Morgunblaðið - 09.01.1960, Side 8

Morgunblaðið - 09.01.1960, Side 8
8 m o r a v /v n r ,4 n 1 ð Laugardagur 9. jan. 1960 í Ghana A TÍMUM stórviðburða á sviði alþjóðastjórnmála hefur fátt vakið meiri athygli en þegar ný- lendan „Gullströndin“ breyttist í hið sjálfstæða ríki Ghana á ár- inu 1957. Menn fundu, að þetta var fyrirboði mikilla breytinga í hinni svörtu Afríku. Mikil hátíð var haldin í hinu nýja riki og heillaóskir bárust víða að, meðal annars frá fyrri valdhöfum. Margt benti til þess, að nýja ríkið gæti átt mikla framtíð fyrir sér, en það voru líka mörg ljón á veginum og framtíðin því óljós eins og gengur. Góð staðsetning Ghana er vel staðsett með tilliti til markaða, þar sem það liggur vel við samgöngum í Vestur- Afríku, bæði á sjó og landi, og hefur einnig orðið mikilvægur viðkomustaður flugvéla á síðari árum. Og í nágrannalöndunum búa 30 milljónir Afríkumanna, sem hafa flestir einhver aura- ráð og hafa ekki fengið orð fyr- ir að safna í handraðann. Lögun landsins og landslagið gera samgöngur auðveldar, en helzta vandamálið við vegalagn- ingu eru allmargar ár, sem hafa þó víða verið brúaðar. Segja má, að % hlutar íbúanna búi á svæði, sem tekur ekki nema hálfan dag að aka þvert yfir frá höfuð- borginni, Accra, sem stendur við Guineu-flóann. Góff skilyrði til jarðræktar Hitinn í Ghana er ekki eins mikill og ætla mætti, þegar hugs- að er til þess, að landið liggur aðeins lítið eitt norðan við mið- baug. Yfirleitt verður hitinn ekki meiri, en sem svarar mesta sumarhita á austurströnd Banda- ríkjanna og oft er mun svalara. Jafnvel kvarta menn um kulda þá árstíð, sem þurrir vindar blása frá Sahara-eyðimörkinni. Og þarna er ekki nærri því eins vætusamt og rakt loftslag, eins og víða annars staðar í hitabelt- inu. ajfnvel þar sem mest rignir í landinu er þriggja mánaða þurrkatími. 1 Ghana éru víðáttumikil skóg- lendi, þar sem vex „maghony" og ýmsar aðrar verðmætar harðvið- artegundir. En sú trjátegund, sem er langmikilvægust er kókótréð, sem gefur af sér kókóhneturnar. (Ekki má rugla þessu saman við cocospálmann, en af honum fást hinar stóru cocoshnetur, sem cocosmél, cocosolía o. fl. er unn- ið úr.) Kókótréð þarf mikla úrkomu og vex ekki vel nema í skugga annarra og hærri trjátegunda. Þessi skilyrði eru víða fyrir hendi í Ghana og er það því mesta kókóframleiðsluland í heimi. Síðustu árin hefur árlegur kókóútflutningur numið um 140 millj. Bandaríkjadala að verð- mæti. Margt annað er ræktað i landinu, sem ýmist er notað beint fslenzk skreið i sölutorgi í Ghana. er barizt þjóðlegri fyrir eining til manneldis eða til iðnaðar, svo sem ýmsar hnetutegundir, maís, baðmull, tóbak, margvíslegt grænmeti o. fl. í austanverðum strandhéruð- unum og nyrztu héruðum lands- ins eru savannasléttur, grösugar, með trjám á stangli. Þetta land er allvel fallið til nautgriparækt- ar, ekki sízt vegna þess, að þar er engin tsetse-fluga, en hún pti- lokar nautgriparækt víða í Aír- íku. Auðlindir og efnahagsþróun í Ghana er allmikið af ýmsum málmum og eins og hið eldra nafn bendir til („Gullströndin"), þá hefur verið þar mikið gullnám og er töluveit um það enn (gullút- flutningur árið 1957 nam 27,5 millj. dollara). Einnig er flutt út mangan og gimsteinar. Og í land- inu hafa fundizt miklar bauxit- námur, en úr bauxiti er unnið aluminium, eins og kunnugt er. Mun í ráði að hefja mikla alumin- iumframleiðslu í Ghana. Eftir því sem gerist í Afríku, þá er efnahagsþróunin í Ghana kom- in á töluvert hátt stig. Vegakerfi er allgott í landinu og um 1500 