Morgunblaðið - 05.01.1960, Page 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Þríðjudagur 5. jan. 1960
OÍWM
fcomst í hugarsesing. — „Hvaða
nýja aðferð? Þér minntust eitt-
hvað á nýja lækningaraðferð. ..
Hvaða nýja aðferð hafið þér
hugsað yður að reyna?“ (Ég
veitti því strax athygli hvernig
hann virtist halda sér dauða-
haldi í orðið „nýja“, eins og við
það væri bundin einhver ný
von).
„Látið þér mig um það, kæri
vinur. Látið mig ákveða hvað sé
bezt að reyna og hvenær. En þér
mégið ekki með nokkru móti ætl
ast til þess af mér, að ég geri eitt
■hvert kraftaverk. Þetta „tilfelli“
okkar, eins og við læknarnir orð
um það, mun hér eftir sem hing
að til, halda áfram að verða mitt
höfuð-viðfangsefni og við mun-
um áreiðanlega leiða það farsæi-
lega til lykta“.
Gamli maðurinn sat hreyfing
arlaus sem fyrr og hnugginn á
evip. Ég sá hvemig hann barðist
við að bæla niður hinar fánýtu,
þreytandi spurningar sínar. Con
dor hlýtur einnig að hafa fundið
til hinnar þungu, þjakandi þagn-
»r, þar eð hann reis nú á fætur.
„Ég held að við látum þetta
tvo nægja í dag“, sagði hann. —
„Ég hef sagt yður hvaða áihrif
skoðunin í dag hefur haft á mig.
Allt annað væri skrum og láta-
læti. Þér skuluð ekki hafa nein-
ar áhyggjur, jafnvel þótt Edith
kunni að verða enn vanstilltari
pg viðkvæmari næstu dagana. —
Ég skal fljótlega komast að raun
um, hvaða skrúfa það er sem hef
ur losnað. Það er aðeins eitt sem
þér verðið að gera og það er að
reyna að vera ekki svona hnugg
inn og áhyggjufullur á svipinn í
návist sjúklingsins. Og eitt enn:
Þér verðið að gæta vel að yðar
eigin taugum. Þér eruð mjög
þreytulegur í útliti og ég er
hræddur um að allar þessar
áhyggjur grafi meira undan
heilsu yðar og þrótti, en góðu
hófi gegnir. Það bezta sem þér
getið því gert, er að fara snemma
að hátta í kvöld og taka inn
nokkra Baldrian-dropa, áður en
þér farið að sofa, svo að þér
vaknið hress og endurnærður á
morgun. Það er allt og sumt. Þá
er heimsókn minni lokið í dag.
Ég ætla bara að Ijúka við vind-
ilinn þann arna og svo fer ég“.
„Ætlið þér .. ætlið þér í raun
og veru að fara tmdir eins?“
Dr. Condor var óhagganlegur
f ásetningi sínum. — „Já, kæri
vinur. Þetta verður að nægja í
dag. Ég á eftir að heimsækja einn
dálítið erfiðan sjúkling í kvöld.
Ég fyrirskipaði honum langa
göngu. Lítið þér á mig. Ég hef
ekki stanzað eitt augnablik síðan
klukkan hálf átta í morgun. All-
an fyrri hluta dagsins var ég í
sjúkrahúsinu. Þar var nefnilega
mjög óvenjulegt tilfelli, sem sé..
En tölum ekki um það .. því
næst í lestinni, svo hérna í allt
kvöld og við læknarnir þurfum
öllum öðrum fremur að fá hreint
loft í lungun, alltaf öðru hverju,
til þess að halda skynjuninni
skýrri og vakandi. Þess vegna
verðið þér að leyfa mér að fara
gangandi í þetta skipti. Veðrið er
dásamlegt og fullt tungl í kvöld.
Að sjálfsögðu vil ég ekki drífa
þennan unga mann með mér. Ef
þér ætlið, þrátt fyrir eindregin
fyrirmæli læknisins yðar, að
vera á fótum langt fram á nótt,
þá þykist ég vita, að hann sé fús
til að vera yður til afþreyingar
eitthvað lengur".
Ég mundi samstundis eftir
æltunarverki mínu og varð því
fljótur til svars. „Nei, ég þarf
einmitt að vakna óvanalega
snemma á morgun", flýtti ég
mér að segja — „og ef satt skal
segja, þá hefði ég átt að vera
sofnaður fyrir mörgum klukku-
stundum".
„Jæja, ef yður er það ekki á
móti skapi, þá getum við orðið
samferða", sagði læknirinn.
