Morgunblaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 20
V EÐRID Sjá veSurkort á bls. 2. 2. tbl. — Þriðjudagur 5. janúar 1960 Saltfiskur á jólum — Sjá bls. 11. Rekaldsetti3m rifu á kinnung Veðurathugunaskipið Cumulus leitar hafnar og viðgerðar hér VEÐURATHUGUNARSKIPIÐ Cumulus er hér í Reykjavík. — Leitaði það hafnar hér á sunnu- dagskvöldið, en á gamlárskvöld hafði skipið orðið fyrir skemmd- um á veðurathugunarsvæði sínu, eem er miðja vegu milli Reykja- ness og Suður-Grænlands. — Ég hélt að skipið myndi far- ast þegar þetta gerðist, sagði skipstjórinn, Aar Visser, þegar hann sýndi blaðamanni frá Mbl. akemmdirnar á skipinu í gær- kvöldi, en veðurathugunarskipið liggur við Ægisgarð. Hér fer fram viðgerð á skemmdum þeim, er á skipinu urðu. Þegar komið var undir þiljur, gekk blaðamað- urinn í fylgd með skipstjóranum fram í stefni skipsins. — Líttu á, hérna sérðu þær, og hann benti á allt að 10 feta langa rifu fremst á kinnungi. — Og sjáðu meir að segja þverböndin, sem með stuttu millibili hafa öll þverkubbazt undan högginu. Við gengum upp í brú til íbúð- ar Vissers skipstjóra til þess að tala við hann um þetta atvik. Á leiðinni hittum við fyrsta stýri- mann, ungan, geðþekkan Indó- nesíumann. — Þeir eru góðir sjó- menn, liðlegir, þessir strákar, sagði skipstjórinn. — Þeir eru harðsnúnir náungar þessir Indó- nesíumenn, sagði hann og hló við. Visser skipstjóri virðist vera maður nær sextugu. — Nei, ég er 69 ára og hef verið skipstjóri á flutningaskipum frá því ég var 27 ára gamall. Nú er ég aðeins við afleysingar, því þeir létu mig hafa pokann minn fyrir 9 árum. Mínar ferðir hafa einkum legið til Suður-Ameríku og hingað norður. Til Reykjavíkur hef ég þó aldrei komið fyrr. Ég hef ekki enn haft tíma til þess að fara í land, en ég á það eftir, því við eigum 4 daga viðgerð hér fyrir höndum. „TUNDURSKEYTI" Já, þetta með skemmdirnar á skipinu. Ég sat hér í setu- stofu minni á gamlárskvöld og beið raunar eftir því að hringt yrði í kvöldmatinn. Ég var ný- lega kominn niður úr brúnni. Allt í einu kvað við svo mik-, 111 skellur, að ég kastaðist hér þvert yfir setustofuna og í ■ vegginn á móti — um 4 metra.' 1 sömu andrá nötraði skipið a)It svo, að fyrsta hugsunin var — ég veit ekki af hverju: TUNDURSKEYTI! Þá er öllu lokið. Ég komst strax á fætur og fór á vettvang til að athuga hvað komið hefði fyrir. Ég hélt enn um stund að skipið myndi farast. Skipsmenn mín- ir virtust líka telja öllu lok- ið. Nokkrir höfðu fengið slæm ar byltur, allt lauslegt hafði kastast til, en enginn hafði þó hlotið alvarleg meiðsl. Ég sendi menn um allt skipið til þess að athuga um skemmdir og leka. — Við fundum brátt rif- una miklu á kinnungnum og tók um þegar að troða í hana. Hún var aðeins einn meter fyrir ofan sjó. Það var snarvitlaust veður, allt að 11 vindstig. í hvert sinn, sem skipið stakkst í úthafsöld- una, spýttist sjórinn inn um rif- una. Það gekk þó greiðlega að troða í hana, svo aðeins lítils- háttar af sjó gaf inn með. Ég lét menn halda stöðugan vörð og þétta jafnóðum um lekann. Þetta hefur verið ægilegur hnútur sem kom á skipið? — Þér segið það, sagði hinn gamalreyndi hollenzki skipstjóri. Nei, það var ekki hnútur og það var ekki ís, því að hann sézt aldrei á þessum slóðum. Þetta hefur verið rekald. — Já, ein- hverskonar rekald. Þvi að það má sjá djúpar rispur á járnplöt- unum sem fyrir högginu urðu. FLAK HANS HEDTOFTS? Hvað það