Morgunblaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudasrur 5. jan. 1960 MOnr.TiNnt 4 tíið 13 Indverjar herða á baráttunni fyrir takmörkun barneigna Eftír Peter Jackson, fréttamann Reuters. INDVERSKA stjórnin hefur nu í hyggju að koma á víðtækri uppfræðslu meðal almennings um takmörkun barneigna. Fólks- fjölgímin í landinu er orðið mjög alvarlegt vandamál. Hún er svo mikil að segja má, að hún éti jafnóðum upp þær efnahagslegu framfarir, sem áttu að fylgja uppbyggingu atvinnulífsins. Ind- verjar halda nú uppi meiri fjár- festingu en flestar aðrar þjóðir. Þeir eru nú að framkvæma aðra fimm ára áætlun sína, en þrátt fyrir feikilegar framkvæmdir virðist sem þjóðarframleiðslan aukist vart sem fólksfjölguninni nemur. Afleiðingin er að lífskjör- in breytast lítt til batnaðar. En nú hafa heilbrigðisyfirvöld- in uppíýst, að ætlunin sé að verja 200 milljónum rúpía (1,5 milljarð ki-óna) í næstu fimm ára áætlun til að kynna og kosta að- ferðir til takmörkunar barneigna. Er þetta fjórfalt hærri upphæð, en varið var til hins sama í nú- verandi áætlun. ★ Athugun hefur leitt það í ljós, að Indverjar eru yfirleitt ekki andvígir takmörkun barneigna og trúarleg mótstaða er ekki eins mikil og menn ætla. Aðalvanda- málið er að uppfræða hinar 415 milljónir íbúa, en mestur hluti þeirra er ólæs og óskrifandi og mikill hluti býr í þorpum, sem erfitt er að komast til vegna vegasambandsleysis. Annað aðal- vandamálið er hvernig á að fram- leiða lyf eða tæki til getnaðar- varna, sem séu ódýr og auðveld í notkun. Indverjar þiggja fúslega er- lenda aðstoð á þessu sviði. Til dæmis lýsti efnahagsmálaráðu- náutur indversku stjórnarinnar, B. K. Nehru, frændi forsætisráð- herrans, því yfir á alþjóðaráð- stefnu fyrir nokkru, að Indverj- ar myndu fagna því, ef þeir fengju tækifæri til að njóta þekk- ingar annarra þjóða varðandi tak- mörkun barneigna. Hann sagði þetta á fundi sem hin bandarísku samtök um fjölskylduáætlun efndu til og hann sagði um leið að Indverjar æsktu samstarfs við útlend fyrirtæki um framleiðslu á getnaðarverj um í Indlandi og að þeir æsktu aðstoðar við til- raunir með framleiðslu á óbyiju- töflum. ★ Sem fyrr segir er fólksfjölgun- in orðin mjög alvarlegt vanda- mál. Á hverjum degi fæðast um 28 þúsund nýir Indverjar. Fólks- fjölgunin nemur nærri 8 milljón- um á ári og eftir fimm til sex ár mun íbúátala landsins hafa náð 450 milljónum. En yfirmað- ur manntalsstofnunarinnar, dr. R. A. Gopalaswany, heldur því fram að það sé hámark þess íbúafjölda, sem landið getur alið. Þótt matvælaframleiðslan hafi aukizt verulega síðustu 10 ár, hefur hún ekki haldið í við fólks- fjölgunina. Verða Indverjar nú árlega að flytja inn 3 milljónir tonna af korni og eyðir það mjög fyrir þeim erlendum gjaldeyri. Það var frá upphafi liður í fimm ára áætlununum indversku, sem hófust 1951, að koma á tak- mörkun barneigna, eða fjöl- skylduáætlun eins og það er kall- að. En það tekur langan tíma að koma á því skipulagi sem nauðsynlegt er og aðstöðu til að uppfræða fólkið, standa fyrir rannsóknum og æfa starfslið. Komið hefur verið á fót um 1000 upplýsingamiðstöðvum auk þess sem það er m. a. verkefni 1400 heilsuverndarstöðva mæðra og barna að veita fólki upplýsingar. Mikil áherzla er lögð á það að auka persónulegar ráðleggingar, en auk þess' eru flutt erindi í út- varp, sýndar kvikmyndir, efnt til sýninga og dreift fjölda bækl- inga með einföldum skýringum á vandamálinu. ★ Þá er það algengt í nokkrum héruðum Indlands, þar sem þétt- býlið er orðið mest, að foreldrar, sem eiga þrjú börn eða fleiri eru hvött til að láta vana sig. Til slíkrar aðgerðar þarf að sjálf- sögðu samþykki bæði eigin- manns og konu og gefa verður út sérstakt opinbert leyfi í hverju tilfelli. Á síðustu þremur árum hafa 23 þúsund manns ver- ið vanaðir þannig samkvæmt eigin ósk. Það er athyglisvert, að helmingur þessa fólks er í ríkinu Kerala, þar sem talið er að lestr- arkunnátta fólks sé meiri en í nokkru öðru héraði Indlands. í