km. langt járnbrautarnet, sem að vísu er ekki mikið, en tengir þó saman allar helztu borgir í suður- hluta landsins. í mörg ár hefur verið blómlegur smáiðnaður í Ghana í ýmsum greinum og fer stöðugt vaxandi. Meðaltekjur á íbúa í landinu eru nær þrisvar sinnum hærri en í Indlandi og nær 50% hærri en í Egyptalandi. Að visu eru margir Ghanabúar, sem hafa lélegt fæði, lítil klæði og mjög ófullkomið húsnæði, en hinir eru fleiri, sem hafa nægan mat, eiga góð föt, búa í sæmilegu húsnæði og eiga jafnvel peninga í banka eða undir höfðalaginu. Síðustu 15 árin hefur verið mik il fjárfesting í landinu og hefur verið nokkuð deilt um hve vel fjármunum hefur verið varið, og er það eins og gengur, en margt hefur verið vel unnið fyrir fram- tíðina, sem bendir til stórhugar yfir 100 kynþœttir — en í landinu búa og trúar á landið og þjóðina. í Ghana eru engin kynþácta- vandamál. Yfir 99% af hinum 5 millj. íbúa (landið er rúmlega helmingi stærra en ísland) eru svertingjar, og nær engir hinna líta á Ghana sem sitt föðurland. Aldagömul skipti íbúanna við út- lendinga, svo sem Portúgali, Hol- lendinga, Dani og Breta, hefur ekki alltaf verið sem ánægjuleg- ust, en hefur kennt þeim ýmis- legt, meðal annars kaupmennsku. Menntun er á hærra stigi í landinu, en í flestum öðru n Afríkuríkjum og margir af for- ystumönnum þjóðarinnar hafa numið við erlenda háskóla. — Einnig lofar það góðu um fram- tíðina, að Ghana er töluvert strjál býlla en mörg nágrannalöndin og eru þar því mörg héruð, sem hægt er að nýta mun betur en nú er gert. Neikvæðar hliðar Hér að framan hefur einkum verið minnzt á hina ýmsu kosti, sem Ghana hefur, en eðlilega hef- ur margt þar einnig sínar nei- kvæðu hliðar, jafnvel á afrískan mælikvarða. Þrátt fyrir mikið vatnsafl 1 landinu er það enn óvirkjað aS mestu og hefur olía og kol verið flutt inn til rafmagnsvinnslu. Jarðvegurinn þarf mjög á ýms- um áburðarefnum að halda, en engin slík finnast í landinu. Efnahagskerfi landsins hefur ekki þótt standa á nægjanlega traustum fótum, þrátt fyrir fram- farirnar. Verð á kókó hefur hald- izt nokkuð stöðugt á heimsmark- aðnum, en vegna aukinnar sam- keppni er framtíðin óvissari og 55% af gjaldeyristekjum Ghana á árinu 1957 voru fyrir kókóút- flutning. Heynt hefur verið að fá bændur til að rækta kaffibaunir að einhverju leyti í stað kókó- hneta til þess að auka á fjöl- breyttnina, en það hefur gengið illa, þar sem bændur hafa talið minna upp úr því að hafa. Þótt ekki sé um kynþáttavanda mál að ræða í landinu, eins og áð- ur er sagt, þá er þjóðin mjög sundurleit og skiptist a. m. k. í 100 kynþætti, sem hver hefur eins konar höfðingja yfir sér. Eru kynþættirnir mjög misfjölmenrv- ir, eða frá 2 þúsundum upp 1 fjórðung milljóna manna. Þetta veldur eðlilega ýmsum erfiðleik- um og þó að margir íbúanna líti á sig sem Ghanabúa eru þeir þó fleiri, sem fyrst og fremst líta á sig sem „Fantis“, „Ashantis", „Dagomba“, Gonja“ o. s. frv. Sið- irnir eru fjölbreyttir og mállýzk- urnar margar svo að þjóðleg em- ing bíður eðlilega mikinn hnekki af, en margt bendir til, að þeir sem hafa mestan áhuga fyrir henni, muni vinna sigur að lok- um. Landsbokasafmð í Accra, hofuðborg Ghana. Greiðslujöfnuður við útlönd áríð 1958 í NÓVEMBERHEFTI Hagtíðinda, sem eru nýútkomin, er birt yfirlit yfir greiðslujöfnuðinn við útlönd árið 1958. Er yfirlitið samið af Hagfræðideild Landsbanka ís- lands, en hagfræðideildin safnar upplýsingum, þessum málum við- víkjandi, frá ýmsum fyrirtækjum og opinberum aðilum. Af tölum þeim, sem birtar eru mánaðarlega