var veit enginn á skipinu því úti var eins og ég sagði áðan stormur og stór- sjór og ekkert sást. Næsta dag sáum við þessar djúpu rispur. Þá datt mér í hug sjálfum, sagði Visser, að það skyldi þó aldrei hafa verið danska skipið, sem hvarf und an Grænlandi í fyrravetur? — Hver veit. Nei, þetta var óhugnanleg stund skal ég segja yður. Ég hélt að það yrði enginn til frásagnar af því sem gerðist. Og einn skips manna minna fékk taugaáfall. Þetta er gott skip: „She is strong as hell“, sagði Visser, og þess vegna fór allt vel. Siglir Nepfúnus med eiginn síldarafla? SEM kunnugt er hefur togarinn Neptúnus verið að síldveiðum hér við suðvesturlandið undanfarið með hina nýju flotvörpu þeirra Bjarna Ingimarssonar skipstjóra og Jakobs Jakobssonar fiskifræð- ings. Varpan hefur nú sýnt svo mikla Bleib og blá vegabréf I LÖGBIRTINGI sem barst í pósti í gær, er tilk. frá varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins, varðandi reglugerð um vegabréf á varnarsvæðinu á Keflavík- urflugvelli. Segir þar að vegabréfin skuli vera prentuð og auð kennd með orðinu „Kefla- víkurflugvöllur“, í þeim skuli vera mynd og eigin- handairundirshrift vega- bréfshafa, með nauðsynleg- um upplýsingum m. a. um störf og nafn vinnuveitanda Skulu þessi vegabréf, sem innsigluð verða í plasthylki vera í tveim litum, blá og bleik. Þeir sem lögheimili eiga innan varnarsvæðisins skulu bera bleik vegabréf, en þeir sem lögheimili eiga utan þess blá. kosti, að hún er jafnvel talin betri en vænzt hafði verið. Þegar togarinn hefur rekið í góðar síld- ar hefur aflinn komizt upp í 30—40 tunnur síldar á mínútu í togi. Neptúnus er nú að veiðum með vörpuna. Mun Bjarna skipstjóra leika mikill hugur á því að reyna að fá svo mikinn afla í skipið, að hægt verði að senda það með síldina ísvarða til Þýzkalands. Jakob Jakobsson fiskifræðing ur sagði í gær, að það væri ekki lengur neitt vandamál að veiða í trollið, heldur væri nú allur vandinn fyrir Bjarna að finna síldina. Togarinn hefur ekki asdictæki til að auðvelda þessa leit, heldur aðeins dýptarmæla v ÞESSI mynd var tekin á ný- ■ • ársnótt, nokkru eftir að upp- ^ \ lýst var að Hafmeyjan var s \ eyðilögð. Þannig lágu brotin á > | snæviþaktri Tjörninni. Ekki; ^ hafði rannsókn málsins borið s S árangur í gær. Þessi mynd j j var tekin af Paul Heide í • ■ Tjarnargötu 30, en það var s S hann sem varð fyrstur manna \ \ var við að skemmdarverkið ■ ■ hafði verið framið. Enn eru; i, menn hvattir til þess að vera \ \ vel á verði ef þeir skyldu | • heyra eitthvað undir væng, er ^ ^ orðið gæti til þess að upplýsa \ S þelta óhæfuverk. 'í Skíðasnjói MILLI jóla og nýjárs var ágætt skíðafæri í Hveradölum og not- uðu sér margir hir. miklu frí yiir hátíðarnar til að íara á skíði Frá því á jóladag var að jafnaði um 30 manns í Skíðaskálanum og á nýjársdag voru þar um 70 manns. Á sunnudag tók svo að rigna og fyrir miðjan dag hafði allt skíða- fólk forðað sér í bæinn úr rigning unni. Vegleg 13.