Morgunblaðið - 09.01.1960, Page 3

Morgunblaðið - 09.01.1960, Page 3
Eaugardagur 9. jan. 1960 m o n c v rt n r. a ð i ð 3 0 0 fl 0 0 0-0 0 0‘ Fyrsti EFTIR þvi sem við höfum komist næst er litli hnoðrinn hér á myndinni fyrsti borgar- inn, sem fæddist hér í Reykja vík á þessu nýbyrjaða ári. Það er stúlkubarn og enn hefir því ekki verið gefið nafn. Við brugðum okkur i gær heim til litlu dömunnar að Hagamel 32, en þangað kom húri af Fæðingardeildinni í fyrradag. Við hittum þar móð- urina, Emilíu Ester Jónsdótt- ur og var hún önnum kafin að skipta um bleiju á ung- frúnni er við komum inn. Faðirinn, Gunnar Ásmunds- son sjómaður, var að taka niður jólaskrautið, en hann er nú heima í jólaleyfi. Ásta litla Gunnarsdóttir er eldri systir hinnar nýfæddu og er orðin 7 ára. Hún sagðist hafa verið voða spennt að fá að sjá litlu systur, en það fékk hún á 2. nýársdag. — Hvernig fannst þér syst- ir vera þegar þú sást hana? — Falleg. —Vildirðu heidur fá bróð- ur? — Mér var alveg sama. En ég vildi samt heldur að það yrði systir. — Ætlarðu ekki að gefa henni dúkkurnar þínar þegar þú ert hætt að leika þér að þeim? — Jú, jú. borgarinn 1960 Og svo birtum við hér mynd af allri fjölskyldunni. Móðir- in, Emelía Ester, er lengst til vinstri og heldur á „ungfrú eitt 1960“ og þá kemur Ástal litla og seinast pabbinn, GunnJ ar Ásmundsson. — Ljósm.: vig. • V* 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0-0 I Rakalausar árásir kommúnista á Guðlaug Gíslason bæjar- stjóra í Vestmannaeyjum ÞJÓÐVILJINN ræðst-í gær með offorsi og dylgjum á Guðlaug Gísla- son, bæjarstjóra og alþingismann í Vestmannaeyjum. — Reynir kommúnistablaðið að bendla hann við fjársvikamál fyrrverandi bæjargjaldkera í Eyjum. Fer Þjóðviljinn með hreinar falsanir og blekkingar um málið. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkur atriði, sem sýna greinilega að Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri, ber enga ábyrgð á fyrrgreindri sjóðþurrð Halldórs Magnússonar, fyrrverandi bæjar- gjaldkera, og gerði það sem honum bar, þegar er hann varð hennar var. — Skilyrði Framsóknar Þegar Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mynduðu meiri hluta í bæjarstjórn Vestmanna- eyja árið 1954 gerði Framsókn- arflokkurinn það að skilyrði, að hann fengi að ráða bæjargjald- kera án íhlutunar Sjálfstæðis- flokksins. Halldór Örn Magnús- son, fyrrverandi gjaldkeri, var ráðinn bæjargjaldkeri af Fram- sóknarmönnum og töldu þeir sig hafa meðmæli með honum og umsögn um hann frá flokks- bræðrum sínum í Reykjavík, sem óhætt væri að taka trúanleg og væru á þann veg, að óhætt væri að ráða hann í starfið. Þegar bæjargjaldkerinn lét af ■törfum í árslok 1958, var sjóður- inn gerður upp af endurskoðend- um bæjarreikninganna, og að við stöddum löggiltum endurskoð- endum. Málið lagt fyrir bæjarstjórn Þegar reikningar bæjarsjóðs fyrir árið 1958 voru gerðir upp í marz-mánuði 1959 kom í ljós, að vanfærðar voru í sjóði af tekj- um ársins 1958 kr. 105 þúsund. Bæjarstjóri tilkynnti þá bæjar- gjaldkera að hann mundi leggja málið fyrir bæjarstjórn, en gjald- keri staðhæfði, að ekki væri um sjóðþurð hjá sér að ræða og hlyti þetta að leiðréttast við endur- skoðun með vanfærðum útgjöld- um. Öskaði hann eftir að fá að