þriðju fimm-ára áætluninni sem hefst 1961 er áætlað að opna 8000 upplýsingamiðstöðvar í sveitum og 1500 í bæjum og borgum. I mörgum þessara mið- stöðva vei-ða aðstæður til fóstur- eyðinga og vanana, Hjálp er þegar farin að berast til þessara aðgerða frá öðrum löndum. Nýlega veitti Ford- stofnunin bandaríska indverska heilbrigðismálaráðuneytinu 330 þúsund dollara til að kosta stofn- un sérstakrar háskóladeildar sem á að fjalla um fjölskylduáætlanir og mennta vísindamenn á þessu sviði. ★ Nýlega fóru fram ýtarlegar mannfjöldarannsóknir í ýmsum héruðum Indlands. Rannsóknir þessar sýndu það t. d. að í iðnað- arbænum Kanpur ól hver kona að meðaltali um 7 börn, en af þeim dóu að meðaltali um 3 börn. Flestar konur eru fylgjandi tak- mörkun barneigna og fæstar vilja eiga börn nema þriðja hvert ár. En aðeins ein af hverjum 10 kon- um veit hvernig hún á að fara að því að koma í veg fyrir getn- að. — 1 kenningum Brahmatrúarinn- ar er ekkert sem bannar beinlínis takmöi-kun barneigna. En Ma- hatma Gandhi kenndi það að eina leyfilega takmörkunin væri hófsemi og aðhald í kynlífi karls og konu. Fjármálaráðherra Ind- lands, Morarji Desai, styður þá skoðun og Krishna Menon, land- varnaráðherra, hefur líkt fæð- \ Fólksfjölgunin étur upp jafnóðum | | j | aukningu bjóðarframleiðslunnar Gamla bíó hafði sem jóla- og nýársftiynd kvikmyndina „Gigi". Er hún enn sýnd við mikla aðsókn og hrifningu. — Er mynd þessi fræg dans- og söngvamynd, samin af Lerne’v og Louwe, höfundum „My Fair Lady“. Myndin hlaut 1959 níu Oscars- verðlaun og hefur engri mynd hlotnast slík viðurkenning. — ingatakmörkunum við það að far- þegar í járnbrautarvagni loki dyrum hans og banni öðrum að ferðast með. Það er talið líklegt að sú regla Hindúanna, að sonurinn eigi að kveikja í bálkesti föður síns, eigi sinn þátt í hinni miklu fólksfjölg- un. Hver fjölskyldufaðir vill eignast að minnsta kosti einn son og jafnvel fleiri syni, ekki sízt þar sem dánartala barna í Ind- landi hefur verið mjög há. En með bættum heilbrigðisháttum og sigri yfir farsóttadauðanum má vera, að dragi úr löngun manna til að eiga mörg börn. ★ Nehru, forsætisráðherra, styð- ur af áhuga áætlanirnar um tak- markanir barneigna. En hann leggur þó áherslu á það, að engin vandamál verði leyst með þvi einu. í ræðu sem hann flutti sl. ár sagði hann: „Til þess að takmörk- un barneigna beri nokkUrn árang ur þurfa að fylgja henni almenn- ar og stórstígar framfarir á sviði efnahagsmála og félagsmála. Ef við einblínum á takmörkxm barneigna og teljum allan vanda leystan með því, þá erum við sannarlega að byggja þjóðfélag okkar á veikum og óstöðugum grundvelli“. En Nehru tók það fram, að hann teldi að allar þjóðir heims ættu að takmarka barneignir. Það væri ekki hægt að ætlast til þess, að Afríku- og Asíuþjóðir tækju mark á hvítum þjóðum sem vildu beita sér fyrir tak- mörkun barneigna vegna þess að hætta væri á því að heimurinn fylltist af fólki af öðrum kyn- flokkum en þær sjálfar. Stúlkur helzt vanar saumaskap óskast strax. Uppl. í verk- smiðjunni, Skipholti 27 III. hæð og í skrifstofunni Laugavegi 116. Verksm. Eygló halda Slálfstæðisfélógin í Reykjavík miðvikudaginn 6. januar kl. 8.30 eh. í Sjálfstæðishusinu Hótel Borg og Lídó Vörður — Óðinn - Heimdallur Hvöt S jálf stæðishúsið: 1. Félagsvist 2. Ávarp: Bjarni Benediktsson, ráðherra 8. Spilaverðlaun afhent 4. Dregið í happdrættinu 5. Ómar Ragnarsson, skemmtir 6. Einsöngur: Kristinn Hallson, óperusönv. 7. Daiis. SKEIHIHTIATRIÐI Hótel Borg: 1. Félagsvist 2. Ávarp: Jóhann Hafstein, alþm. 3. Spilaverðlaun afhent 4. Dregið í happdrættinu 5. Einsöngur: Kristinn Hallsson, óperusöngv. 6. Ömar Ragnarsson, skemmtir 7. Dans. Lidó: 1. Félagsvist 2. Ávarp: Iíirgir Kjaran, alþm. 3. Spilaverðlaun afhent 4. Dregið í happdrættinu 5. Óinar Ragnarsson, skemmtlr 6. Einsöngur: Kristinn Hallsson, óperusöngv. 7. Dans. Sætamiðar afhentir í S jálfstæðishúsinu í dag Skemmtinefndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.