Og nú var eins og leiftri
brygði fyrir í öskugráum augum
Kekesfalva. Hann hafði líka
munað eftir því.
„Og ég held bara að ég fari
beint í rúmið“, sagði hann með
óvæntri auðsveipni í rómnum og
stalst til að gefa mér hornauga,
þegar dr. Condor sá ekki. Áminn
ingin var í alla staði óþörf. Ég
fann hvernig æðarnar þrútnuðu
á gagnaugum mínum og hjart-
slátturinn örfaðist um allan helm
ing. Ég vissi, að nú var komið til
minna kasta.
Þegar við, dr. Condor og ég,
vorum komnir út á efsta þrepið
í stiganum, sem lá niður í garð-
inn, námum við ósjálfrátt staðar,
vegna hinnar undraverðu sjón-
ar, sem mætti augum okkar.
Meðan við vorum inni höfðum
við aldrei gefið okkur tíma til
að líta út um gluggann. Nú stóð-
um $ið orðlausir af undrun yfir
þeirri breytingu, sem orðin var
á umhverfinu. Riststórt, fullt
tungl hékk hreyfingarlaust, eins
og spegilsléttur, glansandi silfur
skjöldur, uppi á stjörnubjörtu
himinhvolfinu. Og þegar loftið,
volgt eftir sólríkan sumardaginn,
lék mollulegt um okkur, gerði
hin föla tunglsbirta það að verk-
um, að líkast var sem einhver
töfravetur hefði skyndilega hald-
ið innreið sína í mannheim. —
Mölin glitraði eins og nýfallinn
snjór milli tvöfaldra raða
trjánna, sem vörpuðu dökkum
skuggum sínum yfir stíginn. —
Stofnar þeirra stóðu þarna í ann
arlegri kyrrð og glitruðu aðra
stundina eins og gler í birtunni,
en hina, eins og mahogni í
myrkrinu. Aldrei hafði mér fund
izt tunglsbirtan jafnægileg og
þarna í hinni algerðu kyrrð og
óhreyfanleika garðsins, sem
sveipaður var í kaldri birtu. Svo
villandi var þessi vetrarlega
birta, að við stigum ósjálfrátt
hægt og varlega á glitrandi þrep
in, eins og við værum að ganga
á hálu gleri. Þegar við gengum
eftir malarstígnum, vorum við
skyndilega ekki tveir lengur,
heldur fjórir, þar eð skuggarnir
okkar gengu á undan okkur,
skýrt afmarkaðir í kristalstærri
tunglsbirtunni. Ég gat ekki ann-
að en starað á þessa tvo, dökku
félaga, sem eftirlíktu hverja
hreyfingu okkar, eins og lifandi
skuggamyndir og það veitti mér
einskonar ánægju-tilfinningar
manns eru stundum svo furðu
barnalegar — að sjá að skugginn
minn var lengri, grennri og ég
gæti jafnvel sagt „betri“, en
hinn kubbslegi, riðvaxni skuggi
samferðamanns míns. Ég fann
sjálfstraust mitt styrkjast við
þetta nýja tákn um yfirburði
mína. Ég veit að það krefst tals-
verðs hugrekkis að játa slíkan
barnaskap á sig, því að tilfinn-
ingum manns er alltaf stjórnað
af undarlegustu og tilviljunar-
kenndustu hlutum og það eru oft
ef ekki alltaf, hin yfirborðsleg-
ustu atriði, sem styrkja eða
veikja kjark okkar.
Þannig gengum við alveg út
að hliðinu, án þess að mæla orð.
Til þess að loka því, urðum við
að horfa til baka. Framhlið húss
ins glitraði eins og hún hefði ver
ið máluð með bláleitum fosfór.
Og þessi skæra tungsbirta villti
manni svo sýn, að það var ógiern
ingur að segja nokkuð ákveðið
um það, hvaða gluggar væru lýst
ir að innan og hverjir að utan.
Það var ekki fyrr en hliðið
small aftur, að þögnin var rof-
in og líkast var sem þetta jarð-
neska hljóð í hinni draugalegu
þögn, veitti Condor aukinn kjark
því að hann sneri sér nú skyndi-
lega að mér, með hispursleysi,
sem ég hafði sízt búizt við.
„Aumingja Kekesfalva", sagði
hann. — „Ég ásaka sjálfan mig
fyrir að hafa kannske verið of
hranalegur við hann. Auðvitað
veit ég það vel, að hann hefði
helzt viljað hafa mig mörgum
klukkustundum lengur og spyrja
mig hundrað spurninga, eða öllu
heldur, spyrja mig sömu spurn-
ingarinnar hundrað sinnum. En
ég þoldi bara ekki meira. Þetta
hefur verið hræðilegur dagur —
sjúklingur eftir sjúkling frá því
í morgun og fram á kvöld og allt
tilfelli, þar sem manni verður
ekkert ágengt".