um verðmæti inn- fluttra og útfluttra vara, má sjá vöruskiptajöfnuð landsins við út- lönd, en það er mismunur þess- ara verðmæta á annan hvorn veg inn. Er hann kallaður hagstæður, ef verðmæti útfluttu varanna er meiri heldur en hinna innfluttu, en óhagstæður ef það er öfugt. Vöruskiptajöfnuðurinn gefur þó ekki fullkomna mynd af viðskipt- unum við útlönd. Að vísu er inn- og útflutningur vara lang- veigamesti þátturinn í þeim, en þar koma líka til greina greiðsl- ur fyrir ýmiss konar þjónustu á báða bóga, svo nefndar „duldar greiðslur; m. a. vegna ferðalaga, flutninga á vörum og farþegum, tryggingum og ýmislegs annars. Þegar upplýsingar eru fengnar um þessar greiðslur auk inn- og útflutnings vara, má sjá greiðslu- jöfnuð landsins við útlönd, en það Þegar svertingjaríkið Ghana hlaut sjálfstæði var konum þegar veittur kosningaréttur til jafns við karla. Uér sjást nokkrar þeirra á kjörstað. er mismunur þessara greiðslna fyrir vörur og þjónustu á báða vegu. Til þessa mismunar hlýtur að svara jafnmikil lækkun eða hækk un skulda við útlönd (eða hækk- un eða lækkun erler.dra inn- stæðna) að viðbættum gjöfum tii eða frá útlöndum eftir því, hvort greiðslujöfnuðurinn er hagstæður eða óhagstæður, þ. e. greiðslurnar frá útlöndum hærri eða lægriheld ur en greiðslurnar til útlanda. Vörur og þjónusta Á árinu 1958 voru fluttar inn vörur fyrir 1.222 millj kr., en ut voru fluttar vörur fyri 1.069 millj. kr., samkvæmt áðurnefndu greiðslujafnaðaryfirliti. Þegar þetta er borið saman ber að hafa sérstaklega í huga, að innflutn- ingurinn er talinn á fob-verði, þ. e. a. s. verði í útflutningsland- inu og útflutningurinn er talinn á söluverði afurðanna fluttra í skip, þ. e. fob-verði héi. Þetta er annar háttur en hafður er á, þeg- ar eingöngu eru birtar tölur um vöusrkiptaj öfnuðinn, því að þá eu innflutningurinn jafnan talinn á cif-verði, þ. e. þegai vörurnar eru komnar hér í höfn. Stærstu gjaldaliðirnir fyrir ut- an vörukaupin eru: útgjöld ís- lenzkra flugvéla erlendis (82 millj. kr.), útgjöld íslenzkta skipa erlendis (72 millj. kr.) og tryggingaiðgjöld til útlanda (54 millj. kr.). Stærstu teknalið- irnir, fyrir utan sölu útflutnings- afurðanna, eru á hinn bóginn: tekjur vegna varnarliðsins (204 millj. kr., en frá þessari upphæS ber að draga 31 millj. vegna inn- fluttra vara fyrir varnarliðið), tekjur íslenzkra flugvéla (88 millj. kr.) og tjónabætur frá er- lendum tryggingafélögum (39 millj. kr.). Til námskostnaðar erlendis hafa farið 14,5 millj. kr. á árinu (1958), og almennur ferða- og dvalarkostnaður er talinn 18 millj. kr. Síðari upphæðin er gjaldeyrissala gegn leyfum gjald eyrisyfirvalda, og fer auðvitað fjarri, að þar hafi öll kurl komið til grafar. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru áætlaðar 3 millj. kr„ og er þar nær ein- göngu stuðzt við það, sem skilað hefur verið til bankan.ia af ferða mannagjaldeyri. Fjá,*magnhreyfingar Fjármagr.hreyfiiigar er það kailað, sem vegur upp á móti greiðslujöfnuðinum, sem var ó- hagstæður á árinu 1958, en lán voru tekin til að bæta það upp. Stærstu liðir fjármagnhieyf- ingar til útlanda eru: afborganir af lánum opinberra aðila (33 millj. kr.), afborganir af lánum einkaaðila (29 millj. kr.) og fyr- irframgreiðslur fyrir skip ókomin í árslok (28 millj. kr.). F.n stærstu liðir fjármagnhreyfingar frá út- löndum eru- lántökur opinberra aðila, þ. e. lánsfé notað á árinu, (132 millj. kr.) og lækkun á inn- stæðum banka, nettó (40.5 millj. kr.).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.