Morgunblaðið - 09.01.1960, Side 2
2
MORCVNBLAÐ1Ð
Laugardagur 9. jan. 1960
Suður
á vertíð
AKUREYRI, 8. jan. — Bátar á
Norðurlandi búast nú á vertíð
syðra. Stjarnan er leigð frá Ak-
ureyri til Kirkjusands í Reykja-
vík. Bátar Valtýs Þorsteinssonar
í Rauðuvík, Akraborg, Garðar,
Gylfi I. og Gylfi II. eru farnir
suður og munu leggja upp í
Reykjavík, Keflavík og Grinda-
vík. Á þessum fjórum bátum eru
um 40—50 manns og er nokkuð
af þeim frá Akureyri. Tveir bát-
ar, Vörður og Áskell eru faruir
frá Grenivík. Ester fór í nótt til
síldveiða í hringnót á Skagafirði.
ÖLAFSFIRÐI, 8. jan. — Tveir
bátar, mannaðir Ólafsfirðingum,
erú gerðir út frá Keflavík á þess-
ari vertíð. Eru það Stjarnan og
Þorleifur RögnValdsson. Kristj-
án er farinn til Stykkishólms og
Stígandi til Ólafsvíkur. Einar
Þveræingur og Guðbjörg, nýr
bátur, sem væntanlegur er á
morgun frá Noregi, fara báðir
tii Keflavíkur. ,
Menn flykkjast suður á vertíð-
ina, hafa sennilega þegar farið
héðan 200 manns og fleiri hyggj.
ast fara.
000*00*0001
* 0'
Dregið eftir
sex daga
Lanðshappdrætti
Sjálfstæðisflokksins
MIÐAR seldir úr bifreið-
inni við Útvegsbankann og
í skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í Sjálfstæðishús-
inu, sími 17100.
t.0.0*0. 0& 00.0 1
Þýzk æska mófmælir
nýju Gyðingahatri
Fulltrúaráð
Heimdallar
FCNDUR verður haldinn í
fulltrúaráði Heimdallar í
dag kl. 2. Fundurinn verður
í Valhöll við Suðurgötu. —
Fundarfeni: Félagsmál.
Sjórn Heimdallar.
BERLÍN, 8. jan (NTB6: — Tug-
þúsundir ungra Vestur-Berlínar
búa söfnuðust í kvöld í kulda og
frosti á Steinplatz-torgi einu í
borginni. Báru þeir kyndla og
fóru í mótmælagöngu til þess
að mótmæla þeim ósóma, að far-
ið er að bera að nýju á Gyðinga-
hatri í Þýzkalandi.
Burt með rógbera!
Það voru Ungmennasamtök
Vestur-Berlínar, sem beittu sér
fyrir þessari samkomu. Hófst
mótmælagangan á Wittenberg-
torgi og var gengið til Steinplats,
en það er þriggja kílómetra leið.
í fararbroddi var borinn fáni
Vestur-Berlínar og fjórir stórir
borðar með eftirfarandi áletrun-
um:
„Gegn kynþáttahatri“, „Gegn
Dönsk blöð skrifa
um handritanefnd
Kaupmannahöfn 8. jan.
Einkaskeyti til Mbl. —
SKIPAN handritanefndarinnar
hefur vakið eftirtekt í Danmörku.
Fréttaritari blaðsins í Kaup-
mannahöfn símar ummæli nokk-
urra blaða þar í borg.
DAGENS NVHEDER
skrifar að nefndarskipunin skapi
nýtt viðhorf í handritamálinu.
Hefur blaðið þa ðeftir Jörgensen
fræðslumálaráðherra að Danir
fylgist af áhuga með málinu og
bíði eftir opinberri tilkynningu
frá íslandi um nefndarskipunina.
íslendingar virðist hafa skapað
fastan ramma um áframhaldandi
vinnu að lausn máLsins. Ekki sé,
á þessu stigi, unnt að segja hvort
Danir skipi samskonar nefnd.
BERLINGSKE TIDENDE
skrifar að búast megi við dansk-
íslenzkum viðræðum á næstunni,
en meðal dönsku ríkisstjórnar-
innar ríki sú skoðun að Islend-
ingar verði að leggja fram við-
unandi viðræðugrundvöll áður
en þær hefjast.
BERLINGSKE AFTENAVTS
skrifar að sameignartilboðinu
frá 1954, sem raunverulega mætti
\.0 0 0 0 0 I
Fjöltefli
SUNNUDAGINN 10. janú-
ar kl. 2 e. h. teflir Guð-
mundur Pálmason skák-
meistari fjöltefli í Valhöll
við Suðurgötu.