leggja upphæðina fram með þeim fyrirvara, að hún yrði end- urgreidd honum, ef hún leið- réttist við endurskoðun, og taldi hann sig hafa möguleika á bráða birgðaláni í Reykjavík í þessu sambandi. Hefur hann fyrir rétti gert grein fyrir greiðslu þessar- ar upphæðar. Samþykkti bæjar- stjórinn þetta. á engan hátt talizt ábyrgur fyrir misfellum fyrrverandi bæjar- gjaldkera, eins og þær liggi fyr- ir, þar sem þær byggjast ein- göngu á fölsuðum fylgisskjölum og áttu því og hlutu að koma í ljós við endurskoðun. Allar stað- hæfingar Þjóðviljans um að Sjálfstæðismenn hafi samþykkt að víkja bæjarstjóra frá störf- um, eru vísvitandi ósannindi kommúnistablaðsins. Þegar fulltrúaráð Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum fór fram á það við bæjarstjóra á sl. vori að verða í framboði við al- þingiskosningarnar 28. júní, sam- þykkti Guðlaugur Gíslason það með þeim fyrirvara, að hann fengi mann, sem hann treysti til að gegna fyrir sig störfum meðan hann sæti á þingi. Á fundi, sem þá þegar var haldinn með þeim fjórum aðalfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins í bæjarstjórn, sem heima voru, og fimm varafulltrú- um, tilkynnti bæjarstjóri, að Gísli Gíslason stórkaupmaður hefði lofað að gegna störfum fyr- ir sig meðan hann sæti þing, og var þessi ráðstöfun bæjarstjóra einróma samþykkt af öllum við- stöddum aðilum og hefur engin breyting þar á orðið. Mun Gísli Gíslason gegna starfi bæjarstjóra meðan hann situr á Alþingi, eins og ákveðið var á sl. vori. Fölsuð fylgisskjöl Tiilögu kommúnista um að víkja bæjarstjóra frá störfum vegna þessa, var vjsað frá í bæj- Rakalausar ádeilnr Meirihluti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja er fullkomlega sam- mála um, allar ádeilur á bæj- arstjóra í sambandi við misfellur fyrrverandi bæjargjaldkera, séu rakalausar og ómaklegar árásir pólitískra andstæðinga, settar fram í þeim eina tilgangi að arstjorn Vestmannaeyja á þeim ; hnekkja áliti bæjarstjóra og Sjálf forsendum, að bæjarstjóri gæti ; stæðisflokksins í Eyjum í heild. STAKSTEINAB Byrði í kosningunum Einn af leiðtogum brezka Verkamannaflokksins, sem sækir um þessar mundir fund jafnaðar- mannaflokka í Evróptu, sem hald- inn er í Hollandi, hefur gert þjóð- nýtingarstefnuna að umtalsefnL Sagði hann, að flestir frambjóð- endur Verkamannaflokksins f Englandi hafi litið á þjóðnýting- arstefnuna sem byrði í síðustu kosningum. Þessi sami jafnaðarmannaleið- togi komst þannig að orði, að f stað kenningarinnar um hið „miskunnarlausa auðvald“ væri komin „trú á nýjar, bættar að- ferðir við starfssjórn“. Það verður þannig stöðugt aug» ljósara, að jafnaðarmannaflokkar Evrópulandanna eru að varpa frá sér hinni gömlu þjóðnýting- arstefnu, sem höfundar sósíalism- ans settu fram á sinum tima. Krafan um almennan ríkisrekstur atvinnutækjanna er úrelt orðin. Reynsla þjóðanna sýnir, að aðr- ar leiðir eru miklu líklegri til þess að auka framleiðslu og bæta lifskjör almennings. „Víða krafizt kauphækkana“ Tíminn birtir í gær grein efth* ritstjóra sinn, sem jafnframt er einn af þingmönnum Framsóknar flokksins, undir þessum fyrir- sögnum: „Víða krafizt kauphækkana". — „Líklegt að kaup verkafólks hækki almennt á þessu ári“. í greininni er síðan skýrt frá því, að