-brenna og álfada ns við Hlégarð ANNAÐ kvöld, þrettándakvöm, verður mikið um dýrðir við Hlé- garð í Mosfellssveit. Þá efnir ungt fólk þar í sveitinni til álfa- dans og brennu með meiri íburði og skrauti en hér hefur þekkzt frá því einhvern tíma í gamla daga, eins og Ásbjörn Sigurjóns- son á Álafossi, komst að orði við Mbl. í gær. Cóð sala 1 GÆR seldi Ingólfur Arnarson 1 Grímsby 2629 kitt (167 lestir) fyrir £12.261, sem er mjög góð sala. í dag selja í Bretlandi tog- ararnir Egill Skallagrimsson og Geir, báðir frá Reykjavík. Tog- ekipið Margrét frá Siglufirði sel- ur í Þýzkalandi í dag um 100 lestir af síld. Hafnarfjarðartog- arinn Keilir er á leið til Þýzka- lands með fullfermi af síld, eða um 250 lestir, og selur þar vænt- anlega á miðvikudag. Yfir jökul og vegleysur GJÖGRI, 4. jan. KRISTINN Jónsson, bóndi á Dröngum, fór fyrir skömmu yfir Drangajökul með 15 ára son sinn, villtist þar og komst eftir 20 tíma göngu niður af jöklinum, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. 1 gærmorgun lagði Kristinn aftur á jökulinn, áleiðis heim og kom að Dröngum eftir 23 tíma stanzlausa göngu, en þetta er undir venjulegum kringumstæðum 7—8 tíma ferð. Þegar Kristinn fór að heim- an, gerði hann ráð fyrir áð komast með Skjaldbreið frá ísafirði til Ingólfsfjarðar, er hann hefði komið drengnum í skóla. En á ísafirði frétti hann að Skjaldbreið legði ekki af stað frá Reykjavík fyrr en 5. jan. Þótti honum of langt að bíða skipsins, þar eð hin dugmikla kona hans, Anna Guðjónsdóttir, var ein heima með 8 börn, það elzta 13 ára. Kl. 9 í gærmorgun lagði Kristinn af stað yfir Dranga- jökul, en þá leið fór hann í fyrsta sinn um daginn. Fylgdi Aðalsteinn Jónasson, bóndi í Skjaldfönn honum upp að jökulröndinni. Kl. 12 í nótt var Kristinn ekki kominn heim og var fólk farið að ótt- ast um hann, því leiðindaveð- ur var og dimmt yfir allan daginn í gær. KI. 8 í morgun kom Kristinn svo heim að Dröngum eftir 23 tíma stanz- lausa göngu. Kristinn bóndi á Dröngum er ákaflega duglegur, kjark- maður mikill og þaulvanur ferðalögum upp um fjöll og firnindi. TÍU TÍMA FERÐ f SKÓLANN Þrátt fyrir þetta erfiða ferðalag til að koma elzta syn- inum í skóla, er Kristni ekki til setunnar boðið. Barnaskól- inn hér á Gjögri byrjaði í dag og tvö af börnunum á Dröng- um þurfa að komast í skólann. Þangað er 10 tíma ferð land- leiðina, en nú er ekki hægt að komast sjóleiðina, sem er tveggja tíma ferð. — Regína. með börnin í skóla En það er rétt að taka það fram, sagði Ásbjörn að ekki verð ur þessi þrettándahátíð okkar nema veður leyfi, — en við von- um að það muni gera það. Það er búið að undirbúa þetta þrettándakvöld og munu taka þátt í álfadansinum og skrúð- göngunni 70—80 manns. Það verður byrjað stundvíslega klukkan 8. Mun þá mikil skrúð- ganga fara að brennunni. Fyrir henni munu fara 12 riddarar í skrautklæðum og bera þeir kyndla. Siðan koma Álfadrottn- ingin og Álfakóngurinn. Það verða þau Gerður Lárusdóttir frá Brúarlandi og Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Mun upphefjast mik ill söngur þá er þau ganga um- hverfis bláköstinn ásamt fylgdar- liði sínu, sem verður hin fxíðasta fylking. Verða þar hirðmeyjar drottningar hirðsveinar Álfakon- ungsins, nokkrir púkar verða í göngunni, og ýmiskonar lýður sem vekja mun hlátur og verða í hópnum ein geit, fallegur hrút- ur og naut með klukku um há'.s- inn. Þá verður að sjálfsögðu skct- ið upp flugeldum, tunnuskot heitir ein tegundm og þá munu menn komast í kynni við eldflaug ar þetta ævintýrakvöld. Hljóm- sveit verður að sjálfsögðu til þess að leika undir með söngfólkinu. Enginn skilji orð mín svo, sagði Ásbjörn að lokum, að þessi þrett- ándabrenna sé eingöngu fyrir oss innanhéraðsmenn. Við búumst við fjölmenni frá Reykjavík og víðar að. Og nú verðum við að- eins að vona að veðrið verði gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.