Þátttakendum er bent á
að mæta tímalega og hafa
með sér töfl.
Heimdallur.
0<0 0 00 0 0 0 00.0*0 0 00 0\
líta á sem gjafartilboð, hafí ver-
ið hafnað af íslenzkum blöðum
og litið á það sem hálfgerða þjóð
armóðgun. Þetta ætti að kenna
Dönum að tilboð, sem að þairra
dómi gengur mjög langt, er ekki
nægilegt fyrir íslendinga. Ef
danska ríkisstjórnin er enn að
hugsa um afhendingu á hluta af
handritunum, hlýtur ætlunin að
vera sú að fjarlægja þá óánægju,
sem handritamálið veldur í sam-
búð Dana og íslendinga. En
reynslan frá 1954 sýnir að þessi
möguleiki er ekki fyrir hendi,
þar sem íslendingar líti á afhend
ingu nokkurs hluta handritanna
sem siðferðilegt óréttlæti. Ein-
göngu algjör afhending, sem
mundi orsaka óánægju í Dan-
mörku, yrði samþykkt á íslandi.
I augnablikinu virðist engin á-
stæða fyrir Dani að skipa hand
ritanefnd. Málið hætti að skipta
verulegu máli fyrir Danmörku
1954, og ekkert bendir til þess
að það sé til hagsmuna fyrir Dani
að taka það upp að nýju.
23 Akranesbátar
á vetrarvertíð
AKRANESI, 8. jan. — Héðan frá
Akranesi munu verða gerðir út
23 bátar á vetrarvertíð.
Hér hefur verið stormur á suð
austan í allan dag, en boðalaust
með öllu. Aftur á móti var mikil
alda í fyrradag og talsvert brim.
Vélbátnum Fylki var rennt
niður úr dráttarbrautinni í
morgun. H.f. Heimaskagi hefir
selt bátinn. Kaupandinn er Hafn
firðingur.
Leikfélag Akraness frumsýnir
í kvöld „Nýársnóttina", eftir
Indriða Einarsson. Leikstjóri er
Hildur Kalman. — Oddur.
Gyðingahatri", „Burt með róg-
berana“, „Ekki fleiri nazista á
háskólana“.
Æskan á að tryggja
framtíðina
Á Steinplatz fyrir framan
tæknilega háskólann flutti ræðu
Joachim Lipschitz, einn af borg-
arstjórum Vestur-Berlínar. Hann
sagði að þessi mikli fjöldi ungl-
inga Berlínarborgar væri kominn
saman vegna þess að þeir fyndu
til hneykslunar, smánar og ótta
Vegna þess að þeir hefðu áhyggj-
ur vegna heiðurs þjóðar sinnar
og sérstaklega æskunnar.
Hin þýzka æska nútímans ber
ekki beina ábyrgð á hræðilegum
atburðum nazistaáranna. En það
er hlutverk hennar, að tryggja
að það sama endurtaki sig ekki,
sagði ræðumaður.
Adenauer fagnar
Adenauer, forsætisráðherra V-
Þýzkalands, sendi þessari fjöl-
mennu og áhrifamiklu samkomu
skeyti, þar sem hann lét í ljós
gleði sína yfir því, að æska lands
ins mótmælir þeim smánarverk-
um, sem unnin hafa verið að
undanförnu.
Óðinn í reynslu
alla nœstu viku
KA UPMANNAHÖFN, 8. jan
(Frá Páli Jónssyni)
♦ f dag fór nýja íslenzka
varðskipið Óðinn í fyrstu
reynsluför sína á Limafirði
við Álaborg.
| Pétur Sigurðsson, forstjóri
Iandhelgisgæzlunnar, sem
var með í förinni, sagði við
fréttamann Mbl.: — Allt gekk
að óskum.
♦ í þessari fyrstu för voru
framkvæmdar fastar athug
anir á vélunum. Með í ferð-
inni voru allmargir gestir, svo
sem ýmsir vélfræðingar, þeir
sem hafa séð um viss verk í
skipinu eða útvegað efni. Þá
voru með skipinu, sem fyrr
segir, Pétur Sigurðsson, og
væntanlegur skipherra og
stýrimenn.
Evrópuráðið
veitir styrki
EVRÓPURÁÐIÐ veitir árlega
nokkra styrki, sem einkum eru
ætlaðir til eflingar athugunum og
rannsóknum á eftirtöldum við-
fangsefnum:
1) Sameining Evrópu og vanda-
mál í lögfræði, stjórnmálum,
efnahagsmálum, félagsmálum,
menntamálum eða vísindum.
2) Evrópsk siðmenning (heim-
speki, saga, listir og bók-
menntir).