Nú vorum við komnir út í
trjágöngin, þar sem tunglsgeisl-
arnir síuðust í gegnum lauf-
þykknið, eins og í gegnum þétt-
asta net. Hér giitraði snjóhvíta
mölin enn bjartar úti á miðjum
akveginum og við gengum báðir
eftir þessum bjarta, glitrandi
ljósfarvegi. Ég fann ekki að neins
svars væri krafist af mér, en
Condor virtist alveg hafa gleymt
návist minni.
„Og svo koma stundum þeir
dagar, þegar ég get alls ekki þol-
að þráann og ákefðina í honum.
Það erfiðasta í okkar starfi er
ekki sjúklingurinn, megið þér
vita. Maður lærir fljótlega að
ráða við þá. Það kemur allt upp
í vana. Og ef sjúklingarnir
nöldra og þreyta okkur með
spurningum sínum, þá er það ein
faldlega eitt af sjúkdómseinkenn
um þeirra. Ekki síður en sótthiti
eða höfuðverkur. Við gerum fyr
irfram ráð fyrir vanstillingu
þeirra. Við skoðum hana sem
sjálfsagðan hlut, við erum við
henni búnir og við höfum sér-
stök hughreystingarorð og sak-
laus ósannindi á reiðum höndum,
alveg eins og við höfum svefn-
lyf og kvalastillandi dropa. En
það eru ættingjarnir og vinirnir,
sem gera okkur lífið svo óbæri-
legt og þreytandi. Það eru þeir
sem, ef svo mætti segja, troða sér
á milli læknis og sjúklinga og eru
alltaf að krefjast þess að fá að
heyra „sannleikann". Þeir láta
allir eins og skjólstæðingar
þeirra séu einu sjúklingarnir í
öllum heiminum og krefjast þess
að maður helgi þeim einum alla
sína krafta og alla sína umhugs-
ui-, þeim og engum öðrum. Ég
reiðist Kekesfalva síður en svo
fyrir spurningar hans, en þegar
þær hljóma sýknt og heilagt í
eyrum manns, þá þrýtur mann
stundum þolinmæði. Tíu sinnum
er ég búinn að segja honurn, að
ég hafi einmitt núna mjög alvar-
legt tilfelli að fást við í borginni,
þar sem um lífið sé að tefla. Og
þótt hann viti það, þá hringir
hann dag eftir dag og ónáðar mig
og tefur og reynir að þvinga með
valdi einhverja von, einhverja
huggun út úr mér, hvað sem það
kostar. Og sem læknir hans veit
ég vel, hvað slikur hugaræsing-
ur er hættulegur fyrir hann. Ég
er margfalt áhyggjufyllri en
hann grunar, margfalt áhyggju-
fyllri. Gott að hann veit ekki
hvað útlitið er raunverulega
ljótt".
Mér brá ónotalega við þessi
orð hans. Útlitið var þá ekki gott.
Condor hafði nú opinskátt og
ótilneyddur gefið mér þær upp-
lýsingar, sem ég hafði ætlað að
veiða upp úr honum. Ég átti erf-
itt með að leyna geðshræringu
minni, þegar ég tók til máls.
„Afsakið, herra læknir, en þér
hljótið að skilja, hversu þetta
kemur flatt upp á mig......Ég
hafði ekki hugmynd um að Edith
væri svona hættulega veik“.
„Edith?“ Condor sneri sér að
mér með óblandinni undrun í
hverjum andlitsdrætti. — Hann
virtist nú fyrst gera sér grein
fyrir því, að hann hefði verið að
tala við annan mann. — „Hvað
eigið þér við? Edith? Ég hef ekki
minnst einu orði á Edith. .. Þér
hafið algerlega misskilið mig. ..
