loftslagsins, sem fólkið verður að
laga sig eftir.
í Sao Paulo er blómlegt líf
— Þið hafið búið í Sao Paulo
öll árin?
— Við höfum átt heima rétt
fyrir utan borgina. Sao Paulo er
eitt stærsta fylkið í landinu og
það langríkasta. Þaðan koma t. d.
um 60% af öllum tekjum sam-
bandsstjórnarinnar og háskólinn
þar er sá eini í allri Brazilíu, sem
ekki er rekinn fyrir fé sambands-
um og borgin er ein mesta iðnað-
arborg í Suður-Ameríku, enda
þótt aðstæður séu að sumu leytr
erfiðar til slíks. Þar skortir t. d.
olíu tilfinnanlega og kol eru eng-
in á staðnum. En ýmsar ráðstai'-
anir eru gerðar til að bæta úr
þessu. Margir erlendir aðilar og
stórfyrirtæki hafa verið mjög
bjartsýn á að leggja fé í iðnað í
Brazilíu. Þar hefur verið fremur
kyrrt ástand í stjórnmálum — og
heimilt er að flytja allan hagnað
af þessu úr landi. Ástandið í suð-
urhluta landsins er yfirleitt mjög
blómlegt og gott að búa þar. Þar
væri án efa öflugt stórveldi, ef
sá landshluti gæti slitið sig úr
tengslum við þá hluta þessa víð-
áttumikla lands, sem verst ástand
ríkir nú í, en til beirra er veitt
gífurlegu fé.
Margt ógert til uppbygglngar
■— Eru kjör fólks kröpp þar?
— Fátæktin er ógurleg í sum-
um héruðum landsins, sérstaklega
í norðurhluta þess. í innhéruðun-
um er náttúran víða óblíð og
Braziliskir fiskimenn í flæðarmálinu
þekkingu jafnstórs hóps til við-
bótar er í mjög mörgu ábótavant.
Annars er erfitt að gera sér fulla
grein fyrir ástandinu á þessum
slóðum, því að opinberar skýrsl-
ur eru ekki fyrir hendi og. fáir
gera sér ferðirþangað,endahreint
enginn leikur. Kunningi minn
Sao Paulo er stor borg, fogur og rik.
stjórnarinnar. í Sao Paulo borg,
sem er einstaklega fögur, er milt-
ið um atorkusamt fólk, ekki sízt
af japönskum uppruna, sem einn-
ig er mjög nægjusamt. Svo til allt
kaffi, sem flutt er út, fer þarna
reynist því íbúunum þung í
skauti. Þar er mikið af fólki, sem
ekkert samband hefur við menn-
inguna, svo sem m. a. kemur
fram í því, að um 40% af íbúum
landsins eru ólæsir með öllu og
> kaffickrunm.
Siglutréð reist.
einn, blaðamaður, hefur komið
til sumra af héruðum þessum og
kynnt sér hagi fólksins. Og það
er ófögur mynd, sem hann hefur
brugðið upp fyrir mér af ástand-
inu. Hann heldur því m. a. fram,
að sums staðar sé skorturinn svo
gífurlegur, að um 80% barna
deyi úr sulti. Þarna er því margt
ógert, áður en lífskjörin verða
sómasamleg.
Veiða færri hvali en fslendingar
— Svo að við víkjum að öðru
efni, stunda íbúarnir við strönd-
ina fiskveiðar að einhverju ráði?
— Þeir gera nokkuð að því.
Fyrst og fremst eru það rækju-
veiðar. Rækjurnar eru stórar
jafnvel á stærð við skambyssu
Þær líta alveg eins út og rækj-
urnar, sem þeir veiða á Bíldudal,
nema hvað þær eru bústnari.