allt bendi til þess, að kaupgjald verði almennt hækkað í heiminum á þessu ári. Er þó sérstaklega talið líklegt, að þetta muni gerast í Bandaríkjunum, í Vestur-Þýzkalandi, í Svíþjóð og Bretlandi. En einnig er skýrt frá þvi, að frönsku verkalýðssamtök- in munu hefja kauphækkunar- baráttu á þessu ári. Hér skal ekkert um það fullyrt, hvort þessi frásögn í Timanum muni hafa við rök að styðjast eða ekki. I þeim löridum, þar sem framleiðslustarfsemi stendur með blóma og afköst hafa aukizt, er ekkert eðlilegra en að kaupgjald hækki. Framleiðsluaukning er cinmitt sá grundvöllur, sem kaup hækkanir hljóta að byggjast á. Galdrar manna i I FREGNUM frá Leopoldville hermir að í öllum þorpum Bas- hongo ættflokksins í miðhluta Belgíska Kongo hafi verið notað banvænt „sannleikslyf" til að reka út galdranomirnar og illa anda. Er kunnugt um að 240 hafa látist af þessum sökum, en 188 hafa lifað af inntökuna. Búist er við að tala dauðra eigi eftir að tvöfaldast eða jafnvel þrefaidast, áður en yfirvöldin geta stöðvað notkun lyfsins. Þeir sem hafa lif- að af „tsjipapa" raunina, eru drepa hundruð Kongo mjög hreyknir og skýra frá því að aðallega séu gerðar tilraunir á eldra fólki, bæði körlum og konum, sem samkvæmt áliti ætt- flokksins bera ábyrgð á þeim sjúk dómum, ófrjósemi og vansköpun, sem fyrir koma í þorpinu. Þeir sem grunaðir eru, drekka af frjálsum vilja fjóra bolla af eitr- inu, sem bruggað er í þessum til- gangi. Þeir sem lifa, eru hátíðlega dæmdir ósekir. Ein af ástæðunum fyrir því að eldra fólk er sífellt grunað um galdra er sú að það skuli lifa þótt þeir sem yngri eru deyji. Eitrið er búið til úr trjáberkl. Strax og fórnardýrið hefur drukk ið það, verður hann eða hún að hlaupa um. Ef fórnardýrið fær ógleði og kastar eitrinu upp er lífi þess borgið. Annars er dauð- inn vís innan fárra klukkustunda. Talsmenn ættflokksins skýra frá því að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessa ráðs, því mjög langt sé síðan það var notað. Þess vegna höfðu óvenju margir iliir andar safnast saman og fært ó- gæfu yfir ættflokkinn. Mikil á- nægja ríkir í þeim þorpum, sem notað hafa „lyfið“. Lík hinna látnu hafa verið brennd á háum viðarköstum til að smita ekki frá sér. En hjá því getur varla farið, að þeirri hugsun skjóti upp, að Tíminn sé með þessari frásögn af væntanlegum kauphækkunum út i heimi á þessu ári, að gera annað og meira en að segja íslending- um fréttir af því sem þar sé að gerast. Má mikið vera, ef sú til- gáta á ekki eftir að sannast bet- ur síðar. Heródes og Pílatus vinir Sú var tíðin, að nazisminn og kommúnisminn í Evrópu tóku höndum saman. Það gerðist á einu örlagaríkasta augnabliki ver aldarsögunnar. Meðan lýðræðis- þjóðir Vestur-Evrópu börðust ör- væntingarfullri baráttu gegn framsókn nazismans og áformum Hitlers um nýja heimsstyrjöld, samdi Jósef Stalín við nazistana í Wilhelmsstrasse um það að gefa þeim frjálsar hendur til þess að ráðast á Pólland, og hefja þar með aðra heimsstyrjöldina. Þá skáluðu þeir Molotov og von Ribbentrop í kampavíni í Kreml fyrir vináttu Hitler-Þýzkalands og Sovétríkjanna. Þá skiptust þeir Stalín og Hitler á heillaóska- skeytum. Þá voru þeir Heródes og Pílatus vinir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.