Hver styrkur er að upphæð
600 þús. franskir frankar, er
greiðast á átta mánuðum.
Veiting styrkjanna verður til-
kynnt í júlímánuði 1950.
Umsóknareyðublöð og frekari
upplýsingar fást í menntamála-
ráðuneytinu. — Umsóknarfrestur
er til 1. marz 1960.
♦ Á morgun fer Óðinn í
langa reynsluferð, þvert
yfir Kattegat til Gautaborgar.
Mun ferðin standa frá því kl. 6
um morguninn og til mið-
nættis.
♦ Fleiri reynsluferðir verða
farnar, því að ómögulegt er
að prófa allan hinn mikla
véla- og tækjakost skipsins í
einni ferð. Má búast við að
reynsluferðir standi alla næstu
viku og því ómögulegt að
segja hvenær Óðinn getur Iagt
af stað heim á leið. Þó mun
formleg afhending fara fram
á næstunni, líklega eftir aðra
reynsluferðina.
Námsfólk fékk
íbúð DAS
f GÆR var dregið í 9. fl. Happ-
drættis Dvalarheimilis Aldraðra
Sjómanna um 20 vinninga eins og
venjulega. 2ja herbergja íbúð að
Hátúni 4, 5. hæð kom á nr. 27119,
umboð Vesturver. Eigandi er frú
Sjöfn Kristinsdóttir, Hringbraut
45. Hún er gift Grétari Nikulás-
syni læknanema, og eiga þau eitt
bam. Taunus M. 17 Station bifreið
kom á miða nr. 56036, umbcð
Hafnarfjörður. Eigandi er Gísli
Magnússon, verkamaður Hafnar-
firði, Suðurgötu 74. Moskviích
fólksbifreið kom á nr. 15566, um-
boð Þingeyri. Eigandi er Sigríður
Kristjánsdóttir. Húsbúnaður eftix
eigin vali fyrir kr. 15.000. — korn
á nr. 36126, umboð Neskaupsstað,
húsbún. fyrir 12.000. — kom á nr.
3806 (Dalvík) nr. 36812 og nr.
39829 (Vesturveri). Húsbúnaður
fyrir 10.000 — kom á nr. 115
(Vesturveri, 3496 (Akureyri),
16372 (Akureyri), 16680 (Akur-
eyri) 18331 (Akranesi), 21236
(Aðalumboð), 25873 (Aðalum-
boð) 28295, 28917 (Aðalumboð),
36165 (Neskaupstað), 40848 (Nes-
kaupstað), 42556, 56590 (Aðalum-
boð).
Hlýjast á íslandi
ENNÞÁ eru hlýindi um aust-
anvert Atlantshaf og norður
fyrir ísland, eins og komið
væri fram á vor. T.d. var 10
stiga hiti á Galtarvita kl. 8
í gærkvöldi og var þá hlýj-
ast þar. Vestan við hitaskilin,
sem liggja frá norðri til suð-
urs er mun kaldara og 4—6
stiga frost, þegar kemur vest-
ur undir Nýfundnaland og
Labrador. Við Goose Bay er
34 stiga frost, eins og sjá má
af kortinu.
f Danmörku og Svíþjóð er
frost og einnig um allan Nor-
eg að heita má. Sömuleiðis er
kalt í Þýzkalandi og Frakk-
landi, t.d. 2. stiga hiti í Par-
ís og 7 stiga frost í Stokk-
hólmi, svo eitthvað sé nefnt.
Geta má þess að á kortinu í
dag hefur verið settur hring-
ur kringum þær stöðvar, þar
sem logn var, en vindurinn
annars merktur á venjulegan
hátt.
Vegna fyrirspurnar skal þess
getið, að sól er nú á lofti í
Reykjavík tæpar 5 stundir,
sólaruppkoma í gær kl. 10,15
og sólarlag kl. tæplega 15.
Veðurhorfur kl. 22: SV-land,
Faxaflói og SV-mið til Breiða-
fjarðarmiða: Stormur, dáiítil
rigning með köflum. Breiða-
fjörður, Vestfirðir og Vest-
fjarðamið: Allhvasst, skýjað,
úrkomulítið. Norðurland til
Austfjarða, N-mið- Austfjarða
miða: S-gola en síðar kaldi,
úrkomulaust. SA-land og SA-
mið: SA-stinningskaldi, hvasst
á miðunum, þokuloft, dálítil
rigning, einkum vestantil.
Veðurhorfur á sunnudag: ,
SA-átt og þíðviðri, þurrt (
norðanlands en nokkur rign- S
ing og þokusúld á Suður- og •
Vesturlandi.