Talsvert er veitt af sardínum. Og
svo eru togveiðarnar. Þeir eiga
um 20 minni togara. Nú eru þsir
líka farnir að veiða mikið af tún-
fiski, hafa lært það af Japönum,
og uppsjávarfiskum á línu og
færi. Auk þess vinna þeir svo
talsvert af skeldýrum, ostrum og
slíku. Hvalveiðar eru stundaðar
talsvert og veiðast um 20Q hvalir
á ári eða nokkru færri en hér á
landi.
Sjómennirnir nota ýmsar veiði-
aðferðir, sem alls ekki hafa sézt
hér. Veiðiaðferðir okkar eru
reyndar furðu fábrotnar, En þaS
er líka merkilegt, hverju menn
hafa fundið upp á. Japanir nota
t. d. blómavasa til veiða. Veiða
í þá kolkrabba. Þeir binda snæri
um vasana og sökkva þeim. Þar
verða þeir á vegi lítilla kolkrabba
á yngsta skeiði, sem eru á reki í
sjónum í leit að samastað. Þeir
taka feginsamlega húsnæðistilboð
inu og búa um sig í vösunum, en
til fæðuöflunar seilast þeir upi»
úr með fálmurum sínum og fanga
allt ætilegt, sem fyrir opið fer
og þeir geta torgað. Þegar þeir
svo að nokkrum tíma liðnum er«
orðnir mátulega stórir, draga
fiskimennirnir þá upp. Þannif
gengur það fyrir sig.
Saltfiskur í jólamatlna
— Fiskur er vinsæl fæfla §
Brazilíu.
— Já, það er óhætt að Mfja.
En hann er dýr, í sumum tilfelV-
um þrefalt dýrari en miðlunga-
kjöt. Saltfisk flytja þeir inn, m. a.
héðan frá fslandi, eins og kunn-
ugt er, og borða hann einkum
mikið á föstunni. Hann er líka
vinsæll jólamatur og gefur í þvl
efni lítið eftir rjúpum og hangi.
kjöti hjá okkur. Er saltfiskurinn
matreiddur á ýmsan hátt og mun
fjölbreyttari réttir búnir til úr
honum þar en hér.
fslenzki saltfiskurinn, sem kom
ið hefur til Brazilíu upp á síð-
kastið, hefur því miður verið
mjög slæmur. Þó að sumar send-
ingar hafi verið ágætar, hefur
mikið af honum verið hreinasti
óþverri, gulur og blautur. Þa5
er því af sem áður var, þegar
allur fiskur var sólþurrkaður, v«i
verkaður og matið strangt. Eklcl
sizt samkeppninnar vegna er
mjög mikilvægt, að fiskurirm hé5
an sé sem beztur. Helzti keppi-
nautur okkar eru Norðmenn, og
hafa þeir einnig flutt inn dálPÍS
af reylrtri síld. Hún hefur verW
ógurlega dýr, en þó að hún hafi
þar á ofan venjulega verið giát
þrá, selst hún.
Brazilíumenn eiga nú óhægar*
um vik en áður, að því er inn-
flutning snertir, vegna þess, aS
þeir hafa eignast ýmsa skæða
keppinauta í kaffiverzluninni, t.d.
Columbíu og fleiri. Þeim geng-
ur af þeirri ástæðu æ erfiðlegar
að selja þessa helztu framleiðslu-
vöru sina og afla sér gjaldeyris.
Hafrannsóknir nýjar af nálinni
— Hafa Brazilíumenn stundað
hafrannsóknir að ráði?
— Sannleikurinn í því efni er
sá, að ekkert hefur verið gert
fyrr en nú á þessum áratug, eftir
að haffræðideildin við Sao Paulo
háskóla byrjað að rannsaka og
safna upplýsingum um hafið úti
fyrir ströndum landsins, sjávar-
strauma og dýralíf. Ef t. d. er
borið saman við þær þjóðir, seni
búa við Norðursjóinn, voru
Brazilíubúar því orðnir um 50 ár-
um á eftir tímanum. Þennan
Framh. bls. 12
I Brazilíu borðar fdlk