Nei, nei, heilsufar Ediths er
raunverulega alveg óbreytt —
því miður, alveg óbreytt. Það er
Kekesfalva sjálfur, sem gerir
1 mig áhyggjufullan. Hafið þér
ekki veitt því athygli, hvað hann
hefur breytzt mikið á nokkrum
síðustu vikum, hvað útlit hans er
Ijótt, hvað honum hnignar með
hverri vikunni sem líður?“
„Ég get að sjálfsögðu ekki lagt
neinn dóm á það. .. Ég hef að-
eins haft þann heiður að þekkja
hr. von Kekesfalva í nokkrar
vikur og .... “
„Já, auðvitað. Þá gegnir allt
öðru máli. Fyrirgefið þér. .. En
ég, sem hef þekkt hann svo ár-
um skipti, varð vissulega hrædd-
ur í dag, þegar mér varð litið á
hendurnar á honum. Hafið þér
ekki tekið eftir því, hvað þær eru
gagnsæjar og beinaberar? Þegar
maður hefur oft séð hendur á
dánu fólki, skiljið þér, þá hryll-
ir mann við þvi að sjá sama blá-
leita litinn á höndum lifandi
manna. Og svo Og svo lízt mér
ekki vel á þessi áköfu viðkvæmn
isiköst. Hver minnsta geðshrær-
ing kemur tárunum út á honum
og hann verður náfölur í fram-
an. Slík undanlátssemi er ein-
mitt varhugaverð hjá mönnum,
eins og Kekesfalva, sem áður
a
r
L
ú
ó
Ég hef einmitt verið að velta I Þið sannið ekkert með málæði,
því fyrir mér Baldur, hvort það þið vitið það.
*é þú, sem erí að reyna að hindra |
að ferðin takist.
.....Pparið yðdi hlaup
& talili margra vrjrzkma!
iWfUkWL
(ÍOIIUM
HÍWM!
• Austurstræti
ailltvarpiö
8.00
15.00
18.25
18.30
18.50
19.00
19.40
20.00
20.30
20.45
22.25
23.20
Þriðjudagur 5. janúar
—10.00 Morgunútvarp (Bæn.
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. 8.30 Fréttir. 8.40 Tónleikar.
9.10 Veðurfregnir. 9.20 Tónleik-
ar).
—13.15 Hádegisútvarp. — (12,25
Fréttir og tilk.).
—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfr.).
Veðurfregnir.
Amma segir börnunum sögu.
Framburðarkennsla í þýzku.
Tónleikar: Harmonikulög.
Tilkynningar.
Fréttir.
Utvarpssagan: „Sólarhringur*4 eft
ir Stefán Júlíusson; IX. lestur
(Höfundur les).
Frá bókmenntakynningu á verk-
um Jóhannesar úr Kötlum (hljóð
ritað í Gamla bíói í fyrra mán-
uði). Guðmundur Böðvarsson
skáld flytur erindi og Baldvin
Halldórsson, Þórarinn Guðnason,
Þorsteinn O. Stephensen, Bryndís
Pétursdóttir, Lárus Pálsson og
Jóhannes skáld úr Kötlum lesa,
Kristinn Hallsson syngur lög við
ljóð skáldsins.
Fréttir og veðurfregnir.
Tryggingamál (Guðjón Hansen,
tryggingaf ræðingur).
Lög unga fólksins (Guðrún Svaf-
arsdóttir og Kristrún Eymunds-
dóttir).
Dagskrárlok.
Hvað eigum við að gera, Mark-
ús? Við megum ekki við því að
tapa fleiru.
Ég veit það ekki Sirrí, en ég
vildi að ég vissi hver stendur á
bak við allt þetta ólán okkar.
Miðvikudagur 6. janúar
(Þrettándinn)
8.00—ío.OO Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og
tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00—16.00 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Barnatími:
a) Utvarpssagan: „Siskó á flæk-
ingi“ eftir Estrid Ott; XVIII.
kennari).
Pétur Sumarliðason, kennari.
b) Islenzkar þjóðsögur og ævin-
týri.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Þrettándavaka:
Islenzkar þjóðsögur og þjóðlög.
__ Gils Guðmundsson rithöfund-
ur tekur saman dagskrána.
21.30 Framhaldsleikritið: „Umhverfis
jörðina á 80 dögum". gert eftir
samnefndri skáldsögu Jules
Verne; IX. kafli. Þýðandi: Þórð-
ur Harðarson. — Leikstjóri Flosi
Olafsson. Leikendur: Róbert Arn-
finnsson, Erlingur Gíslason, Har-
aldur Björnsson, Þorsteinn O,
Stepensen, Ævar R. Kvaran, Ein-
ar Guðmundsson, Brynja Bene-
diktsdóttir og Eyvindur Erlends-
son.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Eg dansa út öll jól“:
a) Vinsælir revíusöngvar íra
gamalli tíð: Jónas Jónasson
kynnir; Nína Sveinsdóttir, Her-
mann Guðmundsson og Lárus
Ingólfsson syngja; Tage Möller
og hljómsveit hans leika.
b) Danslög, þ. á. m. leikur hljóm-
sveit Svavars Gests.